Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 2

Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 2 SKUTTOGARINN ögri RE 72 sló tæplega mánaðargamalt sölumet sitt f Bretlandi f gær- morgun, er skipið seldi tæp 167 tonn af fsfiski fyrir 98.540 sterlingspund eða 30,6 milljóni króna. Er þetta langhæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir einn fiskfarm f Bretlandi og f brezkum fréttum segir að hér sé um heimsmet að ræða. Með- alverð á hvert kfló var einnig það hæsta, sem fengist hefur f Bretlandi eða 183 krónur. Sem kunnugt er seldi ögri sfðast f Grimsby f byrjun nóvember og setti þá nýtt sölumet, en þá seldi skipið fyrir 78.807 sterlingspund„sem var met. Skuttogarinn ögri RE 72 Ögri sló eigið met: Seldi 167 lestír fyr- ir 30,6 millj. kr. Meðalverð á kíló kr. 183 Brezki togarinn Hammond Innes seldi einnig I gærmorgun og var hann í Hull. Var togar- inn með rösklega 180 lestir og fékk fyrir þann afla 89 þúsund pund eða tæplega 10 þúsund pundum minna en ögri. Lokið var við að bjóða afla Hammond Innes upp nokkru á undan afla ögra og voru skip- verjar brezka togarans að vonum kátir er þeir heyrðu um sölumet sitt, en skipverjar á Ögra með Brynjólf Halldórsson skipstjóra í fararbroddi brostu enn meir, er þeir voru búnir á slá sölumet Bretanna eftir að- eins tvo tfma. „Við gerðum okkur aldrei vonir um að fá svona hátt verð fyrir fiskinn úr ögra. Það sem við höfðum vonast til, var að ögra tækist að brjóta 80 þús. punda múrinn, en að skipið fengi tæp 100 þúsund pund fyrir aflann, á því átti enginn von,“ sagði Jón Olgeirsson ræðismaður Islands f Grimsby f gær þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Jón kvað ástæðuna fyrir þessu háa verði Ögra vera, að fiskmarkaðurinn f Bretlandi væri svo til tómur um þessar mundir. Slæmt veður hefði verið á veiðisvæðum kringum Bretland að undanförnu og lftið af fiski borizt að landi. ögri hefði t.d. verið eini erlendi tog- arinn, sem landað hefði f Bret- landi í gær. Fiskurinn úr ögra hefði verið sérstaklega góður og verðið eftir því. „Það var gaman að vera á fiskmarkaðnum hér í Grimsby i gærmorgun þegar verið var að bjóða afla ögra upp. Fiskkaup- menn buðu grimmt f aflann og maður heyrði tölur, sem áður hafa ekki heyrst þar,“ sagði Jón. Mjög hátt verð fékkst fyrir kolann, sem ögri var með, en það voru um 35 lestir. Lægst fór „kitið" af kolanum á 40 sterlingspund en hæst á 46. Þótt ögri hafi fengið 30 millj. króna fyrir aflann í Grimsby, þá er það ekki hæsta heildar- Brynjólfur Halldórsson skipstjóri verð sem skipið hefur fengið í söluferð. I janúarmánuði sl. seldi ögri um 250 lestir af karfa og ufsa í Cuxhaven fyrir upp- hæð sem nemur rösklega 33 millj. kr. miðað við núverandi gengi. Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar hjá ögurvík h.f. eig- enda Ögra f gær, að 26 dagar hefðu farið i þessa sfðustu veiðiferð og hásetahlutur út úr aflanum, sem seldur var f gær yrði að líkindum kringum 280 þúsund krónur. Farþegar úr einni vél keyptu vörur fyrir 713 þús. kr. Rafmagnsbilanirnar á Snæfeilsnesi: Gatíi fundiim í rofa VEGNA hinna tfðu rafmagnsbil- ana á Snæfellsnesi að undanförnu hafði Mbl. samband við Baldur Helgason, rafveitustjóra á Vesturlandi, og spurðist fyrir um ástæður og hvað gera mætti til úrbóta. Baldur sagði að fundist hefði galli í 60 kólóvolta aðalrofa aðveitustöðvarinnar í Stykkis- hólmi, og væri talið að þessi galli hefði fyrst og fremst valdið rafmagnstruflunum á Snæfells- nesi að undanförnu. Yrði gert við rofann og stæðu vonir til þess að ástandið myndi þá stórlagast. Þá sagði Baldur, að setja ætti upp nýjan spenni f Stykkishólmi í næsta mánuði. Yrði það 6,3 megawatta spennir, en sá gamli er 3 megawött og fulllestaður. Sagði Baldur að öryggið í rafmagns- málum á Snæfellsnesi ætti að stóraukast við tilkomu nýja spennisins. Baldur sagði ennfemur, að mikil nauðsyn væri á nýrri lfnu milli Stykkishólms og Ólafsvíkur þvf núverandi lína væri alls ekki nógu traust. Sagði hann að Rafmagnsveitur rfkisins hefðu óskað eftir að ný lína yrði lögð, en Framhald á bls. 35 MJÖG mikið hefur verið um lend- ingar erlendra flugvéla á Kefla- vfkurflugvelli undanfarna daga. Er ástæðan verkfall bensfnaf- greiðslumanna á Heathrow- flugvelli f London, en vegna verk- fallsins hafa fiugvélarnar ekki fengið afgreitt nema hluta af eldsneyti þvf sem þær þurfa, og hafa þær þvf míllilent hér til að taka viðbótareldsneyti. Verkfall þetta er nú leyst. I þessum hópi hafa verið all- margar risaþotur, en þær sjást sjaldan á Keflavfkurflugvelli, hvað þá fjórar f einu, eins og var síðdegis f gær. Þá komu fjórar Boeing 747 risaþotur með nokk- urra mínútna millibili, tvær frá Pan American, eins frá British Airways og ein frá Trans World Airlines. Seinna kom fimmta Boeing þotan og tvær væntanleg- ar f gærkvöldi. Risaþoturnar hafa fært Islenzk- um markaði mikil viðskapti. Að sögn Jóns Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, kom t.d. ein risaþota frá Pan Am f fyrradag með 350 farþega. Keyptu þeir íslenzkar vörur fyrir 713 þúsund krónur. Sagði Jón að það væri vissulega slæmt þegar farþegar úr öllum vélunum kæm- ust ekki frá borði eins og f gær, þegar farþegar úr tveimur vélum komust ekki í land vegna þess að ekki fyrirfundust nægilega langir stigar. Rjúpnaveiði meðminnamóti RJCPNAVEIÐI hefur verið með minna móti að undan- förnu, samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Mbl. fékk f gær I Fornahvammi og á Húsavfk. Er ástæðan fyrst og fremst óhag- stætt veður til rjúpnaveiða og meira virðist vera um rjúpu nú en I fyrra, en hún hefur verið mjög stygg. Hafsteinn Ólafsson í Forna- hvammi sagði f gær að miklar rigningar hefðu verið að und- anförnu og rjúpnaveiði hefði alveg dottið niður. Mikil rjúpa var í nágrenni Fornahvamms fyrst eftir að leyfilegt var að veiða rjúpu, en Hafsteinn sagði að rjúpan hefði sfðan horfið eitthvað annað í rigningunum. Fyrstu dagana voru menn að fá allt upp í 50 rjúpur yfir daginn en allra síðustu dagana hefur fengurinn verið 10—20 rjúpur á dag. Fáir veiðimenn ha/a ver- ið í Fornahvammi að undan- förnu, 3—4 dag hvern. Nú hef- ur snjóað og bjóst Hafsteinn við því að rjúpnaveiðin myndi eitt- hvað glæðast. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Kristbjörn Arnason skipstjóra á Húsavík, sem er landskunnur veiðimaður, bæði á loðnu og rjúpu. Sagði hann að rjúpnaveiði hefði verið með minna móti að undanförnu vegna óhagstæðs veðurs. Hann sagði að meira vaeri af rjúpu nyrðra en f fyrra en rjúpan væri mjög stygg. Sagði hann að veiðin væri þetta 10—12 rjúpur á mann eftir dagihn. Óvíst hvenær búvörur hækka RlKISSTJÓRNIN ræddi á fundi sínum f gærmorgun hið nýja verð á landbúnaðarvörum, sem taka átti gildi f dag. Að sögn Halldórs E. Sigurðssonar landbúnaðarráðherra frestaði rfkisstjórnin að taka ákvörðun um verðbreytinguna, þar sem ekki lágu fyrir nægar upplýs- ingar um einstaka liði. Ráðherr- ann sagðist ekki geta sagt um hvenær ríkisstjórnin tæki ákvörðun um nýtt verð á land- búnaðarvörum. Setudómari í Alviðrumálinu dómsmálaraðuneytið hefur nú skipað setudómara í Alviðrumálinu svokallaða, sem skrifað hefur verið um I Mbl. upp á sfðkastið. Er það Eggert Óskarsson, fulltrúi sýslumanns- ins f Rangárvallasýslu. Þingmenn má ekkitruflamilli klukkan2og4 DEILDAFORSETAR Alþingis hafa ákveðið nýjar reglur um viðtöl við alþingismenn. Að sögn Friðjóns Sigurðssonar eru nýju reglurnar í þvf fólgnar, að ekki má trufla þingmenn á venjulegum fundartfma, milli klukkan 2 og 4 síðdegis. Verða þá ekki afgreidd símtöl við þingmenn né heldur fá þeir aðilar að tala við þingmenn, sem koma í þinghúsið þeirra erinda. Nafn litlu stúlk- unnar sem lézt LITLA stúlkan, sem beið bana f umferðarslysinu á Vífilsstaða- vegi á mánudaginn hét Sigrún Ólfna Carlsdóttir. Hún var 7 ára gömul, fædd 24. apríl 1969. Sig- rún heitin var dóttir hjónanna Carls Rasmussonar og Eddu Gústafsdóttur, Þrastarlundi 19, Garðabæ. Vífilsstaðavegun 320 börn fara yfir veg- inn dag hvern, lýsing er léleg og engar gangbrautir Síö ára stulka \drt í bílslysi vS i -zrKií ® srtn.vm-; isssia:5 ; stiilka varð fyrir hitre Litla stúlkanj^j^^^n heim til_ kVuvjj MORGUNBLAÐIÐ hafði I gær samband við Garðar Sigurgeirs- son, bæjarstjóra Garðabæjar, og Vilberg Júlfusson, skóla- stjóra barnaskólans I Garðabæ vegna hins hörmulega bana- slyss sem varð þar I bænum á mánudaginn. Voru þeir Garðar og Vilbergur spurðir um hversu mikil umferð barna væri um Vffilsstaðaveg og hvort öryggi þeirra væri nægi- lega tryggt. Kom m.a. I Ijós að 320 börn þurfa að fara þarna yfir dag hvern, lýsing á veginum er léleg og engar merktar gangbrautir yfir efri hluta Vífilsstaðavegar, en þar varð einmitt umrætt slys/ Garðar Sigurgeirsson bæjar- stjóri sagði m.a. að lýsingin á Vífilsstaðavegi væri engu verri en lýsingin víðast hvar á Hafn- arfjarðarveginum. Það væri aðeins lýsing öðrum megin á götunni — og þar eð óvíst væri hvort vegurinn yrði breikkaður næstu árín — teldu bæjaryfir- völd það óhagstætt að leggja út f þann Kostnað að lýsa báðum megin. Aðspurður um það hvers vegna göngubrautir væru ekki á veginum, þar eð þetta væri fjölfarin gata og mörg skólabörn báðum megin vegarins, sem færu yfir hann daglega, sagði Garðar að um það hefði verið fjallað hjá umferðarnefnd Garðabæjar, Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.