Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 27 2. þing BHM: Allir búi við sömu vinnu- málalöggjöf ÖÐRU þingi Bandalags háskóla- manna lauk á Hótel Loftleiðum I fyrrakvöld. Þingið samþykkti ályktanir og lýsir m.a. þeirri skoðun sinni, að ailir landsmenn skuli búa við sömu vinnumálalög- gjöf. Jafnframt lýsir þingið and- stöðu sinni við alla skerðingu á áunnum verkfallsrétti annarra launþegasamtaka. Sérstaklega lýsir þingið andstöðu sinni við þau drög að frumvarpi til laga um verkföll og vinnudeilur, sem unnin hafa verið á vegum rfkis- stjórnarinnar og kynnt ASl, vegna þeirrar skerðingar á verk- fallsrétti og samningsrétti, sem stefnt er að f frumvarps- drögunum. I einni af ályktunum þingsins segir , að allt frá því er Bandalag háskólamanna fékk viðurkennd- an samningsrétt um launakjör ríkisstarfsmanna innan sinna vé- banda hefur það leitazt við að byggja kjarabaráttu sfna á efnis- legum rökum. Þess hefði verið vænzt að samningsréttarlögin frá 1973 tryggðu ríkisstarfsmönnum innan BHM sanngjarna úrlausn kjaradeilna. Reyndin hafi þó í upphafi verið önnur, hvorki samninganefnd rfkisins né Kjara- dómur hafi tekið tillit til mis- munar á kjörum háskólamanna I ríkisþjónustu og annarra. Auk þess hefur verið horfið frá raun- verulegu starfsmati. Echeverria vill verða framkvæmda- stjóri SÞ Sameinuðu þjóðunum 29. nóvember — Reuter. LUIS Echeverria, fráfarandi for- seti Mexikó, gaf í dag formlega kost á sér í embætti aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. öryggisráðið mun koma saman á föstudag til að ákveða hver hlýtur embættið en fimm ára ráðningartímabili Kurt Wald- heim, frá Austurríki, lýkur 31. desember. Hefur Waldheim gefið kost á sér aftur til næstu fimm ára og fjórir af fimm fastaaðilum ráðsins styðja hann. Eina undan- tekningin er Kina, sem segist vilja fá menn frá einhverju landi þriðja heimsins. Álitið er þó ólík- legt að Kfnverjar muni beita neit- unarvaldi gegn Waldheim. Þriðji frambjóðandi til embættisins er Shirley Amerasinghe, frá Sri Lanka, forseti allsherjarþingsins. Al'GLYSINGA- SÍMINN ER: Þá er því lýst, hvernig kaup- máttaskerðing hefur orðið frá 1973 og sagt að sú þróun hafi haldið áfram, þótt svolítið hafi tekizt að hægja á henna með dómssátt þeirri sem gerð var í lok árs 1975 — eins og það er orðað í ályktuninni. Segir þingið að ljóst sé að háskólamenn verði að treysta enn frekar á samtakamátt sinn, eigi þeir að ná fram veru- legum breytingum á samnings- rétti og auka áhrif launamanna á ákvarðanir sem varða þjóðarbúið. Þá lýsti þingið því yfir að hækka yrði fast kaup þannig að fólk gæti komizt eðlilega af án þess að leggja á sig yfirvinnu. Þá lýsti þingið því einnig og skorar á ríkasstjórnina að heildarsamtök launþega og þar með BHM fái skattalagafrumvarp ríkisstjórnar- innar til umsagnar áður en Alþingi gengur frá því. Skattar séu beint kjaraatriði allra laun- þega. Þingið að Hótel Loftleiðum sátu tæplega 200 manns, fulltrúar að- ildarfélaga BHM. Tvö félög gengu í bandalagið, Kennarafélag Kennaraháskóla íslands og Félag tækniskólakennara. Eru aðildar- félög sambandsins þá orðin 19. Mikið var rætt um skattamál á þinginu og fluttu Guðmundur Magnússon prófessor og Atli Hauksson endurskoðandi fram- söguerindi. Loks fór fram stjórnarkjör og var Jónas Bjarnason endur- kjörinn formaður til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn eru: Skúli Halldórsson varaformaður, og meðstjórnendur: Almar Gríms- son, Guðmundur Björnsson og Jón L. Sigurðsson. Varamenn í stjórn eru: Ragnar Aðalsteinsson og Stefan Hermannsson. Frá þingi BHM f Kristalsal Hótels Loftleiða. Þingið stóð yfir 17. og 18. nóvember — Ljósm.: rax. Hvíti depillinn merkir adþetta sé dýrSheaffer, en verdmidinn vekurundrun. Ef madur sér og handleikur Sheaffer panna fer manni ad langa í hann, en hann virdist þó í dýrara lagi. Sú stadreynd, ad hann er mikid til handunninn gerir þad óhjókvœmilegt. Nú hefur tekist ad framleida sérstakt sett þar sem erTriumph kúlupenninn, lindarpenninn og blýanturinn. Frógangur allur er hinn fegursti. þótt verdid sé ótrúlega lógt er Triumph nógu gódur til ad hljóta merkingu medhinum vídfrœga hvíta depli Sheaffer. Hann er tókn bestu skriftœkja í heimi. Eitt viljum vid bidja ykkur um og þad er ad geta gódfúslega ekki um verdid þegar þid veljidTriumph til gjafa. Hvers vegna œtti ad Ijósta upp leyndarmóli? Triumph by Sheaffer. SHEAFFER EATON Sheattar Eoton dlvision o< Textron Inc. TEXTRON Sheaffer information: 25.155. ding-dong Dyrabjallan er einskonar allar Ijósaperur, einnig andlit hússins, vandið því raftæki og efni til raf- valið og lítið á okkar mikla úrval. Hjá okkur færð þú flest- lagna. Rafvirkjár á staðnum. PAI^VÖPUP Laugarnesveaur^ 5*78641*1 Hafnfirðingar — Garðbæingar Soroptimistaklúbbur Hafnarfjarðar og Garða heldur bazar kökubazar og flóamarkað. laugardaginn 4. des í Sjálfstæðishúsinu, Hafnarfirði kl. 2 e.h. Fjöldi eigulegra muna og tilvalinna jólagjafa. Aðalverkefni okkar er bókasafn St. Jósepsspitala, Hafnarfirði og treystum við á stuðning, sem allra flestra velunnara. 1»Jt-'M JT a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.