Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 15

Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 15 tJr þvottasal Loðskinns. Konur að týna ull I poka hjá Loðskinni. 1 salthúsi Kaupfélagsins þar sem eru I stökkum um 60 þús. gærur sem hugsanlega verða fluttar frð Sauðárkróki til Akureyrar til vinnslu þar. byggð fyrir lánsfé, sem opinberir fjárfestingarlánasjóðir hafa út- vegað og er það því ekkert einka- mál Samvinnuhreyfingarinnar hvernig því fyrirtæki er stjórnað og hvaða áhrif gerðir þess hafa á önnur sambærileg fyrirtæki I landinu. Einnig ber að hafa I huga að sú einokunaraðstaða sem Búvörudeild S.I. S hefur á dreif- ingu hrágæru, er að miklu leyti tilkomin fyrir þá stefnu stjórn- valda að fækka sláturhúsum og byggja stór hús fyrir opinbert láns- og gjafafé f svo til öllum tilvikum á vegum kaupfélaganna. Það er því fyror opinbera lána- fyrirgreiðslu sem sútunarverk- smiðja S.I.S. er til og það er vegna opinberrar stefnu og opinberrar lánafyrirgreiðslu sem Búvöru- deild S.I.S. hefur fengið völd sfn. Það ætti því að vera mál stjórn- valda að sjá til þess að ofan- greindir aðilar misnoti ekki að- stöðu sína og nfðist á fyrirtækjum sem einnig eru byggð með aðstoð opinberra aðila. Að tryggja fyrirtækinu rekstrargrundvöll Jón kvaðst þó vilja taka það fram að það væri ekki SlS- sem hefði lokaorðið varðandi dreif- ingu afurða íslenzku sauðkindar- innar, heldur hið opinbera fram- leiðsluráð og þvf kvað Jón það vera von Loðskinns að fslenzk stjórnvöld gerðu nú þegar ráð- stafanir er tryggöu að fyrirtækið fengi nú f haust og um alla fram- tíð það hráefni sem fyrirtækinu væri nauðsynlegt að fá og væri þá Framhald á bls. 23 Sungið úr gömlu nótnakveri Það hefur verið fjallað með margvislegum hætti um efni nótnabókar þeirrar, sem kennd er við önnu Magdalenu Bach. Þekktust er hún af útdrætti léttari laga bókarinnar, sem notuð hafa verið við kennslu í hljóðfæraleik. Þrátt fyrir mikla og misjafnlega meðferð lag- anna eru þau ávallt ný og ánægjuleg viðfangsefni. Það er svo sem ekkert merkilegt f sjálfu sér, því tónsmíðar eftir Bach eru sífellt undrunarefni, ekki sízt þær einfaldari og hafa margir lærðir menn reynt að upplýsa þann leyndardóm. Lag- gerð Bachs er sérlega skýr, hvort sem litið er á hrynrænt samhengi stefjanna, ferli tón- myndanna innan raddanna, setu þeirra f hljómnum og hljómþróunina, sem gjarnan er lagræn og er eins og nokkurs konar gagnröddun við lagið sjálft. Hrynur, margþætt ferli tónhugmynda, ofið inn f ramma hljómrænnar hugsunar, eru rúnir sem aldrei verða ráðnar og mun tónlist eftir Bach þess vegna um ókomin ár gefa þeim hlustendum, sem upplifa vilja fegurð og jafnvægi í tónlist, marga ánægjustund. Þrátt fyrir það, að f bókakveri önnu Magdalenu séu stórkostlegar perlur, er ekki vfst að þær njóti sfn alls kostar vel f þeirri um- gerð, sem þeim var búin á tón- leikum Tónlistarskólans á Akranesi s.l. helgi. Helga Ingólfsdóttir, Auður Ingvadótt- ir og Haukur Guðlaugsson voru f forsvari fyrir tónflutning á hljóðfæri, sem á allan hátt var skaplega að staðað. Guðmunda Elíasdóttir söngkona er án efa frábær raddþjálfari og var Barnakór Tónlistarskólans glæsilegasti þáttur þessara tón- leika. Það er margt auðveldara en að syngja Bach, en það gerðu börnin fallega, án allrar áreynslu, með sönggleði og hefðu mátt eiga stærri þátt f tónleikunum. Ágústa Ágústs- dóttir, sem einnig mun hafa notið tilsagnar Guðmundu Elíasdóttur, söng nokkur lög. Ágústa hefur fallega rödd og Tðnllst eftir JON ÁSGEIRSSON flutti þessi annars erfiðu lög mjög þokkalega. Þessir söng- tónleikar bera vott um vaxandi veg tónmenntar á Akranesi, en þar hafa undanfarin ár starfað mætir tónlistarmenn og nýir bæst í hópinn eins og t.d. Jón Karl Einarsson, nýútskrifaður tónmenntakennari, sem stjórn- aði flutningi barnakórsins. Undirritaður óskar Akurnes- ingum til hamingju með þessa tónleika og tónmenntalega séð er þar engann „Fiskur undir steini“. Ólafur Gunnarsson Upprisan bók eftir Ólaf Gunnarsson Ut er komin bókin Upprisan eða undan ryklokinu eftir Ólaf Gunnarsson. Keraur bókin út á vegum höfundar og er þetta önn- ur bók hans, hin fyrri nefnist Ljóð 1970. Alfreð Flóki mynd- skreytti bókina og er hún fjölrit- uð hjá Letri. Afhenti trúnaðar- bréf i Austurríki I frétt frá utanrfkisráðuneytinu segir að hinn 26. nóvember s.l. hafi Nfels P. Sigurðsson afhent Rudolf Kirchschlaeger, forseta Austurrfkis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Austur- ríki. k*J melka melka melka melka m KORONA BUÐIRNAR U melka jy V I f > ■ ! A K Á P. ■ n /W\

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.