Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1986 Opið bréf til ríkis- stjórnarinnar irro Kor ó \7r\n Q n H1 vlílf ar aít orn i * — eftir Arna Magnússon Miðvikudagskvöldið þrítugasta október var endursýndur í sjón- varpinu sennilega einhver besti þáttur sem það hefur látið gera, nefnilega: „Gulla — fórnarlamb fíkniefna". Þáttu þessi vakti at- hygli mína jafnt sem fjölda ann- arra, þar á meðal vonandi ykkar, og eru til þess kosnir af almenningi háttvirt ríkisstjórn. Það fer ekki hjá því að maður fyllist magnvana heift, þegar talið berst að vandamáli því sem fíkni- efnanotkun á íslandi er óumdeil- anlega orðin. Vandamáli sem af flestu fólki með heilbrigða hugsun er talið eitthvert hið stærsta sem við íslendingar eigum við að glíma. Svo virðist samt sem augu þeirra, er þessu þjóðfélagi eiga að stjórna í landinu, fólki sem á heimtingu á því að tekið sé á vandamálum líð- andi stundar af festu og röggsemi, séu blind! Er ekki tími til kominn að þið, þessi ríkisstjórn sem nú situr við stjórnvölinn, sýnið hvað í ykkur býr og reynið að beita ykkur fyrir bættu þjóðfélagi. Þjóð- félagi sem meðal annars ætti að bjóða upp á samheldni fjölskyld- unnar og heilbrigða æsku? Haldið Nu er það jólabaksturinn Sykur 16 Mónu hjúpsúkkulaði 86 Sb** Pillsbury’s Best 139 Mar sýróp 45 kr./450 gr Síríus Konsum 80 Ljóma smjörlíki 38 Gluten Blue Star 46 ^9 og svo þegar baksturinn er búinn þá eigum við skilið að fá okkur úrvals konfekt á ótrúlegu verði, aðeins 125 kr./300 gr. Vörumarkaðurinnhf. Ööruvísi verslun — og betri „í guðanna bænum bregðist ekki því trausti sem ykkur hefur verið sýnt en takið þess í stað á vandanum strax. Það er fullt af fólki sem er tilbúið að fórna sér fyrir þennan málstað strax í dag og ykkar er vald- ið.“ þið virkilega að fólkið sem kaus ykkur í síðustu kosningum hafi gert það með það fyrir augum að ómældum tíma væri varið í skrípa- leik eins og til dæmis umfjöllunina um bjórinn er átti sér stað á síð- asta þingi? Nei, þakka ykkur kærlega fyrir! Það var gert í þeirri góðu trú að þið hefðuð bein í nefinu og notuðuð þær gáfur sem Guð gaf ykkur til þess að bæta hag okkar hinna. Ég spyr ykkur því: Á að láta fíkniefnin æða áfram yfir landið svotil óheft eins og hingað til hefur verið gert? Á að láta hverja fjölskylduna á fætur annarri leggjast í rúst vegna and- varaleysis ykkar sem landinu eigið að stjórna? Finnst ykkur ekkert athugavert við eftirtalin atriði: a. Að í fíkniefnalögreglunni skuli aðeins starfa 7 manns, þ.e. deildarstjóri, 4 rannsóknarlög- reglumenn, auk tveggja lög- reglumanna í einskonar 6 mán- aða starfsþjálfun? b. Að þrátt fyrir að deildarstjóri fíkniefnalögreglunnar, Arnór Jensson, skuli benda á það i sj Árni Magnússon ónvarpi að margfalda þyrfti fjölda starfsmanna deildarinn- ar, skuli ekkert vera gert til þess að bæta ástandið? c. Að álíka auðvelt skuli vera fyrir unglinga að nálgast algengustu efnin, svo sem hass, marijuana og amfetamín og ykkur að kaupa klósettpappír? d. Að það skuli látið afskiptalaust að krakkar allt niður í 12 ára aldur og jafnvel yngri skuli neyta þessara efna, svo ekki sé minnst á brennivínið? e. Að unglingar skuli geta fengið afgreiddar í apóteki bæði sjó- veiki- og svefntöflur án teljandi vandræða? f. Að engin meðferðarstofnun á borð við þær sem Sigtryggur Jónsson sálfræðingur lýsti í áðurnefndum þætti skuli vera fyrir hendi? g. Áð þótt 40 manna hópur á aldr- inum 17 ára til þrítugs sé að koma til landsins frá þeirri ill- Hluti sýningarmuna. jLögreglufélag Reykjavíkur 50 ára: Alþjóðleg sýning opnar í dag LÖGREGLUFÉLAG Reykjavíkur verður 50 ára 16. desember nk. Af því tilefni hefur verið fengin til landsins stærsta alþjóðlega lög- reglusýningin sem haldin hefur ver- ið til þessa. Sýningin verður að Hót- el Loftleiðum og verður opnuð í dag, fostudag. Hún stendur til 16. desember og er opin alla daga frá 16.00 til 22.00. Eigandi sýningarinnar er Edou- ard Kries frá Luxemborg. í safni hans er m.a. 500 lögreglubúningar frá 180 þjóðlöndum, 5.000 lögreglu- merki, 800 einkennishúfur og ýmiss lögreglutæki og munir. Mjög mikil verðmæti eru í safni þessu og sem dæmi má nefna danskan landamæralögreglubúning frá ár- inu 1839. Þá mun Lögreglufélag Reykja- víkur sýna íslenska lögreglubún- inga frá upphafi auk lögreglu- tækja- og hluta, sem lögreglan hér á landi hefur notað í gegnum árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.