Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 49 Halldór Ó. Ólafs- son — Kveðjuorð Halldór Óskar Ólafsson var fædd- ur á Brekku á Fljótsdalshéraði 19. nóvember 1923. Foreldrar hans Ólafur Óskar Lárusson, héraðs- læknir og Sylvia Nillsína Guð- mundsdóttir. Kornungur fluttist hann með þeim til Vestmannaeyja þegar Ólafur tók við héraðslæknis- embætti þar 1925. Halldór var yngsta systkinið í stórum hópi, fallegt barn, kannski pínulítið dekraður. Vestmannaeyjar hafa á upp- vaxtarárunum ýtt undir ævintýra- þrá jafn draumlynds snáða og hann var. Fjöllin og fjaran með tilheyrandi strákadrolli og polla- veiðum. Úthafið og skipin við sjón- deild, óslitinn kliður og svif bjarg- fuglsins, leikur veðurs og vinda. Þetta svið fylgdi honum líka alla ævi. Sögurnar sem hann sagði voru flestar sóttar þangað út og ekkert umræðuefni var honum kærara. Peyjarnir sem hann ólst upp með urðu ævivinir hans. Fólkið með sínum sérkennum lifnaði aftur og gekk um stofur þegar hann sagði frá. Þá var lífið fullt af unaði og áhyggjuleysi. Skólaganga var aldrei löng á þeim árum í Eyjum. Framhalds- nám varð að sækja til Reykjavíkur eða norður til Akureyrar. Margir Eyjaskeggjar litu á skólagöngu sem lúxus eða jafnvel bruðl. Sjó- sókn og fiskvinna var eina iðjan sem vert var að sinna. Þeir sem komust í skóla voru litnir horn- auga. Kannski var það öfund þeirra sem gjarnan vildu menntast en komu því ekki við af fátæktar sökum eða fordómum. Halldór naut þess, eins og eldri systkinin, að eiga hámenntaðan föður og móður af stórbrotnu fólki. Einn daginn flutti skipið hann til lands og ný ævintýri opnuðust. Fyrst Menntaskólinn á Akureyri og síðan Verslunarskólinn í Reykjavík. Nýir félagar, stærra snið á flestum hlutum, glaumur sem ekki þekktist í Eyjum. Ástin kom líka snemma inn í líf sveins- hugans, þau Svanhvít kynntust á Akureyri og fóru að búa saman löngu fyrir lögaldur. Ástfangnara par var vandfundið í þessum heimsparti. Veikindi, blettur í lunga eins og sagt var heima til að mýkja um- fjöllun um þennan landlæga kvilla, töfðu Halldór í að ljúka stúdents- prófi frá Verslunarskólanum. Börnin fæddust og Dóri freistaði þess að reka söluturn, Hallóbar, „til að skapa ungunum lífsviður- væri“. síðan fór hann í Loftskeyta- skólann og réðist þaðan til starfa hjá fjarskiptastöðinni í Gufunesi. Þessi menntun átti eftir að verða honum örlagarík, því hún dró hann inn í flugið sem varð hans ævi- starf. Hann bætti við sig siglinga- fræði og var lengst af í millilanda- flugi hjá Loftleiðum, eða þar til tæknin og ný tæki leystu þessa starfsstétt af hólmi. Þá fluttist hann til Lúxemborgar og starfaði hjá Cargolux í sjö ár. Halldór leit alltaf á vinnuna sem munað, kvartaði aldrei um þreytu eða starfsleiða. Nýir staðir urðu honum alltaf jafnmikið undrunar- efni: Afríka, Austurlönd, Kyrra- hafseyjar. Fagurkerinn naut þess sem fyrir augu bar. Það var unun að-heyra hann segja frá þjóðum sem hann kynntist, blómailmi Ingigerður Jónsdótt ir — Minningarorð Fædd 6. október 1899 Dáin 1. desember 1985 f dag fer fram útför systur minnar, Ingigerðar Jónsdóttur, nær ætíð kölluð Inga Hansen, er andaðist í Fredriksberg Hospital í úthverfi Kaupmannahafnar 1. desember sl. Hún hafði verið bú- sett í Danmörku frá unglingsárum. Þá kynntist hún manni sínum, Jens Hansen, en hann andaðist eftir heimsstyrjöldina síðari. Þau eignuðust tvö börn, en þau eru Gréta Laurensen og Jörgen Hansen, bæði gift og búsett í Danmörku. Foreldrar okkar voru Jón Hall- dórsson og Sigurlaug Rögnvalds- dóttir. Börnin urðu fjórtán og var Inga númer þrjú í röðinni. Eftir lifa fjögur, Garðar, Halldóra, Sig- tryggur og Sveinn. Ég sigldi í mörg ár á „gamla Brúarfossi", sem ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. var í fastri áætlun til Kaupmanna- hafnar og þá hittumst við oft, þó langt væri á milli íslands og Danmerkur á þeim tíma. Þá varð ég var við hve samrýnd systkini við Inga vorum og áttum ánægju- legar stundir saman. Það eru margir ungir stúdentar sem dvalið hafa á heimili hennar, Philipschousvej 25 í Fredriksberg og notið góðs af gestrisni hennar. Inga var góð kona og heimsótti ísland á sínum yngri árum. Síð- ustu ár ævi sinnar bjó hún á elli- heimili. Guð geymi Ingu systur. Garðar Jónsson kóraleyja eða frumstæðum dansi í afskekktum heimshornum. Til minja um fjölbreytta svefnstaði sína bar Halldór heim listmuni og afbrigðilegt skraut sem allt ber vitni um næmi fagurkerans. Halldór var barnalega einlægur og hrekklaus. Hann lagði aldrei illt til nokkurs manns eða tók undir róg. Bjartsýni var honum í blóð borin. Nú er gantast með það þegar vinur okkar upplýsti fyrir nokkrum vikum að hann hyggðist flytja í Breiðafjarðareyjar. Hann vissi um hús á einum stað sem stóðu svo til heil, kolluhreiðrin frá fjörukambi að bæjarhellu, vör og bryggja. Einhver leið var að koma sér upp trilluhorni. Fátt væri hollara fyrir sálina. Við vor- um ekkert að minna hann á súr- efniskútinn, lungun biluð og mað- urinn komst ekki upp stiga. Þessi veikindi bundu endi á hugsmíðarn- ar. Þráttyfyrir langar ferðir og marga áningarstaði var hugur Halldórs lengst af tengdur Eyjun- um undan Landeyjasandi. Þangað fóru þau hjónin þegar þjónustu lauk við Cargolux. Hann upplifði staðinn að nýju eftir langa útlegð, aufúsugestur þeirra sem báru skin á ást þá sem lá bak við hverja sögu sem hann rifjaði upp. Þegar „ferjumaðurinn" sótti Halldór var hann að sleppa lunda- pysjunni á Eiðinu og bað Svönu að hjálpa sér að koma greyunum á sjóinn. Af sömu strönd fór hann sjálfur í nýjan heim. Við minnumst hans með hlýhug og vottum fólkinu hans samúð okkar. Edda, Páll og fjölskylda. IKURINN Chrlstine Nöstlinger —Óborganleg barnasaga Dag nokkurn kemur pakki með póstinum til Bertu Bartolotti. í honum er niöursuðudós og í henni sjö ára drengur, verk- smiðjuframleiddur, kurteis og hlýðinn.Eiginlega alltof hlýðinn. Leiftrandi fjörug barnasaga, sögð af næmum skilningi á draumum og tilfinningum barna. — Valdís Óskarsdóttir þýöir söguna. Verö kr. 588.00 'EKKERT......... STRlÐ Tilman Röhrig —í þágu friöarins — Þrjátíu ára stríðið er i algleymingi. Börn ogunglingarskilja ekki lengur merkingu orðsins friður. Jöckel er 15 ára og ástfanginn i fyrsta sinn. En í striði er ekki timi fyrir slík ævintýri.— Bókin hlaut Þýsku barna- og unglingabókaverðlaunin árið 1984— Þorvaldur Kristinsson þýðir söguna. Verö kr. 680.00 "LEYSIÐ GÍrUNA SJÁLF Martin Waddell — Ertu góð leynilögga? Nýr flokkur leynilögreglusagna fyrir böm og unglinga. Leynisveitin er fjórir unghngar: Kalli, Smári, Anna og Bogi. Lesandinn á sjálfur að ráða gát- una með þeim og fær margar vísbend- ingar. Að sögulokum reiknar spæjar- inn ungi út stigafjölda sinn fyrir frammistöðuna. Jafnast hann á viö Derrick eöa er hann byrjandi í listinni? Fyrstu sögurnar um leynisveitina heita: LEYNISVEITIN OG BRAGÐA- REFURINN BRELLNI LEYNISVEITIN OG BÓFARNIR Á BLÍSTURSEY. Verö kx. 394.00. DURAN KUL DA mSTALA' DURAN STRII ÐIÐ DR4UGURINN Saga þessarar heimsfrægu hljómsveitar í mynd og máli. Meira en sjötíu lit- myndir. Plötu- og mynd- bandaskrá hljómsveitar- innar. Tbiknimyndasaga um leyni- þjónustumanninn 421. Miskunnarlausir heimsvalda- sinnar sprengja sprengjur svo alls staðar fer að snjóa. 421 fer á stúfana . . . Spennandi teiknimyndasaga um Yoko Tbuno. í gömlum kastala i Skotlandi er ekki allt með felldu. Yoko leggur saman tvo og tvo . . . Verð kr. 300.00. Verð kr. 400.00. Verð kr. 375.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.