Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 flokkur í aralandi? Franz Josef Strauss og leiðtogi hins nýja þingflokks CSU, Friedrich Zimmermann. Nýr Bæj IJpp- reisn Stiauss FVRIR um það bil tveimur mánuðum munaði sáralitlu að Helmut Kohl, leiðtoga Kristilega demókrataflokksins (CDU), tæk- ist að fella samsteypustjórn Sósfaldemókrataflokksins (SPD) og Frjálsa demókrataflokksins (FDP) undir forsæti Helmut Schmidts kanzlara f vestur-þýzku þingkosningunum. Nú á Kohl fullt f fangi með að koma í veg fyrir algeran að- skilnað CDU og systurflokksins f Bæjaralandi, Kristilega sósíala- sambandsins CSU), sökum per- sónulegs ágreinings hans og Franz-Josef Strauss, leiðtoga CSU, sem hefur ákveðið að slfta sambandi flokkanna. Kohl hefur skorað á CSU að halda samstarfinu áfram og láta ekki verða af hótunum um að stofna sjálfstæðan þingflokk og bjóða fram f öðrum fylkjum Vest- ur-Þýzkalands. Að öðrum kosti segir Kohl að CDU neyðist til að bjóða fram f Bæjaralandi og stjórn flokksins hefur þegar verið falið að undirbúa stofnun flokks- deildar þar. Þar með mundu CDU og CSU keppa um hylli kjósenda í Bæjaralandi f næstu kosningum sem þar eiga að fara fram 1978 nema þvf aðeins að fallið verði frá þeim ákvörðunum, sem þegar hafa verið teknar, og það virðist harla ósennilegt. Þeir mundu einnig keppa um hylli kjósenda í öðrum fylkjum Vestur- Þýzkalands, aðalflokkarnir yrðu fjórir og stjórnmálaástandið mundi gerbreytast með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Vitað er að Strauss vill að CSU stofni deildir í öllum fylkjum Vestur-Þýzkalands, þótt hann hafi neitað því opinberlega, en hann hefur sætt gagnrýni í flokki sínum, sem hingað til hefur verið þekktur fyrir sterka samstöðu. Ákvörðun CSU um að segja skilið við CDU var samþykkt í þingflokknum með 30 atkvæðum, en 18 greiddu atkvæði á móti og fimm sátu hjá. Nokkrar deildir CSU í Bæjaralandi hafa krafizt þess að kallað verði saman sér- stakt flokksþing til að ræða ákvörðunina. Mikið hefur borið á óánægju meðal ungra stuðnings- manna CSU. Prófessor í Erlangen, Klaus Obermayer, hef- ur sagt sig úr CSU í mótmæla- skyni. Óánægðir flokksmenn i bænum Lohr í Schwaben hafa til- kynnt að þeir muni taka upp sam- starf við Kohl í því skyni að stofna kristilegan demókrata- flokk í Bæjaralandi. Staða Strauss er þó svo sterk í Bæjaralandi frá gamalli tið að ólfklegt er talið að völd hans þar komist f hættu, en hann hefur sent áskorun til 7.000 trúnaðar- manna flokksins um að styðja ákvörðunina um aðskilnaðinn við CDU. Óljóst er hvað fyrir honum vakir, en hann segir að eini til- gangur sinn sé að koma því til leiðar að CSU og CDU geti tryggt sér algeran meirihluta f Bonn og fellt stjórn Schmidts. Strauss og stuðningsmenn hans kenna Kohl og CDU um það að ekki tókst að fella stjórn Schmidts f kosningunum og benda á að CDU hafi hvergi kom- izt nálægt þvi að fá 60 af hundraði atkvæða eins og CSU hlaut f Bæjaralandi. Hins vegar er flest- um ráðgáta hvernig Strauss held- ur að CSU og CDU geti náð alger- um meirihluta ef flokkarnir eru aðskildir úr þvf þeim tókst það ekki sameinuðum. Strauss hefur aldrei getað fellt sig við Kohl, sem er rólegur maður, umburðarlyndur og reyn- ir að setja niður deilur. Hann er því ólfkur Strauss, sem er ráðrfk- ur harðlínumaður og hefur sagt að hann en ekki Kohl hefði átt að vera keppinautur Schmidts um kanzlaraembættið í kosningun- um. CSU jók fylgi sitt um 5% í kosningunum 3. október og Hafnarfjörður Krókahraun Nýkomin i sölu glæsileg 3ja herb. ibúð við Krókahraun. Sérþvottaherbergi. Hrafnkell Ásgeirsson hrl., Austurgötu 4, Hafnarfirði. simi 50318. Fokheld sérhæð Höfum til sölu 4ra herb. íbúð um 1 00 fm. á 1. hæð á mjög góðum stað í Kópavogi. Allt sér. Sigurður Helgason hrl., Þinghólsbr. 53, Kópavogi, sími 42390, heimasími 26692. Einbýlishús Okkur vantar gott einbýlishús á góðum stað í bænum, Flatir koma til greina. Húsið þarf að vera 1 70 — 200 fm. Þetta þarf að vera góð eign. Fasteignamiðstöðin Austurstrætf 17 Simar 20424 — 14120. Heima 42822 — 30008 Sölustj. Sverrir Kristjánsson Viðskifr. Kristján Þorsteinsson Sérhæð í Kópavogi: Vönduð efri sérhæð í nýlegu húsi við Nýbýla- veg, Kópavogi. Stærð um 135 ferm. Sér hiti, hitaveita, sér inngangur. íbúðin skiptist í stofur, hol, eldhús, baðherbergi sér þvottahús á hæð og 4 svefnherbergi. Mjög stór bifreiðageymsla. Glæsilegt útsýni. íbúðin er laus til afhendingar strax. Kjöreign sf. Ármúla 21 R DAN V.S. WIIUM, 85988*85009 lögfræðingur 15ára „heims- köttur,, _ Jteykjavík Kikki Ein dóttir hans, MtMÍ, varð mikill sigurvegari, kom mynd af henni í „National Geograp- ich“ sem einum af 10 beztu köttum heims. Við spurðum Guðrúnu um af- mælið og það hvernig þessi rómaði köttur hefði haldið af- mælisdaginn. Guðrún svaraði: „Jú, Kikki er mjög gáfaður köttur, hann skilur allt, sem er sagt við hann, og opnar allar hurðir, en hann er mjög loft- hræddur. Hann hefur aldrei orðið veikur, og er ennþá f fullu fjöri. Kikki eyddi afmælisdeginum í faðmi fjölskyldu sinnar, og aðalréttur dagsins og upp- állaldsmatur Kikkis voru rækj- ur, sem sagt, hann var „ekki að heiman“.“ SÍAMSKÖTTURINN KIKKI AF ASPLIO OF SIMONETTA’S varð 15 ára þ. 15. nóvember. Eigandi Kikki er Guðrún A. Sfmonar. Kikki er víðförull köttur, hann er fæddur f Svið- þjóð, fór til Danmerkur, þaðan til tslands, frá lslandi til Bandarfkjanna, að sfðustu til íslands aftur, og hefur verið búsettur hér I Reykjavfk sfðast- liðin 12 ár. Við röbbuðum við Guðrúnu um Kikki, sem er þekktasti kötturinn í gagnmerku katta- uppeldi Guðrúnar. „Já, það er rétt,“ sagði Guð- rún.“ „Kikki hefur tekið þátt í kattasýningum í Bandarfkjun- um, hann hefur fengið mörg verðlaun, afkomendur hans eru frægir, og eru margir verð- launahafar og sigurvegarar. I móðurætt var afi hans „Alþjóða-sigurvegarinn BROWNDREYS SCAMP“ og langafi hans einnig f móðurætt var „Alþjóða-sigurvegarinn CHOCOLATE CHAP“, og lang- afi hans var líka í föðurætt „Alþjóðasigurvegarinn BROWNDREYS SCAMP". Lfsa (t.v.) og Kikki, en Guðrún sagði að Lfsa væri sú læðan sem Kikki elskaði heitast, þótt hann væri samningslipur við aðrar læður eins og fresskatta er siður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.