Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Arnarflug hefur end urnýjað tryggingar - segir Agnar Fríðriksson framkvæmdastjóri AGNAR Friðriksson framkvæmda- stjóri Arnarflugs segir að félagið hafi endurnýjað tryggingar sínar 1. desember sl., en þá hófst nýtt trygg- ingaár, og standi í skilum við trygg- ingafélagið miðað við skilmála þess. Sagði Agnar að orðrómur um að stöðvun fyrirtækisins vegna ógreiddra iðgjalda væri alrangur. Aðspurður um stöðu fyrirtækis- ins eftir taprekstur undanfarinna ára sagði Agnar að tapið gerði reksturinn sífellt erfiðari. Arnar- flug hefði þó til skamms tíma verið í góðri stöðu gagnvart öllum stærstu lánadrottnum sínum. Hins vegar væri í gangi skipuleg rógs- herferð gegn fyrirtækinu, bæði hér heima og erlendis, sem sjónvarpið ýtti undir með fréttaflutningi sín- um, og hefði það gert róðurinn erfiðari. Hann sagðist hafa stað- fest dæmi um hvaðan þessi óhróð- ur væri kominn, meðal annars erlendis frá, og gæti nefnt nöfn, Kjötiö en vildi ekki skýra frá þeim upp- lýsingum á þessari stundu. Reykjavíkurborg: Aðild að ísfílm endurskoðuð ef SÍS fer annað DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri sagði á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöldi aö óhjákvæmilegt væri fyrir borgina annað en að endur- skoða veru sína í fjölmiðlunarfyrir- tækinu ísfilm hf. ef Samband ís- lenskra samvinnufélaga haslaði sér völl annars staðar í fjölmiðlun af þessu tagi. Á fundinum kom það fram að samkvæmt samþykkt borgarstjórn- ar frá 1. mars 1984 á að taka þátt- töku borgarinnar í ísfilm „til end- urmats ekki síðar en fyrir árslok 1985“. Sigurður E. Guðmundsson (Afl.) lagði fram fyrirspurn til borgarstjóra í tveimur liðum. '"iKMini Morgunblaöið/Bjarni Enn slys á Skólabrú ÓVENJU mikið var um árekstra í umferðinni í Reykjavík í gær og er greinilegt að jólaumferðin er hafin. Frá hádegi til kl. 17 urðu alls sautján árekstrar í borginni, flestir smávægilegir. Eitt slys varð — ekið var á unga stúlku á göngu- braut í Lækjargötu, framan við Menntaskólann, skammt þar frá sem fullorðinn maður lét lífið í fyrradag. Stúlkan meiddist lítið og fékk að fara heim eftir rannsókn á slysadeild. Meðfylgjandi mynd var tekin af slyssaðnum í gær. „Þetta er slysahorn og þar hafa orðið allt of mörg slys og árekstrar á undanförnum mánuðum," sagði lögreglumaður í samtali við blaðið í gær. „Það vantar sárlega gönguljós á þessi gatnamót, ekki síst vegna þeirrar miklu umferðar skólafólks og annarra gangandi vegfarenda sem fara þarna um á hverjum degi.“ hækkar um 4—5 % í GÆR hækkaði verð á sauð- fjárafurðum um 4,3% og naut- gripakjöti um 4,8%. Áður auglýst niðurgreiðsla kindakjöts vegna tímabundinnar útsölu verður óbreytt þannig að útsalan heldur áfram. Verð á kindakjöti í smásölu er frjálst nema í heilum og hálfum skrokkum. Skráð verð á kindakjöti í 1. verðflokki i heilum skrokkum, skipt að ósk kaupenda, er nú 229,30 krónur kílóið. Vegna útsölunnar er kjötið selt á 19,2% lægra verði, eða 185,30 krónur kílólið af sama verðflokki. Eigi fólk hins vegar kost á kjöti frá haustinu 1984 kostar það 153,90 kr. kíló- ið, eða 33% undir skráðu verði. Hámarkssmásöluverð á nautgripakjöti í 2. verðflokki (UNI), í heilum og hálfum skrokkum, er 228,80 kr. kílóið. Kílóið í afturhluta er á 302,50, en 172,80 í framhluta. Verðlagsgrundvöllur land- búnaðarvara hækkaði um 4,58% um mánaðamótin. Áður hefur verið sagt frá hækkun mjólkurverðsins því samfara, en einnig hækkaði hrossakjöt og kartöflur, en verðlagning þessarar vöru er frjáls í heild- sölu. 60 manna erlend áhöfn á 5 leigu- skipum Eimskips og Sambandsins - sættum okkur ekki við það á sama tíma og 80 íslenzkir farmenn eru að missa vinnuna vegna gjaldþrots Hafskips, segir Guðmundur Hallvarðsson. „Á SAMA tíma og 80 íslenzkir far- menn eru að missa atvinnu sína vegna fyrirsjáanlegs gjaldþrots Haf- skips hf., eru íslenzk skipafélög með 5 erlend kaupskip á leigu, ein- göngu mönnuð útlendingum, um 60 samtals. Þetta sættum við okkur engan veginn við. Við áskiljum okkur því allan rétt til aðgerða, verði þessu ekki kippt í liðinn,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykja- víkur, í samtali við Morgunblaðið. Stjórn Sjómannafélags Reykjavík- ur samþykkti á fundi sínum í gær að skora á viðskiptaráðherra, að stöðva nú þegar öll leyfi til leigu- töku á erlendum kaupskipum, sem mönnuð eru erlendum sjómönnum. Stjórn félagsins áskilur sér jafn- framt allan rétt til aðgerða í þessu máli í samráði við heildarsamtðk launþega. í bréfi stjórnar félagins kemur fram, að Eimskipafélag fslands sé nú með fjögur erlend leiguskip og skipadeild Sambandsins með eitt skip, sem hafi í langan tíma verið Ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson UÓÐAKLÚBBUR Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér nýja Ijóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson og ber hún heitið Ákvörðunarstaður myrkrið. f fréttatilkynningu frá Ljóða- klúbbi AB segir m.a.: „Þessi bók kemur eftir 7 ára hlé hjá skáldinu, síðasta bókin frá hendi þess var Lífið er skáldlegt 1978. Hefur aldrei áður liðið svo langur tími milli ljóðabóka frá Jóhanni, fyrstu bók sína gaf hann út 1956 og komu síðan frá honum 11 ljóðabækur á 22 árum auk þriggja bóka með ljóðaþýðingum og þriggja bóka með öðru efni. Ljóð bókarinnar eru 29 að tölu og er hið síðasta þeirra í 11 hlutum. Bókin er 65 bls. að stærð og prent- uð og bundin í Prentsmiðju Hafn- arfjarðar. í áætlunarsiglingum milli fslands og Evrópu. Guðmundur Hallvarðsson sagði ennfremur, að Sjómannafélagið hefði ekkert við það að athuga þó skipafélögin leigðu erlend skip, svo fremi sem þau væru mönnuð ís- lenzkum farmönnum. Nú væru nokkur skip á leigu hjá íslending- um og sigldu meðal annars undir fánum Panama og Bahama. Þau væru skipuð íslenzkum farmönn- um. Leiga erlendra kaupskipa með erlendum farmönnum hefði lengi verið íslenzkum farmönnum þyrn- ir í augum og meðal annars mætti nefna, að á árunum 1982, 1983 og fram á síðasta ár, hefðu Eimskip Vinnumiðlun Hafskips: „Viljum fá mun fleiri fyrirspurnir“ 50 til 70 daglaunameim Hafskips atvinnulausir frá áramótum Jóhann Hjálmarsson „ÞEIR starfsmenn Hafskips sem við höfum mestar áhyggjur af eru skipstjórnarmenn okkar og dag- launamennirnir, en það lítur mun betur út með skrifstofufólkið,“ sagði Jón Hákon Magnússon fram- kvæmdastjóri flutningadeildar Haf- skips er hann var spurður hvernig vinnumiðlun þeirri sem Hafskip kom á laggirnar gengi að útvega starfsfólki Hafskips atvinnu. Jón Hákon sagði að þeir fyrstu af þeim sem sagt var upp væru að hætta störfum hjá Hafskip nú um helgina. Það væru ungir og hraustir menn, 9 eða 10 talsins, allir daglaunamenn, sem hann hefði engar áhyggjur af, því þeir gætu auðveldlega fundið sér aðra atvinnu. öðru máli gegndi með eldri daglaunamenn, eldri skip- stjórnarmenn, verkstjóra og fleiri. Sjómennirnir sem sagt hefði verið upp störfum væru um 80 talsins, og yrði ugglaust erfitt að finna störf við þeirra hæfi. Einkum fyrir eldri skipstjórnarmenn, en þeir yngri hefðu haft á orði að þeir myndu leita eftir atvinnu erlendis á meðan versta kreppan gengi yfir. „Við vildum gjarnan fá mun fleiri fyrirspurnir en við höfum fengið,“ sagði Jón Hákon, „en um þetta leyti árs er ekki um auðugan garð að gresja. Við horfum fram á það að um áramótin verði á milli 50 og 70 daglaunamenn hjá okkur atvinnulausir. Við höfum leitað til stærri fyrirtækja, til þess að kanna hvort ekki væri möguleiki á ráðningu, en flest fyrirtækjanna bera sig mjög illa og virðast ekki geta bætt við sig fólki. Skrifstofu- fólki hjá okkur, einkum þeim sem starfað hafa við bókhald gengur hins vegar ágætlega að fá ný störf." Jón Hákon sagði að það myndi ekki liggja fyrir fyrr en um miðja næstu viku, hversu mörgum hefði tekist að útvega atvinnu. Það væri um 180 manns sem vinnumiðlunin væri að leita að störfum fyrir, en á milli 50 og 60 vildu ekki þiggja aðstoð miðlunarinnar. Nú þegar hefði verið gengið frá ráðningu um 10 manns til annarra fyrirtækja, en hann sagðist gera sér vonir um að 20 til 30 bættust I hópinn i næstu viku. „Við stefnum eindreg- ið að því að vera búin að útvega sem flestum önnur störf um ára- mótin,“ sagði Jón Hákon. Auk Jóns Hákonar eru þau Kristín Thorar- ensen og Valur Páll Þórðarson starfandi við vinnumiðlunina. og Hafskip verið með svokölluð hrísgrjónaskip með erlendum áhöfnum í flutningum sínum fyrir Varnarliðið. Eins ódýr skip í rekstri og unnt væri á einni dýr- ustu siglingaleið heims. Líklegt mætti telja að það hefði haft ein- hver áhrif á missi þessara siglinga í hendur Rainbow Navigation. Ingimundur Guðmundsson Lést í um- ferðarslysi MAÐURINN, sem lést í umferðar- slysi í Lækjargötu á miðvikudaginn, hét Ingimundur Guðmundsson, fyrr- verandi brunavörður, til heimilis á Laugateig 15 í Reykjavík. Hann fæddist 24. mars 1911. Ingimundur heitinn lætur eftir sig eiginkonu og uppkomna dóttur.__ Ingólfur Ingvarsson nýr yfirlögreglu- þjónn í Hafnarfirði INGÓLFUR Ingvarsson, yfirlög- regluþjónn í Stykkishólmi, var f gær skipaður af dómsmálaráðherra til að vera yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Ingólfur var einn fjórtán umsækj- enda um stöðuna, eins og fram kom f Morgunblaðinu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.