Morgunblaðið - 06.12.1985, Side 35

Morgunblaðið - 06.12.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 35 Siglufjörður: Árlegt aðventukvöld Siglunrði 4. desember. HIÐ árlega aðventukvöld verður haldiö í Siglufjaröarkirkju sunnu- daginn 8. desembcr og hefst kl. 20.30. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá en þetta er í cíunda sinn sem hér er efnt til hátíðardagskrár á aðventunni. Siglfirðingar hafa kunnað vel að meta þetta framlag kirkjunnar í jólaundirbúningnum. Hefur það komið sér vel að eiga myndarlegt guðshús sem rúmar allt að fimm hundruð manns, en það er Vt af öllum bæjarbúum. í þetta sinn mun dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, flytja aðalræðu kvöldsins. Ánægjulegt er að fá svo góðan gest til Siglufjarðar, en all- langt er síðan dr. Sigurbjörn vísit- eraði Siglufjarðarsöfnuð. Á að- ventukvöldinu mun kirkjukór Siglufjarðar syngja jólalög undir stjórn Antony Raleys, en hann mun einnig stjórna Lúðrasveit Siglufjarðar. Barnakór grunnskól- ans syngur undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar, skólastjóra Tón- Siglufjarðarkirkja skólans. Verkalýðsfélagar flytja ritningarorð og sr. Vigfús Þór Arnarson flytur ávarp og bæn. Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, flytur aðalræöu kvöldsins. Samkomunni lýkur með almenn- um safnaðarsöng við kertaljós. FréttariUri KFUK heldur basar og samkomu KFUK heldur sinn árlega basar á Amtmannsstíg 2 b á morgun, laug- ardag og hefst hann kl. 14. KFUK hefur allt frá árinu 1909 haldið basar til styrktar félaginu og er þessi basar því sá 76. í röðinni. Að venju verður margt góðra hluta á basarnum sem félagskonur hafa unnið og gefið. Auk þessa verða seldar kökur og kaffi. Um kvöldið verður samkoma í húsinu sem hefst kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá verður, Þórlaug Bjarnadóttir og Kristín Fjóla Bergþórsdóttir leika saman á flautu og pínaó, happdrætti verður og Málfríður Finnbogadóttir flytur hugleiðingu, svo dæmi séu tekin. FrétUtilkynning Félagskonur að störfum. Jólabasar Sjálfsbjargar JÓLABASAR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, verður haldinn í Sjálfsbjargarhús- inu, Hátúni 12, 1. hæð, laugardag og sunnudag 7. og 8. desember. Sala hefst báða dagana kl. 14. Á basarnum verða m.a jóla- skreytingar og alls kyns jólavörur, útsaumaðir munir, prjónafatnaður og kökur. Jafnframt verður efnt til happdrættis og kaffisölu líkt og undanfarin ár. FrétUtilkynning Tony Fitzgerald. Fitzgerald talar á samkomum DAGANA 6. til 11. desember dvelja hér á landi hjónin Tony og Marlyn Fitzgerald, en þau hafa áður komið til landsins og haldið hér samkomur á vegum samtakanna Trú og líf. Þau munu koma fram á kvöld- samkomum í nýju húsnæði Trú og líf, sem tekið er í notkun við þetta tækifæri. Á samkomunni munu hjónin biðja fyrir fólki, segir í fréttatilkynningu. samkomurnar eru klukkan 20.30 og er húsnæðið á Smiðjuvegi 1, Kópavogi, á hæð fyrir ofan Útvegs- bankaútibúið. NOATUN nógar vörur í NÓATÚNI Buff: 380,00 pr. kg. Gúllash: 370,00 pr. kg. Lundir: 395,00 pr. kg. Reykt: 148,00 pr. kg. Úrbeinað: 235,00 pr. kg. Saltað: 159,00 pr. kg. * FALSKUR HERI með beikoni 198,00 pr. kg sinnepslegnir LAMBAVÖÐVAR FISKRÉTTIR i MIKLU / Jólakorf á 2 tímum Láttu mynd fylgja máli. Kort- . iö okkar er ekki bara venjulegt jólakort. Þú velur á þaö sér- staka mynd sem þú veist aö gleöur. Viö framköllum allargerðiraf filmum á jólakortið. Aöeins kr. 20.- meö umslagi ( Cj-Ö^í/’ orj 'o ''fecrhoxxruJL áJi I HUSI HOTEL ESJU SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.