Morgunblaðið - 01.12.1976, Síða 16

Morgunblaðið - 01.12.1976, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 Frá ASt-þingi í gær. (ljósm. Ól. K. Mag). Miklar umræður urðu um stefnuskrármálið Þingfulltrúar á ASÍ-þingi teknir tali „Fráleitt að útiloka eina stétt úr ASÍ” MIKLAR UMRÆÐUR URÐU I Alþýðusambandsþinginu I gær um stefnuskrá ASt og tðku margir til máls um þetta mál. Alþýðusambandið hefur ekki átt stefnuskrá fram til þessa, en stefnuskrárnefnd hefur samið drög að stefnuskrá, sem sam- þykkt hefur verið I miðstjórn ASl. Hins vegar hafa mörg aðildarfélög sambandsins gert at- hugasemdir við þessa stefnuskrá og hefur þetta mál verið mikið til umræðu í verkalýðsfélögunum að undanförnu. Störf ASl-þingsins í gær- morgun áttu samkvæmt dagskrá að byrja á kjöri starfsnefnda en þvf var frestað fram yfir hádegi. Munu miklar pólitfskar þreif- ingar hafa átt sér stað áður en nefndanefnd skilaði áliti um klukkan 18 f gærkvöldi. Voru til- lögur nefndarinnar þá samþykkt- ar samhijóða og hófu nefndir störf í gærkvöldi. Björn Jónsson, forseti ASÍ, flutti skýrslu sfna og reikningar voru skýrðir á fundinum í gær- morgun. Eftir hádegi var sfðan 1. umræða um f járhagsáætlun og þá 1. umræða um stefnuyfirlýsingu. Hófst þá 1. umræða um kjara- atvinnu- og efnahagsmál, en þeim umræðum verður fram haldið f dag og á morgun. Þingfundir hefjast að nýju klukkan 9 f.h. í dag og eru á dagskrá kjaramál, lagabreytingar, fræðslu- og menningarmál, vinnulöggjöfin og loks Alþýðubanki-Alþýðuorlof. Björn Jónsson forseti ASl er formaður stefnskrárnefndar og hafði hann framsögu um stefnu- skrá ASI á þinginu í gær. Sagði Björn meðal annars að hér væri ekki aðeins um faglega heldur einnig um pólitfska stefnuskrá að ræða, fagleg og stjórnmálaleg bar- átta væri tengd þar með margvfs- legum hætti. Með stefnuskránni væri reynt að reisa markmiðið hærra og með bókstaflegri hætti, heldur en að jafnaði gerðist i sér- stökum ályktunum. Starfssvið og hlutverk verkalýðsbaráttunnar væri þar skilgreint á víðtækari og skilmerkilegri hátt en áður hefði verið gert. Framsögu um kjara-, atvinnu-, og efnahagsmál höfðu þeir Ás- mundur Stefánsson, hag- fræðingur ASI, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verk- mannasambandsins, og Björn Þórhallsson, formaður Landssam- bands verzlunarmanna. Sagði Ás- mundur Stefánsson að á þeim tíma sem liðinn væri frá sfðasta ASl-þingi haustið 1972 hefði verð- bólga verið mjög mikil. Þó kaup hefði hækkað töluvert í krónum færi því hins vegar fjarri að kaup- geta hefði haldist. I drögum að ályktun þingsins um atvinnumál segir meðal annars: „Þingið telur að núverandi efnahagsástand sem einkennist af óðaverðbólgu stórfelldri skulda- söfnun erlendis og óskipulegri fjárfestingu, valdi óvissu um at- vinnuhorfur og gefi tilefni til uggs, þótt ekki hafi komið til almenns atvinnuleysis." Og f niðurlagi ályktunarinnar segir: „Markviss uppbygging atvinnu- veganna er undirstaða almennrar velmegunar og fullrar atvinnu við arðbær störf, en skipulagsleysi rýrir afkomumöguleika vinnandi fólks. Því ítrekar þingið kröfu sína um skipulag atvinnugrein- anna á grundvelli áætlunar- búskapar." I drögum að ályktun um kjara- og efnahagsmál segir meðal annars að kjarabráttan á næsta ári hljóti að beinast að eftir- farandi: „1. Launahækkunum sem skili verkafólki jafnvirði þeirrar kjara- skerðingar sem orðið hefur á siðustu árum. 2. Mótun launastefnu sem dragi verulega ur launamismun og tryggi láglaunahópum sérstakar kauphækkanir umfram aðra. 3. Fullri verðtryggingu launa f samræmi við breytingar fram- færsluvísitölu án frádráttar nokkurra liða þeirrar vísitölu. 4. Aðgerðum til að skapa raun- veruleg launajafnrétti kvenna og karla, m.a. með þvf að bæta að- stöðu til atvinnuþátttöku. 5. Sem mestri samræmingu á kjörum allra launþega varðandi orlof vinnutfma og hvers konar hlunnnindi sem ekki teljast til beins kaupgjalds. 6. Setningu nýrrar löggjafar um vinnuvernd í samræmi við sér- stakar tillögur þingsins um það efni. 7. Gagngerri endurskoðun skattakerfisins í réttlætisátt. 8. Eflingu félagslegra fbúðar- bygginga með lánskjörum sem samrýmast fjárhagsgetu almenns verkafólks. 9. Fullri framkvæmd á þeirri stefnu verkalýðshreyfingarinnar, sem mótuð var við gerð sfðustu kjarasamninga í málefnum lff- eyrisþega.“ Björn Þórhallsson hafði fram- sögu um skattamál og setti hann fram hugmyndir í 10 liðum um breytingar á skattakerfinu. I 1. liðnum er fjallað um að dagvinnu- kaup skv. öllum töxtum félaga almenns verkafólks verði með Framhald á bls. 35 SIGURÐUR Óskarsson og Hilmar Jónasson eru meðal fulltrúa á Alþýðusambands- þingi og eru þeir báðir frá Verkalýðsfélaginu Rang- æingi ( Rangárvallasýslu, en Hilmar er formaður félagsins. í viðtali við Morgunblaðið í gær sögðu þeir félagar að þeir álitu stærstu mál þessa þings vera umræður um kjaramál og vinnulöggjöfina og væru bæði þessi mál brýnni en umræður um stefnuskrá Alþýðusambandsins. — Fyrir þessu þingi liggja svo veigamikil mál af afgreiðslum um helztu mála- flokkana verður ekki hespað af á skömmum tíma, sögðu Hilmar og Sigurður. — Það verður að vinna sérlega vel á þessu þingi ef mál eiga að fá GUÐRÍÐUR Guðmunds- dóttir situr nú I fjórða sinn á ASÍrþingi fyrir Iðju. Sagði hún ( rabbi við Morgun- blaðið ( gær' að stefnu- skráin og kjaramálin væru að sínu áliti stærstu mál þingsins. — Sérstaklega eru kjaramálin mikilvæg fyrir okkur Iðjufólk, þvi við erum lægst launaða stéttin, sagði Guðriður. — Mánaðarkaupið hjá Iðju- fólki er innan við 70 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára starf óg það segir sjálft að á því lifir enginn. Guðríður sagðist eiga von á því að þingið yrði róstu- samt, sér fyndist það liggja í málefnalega afgreiðslu. — Við hörmum hvernig fór með umsókn Múrarasam- bandsins um inntöku í Alþýðusambandið það er fráleitt að allt að því útiloka eina stétt úr Alþýðusmband- inu. Aðspurðir um það hvort þeir ættu von á átakaþingi höfðu þeir Hilmar og Sig- urður eftirfarandi að segja: — Náist ekki samstaða um fulltrúa í miðstjórn hlýtur það að verða veik stjórn, en verði um samstarf að ræða á milli hópa þá raskast hlutföll- in lítið. Okkar vegna er í lagi að átök verði, því lýðræðis- sinnar og þeir sem aðhyllast samstarf innan ASÍ eru í meirihluta á þessu þingi, sögðu Sigurður og Hilmar að lokum. loftinu. — Annars finnst mér tíminn nýtast illa því nú eru tveir dagar liðnir af þinginu og rétt er verið að byrja að ræða kjaramálin, sagði Guðríður að lokum. Inntöku Múr- arasambands í ASÍ haf nað INNTÖKUBEIÐNI Múrara- sambands tslands var hafnað eftir allsherjaratkvæðagreiðslu I fyrrinótt. Féllu atkvæði þann- ig að fulltrúar með 30625 ASf- félaga á bak við sig greiddu atkvæði gegn inntökubeiðninni en með voru 10900, atkvæða- seðlar 375 voru auðir. Eins og frá var greint í Morg- unblaðinu I gær urðu heitar umræður um þetta mál í fyrra- kvöld. Röksemdir stuðnings- manna inntöku Múrarasam- bandsins voru þau helzt að I Múrarasambandinu eru þau sex múrarafélög, sem eru starf- andi á landinu og þessi félög telji hagsmunum sfnum betur borgið með sjálfstæðri aðild að ASI, heldur en í Sambandi byggingarmanna. Einstök félög geti átt og eigi beina aðild að ASI og þvf eigi Múrarasam- bandið sem slfkt sömuleiðfs að geta átt beina aðild að ASt. Rök andstæðinga umsóknar- innar eru hins vegar þau að í skipulagi ASI sé gert ráð fyrir að ASl sé byggt upp af ákveðn- um landssamböndum. I lögum sambandsins segi að múrarar sem og önnur samtök launþega í byggingariðnaði séu f Sam- bandi byggingarmanna. Múrarasamband Islands var stofnað f júnf 1973, af öllum starfandi múrarafélögum á landinu. Inntökubeiðni til ASI var send 18. september 1973 en var ekki afgreidd frá miðstjórn ASl fyrr en 18. nóvember síð- astliðinn, eða eftir rúm þrjú ár. „Kjaramálin eru mikilvægust fyrir okkur Iðju-fólk,, Frá ASÍ-þingi V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.