Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 13

Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 13 Hugleiðingar um verðlagsmál o.fL Ástæðan til þess að ég sting niður penna eru þær umræður, sem fram hafa farið nú undan- farið um vöruverð I landinu og sú árátta ýmissa aðila, að halda að það séu kaupsýslumenn, sem mestu ráði um vöruverðið og þeir mati krókinn á kostnað al- mennings. Það er alltof lengi búið að halda þeim áróðri á loft, að verslun í heild sé einhver meinsemd i þjóðfélaginu og best væri að ganga af henni dauðri og þá er sennilega átt við að ríkið eigi að annast alla innflutningsverslun, og þá komist þessir hlutir í lag og vöruverð fari lækkandi. Þetta er mikill misskilningur. Islendingar hafa búið við nú- verandi verðlágskerfi frá því I styrjöldinni siðustu og hefur því verið haldið nær óbreyttu um 40 ára skeið. Þetta kerfi er því eins konar styrjaldárfyrir- brigði, sem aðeins á rétt á sér þegar heilbrigð samkeppni fær ekki notið sin. Þótt flestar þjóð- ir í Evrópu hafi sett verðlags- höft og verðlagsákvæði á þeim tíma, þá var þeim aflétt alls staðar skömmu eftir lok styrj- aldarinnar. Allar þjóðir hafa þvi jafnað þessu kerfi á friðar- tlmum. Verkalýðsfélögin á Norðurlöndunum kusu frekar frjálsa verðmyndun en verð- lagshöft, gagnstætt þvf sem kollegar þeirra hér á landi hafa kosið. í ágætu viðtali I Kastljósi Sjónvarpsins sem nýlega fór fram við forystumenn iðnaðar- ins, komst formaður Félags Isl. iðnrekenda að orði eitthvað á þá leið, að hann harmaði skammsýni alþingismanna á fyrri hluta aldarinnar, þegar þeir neituðu Titanfélaginu um að ráðast I virkjunarfram- kvæmdir I Þjórsá. I dag mundu margir hlutir á Islandi vera öðruvísi og betri ef þessi fram- kvæmd hefði verið leyfð, og er ég honum hjartanlega sam- mála. Á sama hátt vil ég harma skammsýni alþingismanna 1959 þegar aftur var leyfður frjáls innflutningur vara til landsins, að þá skyldi ekki jafnframt hafa verið leyfð frjáls verð- myndun I landinu eins og marg- ir þingmenn börðust fyrir. Þessu var hafnað af meirihluta Alþingis, sennilega vegna þess að sllkt frelsi féll ekki saman við skoðanir verkalýðsforyst- unnar hér á landi. Ef hins veg- ar frjálst verðlag hefði náð fram að ganga fyrir 20 árum, þá litu hlutir I verðlagsmálum öðruvísi út I dag. Það er tvennt fyrst og fremst, sem er meinvaldurinn að því háa vöruverði sem ríkir hér á landi. Það er þetta verðlags- kerfi, sem löngu hefur gengið sér til húðar og hin gegndar- lausa skattheimta ríkisins á öll- um sviðum. 1 raun og veru fæ ég ekki skilið hvernig launafólk fær lif- að i þessu landi, eins og verð- lagi er háttað I dag. En það eru ekki innflytjendur sem mest koma við sögu hvað verðlag og vöruverð snertir. Orsakarinnar er fyrst og fremst að leita i hinni hóflausu skattpiningu stjórnvalda, eins og áður er get- ið, og má I þvl sambandi benda á tolla af vörum allt upp I 100%, vörugjald, sem nemur 18% og síðast en ekki slst 20% söluskatt. Ennfremur má benda á, að gengi íslenska gjaldmiðilsins hefur verið lát- inn slga gagnvart öðrum mynt- um, eins og t.d. dollar, um 20% á einu ári og halda svo menn, að slíar álögur hafi ekki áhrif á vöruverð I landinu. Ríkið er líka eini aðilinn, sem reynir að auka tekjur sínar I samræmi við verðbólguna, og má I þvl sambandi benda á frumvarp til siðustu fjárlaga. Kaup má ekki hækka, þó varla hrökkvi það nú fyrir brýnustu nauðsynjum og þjónustu má ekki heldur hækka nema þar sem rlkið á I hlut. Til að sýna lesendum á ein- faldan hátt þann skerf, sem greiddur er rikinu af innflutn- ingi, birti ég myndir af tveim vörutegundum, sem ég þekki til, þ.e.a.s. Johnson Baby Lotion og Johnson Baby Talcum. Sýnt er hvað útsöluverð þessara vara er i versluninni og þann skerf, sem rikið fær I sinn hlut. Þarf þvl enginn að undrast hið háa verðlag vöru á Islandi. Framhald á bis. 21 þóknun smásala kr. 61,40 j I A \ þóknun heildsala kr. 16J5 J rikissjóður kr. 9185 i kM 1 1’tTí kostnaður ___ innkaupsverð kr. 13Æ5 kr. 102,40 \\ - h þóknun smásala kr. 83,96 þóknun heildsala kr. 22,77 ríkissjóður kr. 188,77 kostnaður: _____kr. 11,20 innkaupsverð kr. 84,30 smásöluverð kr. 286.00 smásoluverð kr. 391,00 Á degi iðnaðarins skoðaði iðnaðarráðherra rekstur SMÁRA h.f. og var mynd þessi tekin við það tækifæri. F.v. Þór S. Pálsson, Þorvarður Alfonsson, Vala Thoroddsen, Tryggvi Pálsson, framkv.stj. SMÁRA h.f. og Gunnar Thoroddsen ráðherra. ég álít að ráði þessum mikla verð- mismun er einfaldlega lögmál eft- irspurnar og framboðs. Það virð- ist alveg sama hvað byggt er, og fyrir hvaða verð, allt virðist selj- ast. Þetta hefur orðið þess vald- andi, að engin hvatning hefur orð- ið byggingaraðilum til tæknivæð- ingar, en rétt tækni við uppbygg- ingu húsa og eðlileg fjármögnun er forsenda þessa að byggja ódýr- ar íbúðir. Þáttur hins opinbera 1 flestum samningaviðræðum milli launþega og atvinnurekenda nú hin sfðari ár, hefur komið bet- ur og skýrar I ljós sú nauðsyn að jafnan séu á markaðinum fbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem minnst mega sln I þjóðfélaginu, og I því sambandi hefur verið samið um smíði ákveðinna fjölda íbúða á félagslegum grundvelli. Staðið hefur verið að þessum framkvæmdum með þeim hætti að bjóða út stóra byggingar- áfanga, til þess að ná fram sem hagstæðustu verði, en ekki hefur nógu vel til tekist þrátt fyrir að allar aðstæður væru hagstæðar til þess að svo mætti vera. Verð þess- ara Ibúða hefur verið það hátt, að kaupendur hafa átt fullt I fangi með að standa undir afborgunum og vöxtum, enda um tekjulágt fólk að ræða. Okkur sem að fram- leiðslu Ibúða störfum, finnst sem hér sé verið að leika hálfgerðan skrfpaleik, þar sem hið opinbera virðist með þessum hætti vera að stuðla að lækkuðu Ibúðarverði, en íþyngir svo íbúðarframleiðslu með tollaálögum og öðrum hlið- stæðum sköttum, svo sem vöru- gjaldi og söluskatti. Sem dæmi um framanritað tek ég eftirfar- andi vörur máli mlnu til sönnun- ar: tollur % vörugj. % Hreinlætistæki 80 18 Eldavélar 30—55 18 Steypujárn og stál 35 18 Fllsar 35 18 Glerullareinangrun 35 18 Þá er athyglisvert hve sement hefur hækkað meira en almennar verðhækkanir á s.l. 1W ári, en svo sem kunnugt er er sement fram- leitt af ríkinu, og framleiðslan án nokkurrar samkeppni, en hækk- unin er 95.91%, til viðmiðunar hafa verkamannalaun hækkað um u.þ.b. 40% og laun smiða um u.þ.b. 45%. Hér þarf að verða I það minnsta hugarfarsbreyting. Framhald á bls. 23 Nýrbfll-betribíll Nýja Cortínan er vissulega augnayndi — eri lögun hennar og gerð hefur mótast í ákveðn- um tilgangi; að auka öryggi og bæta aksturs- eiginleika. Útsýni ökumanns eykst um 15% bæði um fram- og afturrúðu. rúðuskolun og ljósabún- aður er endurbættur. höfuðpúðar á framsæt- um, viðbrögð stýris- og bremsubúnaðar bætt og sjálfkrafa jöfnun verður nú á fjöðrun í samræmi við hleðslu. Vegar- og vélarhljóð greinist vart lengur vegna hinnar rennilegu lögunar og aukinnar einangrunar. Og síðast en ekki síst. endurbætur á vélinni spara benzín um 10% í innanbæjarakstri. Ný Ford Cortína — bíllinn sem við ökum inn í næsta áratug. FORD UMBOÐID Sveinn Egilsson hf SKEIFUNN117 SIMI85100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.