Morgunblaðið - 06.12.1985, Side 24

Morgunblaðið - 06.12.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Mörk og sætir sigrar eftir SOS Sigmundur Ó. Steinarsnon SIGMUNDUR Ó. Steinarsson, blaðamaður, hefur sent frá sér fyrsta bindi um sögu íslenskrar knattspyrnu og ber bókin heitið Mörk og sætir sigrar. f henni er rakin keppni í 1. deild frá árinu 1955 til 1963 en auk þess er lýsing á síðasta íslandsmóti. Bókin er 207 blaðsíður í stóru broti og myndskreytt þar á meðal eru nokkrar ljósmyndir sem aldrei hafa birst opinberlega áður. Viðtöl eru í bókinni við knattspyrnumenn fyrri ára og er hverju íslandsmóti gerð sérstök skil. í síðari hluta bókarinnar er rakin gangur mála í í slandsmótinu í ár og er fjallað um hverja umferð fyrir sig. Skrár eru yfir alla leik- menn liðanna og hverjir skoruðu mörkin fyrir félögin. Sigmundur gefur bókina út sjálfur en setningu, umbrot og prentun annaðist Steinmark. Flytjendurnir á kammertónleikunum í Áskirkju á sunnudaginn. Kammertónleikar í Áskirkju KAMMERTÓNLEIKAR verða í Ás- kirkju nk. sunnudag og hefjast þcir kL 17.00. Flutt verða þrjú verk eftir J.S. Bach og eitt verk eftir G.F. Hánd- el, en þessi verk hafa ekki heyrst oft á tónleikum hér. Þetta eru þrjár tríósónötur og eina partítan sem Bach samdi fyrir einleiks- flautu. Ein þessara tríósónata er fyrir tvær flautur og er eftir Bach, önnur fyrir tvær fiðlur og er eftir Hándel, en með báðum verkunum leika semball og selló. Þá verður flutt sónata fyrir flautu, fiðlu, sembal og selló úr „Tónafórninni", sem er eitt af því síðasta sem Bach samdi og talið mikið meistaraverk. Flytjendur á tónleikunum eru: Martiai Nardeau flauta, Guðrún S. Birgisdóttir flauta, Kathleen Bearden fiðla, Þórhallur Birgisson fiðla, Nora Kornblueh selló og Elín Guðmundsdóttir semball. Ingveldur Hjaltested óperusöngkona söng með Kirkjukór Hveragerðis og Ölfus. Morgunblaðið/Sigrún Vel heppnuð aðventu- hátíð í Hveragerði Hveragerði, 2. desember. KIRKJUHÁTÍÐ var haldin í Hveragerði í gær, á fyrsta degi aðventu. Þrjár athafnir voru haldnar og var mikil aðsókn að þeim öllum. Kirkjan fékk góða gesti, þau Jón Helgason dóms- málaráðherra, Ingveldi Hjaltested ópcrusöngkonu og Einar Markús- son píanóleikara. Hátíðin hófst kl. 11 með barna- guðsþjónustu með jólasögum og jólasöng. Fjölskyldumessa var haldin kl. 14 og sá unga fólkið að mestu um hana. Ung stúlka, Helga Hassing, prédikaði. Lúðrasveit grunnskólans lék og kór grunn- skólans söng, einnig var fjölda- söngur. Aðventukvöld var kl. 20.30. Jón Helgason ráðherra flutti ræðu, Ingveldur Hjaltested söng ein- söng og Einar Markússon lék einleik á píanó. Var gestunum innilega fagnað. Börn sýndu helgileik, með upplestri og söng. Kirkjukór Hveragerðis, og Kotstrandarsókna söng milli atriða undir stjórn Róbert Darl- ing organleikara. Að lokum flutti formaður sóknarnefndar, Guðmundur Ingvarsson, ávarp og þakkaði gestum okkar komuna og afhenti þeim gjafir til minningar um heimsóknina. Síðan var boðið kirkjukaffi sem safnaðarsystur annast að jafnaði með miklum myndar- skap. — Sigrún Guðmundur Ingvarsson formaður sóknarnefndar afhenti gestunum gjöf til minningar um komuna. ^c kuldaskór Clarks á breiöa ffyrir íslenskan fætur. vetur. Vatnsvariö Gæruffóðraðir. rúskinn. Góður einangr- andi sóli. Sendum í póstkröfu. Teg. Vienna Brúnt og svart rúskinn. Stæröir 37—41. 3.820,- Teg. Tyndall. Brúnt og svart rúskinn. Stæröir 34—41 Verd 3.633,- Teg. Kiska Brúnt, svart og grátt rúskinn. Stæröir 37—41. Verð 4.415,- Teg. Alpen Svart, brúnt rú- skinn og leöur. Stæröir 37—41. Verð 4.310,- Teg. Katarina Svart rúskinn og leöur. Stæröir 37—41. Verð 4.526,- Teg. Tamar Svart og brúnt rúskinn. Stæröir 37—41. Verð 3.336,- Teg.Trento Svart, brúnt, rúskinn og leð- ur. Stæröir 37—41. Verö 4.449,- Teg. Geneva Brúnt rúskinn. Stæröir 37—41. Yfir- víðir. Verð 4.530,- S K Ó S E L Laugavegi 44, sími 21270

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.