Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 íslenzku jólafrímerkin Frfmerki Jón Aðalsteinn Jónsson Jólafrímerki íslenzku póst- stjórnarinnar komu út 14. f.m. Póst- og símamálastofnunin hóf útgáfu sérstakra jólafrímerkja árið 1981, svo að þetta er fimmta útgáfa þess konar merkja hér á landi. I upphafi óttuðust ýmsir og þar á meðal ég, að sérstök jólafrímerki drægju úr sölu jóla- og líknarmerkja, sem hafði fjölg- að mjög næstu áratugi á undan til styrktar ýmsum góðum mál- efnum. Ekki er ég viss um, að sú hafi orðið.raunin í nokkrum mæli. Hitt mun sönnu nær, að markaður hérlendis er svo lítill og svo mörg félög voru komin á þennan markað, að þau höfðu ekki öll árangur sem erfiði. Því hefur dregið nokkuð úr þessari útgáfu síðustu ár. Auðvitað má samt búast við, eins og ég ýjaði að á sínum tíma, að einhverjum þyki alveg nóg að setja jólafrí- merki á jólabréf sín. I þætti, sem ég skrifaði skömmu áður en jólafrímerki 1985 komu út, minntist ég á það, að ýmsum litist lítt á þau af þeim litmyndum að dæma, sem voru framan á tilkynningu póststjórn- arinnar. Líklega hefur það við- horf lítt breytzt eftir útkomu þeirra, enda hef ég fengið ýmis- legt að heyra síðan, og þá ekki síður vegna þess, að ég sit sjálfur í útgáfunefndinni og hlýt því eðli málsins samkvæmt að bera minn hluta af ábyrgð á þeim frímerkjum, sem Póst- og síma- málastofnunin gefur út. Ekki dettur mér í hug, að útgáfunefnd- in sé óbrigðul í vali sínu á mynd- efni væntanlegra frímerkja, og þá er ekki heldur við því að bú- ast, að allir nefndarmenn séu sammála í öllum atriðum. Ég er að vísu nýgræðingur í nefndinni, en get fullyrt, að allt er rækilega íhugað, sem fyrir nefndina er lagt, og hinn bezti vilji fyrir því að vanda allt eins vel og kostur er á. Þegar jólafrímerki urðu fastur liður í árlegri útgáfu póststjórn- arinnar, mun það fljótlega hafa verið ákveðið að bjóða einum listamanni með allt að árs fyrir- vara að teikna næstu jólafrí- merki. Jafnframt yrði hann al- gerlega óháður öðru en eigin hugmyndum um það, hvernig hann vildi hafa frímerkin. En hér verður fyrir bragðið svo margt sinnið sem skinnið, og það er einmitt tilgangur póststjórn- arinnar. Af sjálfu sér leiðir, að fjölbreytni íslenzkra frímerkja vex við það, að sem flestir leggi þar hönd á plóginn, og fái að koma hugmyndum sínum á fram- færi. Sú ákvörðun að fá listamenn til þess að teikna jólafrímerki okkar er vonandi upphaf að því, að þeir fái fleiri verkefni á þessu sviði. En um leið eru það þeir, sem falla og standa með þessum hugverkum sínum, þó að það sé vitanlega í verkahring útgáfu- nefndar að velja úr þeim hug- myndum, sem fyrir hana eru lagðar. Þar er ábyrgð hennar, og auðvitað ekki lítil. Þetta allt verða menn að hafa í huga, þegar frímerki og myndefni þeirra eru dæmd. Ég man vel, að ekki voru allir ánægðir með fyrstu jólafrímerk- in sem áttu að tákna laufabrauð. Sumum fannst myndin of reglu- leg og minna á heklaða dúka, en aðrir töldu laufabrauð ekki geta verið tákn jólanna meðal allra landsmanna, þar sem stór hluti þeirra, t.d. Sunnlendingar, þekktu ekki þennan brauðmat með hangikjötinu! Af þessu geta menn séð, að nokkuð er vandlifað í þessum efnum sem öðrum. Og vel man ég það, að einn frí- merkjasafnari átti ekki nógu sterk orð um það í mín eyru og fleiri, þegar „hundheiðinn mað- ur“ að hans dómi hafði verið fenginn til þess að teikna jólafrí- merki. Síðustu jólafrímerki fara vita- skuld ekki heldur varhluta af dómum manna. Það þarf hvorki að koma listamanninum né út- gáfunefnd á óvart og enn síður úr jafnvægi. Ég hef bæði hitt menn, sem álíta þau fráleit og óskiljanleg, og svo aðra, sem finnst þau að vísu sérkennileg, en samt skemmtileg um margt. Vafalaust hefur höfundur merkj- anna átt von á þessu viðbrögðum, þvi að annars hefði hann tæplega látið fylgja þeim skýringu þá, sem lesa má í tilkynningu póst- stjórnarinnar. Og það er mergur- inn málsins. Hér túlkar hann jólin, með fallandi snjó og snjó- kristöllum, og það er ekki fjarri hugmyndum íslendinga um jólin. Hversu margir eru þeir ekki, sem telja jólasnjóinn sjálfsagðan og rauð jól heldur tilkomulítil? Ekki fer myndefni frímerkjanna því á svig við skoðun þorra okkar í þeim efnum. Vissulega orkuðu þær teikn- ingar, sem ég sá í stórri mynd af þessum jólafrímerkjum, öðru- vísi á mig en þegar þær voru komnar í litla stærð á sjálf frí- merkin. Engu að síður finnst mér þau frumleg, enda hljóta þau örugglega að vekja athygli, í hvora áttina, sem hún beinist. Ég hlýt fúslega að játa, að mér finnast merkin of keimlík hvort öðru, og það er verulegur galli á merkjum, sem koma samtímis út og verða samferða í notkun. Slíkt getur jafnvel valdið póstmönnum óþægindum við afgreiðslu þeirra. Ekki bættir það heldur úr skák, þegar litur verðtalnanna er hinn sami. Eins er letrið á Jól 1985 of smátt og gyllingin gerir það líklega að verkum, að letrið sést ekki vel nema við ákveðin birtu- skilyrði. Þetta eru þeir megin- gallar, sem eru að mínu áliti á jólafrímerkjum okkar árið 1985. Hins vegar er spá mín sú, að menn eigi eftir að venjast þeim. Þá er söfnun jólafrímerkja vafa- laust orðin sérstök söfnunar- grein, ný mótíf- eða tegundasöfn- un. Ég held við þurfum engan kinnroða að bera fyrir framlag okkar í þann hóp, hvorki nú né áður. Stundum hef ég minnzt á það, að spurningar frá lesendum þátt- arins um frímerki mættu gjarn- an berast, en umsagnir þeirra eða ábendingar eru einnig vel þegnar. Hvernig væri nú, að menn sendu þættinum orð um skoðanir sínar á framangreind- um jólafrimerkjum eða jafnvel öðrum frímerkjum ísl. j)óst- stjórnarinnar frá þessu ári eða fyrri árum? Ég lýk þessu spjalli svo með jólaóskum til lesenda. Geta ástir verið ófrjálsar? — eftirSilju Aðalsteinsdóttur í haust kom út á vegum Máls og menningar kynfræðslubókin Þú og ég sem undanfarið hefur vakið nokkurt umtal. í þeim umræðum hefur komið vel fram að kyn- fræðslu í skólum er að ýmsu leyti áfátt og full þörf á bókum eins og þessari. En nú hefur Fræðsluráð Reykjavíkur ákveðið að Þú og ég skuli ekki vera til útláns á skóla- söfnum, og þann 3. des. skrifar Bragi Jósepsson grein í Morgun- blaðið sem mér þykir tilhlýðilegt að svara með nokkrum orðum. Þvert á skoðun Braga finnst mér óhætt að mæla með þessari bók — ekki handa ungum börnum enda hafa þau engan áhuga á svo fræði- legum texta, heldur handa ungl- ingum og ungu fólki sem hefur áhuga á að kynna sér efni hennar. Rauði þráðurinn í bókinni og helsti kostur hennar er að hún eflir ábyrgðartilfinningu einstaklings- ins og virðingu hans fyrir sjálfum sér og öðrum, hvetur hann til að hlusta á skoðanir annarra og virða þær þótt þær séu frábrugðnar skoðunum hans sjálfs. Hinu er ekki að leyna að höfund- ur bókarinnar, Derek Llewellyn Jones, horfist í augu við staðreynd- ir og talar ekki um þær undir rós. Það þýðir ekki að láta sem ungling- ar á Vesturlöndum lifi ekki kynlífi, þó að skýrt sé frá því í bókinni að t.d. í Kína sé fólks skírlíft fram að hjónabandi. Staðreyndum breytir bók ekki en hún getur fengið fólk til að velta þeim fyrir sér. Áróðurinn í Þú og ég felst í því að hvetja fólk til að láta ekki fara illa með sig eða þröngva sér til einhvers sem það vill ekki í raun og veru. En sé fólk farið að lifa kynlífi er það hvatt til að sýna fyllstu aðgætni, um það vitnar t.d. kaflinn um getnaðarvarnir. Höfundur bókarinnar er eflaust á þeirri skoðun að ástin geti ekki verið til öðruvísi en frjáls, hins vegar fer þvi fjarri að hann boði hömlulaust kynlíf. Honum finnst að vísu að fólk eigi að ráða lífi sínu sjálft en tekur oft fram að kynferðissambönd við marga geti haft alvarlegar afleiðingar. Kaflinn um kynsjúkdóma er eins ítarlegur og verða má í bók af þessari stærð og aðvaranir og leið- beiningar skýrar án þess þó að reyna að vekja skelfingu sem veld- ur fremur skaða en gerir gagn. Bragi Jósepsson kvartar undan verkefnum í bókinni, m.a. því að fólk sé beðið um að gera lista yfir nöfn á kynfærum og flokka þau eftir því hvaða fólk notar þau. Þetta sýnir vel ótta greinarhöf- undar við orð og umræður. Það er hollt að skoða orð sem notuð eru um erfið og umdeild mál, ekki síst kynlíf og kynfæri, athuga hvernig orðin fá aukamerkingar vegna fordóma og jafnvel fyrirlitningar. Einn af rauðu þráðunum í bókinni sem Bragi kemur ekki auga á er einmitt að hvetja fólk til að tala saman af einurð. í bókinni segir að unglingi gangi betur að laga sig að kynþroskaskeiðinu „ef hann getur rætt opinskátt við foreldra sína um mikilvæg málefni í sátt og samlyndi. Samræður krefjast þess að fólk kunni að hlusta. Margir heyra aldrei það sem aðrir Silja Aðalsteinsdóttir „Höfundur er eflaust á þeirri skoðun að ástin geti ekki verið til öðru- vísi en frjáis, hins vegar fer því fjarri að hann boði hömlulaust kyn- líf.“ segja, en án þess að hlusta skilur enginn neitt. Þetta á jafnt við um unglinga og foreldra þeirra!" Og ef til vill fleiri. Kynferðismál, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar og kynhneigð eru stór atriði í mann- legum samskiptum, um þau á að ræða hispurslaust. Allur feluleik- ur og hálfkveðnar vísur er klám. Einn rauði þráðurinn í Þú og ég sem Bragi sér er „leiðbeiningar og lýsingar á kynferðisatlotum homma og lesbía" eins og hann segir. Raunar er um að ræða einn kafla í bókinni, 6 blaðsíður af 135. Sá kafli hefst á þesa leið: „Um 90% fólks stofnar til sambands við manneskju af hinu kyninu og flest- ir giftast einhvern tíma eða hefja sambúð... En sumir hafa ekki áhuga á sambandi við gagnstætt kyn og velja sér einhvern af eigin kyni til ásta.“ í þessum kafla er reynt að fjalla á fordómalausan hátt um homma og lesbíur, því eins og fólk veit er samkynhneigð ekki smitandi en fordómar hins vegar bráðsmitandi. Hluti ungl- inga á gelgjuskeiði hefur áhyggjur af kynhneigð sinni vegna þess að hún vill ekki falla í venjulegan farveg, og geti kaflinn í Þú og ég létt þeim áhyggjum af einhverjum, fagna ég því. Bókin Þú og ég er holl lesning fyrir þá unglinga sem eru fáfróðir og eiga ekki greiðan aðgang að skilmerkilegum upplýsingum um kynferðismál. Þau hin sem eiga foreldra eða aðra að sem geta gefið þeim allar upplýsingar á persónu- legan hátt hafa ekki þörf fyrir bók. Því miður bendir allt til þess að fyrrnefndi hópurinn sé stærri og því er óskandi að skólasafnverðir hunsi álit Braga og fræðsluráðs og láni áhugasömum unglingum bókina og kennarar taki hana til umræðu í skólum. Foreldrum viljum við benda á að láta ekki miðstýra skoðunum sínum en taka sjálf ákvörðun um það hvort bókin sé hættuleg ungu fólki. Lesið hana með krökkunum og ræðið hreinskilnislega bæði staðreyndir og skoðanir sem þar koma fram. Það er miklu skemmti- legra en bann. Höfundur er sUrfsmadur Míls og menningar. Ingibjörg Sigurðardóttir Ný bók eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur Út er komin hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri 26. bók Ingibjargar Sigurðar- dóttur, sem nefnist „Höll ham- ingjunnar“. I fréttatilkynningu frá út- gefanda segir að þetta sé „skáldsaga í stíl við þær sem hafa áunnið Ingibjörgu miklar vinsældir á undanförnum árum. Eins og í fyrri bókum sínum leiðir hún lesandann á vit vina og elskenda, sem rata í ýmis ævintýr, misjafnlega blíð og víða um lönd.“ Bókin er 189 bls. að stærð, prentuð og bundin inn hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.