Morgunblaðið - 01.12.1976, Side 35

Morgunblaðið - 01.12.1976, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 35 A þessu korti sést hvar brezku togararnir héldu sig i gær. Langflestir voru undan Austfjörðum eða 11 talsins, tveir voru undan norðanverð- um Vestf jörðum og einn suðvestur af Snæfellsnesi. — Brezku togararnir Framhald af bls. 1. Utanríkis- ráðherra Kína í vanda Peking, 30. nóv. Reuter. HATTSETTUR embættismaður f utanrfkisráðuneytinu f Peking hefur staðfest, að Chiao Kuan- Hua utanrfkisráðherra eigi f stjórnmálalegum örðugleikum um þessar mundir og sé hann gagnrýndur. Utanrfkisráðherra Peking- stjórnarinnar hefur ekki sézt op- inberlega sfðan 11. nóvember s.l. — Kötlugos Framhald af bls. 36 vestanverðu en ekki austanverðu eins og oftast hefði verið. Yfir- standandi skjálftahryna í Mýrdalsjökli virtist fremur vera að færast í aukana en hitt. Ekki væri hægt að segja að skjálftarnir væru tíðari en haustið 1968, en þeir væru mun sterkari. Þá sagði Guðjón að hann myndi halda austur f Vík á fimmtudag og ræða þar við heimamenn um allar þær varúðarráðstafanir sem þyrfti að gera ef gos yrði. Þá myndi hann halda fund með Eyfellingum I Skógum undir Eyjafjöllum og þriðja fundinn á Hvolsvelli, en þangað yrði varúðarsvæðið nú fært. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur sagði I samtali við Mbl. i gær, að ekkert lát væri að jarðhræringum f Mýrdalsjökli og talsvert mikið um skjáifta s.l. sólarhring. Hann sagði, að styrkleiki skjálftanna væri yfirleitt mjög •svipaður eða 3 til 4 stig á Rechter- kvarða. 2 holur Framhald af bis. 36 var. I KG-3 er fóðurrör slitið og benda líkur til að það hafi átt þáft í myndun leirhversins 12. október. Af þeim holum sem boraðar hafa verið i sumar liggur nú fyrir árangur úr holum KJ-6 og KJ-7. Hola KJ-7 gefur um 7kg/sek af gufu en hola KJ-6 um 5kg/sek af gufu. Til samans mun þetta sam- svara um 5 MW af rafafli frá virkjuninni. Af þeim holum, sem boraðar hafa verið f sumar hafa KG-8, KG-10 og KJ-11 enn ekki verið aflmældar. Ekki er hægt að spá fyrir um afköst KG-10 og KJ-11, þar sem þær eru ekki enn farnar að blása. Hins vegar er afl holu KG-8 lftið sakir lágs hitastigs og niðurrennslis f hoiunni. Við rannsóknir á Kröflusvæð- Bílstjóri gefi sig fram ÞAÐ slys varð í Aðalstræti í Reykjavík um klukkan 16 á mánudaginn, að bifreið ók á konu. Bifreiðastjórinn stöðvaði bifreiðina, hafði tal af konunni og bauð henni hjálp. Konan taldi sig ekki meidda en annað hefur sfðar komið í-ljós. Er bif- reiðastjórinn beðinn að gefa sig fram við slysarannsóknardeild lögreglunnar. Varnarliðs- maður í gæzluvarðhaldi EINN maður situr nú í gæzlu- varðhaldi vegna hassmálsins mikla. Er það varnarliðsmaður af Keflavíkurflugvelli. Rann- sókn þessa máls er enn f fullum gangi og var fátt nýtt að frétta, þegar Mbl. ræddi við rannsóknarmenn f gær. Adalfundur Framhaldsaðalfundur SFHl verður í Lögbergi kl. 14.30, 1.12 1976. Stjórn SFHl. inu í ár hefur komið f ljós að svæðið er f suðu neðan við 1000 m dýpi. Hlutur gufu af heildar- rennsli úr holum KJ-6 og KJ-7 er 50—60% miðað við þunga. Þetta er mun hærra gufuhlutfall en mælst hefur á öðrum jarðhita- svæðum á Islandi. Hátt gufuhlut- fall er kostur við raforkuvinnslu að öðru jöfnu. Þótt hátt gufuhlutfall í holum KJ-6 og KJ-7 sé æskilegt til raf- orkuvinnslu fylgja þessari gufu margir ókostir. í fyrsta lagi er vinnsluþrýstingur holanna til- tölulega lágur. 1 öðru lagi eru mjög miklar kfsilútfellingar úr þessum holum. í þriðja lagi hefur orðið vart við tæringu á fóðurrör- um í þeim og í fjórða lagi er mikið magn af óþéttanlegri kolsýru (COVí) samfara gufunni. öll þessi atriði þarf að vega og meta þegar talað er um stöðu gufuöflunar fyrir virkjunina. Búist er við að heildarúttekt á hoium KJ-6, KJ-7, KG-10 og KJ-11 liggi fyrir í lok desember. Vinnslueiginleakar KG-3 og KG- 4, sem boraðar voru 1975, eru mjög frábrugðnir þeim eiginleik- um KJ-6 og KJ-7, sem boraðar voru 1976. I holum KG-3 og KG-4, kom fram mikill þrýstingur og mikið rennsli. I holum KJ-6 og KJ-7 er lágur þrýstingur, lftið rennsli, en innstreymi f holur blanda af vatni og gufu. Verið getur að þessir breyttu vinnslu- eiginleikar borhola stafi af breyt- ingum á jarðhitasvæðinu. Veru- legra breytinga hefur orðið vart f efnasamsetningu borholuvatns á s.l. ári, en einnig hafa orðið mikl- ar breytingar á rennsli úr hvern- um, sem einu sinni var hola KG-4. Tregt innstreymi í holur KJ-6 og KJ-7 er talið stafa af því að innstreymi í borholur er blanda af gufu og vatni. Gufa hefur mun meiri streymismótstöðu í bergi en vatn. Vatnsleiðni bergs á Kröflu- svæði er svipað og á Nesjavöllum á norðanverðu Hengilsvæðinu. Ummyndun bergs á Kröflu- svæði er að gerð og magni til svipað og á öðrum háhitasvæðum á íslandi, sem rannsökuð hafa verið með djúpborun. Enginn munur er á ummyndun í holum boruðum f ár f Kröflu og þeim sem boraðar voru í fyrra. Það má vera ljóst af þvf, sem að ofan er greint, að við ýmis vanda- mál er að etja varðandi gufuöfl- unina. Sum þeirra má rekja tii áhrifa gosvirkninnar fyrir ári síð- an. Hins vegar er rétt að hafa í huga að boranir standa enn yfir og mælingar á þeim borholum, sem lokið er við, standa einnig yfir. Á þessu stigi málsins er ástæða til að varast bæði ótfma- bæra svartsýni og ótímabæra bjartsýni. Unnað verður áfram að rannsóknum og mælingum á bor- holunum eins og aðstæður frekast leyfa. Má vænta þess, að staðan verði orðin skýrari f janúar. Jafn- framt þvf sem haldið verður áfram rannsóknum á borholunum verður unnið að tillögugerð um boranir næsta árs. — íþróttir Framhald af bls. 34 vann góðan sigur og er það vel Stigin fyrir ísland skoruðu: Bjarni Gunnar Sveinsson 1 7. Jón Sigurðsson 12, Kristinn Jörundsson 10, Torfi Magnússon 9, Jón Jörundsson 8. Þór- ir Magnússon 8. Birgir Guðbjörnsson 6. Kári Marisson 6, Ingi Stefánsson 4 og Kolbeinn Kristinsson 2 stig. cyrir Norðmenn skoruðu: Asmund Berge 15. Jörgen Hvistendahl 8, Morten Kirkerud 6. Björn Rossow 5, Odd Johannsen 4, og Tom Barkvoll, Ketil Sand, Svein Amundsen, Morten Riiser og Robert Stenvik 2 stig hver HG. — Miklar umræður Framhald af bls. 16 öllu skattfrjálst hjá einstakling- um. I 2. lagi að skattlagning fyrir- tækja í einkarekstri verði að fullu aðgreind frá skattlagningu eig- enda þeirra. Þá er fjallað um að frádráttarliðir allir verði endur- skoðaðir og hjón verði hvort um sig sjálfstæðir skattgreiðendur. Söluskattur verði lækkaður um þau 2% sem áður runnu til við- lagasjóðs. Skatteftirlit verði stór- aukið og viðurlög við hvers konar skattsvikum verði hert. Loks fjalla drögin að ályktun um skattamál um að nú þegar verði komið á samtfmagreiðslu skatta einstaklinga. — Reif upp hurðina... Framhald af bls. 36 sletta kom beint á bflinn og þess vegna hreif hún hann með sér. Ég vissi strax hvað var að gerast og beið rólegur eftir tækifæri til að komast út úr bflnum. Eftir að ég hafði velt mér út úr bfinum og skorðað mig fastan byrjaði ég að klifra upp á veginn, um 30 metra leið og sóttist það vei. Var ég sfðan tekinn þar upp og mér ekið heim til Ólafsfjarðar. Tel ég það hina mestu mildi hversu vel ég slapp“. Valdimar sagði að f starfi sfnu fyrir vegagerðina á þess- um slóðum hefði hann lært það, að það sem mestu skipti væri að sýna gætni og rósemi þegar eitthvað gerðist. Snjóflóð væru tfð á þessum slóðum og kvaðst Valdimar t.d. hafa séð snjóflóð hrffa með sér bfl kunningja sfns og bera hann á haf út, en svo heppilega vildi þá til, að bfilinn var mannlaus. Þá gerð- ist það árið 1970 að snjóf lóð fór yfir ýtu, sem vinnufélagi Vald- imars var á og bjargaði Vald- imar honum út úr snjónum. „Það hefur gæfa fylgt okkur vegagerðarmönnum við störfin hér f Ólafsfjarðarmúla fram til þessa og við höfum lært það, að númer eatl er að sýna gætni f starfinu,“ sagði Valdimar að lokum. — Galli fundinn Framhald af bls. 2 óvíst væri hvenær af því gæti orðið. Loks sagði Baldur Helgason, að vegna eldsins, sem kom upp í fisk- mjölsverksmiðjunni á Grundar- firði á mánudaginn, vildi hann taka fram, að hann teldi Grund- firðinga ekki sýna næga fyrir- hyggju í þessum málum. Vatn væri fengið með dælingu spöl- korn frá bænum, og væri dælan rafmangsknúin. Fengist því ekki vatn þegar rafmagnslaust yrði og væri það að sínu mati ófært, því brunar gætu orðið hvenær sem væri. Þá væri alltaf sú hætta á ferðum þegar þurrkarar stöðv- uðust f fiskmjölsverksmiðjum að eldur kæmi upp, og væri því nauðsynlegt að vera með diesel- rafmótora I fiskmjölsverksmiðj- um f slfkum tilfellum til að þurrk- arinn þyrfti ekki að stöðvast þótt rafmagnslaust yrði. Slfkur vara- mótor væri ekki í verksmiðjunni á Grundarfirði. — Ráðlegg engu skipi Framhald af bls. 36 miklu fremur fagnað stórsölu skipsins. Hins vegar væri ljóst að undir niðri syði á mönnum. — Ef fslenzkt fiskiskip kemur hingað á næstu dögum og reyndi að selja fisk, gæti allt gerst og afleiðingarnar gætu þá orðið hroðalegar. Hér gagnrýna menn fyrst og fremst brezku ríkisstjórn- ina fyrir linkind í þessu máli, en það á eftir að koma f ljós, hvaða áhrif það hefur á togaraflotann að geta ekki lengur veitt við tsland. — Björn Jónsson Framhald af bls. 36 lögðu bæði hann og Björn Jóns- son áherzlu á að Alþýðusamband- ið væri hreyfing, sem starfaði á breiðum grundvelli. Kolbeinn Friðbjarnarson og skoðanabræð- ur hans sögðu hins vegar að eðli- legt væri að Alþýðusambandinu væri stjórnað af Alþýðubanda- lagi, Alþýðuflokki og „öðrum skipaferðum. Tveir brezkir blaða- menn fóru fram á það að fá að dvelja um borð í varðskipi og sjá þegar togararnir héldu f átt til Bretland og var orðið við óskum þeirra." Morgunblaðið spurði Pétijr hvort álagið á Landhelgisgæzl- unni myndi ekki minnka þegar brezku togararnir væru farnir út fyrir 200 mflna mörkin. „Það eru aðrir togarar á tslandsmiðum sem má lfta eftir," sagði hann. Að sögn Péturs hafa tvö brezk eftirlitsskip, Miranda og Othello, verið á Islandsmiðum að undan- förnu, en um hádegisbilið í gær var Miranda komin að miðlfnu milli tslands og Færeyja og virtist stefna til Bretlands. I frétt, sem Morgunblaðinu barst frá Hull í gær, segir að brezka landbúnaðar- og sjávar- vinstri mönnum". Þess má geta að þessar umræður fóru fram eftir að Björn Jónsson hafði lokið við að flytja skýrslu forseta. — 40 merfolöld Framhald af bls. 36 Landbúnaðarráðuneytið veitti leyfi til þessa útflutnings að fengnum meðmælum stjórnar Búnaðarfélags tslands og Hagsmunafélags hrossabænda. Agnar Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar StS, sagði f gær, að hingað til lands væru væntanlegir Þjóð- verjar á næstu dögum til að velja þessi folöld en fyrirhug- að væri að greiða bændum 28.500 krónur fyrir hvert folald. — Vífilsstaða- vegur Framhald af bls. 2 hvort setja ætti göngubrautir yfir veginn — en hann teldi að göngubrautirnar væru að mörgu leyti óhagstæðar f þvf tilliti að börnin gengju stund- um beint út á þessar göngu- brautir án þess að líta til hægri eða vinstri. Hins vegar sagði hann að göngubrautin, sem lögð hefði verið yfir Hafnar- fjarðarveginn, héfði gefið góða raun — þó svo að um aðalbraut væri að ræða. Sagði Garðar, að honum væri ekki að fullu kunnugt um til- drög banaslyssins s.l. mánudag, þar eð lögregluskýrslur hefðu ekki borist. Kvað hann jafn- framt að i slysum sem þessum væri oftast um of hraðan akstur að ræða. Hámarkshraði á Vffils- staðaveginum er 45 km. Sagði útvegsráðuneytið hafi beint þeim tilmælum til allra brezkra togara á tslandsmiðum að þeir hættu veiðum kl. 23.59 ,í kvöld, 1. desember, og að þremur aðstoðar- skipum hafi verið falið að koma þessum boðum á framfæri við skipstjóra togaranna. t fréttinni segir, að aðstoðarskipin verði jafnvel innan 200 milna mark- anna hálfum eða heilum sólar- hring lengur en ætlast er til að togararnir verði, til að fylgjast með því að allt gangi samkvæmt áætlun og að allir togararnir fari út fyrir mörkin. Morgunblaðið fékk það upplýst hjá Landhelgisgæzlunni í gær, að brezku tögurunum og eftirlits- skipunum væri heimilt að dvelja svo lengi sem þau vildu innan 200 mílna markanna aðeins að því til- skildu, að togararnir væru með búlkuð veiðarfæri. Garðar ennfremur að ekkert lögreglueftirlit væri með um- ferðinni f Garðabæ og hefðu þeir margoft óskað eftir því að fá þarna bíl með talstöð — en alltaf verið synjað, vegna þess að skortur væri á lögreglu- mönnum. t Garðabæ búa á fimmta þúsund manns, og kvað Garðar það afleitt hvað þeir væru vanræktir í löggæslu- málum. Nauðsyn að opna skðla austan Vffilsstaðavegar. Morgunblaðið sneri sér einnig til skólastjóra Barna- skólans i Garðabæ, Vilbergs Júlíussonar, og spurði hann hvað honum fyndist að betur mætti fara. Sagði Vilbergur að engin lýsing væri á efri hluta Vifilsstaðavegar eða frá Brúar- flöt og upp úr. Sagði hann að í Barnaskóla Garðabæjar væru 711 nemendur og byggju 320 þeirra i hinum nýju hverfum austan Vffilsstaðavegar, þannig að þau ættu flest leið um veg- inn á hverjum degi. Umferðar- þungi hefði aukist mjög á þess- um vegi og brýn nauðsyn væri á aukinni löggæslu og göngu- brautum. Kvað Vilbergur það mestu mildi hvað börnin hefðu sloppið vel hingað til. En hið hörmulega slys s.l. mánudag ætti að gera fólki ljóst hve alvarlegt mál þetta væri. Sagði Vilbergur ennfremur að til stæði að opna skóla í Hofsstaða- hverfi næsta haust og yrði það strax bót í máli, þar eð börnin þyrftu þá ekki að fara yfir Vffilsstaðaveginn. Vilbergur sagði að börnin færu oft fót- gangandi úr skólanum í stað þess að nota skólabilinn, sem gengur upp Vífilsstaðaveginn að skólatíma loknum, kl. 4. e.h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.