Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 25 Að gefnu tilefni — eftir Jennu Jens- dóttur Sem formaður skólasafnanefnd- ar þykir mér rétt að skýra frá tildrögum þeirrar ákvörðunar nefndarinnar að mæla ekki með kynfræðslubókinni „Þú og ég“ inn á bókasöfn í grunnskóla. I Reglum um skólasöfn í Reykja- vík er mælt svo um að bókalistar séu „í samráði við skólasafna- nefnd“. Ég er búin að sitja í þessari nefnd frá byrjun. Ekki höfum við litið á lista inn á söfnin nema þrisv- ar í öll þessi ár, enda engin ástæða til. f þessi þrjú skipti hefur okkur verið gert aðvart af skóla- safnvörðum, eða kennurum. Þær tvær bækur sem áður var mælst til að ekki væru á lista inni á bókasöfnin voru Tvíbytnan eftir Bengt Halle og Félagi Jesús (en þá voru nú öll ósköpin út af henni búin að dynja yfir). Þessum tilmælum var tekið háv- aðalaust í bæði skiptin og þessar bækur eru báðar til á flestum skólasöfnum hér þótt þær liggi ekki frammi. Kynfræðslubók er stórt orð. í því felst fræðsla um allt sem nafnið felur í sér. Það er okkar skoðun að sú fræðsla eigi að vera hlutlaus og opinská byggð á líffræðilegum grundvelli. Það er hún ekki í þess- ari bók. Hér er vikið með háði að hefðbundnu kynlífi karls og konu og það kallað „steinrunnið" hlut- Jenna Jensdóttir „Hér er vikið með háði aö heföbundnu kynlífi karls og konu og þaö kallaö „steinrunnið“ hlutverk gágnstæöra kynja.“ verk gagnstæðra kynja. „Munnað- ferðinni" svokölluðu eru gerð ítar- ieg skil. Ekki einungis í texta, með honum fylgir mynd þar sem tveir einstaklingar eru að sjúga kynfæri hvors annars, og athugasemd er: „Þetta er ekki ósiðlegt." Þetta eru lítil dæmi, en af nógu er aðtaka. Einmitt af því að við í nefndinni erum kennarar, getum við ekki sóma okkar vegna þagað. Við lítum ekki eins stórt á okkur og það fólk lítur, sem hæst hefur haft um okkur og stærst orðin hefur talað. Við erum aðeins und- irnefnd fræðsluráðs, sem lætur í ljósi álit sitt samkvæmt reglugerð- inni. Og við hljótum að mega hafa okkar skoðanir, eins og hinir sín- ar. Margar rangfærslur eru í stór- um orðum þeirra, sem ég nenni ekki að svara. Stór orð og æsingur leiða alltaf rangfærslur af sér. Ég harma það, að hvergi skuli ég sjá tilvitnanir í umsagnir tveggja virtra lækna um bókina. Ég held að þeir, sem hafa áhuga á því að vita nánar um það sem réð tilmælum okkar, skilji hvað við erum að fara, ef þeir kynna sér þær umsagnir hjá Fræðsluráði. Höfundur er rithöfundur og kenn- ari og formadur skólasafnanefndar Frædslurids Reykjavíkur. Tyrknesk skáldsaga á íslenzku Út er komin hjá Máli og menn- ingu skáldsaga eftir tyrkneska rit- höfundinn Yashar Kemal. MEMED MJÓI kom út árið 1955 í Tyrklandi og var fyrsta skáldsaga höfundar síns. Það er Þórhildur Ólafsdóttir dósent sem þýðir sög- una úr tyrknesku og skrifar eftir- mála. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Memed mjói, söguhetjan, elst upp í þorpi ríkismannsins Abdi Aga sem hefur sölsað undir sig landareignir fólks í fimm þorpum á Tsjúkuróva-sléttunni og drottn- ar með harðneskju. Memed er bara barn að aldri þegar hann gerir uppreisn gegn þessum harðstjóra og hefnist grimmilega fyrir. Þegar hann er unglingur gerir hann markvissari uppreisn, skipuleggur flótta með unnustu sinni. En flótt- inn tekít ekki og fyrr en varir er Memed kominn í flokk stigamanna og útlaga í fjöllunum. Ævintýri hans eru ótrúleg og bera hann víða, ótalmargar lifandi persónur fylla sléttur og fjöll og sýna lesanda óvæntan og framandi heim.“ MEMED MJÓI er 408 bls., gefin út hjá Máli og menningu bæði í bandi og sem UGLA. Með henni bætist nýtt bindi við röð heims- bókmennta frá forlaginu. Prent- smiðjan Oddi hf. prentar bókina, en Robert Guillemette gerir kápu- mynd. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Föstudaaskynning kl. 15. til 18. KYNNUMIDAG 9 gerðir (fijHusqvarnasaumavela Verð frá kr. 13.406 ©Husqvarna Mest selda saumavélin á íslandi stgr. • • Kynnum einnig Leikandl létt ferðatæki og vasadiskó i i ; i, j Verö frá kr. 2.733,- Verð frá kr. 2.694,- Gunnar Asgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Sími 9135200 (jJJJ 2§
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.