Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 50
50 Lensidælur Lensi- og sjodælur fyrir smábáta meö og án flot- rofa. 12 og 24 volt. Einnig vatnsdælur (brunndælur) fyrir sumarbústaöi, til aö dæla úr kjöllurum o.fl. 220 volt. Mjög ódýrar. Atlas hf Borgartún 24, aími 26755. Pósthólf 493 — Reykjavík. WAGNER- sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett meö dælusettum j 12 og 24 volt, kompás og I fjarstýringum fram á dekk, i ef óskað er, fyrir allar í stæröir fiskiskipa og allt ! niöur í smá trillur. Sjálf- ' stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stæröir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavfk Háþrýstislöngur og tengi. Atlashf Borgartún 24, sími 26755. Pósthólf 493 — Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Liðsmenn hljómsveitarinnar. „Jazzófétin" í Norræna húsinu JAZZÓFÉTIN halda tónleika í Norræna húsinu nk. mánudagskvöld. Hljóm- sveitin a skipa Rúnar Georgsson, Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Tóm- as R. Einarsson og Gunnlaugur Briem. Á tónleikunum verða leikin lög af hljómplötu hljómsveitarinnarm, Þessi ófétis jazz!, sem út kom í sept- ember sl. Þar að auki verða flutt þrjú ný verk sem Eyþór, Friðrik og Tómas hafa samið fyrir þessa tón- leika. Heiðurstónlistarmaður á þess- um tónleikum verður Rúnar Georgs- son sem nýkominn er úr sigurför til Danmerkur þar sem hann lék einleik með hinni þekktu hljómsveit Radio- ens Big Band. Tónleikarnir hefjast kl. 21. ílr frétutilkynningu Starfsfólk Pfrólu, Gunnhildur Magnúsdóttir eigandi stofunnar, Þórunn Sigurðardóttir og Hulda Guðvarðardóttir. Píróla flutt Hárgreiðslustofan Píróla, sem áður var til húsa á Njálsgötu 49, hefur nú verið flutt á aðra hæð í Kjörgarð, Laugavegi 59. Eigandi Pírólu er Gunnhildur Magnúsdóttir hár- greiðslumeistari, en auk hennar vinna hárgreiðslumeistararnir Þór- í Kjörgarð unn Sigurðardóttir og Hulda Guð- varðardóttir á stofunni. Píróla býður upp á alhliða hár- snyrtiþjónustu og þar eru einnig seld- ar snyrtivörur. Nýja hárgreiðslustofan var hönnuð af Lovísu Cristjánsson. Flateyri: Oánægja með seinagang í upp- setningu endurvarpsstöðvar Flateyri, 28. nóvember. HÉR á Flateyri er megn óánægja meö þann seinagang sem orðið hefur varðandi uppsetningu endurvarpsstöðvar fyrir rás 2. Við getum ekki einu sinni hlustað skammlaust á stuttbylgjusendi rásar 1, og til dæmis keypti fréttaritarinn sér lítið útvarpstæki á Isafírði nú í haust, sem ætlunin var að nota í vinnunni á Flæateyri. Mjög vel heyrðist í tækinu á ísafírði, en á Flateyri, nei, ekki aldeilis, því þar heyrðist aðeins urg og garg. Þannig að nú er bara að bíða eftir því að settur verði upp sterkari sendir. Fyrir nokkrum dögum gripu svo nokkrar framtakssamar konur til þess ráðs að safna undirskriftum undir „Áskorun til utvarpsráðs og Póst- og símamálastofnunar. C/o Markús Örn Ántonsson útvarps- stjóri." Söfnuðust alls 177 undirskriftir undir eftirfarandi áskorun: „Við undirritaðir íbúar á Flateyri við Önundarfjörð skorum hér með á yður, herra útvarpsstjóri, að þér beitið yður fyrir því sem fyrst að útsendingar rásar 2 nái til okkar hér á Flateyri. Við teljum það sjálfsagt réttlætismál að útsend- ingar rásar 2 nái til okkar þar sem dagskrá rásarinnar hefur verið efld verulega og mörgum áhuga- verðum atburðum gerð skil þar. Það er mikið hagsmunamál fyrir landsbyggðina að njóta sömu skil- yrða og Reykjavíkursvæðið varð- andi opinbera þjónustu og sé það rétt að hefja eigi útsendingar rás- ar 3 fyrir Reykjavíkursvæðið á næstunni finnst okkur skilyrðis- laust að ljúka beri dreifikerfi rásar 2 áður um allt land. Með von um skjót viðbrögð í þessu máli óskum við Ríkisútvarp- inu alls hins besta í framtíðinni." efg. Laufabrauðs- gerð í Neskirkju ÞEIR eru alltaf að verða fíeiri og fíeiri, sem hafa tckið upp þann gamla þjóðlega norðlenska sið að bera laufabrauð á borð á jólunum. Dagurinn sem laufabrauðið er gert er sérstakur tilhlökkunardag- ur hjá þeim er til þekkja, þá safn- ast ungir sem aldnir fjölskyldu- meðlimir saman og margt er sér til gamans gert. Kertaljós gjarnan tendruð, jólalögin leikin og sungin og saga lesin á meðan menn kepp- ast við að skera út kökurnar sínar hver eftir sínu höfði. Prófastshjónin fyrrverandi frá Dalvík sr. Stefán Snævar og frú Jóna ætla að leiðbeina þeim sem vilja læra listina að skera laufa- brauð á samverustund „þeirra sem slitið hafa barnsskónum" laugar- daginn 7. desember kl. 3—5 í safn- aðarheimilinu. Þá mun sr. Stefán einnig skemmta með upplestri. Fólki er gefinn kostur á að kaupa sér kökur tilbúnar til skurðar og fá þær steiktar að skurði loknum. Auðvitað eru allir velkomnir, líka þeir sem bara vilja horfa á, en þeir sem hugsa sér gott til glóðar- innar við jólaundirbúninginn og gera sér nokkrar kökur eru beðnir að hafa samband við kirkjuvörð í viðtalstímanum, er gefur allar nánari upplýsingar um hvað þarf að hafa með sér annað en góða skapið. Á samverustundinni 14. desem- ber verður „jólahappdrættið okkar vinsæla" jólakaffi og dansað í kringum jólatréð. Þann 21. des- ember er öllum þeim sem tekið hafa þátt í félagsstarfi aldraðra í Neskirkju boðið að koma og kynna sér keiluspil í leiksalnum í Öskju- hlíðinni, einnig er boðið upp á góð- ar veitingar. Bílferð verður frá kirkjunni. Hannes Hafstein Ævisaga eftir Kristján Albertsson Menn voru ósammála um margt í þessari bók þegar hún kom út, en um eitt voru allir sammála: Bókin er afar skemmtileg aflestrar. Ævisaga Hannesar Hafstein vakti geysimikla athygli og svo fjörugar umraeður um efnið og efnismeð- ferð höfundar, að slíks eru fá eða engin dæmi önnur um íslenska bök, enda varð hún metsölubók. Sagan er nú komin aftur í endurskoðaðri útgáfu, í þremur bindum, alls um 1100 blaðsíður. Hér er ekki einasta um að ræða afburðavel skrifaða ævisögu skáldsins og áhrifamesta stjórn- málamanns fyrstu tvo áratugi þessarar aldar, heldur einnig þjóðarsögu þessa tímabils. AUÐVHAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAOIÐ. AUSTURSTRÆTI 18, SlMI 25544 Frank M. Halldórsson „Sýningar- stúlkan“ — eftir Ib H. Cavling BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefur gefið út skáldsöguna „Sýningar- stúlkan“ eftir Ib H. Cavling í þýð- ingu Skúla Jenssonar. Þetta er 26. bók þessa höfundar, sem kemur út á íslenzku, og um efni hennar segir m.a. á kápusíðu: „92-60-90... það eru líkamsmál, sem eru eftirsótt í heimi sýningar- stúlknanna. Maj, sem kemur úr ömurlegu umhverfi, hefir þau og hún notar þau vel. Henni opnast spennandi tízkuheimur, en utan flóðljósanna verður hún stöðugt að berjast gegn uppruna sínum og gegn fólki, sem vill notfæra sér hana.“ Bókin er 211 blaðsíður. Prent- berg hf. prentaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.