Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 32

Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 RAFF/NU I Nei, þakka þér fyrir, ég er ak- andi. Hann hefði sennilega orðið snillingur á hvaða sviði sem er. Hvenær eruð þér fæddur? Vitni: Um það hef ég ekkert fyrir mér nema sögusögn ann- arra. — Hvað geymið þér f hálsmen- inu yðar, frú mfn góð? — Lokk af manninum mfnum. — Hann er þó vonandi ekki dáinn? — Nei, en hann er orðinn nauðasköllóttur. Nú hefst þáttur sem einungis er ætlaður sérlega þroskuðu fólki. Kennslukonan: Heyrðu, dreng- ur minn, þú getur alls ekki reiknað dæmin þfn. Áttu ekki systur eða bróður, sem þú getur beðið um að hjálpa þér? Drengur: Nei, en ég held að ég eignist bráðum annað hvort. — Afi minn lifir ennþá, en amma mfn lézt af barnsförum. Reyndu ekki að svara mér með þögninni. — Já, það er hættulegt fyrir svona gamlar konur að gifta sig. Dómari: Þér verðið að búast við þvf að verða að staðfesta fram- burð yðar með eiði. Þess vegna skuluð þér aðeins skýra frá því, sem þér hafið séð en ekki fara eftir sögusögnum annarra. — „Læknirinn minn sagði mér að ég gæti ekki lifað lengi með þann sjúkdóm, sem þjáir mig.“ „Þá ættirðu að reyna minn lækni. Hann hefir sérstakt lag á þvf að draga alla sjúkdóma á langinn." Hvers vegna berjið þér hund- inn minn? Hann gerði ekki annað en að þefa af yður. — Þér hafið ef til vill ætlazt til að ég bfði þangað til hann bragðaði á mér? — Hefurðu heyrt það, að Hansen er kominn til hinztu hvlldar? — Nei, er hann nú orðinn embættismaður. BRIDGE í UMSJA PÁLS BERGSSONAR Vörnin er erfiðasti hluti bridge- spilsins. Þegar öll sund virðast lokuð er ekki um annað að ræða en reyna blekkingar. Austur var á verði á spili dagsins og breytti tapaðri stöðu sér í hag á skemmti- legan hátt. Austur og vestur sögðu alltaf pass en suður varð sagnhafi í 3 gröndum. Norður S. K65 H. AKG7 T. ÁDIO L. ÁK4 Afsakið, en mér er svo kalt á höndunum! Um afnám vinveitinga í opinberum samkvæmum „Áfengisneyzlan er tvímæla- laust ein alvarlegasta mein- semdin í þjóðlífinu og afleiðingar hennar hörmulegri en fólk al- mennt gerir sér ljóst. Samt er léttúð, sinnuleysi og tvískinn- ungsháttur áberandi gagnvart áfenginu og mikið tómlæti hefir ríkt hjá stjórnvöldum um ráð- stafanir til úrbóta i áfengismálun- um. — Þannig mættu t.d. aðeins fjórir af sextiu þingmönnum á fræðslu- og umræðufund um áfengismál, sem Landssambandið gegn áfengisbölinu og Áfengis- varnaráð rikisins héldu fyrir skömmu i Reykjavik, en þing- mönnum hafði sérstaklega verið boðið að mæta á fundinum. Að- eins þrir þeirra fjarstöddu höfðu boðað forföll, frá hinum heyrðist ekkert. Á þessum fundi fluttu m.a. tveir þekktir læknar mjög fróðleg og athyglisverð erindi. Gagnrýna ber harðlega það áhugaleysi um mikið alvörumál, sem svo víðtækar fjarvistir þing- manna og hér áttu sér stað virðast bera vott um. Það verður að gera þá kröfu til manna, sem sækjast sérstaklega eftir því að vera kjörnir til að fara með málefni alþjóðar, að þeir láti svo stórfellt þjóðfélagsvandamál til sín taka og sinni kalli slíkra fundarboð- enda og hér áttu hlut að máli. Einn þeirra fjögurra þing- manna, sem fundinn sóttu, Albert Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs á Alþingi skömmu síðar og hvatti til baráttu gegn áfengisbölinu. Tek ég undir þær þakkir, sem honum hafa þegar verið fluttar hér í dálkum Velvakanda fyrir það frumkvæði. Velvakandi leitar i Mbl. 27. nóv. eftir skoðunum lesenda á því, hvernig eigi að bregðast við áfengisvandamálinu og spyr m.a.: „Á að stefna að því að útrýma áfengi úr opinberum samkvæm- um eins og menntamálaráðherra hefir gert“? Skoðun undirritaðs lesanda um þetta atriði fer hér á eftir: Hermihvötin mun hjá flestum höfuðástæða þess, að byrjað er að neyta áfengis. Fyrirmyndin er oftast sótt til tískunnar, sem er máttugt afl og auðvelt að fjötrast. Flestum reynist síðan erfitt að losna úr böndum hennar eða þá, að áfengið, þetta háskalega eitur-, lyf, rænir manninn frelsinu til að: lifa lífinu án áfengis, ,— hann verður þræll ofdrykkjunnar. Það liggur því í hlutarins eðli og er í samræmi við heilbrigða skynsemi að grafa verður undan rótum hinnar útbreiddu drykkju- tisku til að sem fæstir nýir og nýir einstaklingar verði fórnarlömb áfengisins. Hvað er eðlilegra og sjálfsagðara en þar komi til for- ganga hins opinbera? Þótt lög geri ráð fyrir sölu áfengis í landinu, hefir tilgangur áfengislaga allt frá 1954 verið svo- hljóðandi: „að vinna gegn mis- notkun áfengis í landinu og út- rýma því böli, sem henni er sam- fara“, sbr. 1. gr. áfengislaga. — Að mínu mati er það ekki aðeins siðferðileg skylda æðstu stjórn- valda (einkum forseta Islands, ráðherra og alþingismanna) að ríða hér á vaðið með fögru for- dæmi með því að hætta áfengis- Vestur S. GIO II. 532 T. K97643 L. 65 Austur S. D98743 II. D109 T. — L. DG97 Suður S. A2 H. 864 T. G852 L. 10832 Vestur fann besta útspilið, spaðagosa. Eins og góðum spilara sæmir reyndi sagnhafi að nýta alla möguleika til að fá 9 slagi. Hann tók útspilið með spaðakóng blinds, tók síðan laufás og hjarta- ás en austur lét tíuna. Sagnhafa þótti nú hjartaliturinn besti möguleikinn. Hann tók á hjarta- kóng og lét áttuna heima en aust- ur lét drottninguna. Samningur- inn virtist nú unninn með því að svína hjartasjöu. Suður fór því heim á spaðaás og svínaði hjart- anu en austur tók þá spaðaslagi sína. Einn niður í upplögðu spiii. Það var auðséð fyrir austur, að sagnhafi var að leita að sem öruggastri leið til að fá níu slagi. Einföld talning sýndi, að tígul- svíning var upplögð. Hann beitti því veiðarfærin og fiskurinn beit á. — P.B. Maigret og þrjózka stúlkan FramKáídssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 23 ennið og segir eins og við sjálf- an síg. — Og þér hrópuðuð ekki... Þér vissuð að það var lögreglu- maður fyrir utan húsið og þér kölluðuð ekki á hann... Þér gættuð þess meira að segja að kveikja ekki... — Eg kveikti Ijós I eldhúsinu þegar'ég fór niður og baðaði andliti upp úr köldu vatni. — Og frá veginum sést ekki þótt Ijós sé kveikt I eldhús- inu... Með öðrum orðum þér vilduð forðast fyrir hvern mun að grunsemdir varðmannsins væru vaktar... Enda þótt þér hefður fengið rokna högg f and- litið vilduð þér gefa þeim sem réðst á yður ráðrúm til að kom- ast undan .. Og I morgun fóruð þér á fætur eins og ekkert hefði gerzt og ekki kvödduð þér að heldur lögreglumanninn til. — Ég vissi að þér mynduð koma... Þótt einkennilegt megi virð- ast — og það er ósköp barnalegt og hann álasar sjálfum sér fyr- ir það — finnst honum hún hafa með þessu verið að slá sér gullhamra: hún beið þangað til hamvkom I stað þess að kalla á Lucas. Innra með sér er hann þakklátur henní fyrir að segja þessi orð: „Eg vissi að þér mynduð koma.“ Hann fer út úr herberginu og læsir á eftir sér. Þessi kyndugi innbrotsþjófur hefur ekki leit- að á öðrum stöðum en ofan á skápnum. Hann virðist ekki hafa opnað skúffu eða leitað neins staðar annars staðar. Hann hefur sem sagt vitað... I eldhúsinu sér hann að Felicie Htur snöggt I spegilinn. — Þér sögðuð áðan að þér hefðuð hitt J acques f nótt. Hún horfir á hann biðjandi og hann sér að hún er f nokk- urri geðshræringu. Á þvf er enginn vafi. Hún bfður full kvfða. Og Maigret segir kæru- leysislega: — Þér sögðuð f gær að hann hefði ekki verið elskhugi yð- ar.. að hann væri bara smá- strákur... Hún svarar ekki. — Hann varð fyrir slysi í nótt... óþekktur maður skaut á hann á götu... Hún hrópar upp yfir sig: — Er hann dáinn’... Svarið mér! er Jacques dáinn? Hann finnur að freistingin er sterk. Hún vílar ekki fyrir sér að Ijúga. Hefur lögreglan þá ekki fullt leyfi til að svara f sömu mynt ef það gæti orðið til að hinn seki fyndist. Hann langar mest til að svara játandi. Hver veit hvernig hún myndi bregðast við? Hver veit nema hún... llann þorfr ekki að gera það. Hann sér hvað hún er hrædd og óstyrk og hann snýr sér frá henni og tautar: — Nei. þér skuluð vera óhrædd. Hann er ekki dáinn... Hún grætur. Hún grfpur höndum fyrir andlitið og snökt- ir: — Jaeques... Jacques... eisku Jacques... Og svo fyllist hún skyndilega heift. Hún snýr sér að rólegum og yfirveguðum lögreglufor- ingjanum, sem forðast að horfa f augu henni og öskrar: — Þér hafið verið á næstu grösum, ekki satt! Og þér létuð það koma fyrlr án þess að gera neitt. Eg hata yður! Skiljið þér það! Ég hata yður. Það er yðar sök að... Hún lætur fallast niður á stól, hniprar sig saman, leggur höfuðið á borðið og grætur beizklega. Og stynur inn á milli grát- kviðanna: — Ó, Jacques... elsku bezti Jacques mínn... Er það vegna þess að Maigret, sem veit ekki gjörla hvernig hann stendur kyrr I dyrunum, fer svo aftur út f garðinn og gengur sfðan eins og ekkert sé niður f kjallarann og fær sér glas af vfni úr ámunni. Daginn áður grét Felicie Ifka, en þá voru tár hennar önn- ur. 5. KAFLI GESTUR NÍJMER ÞRETTAN Þennan morgun var Maigret þolinmæðin uppmáluð. Og þó. Hann hafði ekki fengið talfð Felicfe af þvf að klæðast sorg- arflfkum sfnum og setja upp þennan frámunalega asnalega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.