Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, RUNÓLFUR GUÐMUNDSSON, fyrrum bóndi á Gröf í Skilmannahreppi, andaöist annan þ.m. í Sjúkrahúsi Akraness. Útförin fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 7. þ.m. kl. 11.30 f.h. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, RAGNHILDUR DAVÍOSDÓTTIR frá Vopnafiröi, lést í Landspítalanum 4. desember. Börnin. t INGIMUNDUR GUOMUNDSSON, Laugateigi 15, Reykjavík, lést 4. desember. Kirstjana Kristjánsdóttir, Guórún Þórunn Ingimundard., Jón Bergmundsson. t Fósturmóöir okkar, SIGRÍÐUR GUDMUNDSDÓTTIR, andaöist 4. desember. Halla Pálsdóttir, Hallgrímur Guömundsson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, RAGNHEIDUR STEFÁNSDÓTTIR, Þingeyri, veröur jarösungin frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 7. desember kl. 14.00. Guörún Steinþórsdóttir, Hallgrímur Sveinsson, Steinþór Steinþórsson, Valdís Veturliöadóttir, Gunnar Steinþórsson, Bryndís Baldursdóttir, Kristín Lýösdóttir, Þorgeir Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför ADÓLFS ALBERTSSONAR vélstjóra, Langholtsvegi 26. Soffía Jónsdóttir, Kristján Júlíusson, Soffía Andersen, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR, fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 7. desember kl. 14.00. Katrín, Hólmfríður, Jóhanna og Hulda Jónsdætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför frú Ástu Norómann veröur gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. desember kl. 10.30. Kristín Egilsdóttir, Dorette og Árni Egilsson, Guörún og Már Egilsson. t Þökkum auösýnda samúó og vináttu viö andlát og útför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JÚLÍUSAR EGGERTSSONAR, Sólvallagötu 6, Keflavík. Guörún Bergmann, Guðlaug Bergmann, Valgeir ó. Helgason, Rúnar Júliusson, María Baldursdóttir, Ólafur E. Jútfusson, Svanlaug Jónsdóttir og barnabörn. Þór Kristjáns- son — Minning Fyrsti sunnudagur í jólaföstu rann upp napur og dimmur og dagurinn var stuttur eins og þeir eru venju- lega dagarnir á þessum árstíma. — Og þó varð hann svo óendanlega langur í ár. Vammlaus dáðadrengur er dá- inn. Maídagurinn fyrir 34 árum var aftur á móti bjartur og langur eins og vordagar eiga að vera. Fullur af birtu og fögrum fyrirheitum. Atta ára gömul móðursystir varð himinlifandi að eignast litinn, kæran frænda, mamma og pabbi, ömmur og afar glöð og stolt yfir litlum drenghnokka. Og þar með hafði okkur verið falið yndislegt, viðkvæmt blóm. Blóm eins og Hallgrímur Pétursson orkti svo fallega um endur fyrir löngu. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fróvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, — líf mannlegt endar skjótt. stað: „Sorgin er gríma gleðinnar," og „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú er sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Ég kveð öðlinginn Þór Krist- jánsson þakklátum huga — honum er ætlaður veglegri sess en þetta líf hefur uppá að bjóða. Guði sé lof fyrir vorið, sem við vitum, að kemur er skammdegi linnir. Fari frændi minn vel og hvíli í friði. Áslaug Hvaðan komum við, hvert förum við, til hvers erum við? Slíkar spurningar leita á okkur nú þegar við kveðjum skólafélaga okkar, Þór Kristjánsson. En við ráðum ekki lífsgátuna. Við áttum samveru- stundir innan skóla og utan. Þá vorum við á umbreytingaskeiði eins og aðrir unglingar. En þá breyttist veröldin einnig. Þetta var eftir sumarið 1968. Slíkir tímar eru ógleymanlegir. En leiðir skildu og allir héldum við sinn í hvora átt- ina. Þegar fundum okkar bar saman, sögðum við fréttir hver af öðrum, nú er það liðið. Á skilnaðarstund þökkum við samfylgdina. Megum við biðja góð- an Guð að veita eiginkonu og dætrum styrk á erfiðri stundu. „Drottinn veit þú dánum ró en hinum líkn sem lifa.“ Tryggvi Baldursson, Vilhjálmur Bjarnason. Jón Kjartans- son — Kveðjuorð En haustnepjan og vetrarharka taka ekki tillit til viðkvæmra blóma, það eru aðeins þau harð- gerðustu, sem lifa af. Þrátt fyrir það gaf vorblómið og gaf en ætlað- ist aldrei til neins sjálfu sér til handa. Þór var ríkur af því, sem mölur og ryð fá ei grandað. Ekki var svo aum fjölskyldu- eða vina- samkunda að hann gæfi henni ekki líf og gleði. Það birti í sál manns bara af að heyra röddina hans í síma eða hitta hann af tilviljun. Alltaf var það sérstakt tilhlökkun- arefni að eiga í vændum sam- verustund með honum. Hann var hrókur alls fagnaðar — hvar sem hann kom. Stór sál og ómældir persónutöfrar yfirskyggðu allan hégóma. Hér er ekkert ofsagt en þó flest ósagt. Þór Kristjánsson fæddist 21. maí 1951, frumburður ástkærra foreldra sinna, Kristborgar Bene- diktsdóttur og Kristjáns Oddsson- ar. Hann eignaðist fjögur systkini: Benedikt, Sigríði, Má og Odd. Kvæntur var hann sómakonunni Elínborgu Þórarinsdóttur frá Hró- arsdal í Hegranesi og eignuðust þau þrjú börn: Önnu, Kristborgu, og Þórarin, sem öll bera foreldrum sínum fagurt vitni, þó ung séu að árum. Ævinlega er það þannig í tilver- unni að allt, sem fagurt er og gott finnst okkur frá okkur tekið allt of fljótt. Og það er mannlegt þó vitum við mæta vel, innst inni, að það er ekki aldurinn eða lengd tímans, sem máli skipta, heldur það, sem eftir stendur er stundin er liðin hjá. Okkur var mikið gefið víermissirinnstór. Spámanninum segir á einum Þegar ég nú sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð til vinar og gamals skátabróður, Jóns Kjartanssonar, hvarflar auðvitað hugurinn til þeirra ára, þegar ég þekkt hann best — þ.e. æsku- áranna á Siglufirði. Hann var eitthvað um 11 ára gamall, þegar ég sá hann fyrst. Var hann þá að koma til Hannesar frænda míns, en þeir voru óaðskilj- anlegir vinir og hafa verið það síðan, eða frá fyrstu kynnum. Jón var klæddur bláum matrósafötum, bar sig vel og var prúður mjög í framkomu. Já, hann var vissulega hugljúfur drengur, tranaði sér aldrei fram, en eitthvað var það við hann sem gerði það að verkum að allir vildu vera með honum. Það má segja það á þann hátt, að þegar hann kom á einhvern stað, þá kom hann ekki bara í dyrnar, heldur fór hann beina leið inn að hjarta- rótum. Hann var einn úr þeim hópi, sem var í skátafélagi hjá manninum mínum, kom því oft á heimili okkar, og spurði þá alltaf, hvort hann mætti passa Ástu, en svo heitir dóttir okkar. Ég man ekki eftir honum öðru- vísi en glöðum og góðum dreng, sem alls staðar vildi koma fram til góðs, elskulegur og notalegur við alla, sem urðu á vegi hans. Leiðir skildi um tíma, þ.e. árin sem við vorum í Noregi. En dag nokkurn birtist Jón, brosandi, glaður og hress, var áð koma með skipi frá Siglufirði, og hafði hreppt vont veður.' Hann hafði ekkert breyst, nema að nú var hann vax- inn upp úr matrósafötunum. Hann var orðinn fullorðinn maður með mörg járn í eldinum. Krafturinn og lífsgleðin geisluðu frá honum. Ég ætla ekki að telja upp allt sem Jón Kjartansson lét sig máli skipta, hann kom víða við og eftir- lét góð spor. En efniviðurinn — Jón — var góður og traustur og naut sín á mörgum sviðum. Góðar minningar um gott fólk er fjársjóður, sem aldrei firnist. Það kemur að því að gamli hópur- inn smáþynnist — unglingarnir sem maður hafði afskipti af, þótti vænt um, og sá vaxa úr grasi, verða dugandi fólk, jafnvel máttarstólp- ar síns bæjarfélags, nýtir þegnar íslands. Það smáhverfuraf sjónar- sviðinu, við vitum bara ekki hverj- ir fara fyrst, en eitt er víst að röðin kemur fyrr eða síðar að okkur öllum. Við trúum því að við munum halda áfram að lifa — að hinn svokallaði dauði sé aðeins vista- skipti. f þeirri trú kveðjum við Jón að sinni og þökkum honum sam- fylgdina. Það eru efalaust margir frá þessum árum, sem taka undir þá kveðju. Við vottum eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð, og biðjum þeim allrar blessunar. Blessuð sé minning Jóns Kjart- anssonar. Hrefna Tynes t Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, SVEINBJÖRN ÁRSÆLSSON, Ránargötu 13, veröur jarösunginn frá Útskálakirkju í Garöi laugardaginn 7. desemberkl. 14.00. Ingibjörg Daníelsdóttir, Hlynur Þór Sveinbjörnsson, Lilja Vilhjálmsdóttir, Sveinbjörn Ársæll Sveinbjörnsson, Gunnar Daníel Sveinbjörnsson. t Útför mannsins míns og föður okkar, MARÍUSAR HELGASONAR, fyrrverandi umdæmisstjóra Pósts og síma, Akureyri, veröur gerö frá Akureyrarkirkju laugardaginn 7. desember kl 13.30. Bergþóra Eggertsdóttir, Baldur Maríusson, Erna Maríusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.