Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 279. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezku togararn- ir fara á miðnætti w — í samræmi við ákvæði Oslóarsamkomulags 14 brezkir togarar að veióum í gær Á miðnætti í nótt eiga allir brezkir togarar á fslands- miðum að vera búnir að hffa inn veiðarfæri sfn og búlka þau tryggilega á þilfari, samkvæmt ákvæðum Óslóar- samkomulagsins. Að þvf loknu má búast við togararnir setji stefnuna í átt til Bretlands og verði komnir út fyrir 200 mflna fiskveiðilögsögu fslands á morgun. Brezkir togarar á fslandsmiðum voru 14 talsins f gær og hafa aldrei verið svo fáir sfðan Óslóarsamkomulagið var gert f júnfmánuði s.l. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær- kvöldi að þar til fyrir þrem til fjórum dögum hefðu brezkir togarar á íslandsmiðum verið frá Danmörk: Nýjar tillög- ur stjórnar- innar ræddar Kaupmannahöfn, 30. nóv. NTB. MINNIHLUTASTJÓRN jafnaðar- manna I Danmörku lagði f dag fram nýjar tillögur til lausnar kjaradeilunum, sem að undan- förnu hafa valdið óróleika f at- vinnulffi landsins. Stjórnin átti f dag fund með fulltrúum flokk- anna, sem stóðu að ágústsam- komulaginu svokallaða, auk thaldsflokksins, sem hefur heitið stuðningi sfnum við samkomulag- ið, en það á að gilda frá 1. marz næstkomandi. Tillögur stjórnar- innar nú miða að þvf að brúa bilið þar til samkomulagíð tekur gildi. Knud Heinesen fjármálaráð- herra sagði i dag, að næðist sam- staða um tillögur stjórnarinnar mætti búast við því að þjóðþingið samþykkti sérstakar ráðstafanir til að koma f veg fyrir frekari verkföll þegar f þessari viku, en hann vildi ekki tjá sig um viðræð- ur flokkanna að öðru leyti. Auk Jafnaðarmannaflokksins eiga hlut að ágúst- samkomulaginu Róttæki vinstri flokkurinn, Kristilegi þjóðar- Framhald á bls. 21 24 til 29, en samkvæmt Óslóar- samkomulaginu hefðu 24 togarar mátt vera að veiðum að meðaltali hvern dag. Síðustu dagana hefði togurunum ört fækkað og aðeins verið 14 í gær. Sagði Pétur að flestir togaranna hefðu verið að veiðum undan Austfjörðum þ.e. austur af Hval- bak og norður undir Reyðar- fjarðardýpi eða 11 talsins, tveir togarar hefðu verið að veiðum undan norðanverðum Vestfjörð- um og í gær hefði einn brezkur togari verið á siglingu í norður, suðvestur af Snæfellsnesi. „Við höfum ekki neinn sér- stakan viðbúnað, enda eru varð- skipin alltaf f viðbragðsstöðu, og fylgjast eftir megni með öllum Framhald á bls. 35 ' .■■■■' ^ ____________________________í_________________■________________;_____________;_________■:;.;.......... .......8__________________________________1_______________________________ ’A miðnætti f nótt eiga brezku togararnir á lslandsmiðum að vera búnir að hffa inn veiðarfærin og búlka þau á þilfari. Sfðan er gert ráð fyrir að togararnir hverfi af tslandsmiðum og haldi heim á leið. Getið ekki búizt við áframhaldandi aflasölu ef Bretar f á ekkert í staðinn —segir Tom Nielson formaður skipstjórasamtaka í Hull „Það leiðir af sjálfu sér, að Islendingar geta ekki vænzt þess að halda áfram fisksölum sínum í höfnum hér, ef Bretar fá ekkert í staðinn," sagði Tom Nielsgn, formaður samtaka yfirmanna á togurum f Hull þegar Morgunblaðið hafði samband við hann f gær f tilefni þess að Oslóarsamningurinn er að renna skeið sitt á enda og tslendingar fá þar með öll yfirráð 200 mílnanna í sínar hendur. Austin Laing, framkvæmda- stjóri Landssambands brezkra ut- vegsmanna, sagði: „Tfmi sam- komulagsins er útrunninn og við erum aðeins að uppfylla skilyrði þess. Við hörmum mjög að ekkert er nú sem tekur við en vonum að Gundelach muni takast að koma á samkomulagi, sem ekki verði ein- ungis hagstætt fyrir Breta heldur og tslendinga sjálfa.“ Sigurður Bjarnason, sendiherra í Bretlandi, sagði að í skrifum blaða þar að undanförnu hefðu endurspeglazt vonir um að samn- ingar tækjust um áframhaldandi veiðiheimildir á tslandsmiðum, en ekki gætti æsings eða gremju f skrifum þessum. 1 sendiráðinu væri allt með friði og spekt, og orð væri ekki gerandi á upphring- ingum vegna þess að samningur íslendinga og Breta um veiði- heimildir væri að renna út. Þá hafði blaðið samband við John Prescott, þingmann Verka- mannaflokksins frá Hull. Kvaðst hann þeirrar skoðunar að brezku togararnir virtu veiðibannið, sem nú væri að taka gildi á íslands- miðum. „Ég geri mér vonir um að Efnahagsbandalagið komist að samkomulagi við Islendinga um Kjarnorkusprenging í so vézkri f lotastöð ? THE OBSERVER hefur það eftir Alex Milits, sérfræðingi um málefni Eystrasaltsland- anna, að fyrir mistök hafi kjarnorkusprengja sprungið við flotastöð Sovétmanna f Paidiski f Eistlandi 25. október sfðastliðinn. Hafi sprengingin orðið neðansjávar skammt frá ströndinni. Fram kom f frétt- um á sfnum tfma, að þarna hefði orðið jarðskjálfti, en á þessum slóðum eru jarðhrær- ingar afar sjaldgæfar. Milits er búsettur í Stokk- hólmi. Hann hafði fyrstur orð á uppreisninni um borð I sovézka tundurspillinum fyrr á þessu ári, en sú fregn var síðar stað- fest hjá Atlantshafsbandalag- inu og f Svíþjóð. „Jarðskjálftinn" úti fyrir strönd Eistlands kom fram á jarðskjálftamælum f Uppsölum og mældist 4,5 stig á Richters- kvarða. Milits bendir á að tilkynnt hafi verið um lát óvenjumargra Framhald á bls. 21 Litla örin sýnir staðinn átti upptök sfn, hvort náttúrunnar völdum sprengju. þar sem skjálftinn sem hann var af eða kjarnorku- áframhaldandi veiðar brezkra togara innan 200 mflnanna. Framhald á bls. 21 Ítalía: Kommúnist- ar tapa fylgi Rómaborg, 30. nóv. AP. tTALSKI kommúnistaflokkurinn beið mikinn ósigur f bæjarstjórn- arkosningum f borginni Arezzo sem talin hefur verið einkar vinstrisinnuð, og þó alveg sérstak- lega er fylgistap kommúnista at- hyglisvert með hliðsjón af þeim mikla stuðningi sem flokkurinn fékk f þingkosningum fyrir fimm mánuðum. 1 Flórens fóru einnig fram bæj- arstjórnarkosningar og þar unnu kristilegir demókratar á, en kommúnistar fengu þar um 3% meira atkvæðamagn en í þing- kosningunum og hafa meirihluta í bæjarstjórn. 1 prósenttölum er fylgistap kommúnista i Arezzo og ná- grannasveitarfélögum hennar meira en 10%. Fylgið nemur nú 30.9% en var 42.5% í þingkosn- ingunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.