Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 18

Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 lltofjgtiidHbtfrifr Utgefandi hf. Árvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjórn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Fullveldi og fiskimið r Idag er 1. desember, fullveldisdagur islenzku þjóðarinnar. Þennan dag fyrir 58 árum öðlaðist-þjóðin full- veldi, sem siðar var fylgt eftir með stofnun lýðveldis á Is- landi Frá lýðveldisstofnun hafa íslendingar haldið þjóðhátíð hinn 1 7. júní en islenzkir stúdentar hafa jafnan minnzt 1. desember með ýmsum hætti. Það er söguleg tilviljun, að fullveldisdagur okkar fær nú nýja og aukna þýðingu. í dag hverfa brezkir togarar á braut úr islenzkri fiskveiðilögsögu. Bretar hafa skuldbundið sig til þess með samkomulagi að koma ekki aftur nema þeir nái samningum um veiðar innan fiskveiðimarka okkar við is- lenzk stjórnvöld. Frá því að hinni stjórnarfars- legu sjálfstæðisbaráttu lauk með fullum sigri íslendinga má segja, að mesta sjálfstæðismál þjóðarinnar hafa verið baráttan fyrir fullum yfirráðum yfir ís- lenzkum fiskimiðum. Sú bar- átta er orðin löng en þáttaskil urðu i henni með setningu landgrunnslaganna frá 1948. Síðan hefur verið stefnt mark- visst að því að ná í hendur íslendinga fullum yfirráðum og stjórn yfir fiskveiðum á íslands- miðum. Þessi barátta hefur ver- ið hörð og hún hefur sett mark sitt á síðustu þrjá áratugi. Við hvert skref, sem við höfum stigið hafa Bretar brugðizt harkalega við. Þegar fiskiveiði- mörkin voru færð út í 4 sjómíl- ur 1952 settu Bretar löndunar- bann á islenzkan fisk i brezkum höfnum, en þá höfðu fisksölur til Bretlands margfalda þýð- ingu á við það, sem nú er. Við útfærslu í 12 sjómílur 1958 sendu Bretar herskip á íslands- mið til þess að gera togurum sínum kleift að veiða með ólög- legum hætti innan hinna nýju fiskveiðimarka. Þá hófst fyrsta þorskastrið og stóð fram í árs- byrjun 1961, er Viðreisnar- stjórnin gerði samninga við Breta, sem fólu í sérfulla viður- kenningu þeirra á 12 mílna fiskveiðilögsögu íslands. Þrem- ur árum síðar var veiðum Breta innan 12 mílna markanna að fullu lokið. Árið 1972 var enn eitt skref stigið er lögsagan var færð út í 50 mílur. Einn beittu Bretar hernaðarlegu ofbeldi en öðru þorskastriðinu lauk með samn- ingum um veiðiheimildir Breta innan 50 mílna markanna án þess að þeir viðurkenndu þá fiskveiðilögsögu. Áður en sá samningur rann út var fisk- veiðilögsagan færð út í 200 sjómílur og hófst þá þriðja þorskastríðið og það harðasta Því lauk með Óslóarsamning- unum, sem gerðir voru í byrjun júní sl. Með þeim samningum viðurkenndu Bretar 200 milna fiskveiðilögsögu íslands og skuldbundu sig til að halda ekki áfram veiðum við ísland nema þeir næðu samningum þar um við íslenzk stjórnvöld eftir 1 desember. Óslóarsamningurinn rennur út í dag. Bretar, eða EBE fyrir þeirra hönd, hafa ekki náð samningum við ríkisstjórn ís- lands um veiðar innan 200 mílna markanna. Þess vegna hverfa brezkir togarar á brott úr íslenzkri fiskveiðilögsögu og af fiskimiðunum við ísland. Þegar Óslóarsamningurinn var gerður risu stjórnarandstæðingar upp og töldu hér vera á ferðinni „svikasamninga". Þau þátta- skil, sem verða í landhelgismál- um íslendinga í dag, afsanna rækilega þær aðdróttair og eru þeim til háðungar, sem að þeim stóðu. Bretar hafa verið hörðustu andstæðingar okkar íslendinga í landhelgisbaráttu okkar. Þess vegna er það með alveg sérstökum hætti tákn- rænt fyrir full yfirráð okkar yfir fiskimiðunum við landið, að þeir hverfa nú á braut. Á þessum fullveldisdegi þjóðar okkar höfum við náð fullum yfirráðum yfir fiskimið- unum við landið. Það er íhug- unarefni, að telja má næsta öruggt, að þessu marki hefði ekki verið náð í dag, ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ekki tek- ið stjórnarforystu í sínar hendur haustið 1 974. Það er út af fyrir sig einnig til marks um sögu- legt hlutverk Sjálfstæðisflokks- ins í íslenzku þjóðlífi, að þessu marki hefur verið náð fyrir forystu þess flokks og baráttu. Sjálfstæðisflokkurinn var sá íslenzkra stjórnmálaflokka, sem barðist harðast fyrir því að lýð- veldi var stofnað á íslandi 17. júní 1944 Sjálfstæðisflokkur- inn tók fyrstur íslenzkra stjórn- málaflokka upp baráttu fyrir útfærslu í 200 sjómílur sumarið 1973, fylgdi henni fram i kosningabaráttunni 1974 og við samninga um stjórnarmyndun þá um haust- ið. Áhugi annarra stjórnmála- flokka á 200 mílna útfærslu var svo takmarkaður i upphafi að telja verður ólíklegt, að við stæðum í þessum sporum, í dag, ef mál hefðu ekki skipast á þann veg í kosningunum 1 974, sem raun bar vitni um. Nú eru landhelgismál okkar komin á nýtt stig. Engin þjóð mun framar með ofbeldi ógna yfirráðum okkar yfir auðlindum okkar. Framvegis mun það al- gerlega vera komið undir mati okkar sjálfra á hagsmunum okkar, hvort erlendar þjóðir fá fiskveiðiheimildir hér við land. Enginn getur sagt um það á þessu stigi, hvort það þjónar hagsmunum okkar eða e’kki að semja við EBE einfaldlega vegna þess, að enn hefur EBE ekkert tilboð gert og þess vegna liggur ekkert fyrir um það hvort bandalagið hefur upp á eitthvað að bjóða, sem vegur svo þungt fyrir okkur, að borgi sig að veita fiskveiði- heimíldir af þeim sökum. Fullveldi okkar yfir 200 mílna fiskveiðimörkunum er á þess- um fullveldisdegi óskorað. Þessa dags mun jafnan minnzt í söu þjóðar okkar. Þessa mynd tók Ijósm. Mbl. Friðþjófur I rústum hússins að Vesturgötu 32 á Akranesi. Sér ofan af loftinu niður I þar sem holið var og fyrir miðri mynd má sjá móta fyrir næturhitunarkatlinum, en platan flettist svo til alveg ofan af honum. Myndin er tekin þaðan sem húsmóðirin mun hafa faliið niður á brakið. Botnssúlur Ásgríms, bækur og ættargripir eyðilögðust ENN hefur ekki tekist að kom- ast að því hvað fór úrskeiðis með þeim afleiðingum, að næt- urhitunartankur sprakk í hús- inu að Vesturgötu 32 á Akra- nesi. Kom þetta fram I viðtaii við Helga Andrésson á Akra- nesi f gær, en Helga hefur verið falin rannsókn á atviki þessu. Sagði Helgi að ekki væri enn farið að Ifta á tankinn eða kerfi það sem honum er tengt, þvf enn væri ekki hægt að komast þar að fyrir braki úr húsinu. „Það verður þó á morgun eða næsta dag sem við getum hefist handa við skipulega rannsókn á katlinum og rörverkinu við hann, því þá ætti að vera búið að hreinsa frá þessu,“ sagði Helgi í gær. Ekki sagði Helgi að athugaður hefði verið stillirofi sá sem menn telja að hafi bilað. „Það verður að líta á þetta allt í heild í byrjun, og ekki þýðir neitt að gefa sér ákveðnar for- sendur áður en maður hefur séð þetta. Og það er ekki rétt sem komið hefur fram i fjöl- miðlum að fyrir dyrum stæði einhver viðgerð á þessu kerfi, heldur voru menn hér á þessu íbúðarsvæði aðeins að athuga spennufall sem fram hafði komið á svæðinu." Þegar Morgunblaðsmenn bar að í gær voru hreinsunarmenn komnir niður á tankinn, og var ekki annað að sjá en að efsti hluti hans hafði hreinlega rifn- að af við sprenginguna Verið var að rffa hluta þaksins burtu. en hefði það ekki verið gert var nærliggjandi húsum talin stafa hætta af hugsanlegu fljúgandi braki, ef mikinn vind gerði. Meðal innanstokksmuna sem eyðilögðust voru málverk fræg- ustu listamanna þjóðarinnar, þar á meðal Botnsúlur eftir Ás- grím, og einnig margar bækur og nokkrir ættargripir, að sögn Haralds Sturlaugssonar. Ekki var það mál þó að fullu kannað, og vildi Haraldur ekki tjá sig um þessa hlið atburðarins að svo stöddu. Móðir Haralds, Rannveig Böðvarsson liggur enn í ein- angrun á sjúkrahúsi Akraness, vegna brunasára, og reiknað er með að hún verði að dvelja þar í tvær vikur til viðbótar. Sinfóníuhljómsveitin frum- flytur nútt íslenzkt tónverk FIMMTU reglulegu tónleikar Sinfónfuhljómsveitarinnar verða haldnir n.k. fimmtudag. Verður þá m.a. frumflutt nýtt fslenzkt tónverk fyrir klarinettu, strengi og ásláttar- hljóðfæri eftir Hafliða Hallgrfmsson, sem einnig leikur einleik f sellókonsert eftir Saint-Saéns, sem nú er fluttur f fyrsta skipti hér á landi. Hið nýja tónverk Hafliða nefnist „Hoa-Haka-Nana-Ia“ eða „Brotnandi öldur". Nafnið er komið frá höggmynd af risa frá Páskaeyjum f Kyrrahafi, sem er f safninu Museum of Mankind f London, en verkið fjallar um „ævintýralega stemmningu í þessu safni, er m.a. hugleiðing um höggmynd- ina, eyðilegt og óheillavænlegt landslag Páskaeyja, hin fjölda- mörgu steinhöfuð á eyjunni, helgisiði, fórnir, brotnandi öldur og ekki sízt blæbrigði hafsins,“ eins og höfundurinn komst sjálfur að orði. Ein- leikari f þessu verki verður Gunnar Egilsson. Auk þessa nýja tónverks verður á efnisskránni sinfónía nr. 4 eftir Bruckner og sellókonsert eftir Saint-Saéns þar sem Hafliði leikur einleik á selló eins og fyrr sagði. Hafliði Hallgrfmsson lauk burtfararprófi f sellóleik frá Tónlistarskólanum f Reykjavík 1962 og hefur sfðan farið víða um heim, bæði til náms og starfa. Hann leggur einnig stund á tónsmfðar og hafa nokkur verka hans verið flutt. Tónleikarnir verða haldnir í Háskólabfói og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi verður Páll P. Páls- son. F.v. Hafliði Hallgrfmsson, Páll P. Pálsson, Guðbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, og Þorsteinn Hannesson. Ljósm. Friðþjófur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.