Morgunblaðið - 06.12.1985, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.12.1985, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Indland: Gasský veldur skelf- ingu í Nýju-Delhí Nýju Delhí, 5. desember. AP. GASSKÝ slapp út úr verksmiðju, sem framleiðir áburö, í Nýju Delhí í gær og olli mikilli skelfingu i höfuðborginni, enda ekki nema rétt rúmt ár frá samskonar slysi í Bhopal, þar sem yfir 2 þúsund manns létu lífið. í þetta skipti hefur þó ekki nema einn maöur látiö lífið og 25 hafa veriö lagðir inn á spítala. Þetta slys hefur valdið miklum deilum á Indlandi um öryggi verk- smiðja í iðnaði og ríkisstjómin hefur verið ásökuð fyrir að hafa ekki fyriskipað nægilegar öryggis- ráðstafanir hvað framleiðslu þeirra snertir. Alls voru það um 340 manns sem leituðu læknisaðstoðar vegna gaslekans og voru 62 lagðir inn til nánari meðferðar eftir frum- rannsókn, þar af tveir mjög illa haldnir. Fólk kvartaði einkum um særindi í augum oghálsi. REYNIR PÉTUR / og Islandsgangan Rifjið upp ísíanásgönguna Kymúst viðhorfum nuxnns ársins 1985 Styrkið statfsemina í SóGieimnm Bókin utti Reyni Pétur og ísCaruCsgönguna, semEðvarð IngóCfsson skráði, er skemmtiCeg oq Ccerdómsrík Cestting, Fireint út saqt mattnbætaruíi. Atlantis svífur inn til lendingar við Edwards-fiugstöðina í Kalifomíu síðdegis á þriðjudag að staðartíma. Þetta var önnur ferð geimferjunnar. AP/simamynd Arangursríkii geim- ferð Atlantís lokið Vín, 5. desember AP. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ hefur borið fram nýjar tillögur við Varsjárbandalagið um fxkkun í hefðbundnum herjum í Mið-Evrópu. Markmiðiö með þessu er að blása nýju lífi í viðræðurnar um þetta mál, sem staöið hafa yfir í 12 ár, án þess að náðst hafi samkomulag. Tillögurnar voru bomar fram óformlega á þriðjudag, tveimur dögum áður en fyrirhugaður við- ræðufundur átti að hefjast. Var þetta gert til þess að Varsjárbandalagsríkj- unum gæfist tækifæri til þess að kynna sér tillögumar og svara þeim. Gert er ráð fyrir, að eftir fundinn í dag, fimmtudag, verði viðræðunum frestað að sinni fram yfir nýár. Þetta er fyrsta frumkvæðið, sem vitað er um í afvopnunarviðræðum milli austurs og vesturs, síðan leið- togafundur risaveldanna fór fram í Genf í síðasta mánuði. Heimildir í Austur-Evrópu hafa staðfest, að framangreindar tillögur hafi komið fram, en ekki viljað greina nánar fráefni þeirra. Mikill ágreiningur hefur veriö undanfarin ár um fjölda hermanna bandalaganna tveggja í löndum Mið-Evrópu, það er Austur- og Vestur-Þýzkalandi, Belgíu, Luxem- borg, Póllandi og Hollandi. Halda Vesturveldin því fram, að í herliði Varsjárbandalagsins þar séu 200.000 manns fleira en í herliði NATO. Af hálfu Varsjárbandalags- ríkjanna er því haldið fram, að fjöld- inn í liði beggja í Mið-Evrópu sé nokkurn veginn sá sami eða 990.000 manns. Þau aðildarrfki NATO, sem taka þátt í þcssum viðræðum, eru Banda- ríkin, Kanada, Bretland, Vestur- Þýzkaland, Bclgía, Ítalía, Holland, Luxemborg, Noregur, Danmörk, Grikkland og Tyrkland. Af Varsjár- bandalagsríkjunum eiga aðild að viðræðunum þessi ríki: Sovétríkin, Austur-Þýzkaland, Pólland, Tékkó- slóvakía, Ungverjaland, Búlgaría og Rúmenía. ■» Nýjar tillögur NATO: Fækkað verði í hefðbundn- um herjum í Mið-Evrópu Edwards-fluKstöAinni, Kaliforníu, 4. desember. AP. GEIMFERJAN Atlantis lenti heilu og höldnu í gær með fyrsta mexík- anska geimfarann innanborðs, auk myndbands um fyrstu mannvirkja- gerðina í geimnum og kvikmyndar, sem kann að gefa vísbendingu um, hvar vatn er að finna á þurrkasvæð- unum i Afríku. Fararstjórinn, Brewster Shaw, var við stýrið, þegar ferjan smó gegnum þunnar skýjaslæður og lenti mjúklega á steinsteyptri flug- brautinni við Edwards-flugstöðina kl. 1.33 að staðartíma (21.33 að ísl. tíma). Viðstaddir voru tæplega 7.000 áhorfendur. „Velkomin heim, Atlantis,“ kvað við í stjómstöðinni. „Þetta var hárfín lending.“ Ekkert sá á ferjunni eftir þessa sjö daga geimferö. „Við erum ákaf- lega ánægðir með ferjuna og árang- ur ferðarinnar,“ sagði Jesse Moore, yfirmaður NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar, „ekki síst þær verðmætu upplýsingar, sem aflað hefur verið um smíði geimstöðvar.“ Ferð Atlantis er áttunda geim- ferjuferð Bandaríkjamanna á jafn- mörgum mánuðum, „og sýnir, að NASA er í stakk búin til að standa fyrir slíkum ferðum mánaðarlega,“ sagði Moore á blaðamannafundi eftir lendinguna. Fundurinn fór ERLENT bæði fram á ensku og spænsku vegna mexíkönsku blaðamann- anna, sem viðstaddir vom. í ferðinni voru gerðar margar efna- og lyfjafræðitilraunir, þremur fjarskiptahnöttum komið á braut og gerðar tilraunir með mann- virkjagerð til undirbúnings bygg- í Stem segir að þekking Tiedges á njósnum og gagnnjósnum Vest- ur-Þjóðverja í Austur-Þýskalandi hafi verið „óvenju“ mikil og hann hafi haft aðgang að tölvuskrá yfir alla Vestur-Þjóðverja, sem athygli vestur-þýsku leyniþjónustunnar hefurbeinst að. „Vegna þess hvað Tiedge hafði gott minni verður að gera ráð fyrir því að hann hafi þegar ljóstrað upp um alla starfsemi og vitneskju leyniþjónustunnar, eða þá hann muni gera það á næstunni,“ skrifar Stem. Tiedge var háttsettur starfsmað- ur þeirrar deildar vestur-þýsku gagnnjósnastofnunarinnar, sem hefur Austur-Þýskaland á sinni könnu, og þekkti því til allra njósn- ara Vestur-Þjóðverja f Austur- Þýskalandi. Samstarfsmaður Tiedges í gagn- njósnastofnuninni, Hans-Gerd ingar geimstöðvar. Shaw fararstjóri sagði, að enn fremur hefðu verið teknar myndir af þurrkasvæðunum í Afríku, einkum í Eþíópíu og Sóm- alíu, með ýmsum gerðum mynda- véla, í því skyni að finna vísbend- ingar um, hvar vatn er að finna undir yfirborði jarðar. Lange, hefur staðfest að Tiedge hafi haft aögang að áðurnefndri tölvuskrá. Yfirmenn innanríkisráðuneytis- ins hafa haldið fund um greinina í Stem , en ekki sýnt nein viðbrögð ennsem komiðer. Friedrich Zimmermann, innan- ríkisráðherra, hefur haldið því fram að flótti Tiedges til Austur- Þýskalands hafi ekki skaðað njósnastarfsemi Vestur-Þjóðverja alvarlega. Aftur á móti hafa vestur-þýskir fjölmiðlar birt fréttir undanfarinn hálfan mánuð þess efnis að Tiedge hafi flett ofan af njósnurum Vest- ur-Þjóðverja f Austur-Þýskalandi og í vikuritinu Quick sagöi á mánu- dag að Tiedge hefði sagt til hjóna, sem störfuðu f austur-þýsku leyni- þjónustunni og höfðu „persónuleg" samskipti við Erich Honecker, leið- toga Austur-Þýskalands. Njósnamálið í Vestur-Þýskalandi: Þekking Tiedge meiri en haldið var í fyrstu? Hamborg, 5. desember. AP. í VESTUR-þýska vikuritinu Stern greinir í dag frá því að fram komi í leynilegri skýrslu innanríkisráðuneytisins í Bonn að gagnnjósnarinn Hans Joachim Tiedge hafi verið kunnugt um sýnu fleiri ríkisleyndarmál en talið var i upphafi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.