Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 1 fclk í fréttum > Rússneska keisarafjöl- skyldan sem tekin var af lífi árið 1918 Fyrir skömmu sáu íslenskir sjónvarpsáhorfendur leikna mynd um örlög keisarafjölskyldunnar rússnesku, sem tekin var af lífi af byltingarmönnum árið 1918. Meðfylgjandi er mynd af hinni raunverulegu fjölskyldu tekin skömmu áður en aftakan fór fram. Hótel fyrir broddgelti Irene í Þýskalandi verður að gæta þess hvar hún gengur heima hjá sér svo mikið er víst. Hún hefur nefnilega opnað gistihús fyrir broddgelti og í augnablikinu eru þeir 70 sem búa hjá henni. Irene fannst nefnilega ómögulegt að vita til þess að þessir litlu broddgeltir væru einir að spígspora úti í kuldanum og setti auglýsingu í þorpsblaðið heima hjá sér þar sem hún hvatti fólk sem fyndi slík dýr í garðinum hjá sér að koma þeim til hennar. Mikill heiður að fá að koma fram á svo virtu þingi sagði Valgerður Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari ARSÞING Ameríska hjartafé- lagsins (The American Heart Association) var haldiö' í Washington borg dagana 11.-14. nóvember sl. Þing þetta er haldið ár hvert og meðal þeirra 18 þúsund sem sóttu þingið að þessu sinni voru 12 íslendingar.flestir hjarta- læknar. Á þingi þessu eru kynntar rann- sóknir sem gerðar hafa verið hvað- anæva um heiminn 1 sambandi við hjartasjúkdóma. Áður en þingið hefst eru sendir inn úrdrættir úr rannsóknum og velur sérskipuð dómnefnd 30% þeirra til að verða kynntar á þinginu. Að þessu sinni bárust milli fimm og sex þúsund rannsóknir og voru um 1.900 vald- ar fyrir þingið. Meðal þeirra var rannsókn Valgerðar Gunnarsdótt- ur, sjúkraþjálfara sem nefnist „Áhrif þyngdrar göngu á súrefnis- upptöku og viðbrögð hjartaæða- kerfis hjartasjúklinga". Valgerður starfar nú á Land- spítalanum þar sem hún vinnur að því að skipuleggja endurhæf- ingu fyrir hjartasjúklinga. Sagði hún { samtali við Morgunblaðið að rannsóknina sem hún kynnti á hjartaþinginu, hefði hún gert til M.S. prófs við Háskólann í Madi- son í Wisconsin f Bandaríkjunum, en þar lagði hún stund á vinnulíf- eðlisfræði með sérstaka áherslu á hjartaendurhæfingu. „Tilgangur- inn með rannsókninni var að at- huga hvort að „þyngd“ ganga gæfi nægilegt álag til að ná tilætluðum þjálfunaráhrifum fyrir hjarta- sjúklinga", sagði Valgerður.„Með þyngdri göngu á ég við að láta fólk ganga með byrði svo sem bakpoka. Margir geta ekki skokkað til að þjálfa sig og niðurstaða rannsókn- arinnar er sú að þessi þjálfunarað- ferð beri tilætlaðan árangur ef gengið er á meðalhraða með byrði á bilinu 15 til 20 kg“. Valgerður sagði að hluti rann- sóknanna hefði verið fluttur í fyrirlestraformi á þinginu en aðr- ar verið kynntar á veggspjöldum í ráðstefnuhúsnæðinu. Meðal „Það jafnast ekkert i við veiðiferð," segir Lee Marvin, hjá manni, gleymist allt annað,“ Þegar bítur i Olivia Newton John slapp- ar best af með dýrunum sinum. „Þegar ég kemst í burtu til hestanna minna og get rabbað við þi um Iffsins gang og nauðsynjar Ifður mér vel.“ JR eða Larry blessaður Hagman klæðist gjarnan japönskum kímano eða karate- fötum þegar tfmi gefst til rólegheita og það er helst á sunnudögum því hann reynir eftir fremsta megni að eiga frf þi daga. Hann reynir að tala sem minnst, horfir i sjónvarpið og hefur það kyrrlátt f orðsins fyllstu merkingu. Sophia Loren segist slappa best af þegar hún geti leyft sér að segja nei. „Það hefur alltaf verið mikið vandamil hji mér að neita fólki um hluti sem það biður mig um. Charlie Chaplin sagði einu sinni við mig að ég væri igætis kona en gallinn við mig væri að ég gæti ekki neitað nokkrum sköp- uðum hlut. Síðan hann sagði þetta hef ég reynt eftir fremsta megni að læra þessa nei-list og þegar mér tekst að neita ein- hverju, sem ég hef ekki ihuga i, nýt ég tímans og geri hluti sem mig langar að gera, fer kannski í göngutúr út f skóg með börnin mfn. „Ég get itt það til að standa nakin úti í garði og mila eld," segir Elke Sommer sem eyðir frfstundum sínura til að mila. Richard Chamberlain milar og ofl dundar hann sér við það að búa til myndir úr steindu gleri. Svona slappar fræga fólkið af Oft er það viðkvæöiö hjá þekkta fóikinu, sem verið er að færa lesendum fregnir af, að Ijúfa lífíð sé ekki alltaf eftirsókn- arvert, geti verið heidur stressandi og því er ekki óeðlilegt að fengist sé við sitt- hvað í tómstundum til mýkingar og hvíld- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.