Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS i> If Gerum grannþjóðum okkar jafn hátt undir höfði Henson Henson Útsalan enn í fullum gangi. Síöasti dagur laugardagur 7. des. Opiö 10—5. Enn er hægt aö gera góö kaup Gengiö inn portmegin Skipholti 27. 4T Velvakandi! Eitt af því sem almenningur vill að fslendingar geri er að sýna og sanna í verki, skilning gagnvart öðrum smáþjóðum. Nú vill svo til að næstu nágrannar okkar hér fyrir austan okkur og vestan eru tvær smáþjóðir eins og við, sem njóta virðingar almennings hér- lendis. Fyrir nokkrum árum ákvað rík- isstjórnin að koma til liðs við Grænlendinga í ákveðnu vanda- máli, sem steðjaði að þjóðarbúskap þeirra, fiskveiðunum. Grænlend- ingar hafa um árabil verið að auka nýtingu eigin fiskimiða. Einn lið- urinn í þessu var stækkun rækju- flotans, sem hóf veiðar á miðunum úti fyrir Austur-Grænlandi. Þar eru auðug rækjumið. Á allri hinni hrjóstrugu strandlengju geta rækjutogarar hvergi landað aflan- um. Því er ekki annað að gera en sigla með hann annað hvort til hafna á vesturströndinni eða þá beint á markað erlendis. Töldu heimastjórnarmenn í Grænlandi að hér gætu íslendingar komið þeim til hjálpar, með því að leyfa grænlenskum rækjutogurum sem veiðar stunda við Á-Grænland, að landa aflanum í íslenskum höfn- um. Þessari málaleitan Grænlend- inga var stórmannlega tekið af stjórnvöldum hér. Ákvörðun sem bannaði erlendum fiskiskipum að landa afla sínum í höfnum hér- lendis var breytt. Grænlendingum var gert kleift að landa hér. Varð ísafjörður fyrir valinu sem lönd- unarhöfn. Hún var talin heppileg- ust til þess að mæta óskum Græn- lendinganna. Er ekki minnsti vafi á því að þetta hefur orðið til mikils gagns og hagræðis fyrir rækjuútgerðina grænlensku. Hlut- ur íslands í þessu máli var til hins mesta sóma. Nú vaknar spurningin um það hvort ekki sé hægt að sýna Færeyingum nokkurn lit. Það sem gert hefur verið er góðra gjalda vert í sjálfu sér. Samstarf við Færeyinga á sviði fiskmarkaðs- mála er náið. Það hefur farið Sólveig Pétursdóttir hringdi og vildi vekja athygli á verkstæði sem fimm ungar listakonur hafa sett á laggirnar í Þingholtsstræti. „Þarna er sérlega skemmtilegt að koma og skoða það sem er á boðstólum. Þar getur að líta hvers konar vefnað, þrykktan dúk og fatnað. Á verkstæðinu er menning- arlega að verki staðið ef þannig mætti að orði komast og maður hljótt, þótt staðið hafi í mörg ár. Það voru frammámenn i SH og í Færeyjum, sem ljóst var að þó svo báðir lifi á fiskinum, þá sé leiðin verður glaður að líta inn til kvenn- anna. Fyrir mörgum árum rakst ég inn á sams konar verkstæði í Kaupmannahöfn og hugsaði þá með mér hversu ánægjulegt væri ef íslendingar kynntust svipuðu menningarstarfi. Núna þegar ég hef litið inn á Verkstæði V í Þing- holtsstræti vil ég ýta við fólki og hvetja það til að taka á sig lítinn krók upp í Þingholtsstrætið í næstu bæjarferð." til árangurs á harðsóttasta fisk- markaði heims: Bandaríkjamark- aði, ekki sú að standa þar I bullandi samkeppni, heldur sé ráðið sam- starf sú leið var valin. Það er vafasamt að til sé dæmi um slíka samvinnu milli samkeppnisaðila. Auðvitað ber að hlúa að þessu starfi og vel mætti reyna að finna á því nýja „fleti" eins og vinsælt er að orða það nú, ef þeir sem gerst þekkja til telja að það geti orðið þjóðunum til aukins ábata. Það liggur því beint við að spyrja sjáv- arútvegsráðherrann Halldór Ás- grímsson svo og aðra þá menn sem svona samstarfsmál heyra undir: Má ekki gera Færeyingum jafn- hátt undir höfði og Grænlending- um? Kanna hvort áhugi sé á því í Færeyjum að rækjutogarar þeirra, sem við A-Grænland veiða, fái sömu löndunar aðstöðu vestur á ísafirði og grænlensku rækjutog- ararnir? Er eitthvað sem mælir gegn því? Sv.Þ. Verkstæðið í Þingholtsstræti Jólakort aldraðra Iljarni G. Tómasson skrifar: Kæri Velvakandi. Fyrir jólin 1985 er hafin sala á jólakortum, það er félagið Réttar- bót aldraðra, sem annast söluna, með afrakstrinum af sölunni er ætlast til að stofnaður verði sjóður sem á að verða upphafið að því að breyta örbirgð í auðlegð hvað snertir aldrað fólk. Þetta hlýtur að gleðja alla góða menn og konur, eitt er víst, þetta er guði þóknan- legt. Af ófyrirsjáanlegum ástæðum urðum við seint á ferðinni með kortin, við biðjumst velvirðingar á því, og hvetjum alla til að kaupa kortin og taka sölunni vel. Við getum verið bjartsýn því að með framsókn okkar í félaginu /Réttarbót aldraðra hefur verið höggvið á þá hnúta, sem hefðu getað reynst illleysanlegir. Ekki er hægt að neita því að hagur aldraðra er ákaflega misjafn og getur farið snöggt versnandi ef eitthvað fer úrskeiðis, þess vegna verðum við að skapa okkur oln- bogarými til þess að geta stöðvað það, og það gerum við því við erum mörg og sameinuð, með samhjálp í huga getum við komið mörgu góðu til leiðar. í tilefni af þessum áfanga getum við glaðst og fagnað fæðingu frels- arans og í gleði okkar haldið heilög jól. Gleðilegjól. MÖGNUÐ SPENNUSAGA DAV1D OSBORN SAMSÆRIÐ „ÞAO VEROUR EKKI GEFIN ÚT BETRI BÓK I ÁR... ... STÓRKOSTLEG SAGA" AUSTAIR MocLEAN JÓLABASAR Jafnframt sölusýningu okkar höldum við jólabasar, nú um helgina, á glerblástursverkstœðinu. Þar verða seldir lítið útlitsgallaðir glermunir (II. sortering) á niðursettu verði. Verkstœðið eropiðfrákl. 10—18, laugardag og sunnudag. Verið velkomin Sigrún & Sören liergvík 2. Kjalamesi 270 Varmá. stmar 6660.18 og 667067.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.