Morgunblaðið - 01.12.1976, Side 12

Morgunblaðið - 01.12.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 Jólasundmót öryrkja: Almennir sundstaðir þurfa að ver a fyrir alla 1 lauginni á Reykjalundi, Snæþór Sirurbjörnsson fjær á myndinni. AÐSTÖÐU til sundiðkana hef- ur mjög fleytt fram á iandinu sfðustu árin, en þvf miður eru þó ýmis svæði á landinu nokk- uð afskipt I þessum efnum. Þó aðstaða fyrir allan almenning hafi batnað undanfarin ár, þá hefur tiltölulega Iftið verið gert til að bæta aðstöðu fyrir öryrkja. Tröppur eru vfða mik- ill þrándur f götu og skábrautir á fáum stöðum, þá fá öryrkjar sjaldnast mikla aðstoð á sund- stöðum. Vonandi verður þessi herferð, sem kölluð hefur verið jólasundmót öryrkja, til að að- staða fyrir öryrkja verði bætt. Það er ekki nóg að fá öryrkja til að iðka sund meðan þeir dveljast á hinum ýmsu stofnun- um, ef sfðan ekkert er gert fyr- ir þá utan þeirra. Sund er makil og góð heilsubót og það ættu allir að geta stundað. Á dögunum lögðum við leið okkar upp að Reykjalundi og attum þar m.a. stutt spjall við Snæþór Sigurbjörnsson frá Gilsárteigi i Eiðaþinghá. Snæ- þór dvelst nú á Reykjalundi vegna taugalömunar í baki og hann er einn þeirra, sem hvað duglegastur er við sundiðkanir á Reykjalundi. Snæþór lærði að synda á sérstakan hátt og segir hann sjálfur frá því: — Ég lærði að synda I stórum hyl í Gilsá og það var faðir minn, Sigurbjörn Snjólfsson, sem kenndi okkur systkynun- um að synda eftir að systir okk- ar hafði drukknað í þessum hyl. Sjálfur var ég einnig nærri drukknaður í hylnum, en bróð- ir minn bjargaði mér og fékk fyrir það afrek viðurkenningu frá dönskum „hetjusjóði" sem ég kann ekki að nefna, segir Snæþór. — Öll aðstaðan hér á Reykja- lundi er mjög góð til sunds og annarra æfinga og þjálfararnir eru bæði þolinmóðir og liprir við okkur. Hér í lauginni verða allar hreyfingar miklu auðveld- ari, auk þess sem það er virki- lega gaman að synda og svamla í lauginni. Hérna í lauginni sér maður oft fólk sem getur ekki hreyft sig utan hennar nema f hjólastól. Þetta fólk hefur í mörgum tilfellum ekki lært að synda fyrr en það kom hingað, en er innan tíðar farið að synda fram og aftur um laugina, segir Snæþór að lokum. Snæþór lærði að synda f köld- um hylnum i Gilsá eins og áður sagði. Eftir að sundlaug kom við Eiðaskóla synti Snæþór oft í lauginni þar. Nú syndir hann daglega í sundlauginni f Reykjalundi, en hann leggur áherzlu á það að nauðsynlegt sé fyrir fólk að halda áfram þeim æfingum sem það hefur lært og á almennum sundstöðum megi ekki eingöngu reikna með full- komlega heilbrigðu fólki. Jólasundmót öryrkja 1976 25. nóv. - 13. des. (nafn) (aldur) (heimilisfang) Sundstaður: Örorka vegna: Sendist " ^ til Í.S.Í. Box 864, Reykjavííu (tilgreinið t d lömun. fotlun. blinda. vangefni o.s.frv. Þátttóku staðfestir Tryggvi Pálsson, framkv.stj.: Smári h.f. á Akureyri byggir 31 —34% undir byggingarvísitölu UNDANFARNA daga hefur mátt lesa f nokkrum borgarblöðum fréttir af afhendingu fbúða BYGGUNG, sem er byggingarfé- lag ungs fólks f Reykjavík, og hafa þær orðið mér tilefni til eft- irfarandi skrifa. íbúðarverð 14% undir byggingarvfsitölu Þegar ég las fyrirsagnir sumra blaðanna á ofangreindri frétt, mátti ætla að önnur eins stórtíð- indi væru nær óþekkt á Islandi, en ég læt fylgja hér smá sýnis- horn tal gamans. „Langt undir byggingarvísitölu". „Tveimur milljónum undir markaðsverði". „Kraftaverk verðbólgutítnans". Minna mátti það ekki vera. Fyrir okkur sem störfum að íbúðar- byggingum utan stór-Reykjavíkur eru þetta engin tíðindi, þar sem byggingarsamvinnufélag á í hlut, en fagna skal öllum góðum frétt- um um árangur til lækkunar byggingarkostnaðar, því okkur hefur hreinlega blöskrað hvað byggingarframleiðendur á þessu svæði komast upp með að selja framleiðslu sína dýrt. Ég hefi oft undrast það að ekki skuli hafa verið tekin upp ströng aðhalds- stefna í útlánum til þeirra aðila sem selja íbúðir á tvöföldu og jafnvel þreföldu framleiðslu- verði. Hvar eru nú hinir sjálfskip- uðu verndarar alls óréttar í land- inu? En víkjum nú aðeins að verði íbúða BYGGUNG. Fjölbýlis- húsið allt er talið kosta fullbúið 125.000 þúsund krónur, en tilbúið undir tréverk, sameign sem mest frágengin 86.203 þúsund krónur, mismunur 45%. Ef við leggjum þessa hækkun til grundvallar á íbúðarverðið þá ættu íbúðirnar að kosta fullgerðar sem hér segir: íbúð þús.kr. 2. herb. 46 ferm. 3.177 3. herb. 70 ferm. 4.799 3. herb. 72 ferm. 4.873 3. herb. 81 ferm. 5.410 Samkvæmt framanrituðu kost- ar hver fermetri 67—69 þúsund krónur. Ég veit ekki með vissu hvort I uppgefnum tölum BYGG- UNG er innifalin sameign, en tel það ólíklegt, en framangreint verð er 6—9% hærra en fer- metraverð vísitöluhússins 1. sept- ember s.l., en læt það nægja, þar sem ég mun aðeins nota framan- greind verð sem viðmiðun hér á eftir. Fullbúnar íbúðir 31—34% undir vísitölu- verði 1. sept. s.l. Það er ekki að ástæðulausu sem mikið hefur verið rætt um þörf- ina á því að lækka þurfi verulega byggingarkostnað íbúðarhúsnæð- is, og hefur mikið og gagnmerkt verið lagt til málanna í þeim til- gangi, en minna hefur orðið úr athöfnum. Nokkur byggingarfyr- irtæki sem lagt hafa fyrir sig framleiðslu íbúðarhúsnæðis hafa sannað á undanförnum árum svo ekki verður I móti mælt, að byggja má verulega undir bygg- ingarvísitöluverði, miðað við af- hendingardag íbúðanna, og þó svo hljótt hafi verið um starfsemi margra þeirra, er tilurð þeirra og staðreyndir um hóflegan bygging- arkostnað fyrir hendi. Eitt þess- ara fyrirtækja er SMÁRI h.f. á Akureyri, sem byggt hefur á und- angengnum fjórum árum 5 fjöl- býlishús, og er verð íbúðanna langt undir byggingarvísitölu á afhendingardegi. Á degi iðnaðar- ins á Akureyri 22. október s.l. afhenti fyrirtækið 10 íbúðir full- frágengnar með öllum föstum innréttangum, eldavél og teppi á stofu og holi, en þær voru byggð- ar sem leiguíbúðir fyrir Akureyr- arbæ, og var verð þeirra sem hér segir: íbúð þús.kr. 2. herb. 69.94 ferm. 3.050 3. herb. 97.85 ferm. 4.200 4. herb. 117.70 ferm. 4.900 Samkvæmt framanrituðu kost- ar hver fermetri 41—43 þúsund krónur, en það verð er 39% lægra en verð BYGGUNG og 31—34% undir byggingarvísitölunni 1. september 1976. í byggingu hjá fyrirtækinu eru nú 30 söluíbúðir sem fokheldar urðu í október s.l. en þær eru allar seldar á föstu verði, og er endanlegt verð þeirra 2—3% undir byggingarvísitöl- unni 1. september s.l. en eftir er að framkvæma u.þ.b. 60% bygg- ingarinnar áður en íbúðarnar verða afhentar I júnf-júlí 1977. Með framanritaðar upplýsingar í huga, má ljóst vera að taka þarf til rækilegrar endurskoðunar af hálfu hins opinbera verðlagningu íbúða á stór-Reykjavíkursvæðinu, því þó svo verðlagning eigi að vera frjáls að vissu marki, eru takmörk fyrir öllu. Hið opinbera getur heldur ekki verið þekkt fyr- ir að fjármagna slíka verslunar- hætti, en ég vík að þvl síðar. Er dýrara að byggja í stðr-Reykjavík en á Akureyri Ekki er sýnilegur I fljótu bragði mikill mismunur á byggingar- kostnaði þessara tveggja staða. Þó hlýtur það að vera ljóst, að allt efni er eitthvað dýrara á Akur- eyri, svo og allur stjórnunarkostn- aður fyrirtækisins, þar sem við erum mjög háðir öllum aðdráttum frá Reykjavfk, og þar eru jafn- framt flestar opinberar stofnanir sem leita þarf undir svo sem stjórnun húsnæðismála. A stór- Reykjavlkursvæðinu eru senni- lega greidd eitthvað hærri vinnu- laun, þó ég geti ekkert fullyrt þar um, en einhver launatengdur kostnaður er þar dýrari, svo sem vegna fjarlægða. Fróðlegt væri að gera á þessu fyllri úttekt. Það sem Tvö f jölbýlishús sem SMÁRI h.f. hefur byggt í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.