Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 17

Morgunblaðið - 01.12.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 17 í Vestmanna- eyjum 75 ára Hús tsfélagsins I Vestmannaeyjum. Slldarsöltun hjá lsfélaginu. ÍSFÉLAGIÐ ( Vestmannaeyjum á sjötfu og fimm ára afmæli ádag, en það var stofnað 1. desember, 1901 og er með elztu fyrirtækjum sinnar tegundar hér á landi. Núverandi stjðrnarformaður tsfélagsins er Björn Guðmundsson. Undanfari að stofnun félagsins var sá, að sjómenn frá Vestmannaeyjum fóru til fiskveiða á Austfjörðum, þar sem þeir kynntust fyrst íshúsum — en Austfirðingar geymdu beitu sína í húsum fylltum ís. Kringum alda- mótin voru aðallega gerð út frá Vestmannaeyjum sextán áraskip. Þá hafði alltaf verið mikill beituskortur — en kæmust menn f beitu voru vandræðin alltaf þau, hvernig ætti að geyma hana og halda henni ferskri fram á vertíðina. Þörfin fyrir Ishús var þvf augljós. ísinn var fenginn úr tjörnum , að þvf er Björn Guðmundsson sagði f stuttu rabbi við Morgunblaðið í gær. Fyrstu stjórn Isfélags Vestmannaeyja skipuðu, Þorsteinn Jónsson héraðslæknir, formaður, Arni Filippusson gjaldkeri og Gfsli J. Johnsen kaupmaður, sem var ritari. Arið 1905 var brúttóvelta félagsins 5842 krónur, en hagnaður nlutíu krónur, svo að dæmi sé tekið. Arið 1908 var keypt frystivél, sem mun sú fyrsta sem keypt var hingað til lands. Tveimur árum síðar hóf félagið verzlun með kjöt og jafnframt geymdi það kjöt fyrir íbúa staðarins. Á vegum félagsins var rekin kjöt- og nýlenduvöruverzlun allt fram til ársloka 1956. Fyrsta stækkun frystihússins var framkvæmd 1914; veruleg stækkun varð þó ekki fyrr en 1946. En sex árum áður, eða 1940, var byrjað að heilfrysta fisk í frystivélum. Núverartdi stjórn ísfélagsins tók við 1957. Hana skipa, auk Björns Guðmundssonar, Einar Sigurjónsson, Emil Andersen, Kristinn Pálsson og Eyjólfur Marteinsson. A þessum tveimur áratugum hafa umsvif félagsins aukist verulega og húseignir margfaldast. Isfélagið fór eins og fleiri illa út úr gosinu f Heimaey, 1973, en þá fór hluti af húseignum félagsins alveg undir hraun — en það hefur allt verið endurbyggt nú. I Vestmannaeyjum eru nú fjögur frystihús og þar af tvö svipuð að stærð og frystihús Isfélagsins. Sem stendur er Isfélagið ásamt tveimur þessara frystihúsa með skuttogara í smfðum I Póllandi og er hann væntan- legur I byrjun næsta árs. Fjöldi starfsfólks hjá tsfélaginu er frá eitt hundrað og fer upp f tvö hundruð þegar mest er um að vera. Isfélagið keypti frystahús Júpíters og Marz, en neyddust til að selja það aftur tveimur árum sfðar, að sögji Björns Guðmundssonar. Undanfarin ár hefur Isfélagið tekið á móti tfu til ellefu þúsund smálestum af fiski upp úr sjó. Ársveltan er u.þ.b. einn milljarður og greidd vinnulaun á þessu ári, tvö hundruð milljónir. Verð keyptra hráefna f ár er fimmhundruð milljónir. I tilefni af þessum tfmamótum efnir stjórn tsfélagsins til fagnaðar f húsakynnum fyrirtækisans f kvöld. Frumvarp brezku stjórnarinnar: Wales og Skot- land fái takmark- aða sjálfsstjórn Lundúnum, 30. nóvember. Reuter. BREZKA stjórnin lagði f dag frumvarp fyrir þingið, þar sem gert er ráð fyrir takmarkaðri sjálfsstjórn Skotlands og Wales. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvf að Skotar og Walesmenn fari sjálfir með stjórn eigin mála og kjósi sér stjórn, en þó er ráð fyrir þvf gert, að stjórnin i Lundúnum hafi úrskurðarvald f málum, sem ágreiningi kunna að valda. Þá er ráð fyrir þvf gert, að olfulindir í Norðursjónum úti fyrir ströndum Sovét-Kínavid- ræður hafnar Belgrad, 20. nóv. AP FULLTRtJAR Kfnverja og Sovét- rfkjanna héldu með sér fyrsta fund f langan tfma vegna landa- Stjórnarfalli spáð í Japan Tókýó — 30. nóvember Reuter NIÐURSTÖÐUR fimm skoðana- kannana f Japan benda allar til þess að stjórn frjálslyndra demókrata f Japan falli eftir 21 árs samfellda stjórnarsetu f þing- kosningunum, sem þar fara fram á sunnudaginn kemur. Meirihluti stjórn?rinnar má ekki naumari vera eins og er, en talið er að Lockheed-hneykslið og valdabarátta innan stjórnar- flokksins muni draga verulega úr fylgi hans í kosningunum. mæraágreinings landanna og fór fundurinn fram f Peking, eins og fyrirhugað var og Mbl. hefur skýrt frá f frétt. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug sagði að Leonid Ilichov, aðalfulltrúi Sovétrfkjanna í við- ræðunum, hefði komið til Peking með nýjar tillögur sem fælu í sér hugmyndir er ekki hefðu verið settar fram áður, um það hvernig leysa mætti deiluna. Tanjug sagði að Ilichov hefði rætt við aðstoðar- utanrfkisráðherra Kfnverja Yu Chan, f dag. Viðræður þessar hófust fyrst fyrir sjö árum en á ýmsu hefur gengið og sýnilegur árangur af þeim virðist takmarkaður. Aftur á móti telja stjórnmála- fréttaritarar þær þó f frásögur færandi nú, vegna þess að frum- kvæði Sovétmanna um fundi nú kynni að fela í sér fyrirheit um bætta sambúð ríkjanna. Skotlands verði undir stjórn brezku rfkisstjórnarinnar. , Ráðherrann, sem mál þessi heyra undir, Michael Foot, sagði í dag, að frumvarpið hlyti endan- lega afgreiðslu innan árs, og teldi hann lfklegt, að landstjórnir gætu tekið við völdum að loknum kosn- ingum f Skotlandi og Wales vorið 1978. a Aðskilnaðarsinnar f Skotlandi hafa aukið fylgi sitt að undan- förnu. Fulltrúar skozkra þjóðern- issinna á þingi hafa lýst stuðningi sfnum við frumvarp stjórnarinn- ar, en þeir segja að hér sés um að ræða áfanga á leiðinni til fullkom- ins sjálfstæðis. BÖRN f hafnarborginni Trfpóli f Norður-Lfbanon ásamt sýrlenzk- um gæzluliósmönnum vió rúss- neskan skriðdreka daginn sem gæzluliðið streymdi inn ( borgina um sl. helgi. Sfðan f sumar hefur borgin verið á valdi kristinna hægri manna. mm Barnsrán í Belgíu Brtlssel, 3C. nóvember. Reuter. VÍÐTÆK leit stendur nú yfir að 13 ára telpu, sem rænt var f Briissel f dag. Telpan er dóttir hollenzks iðnrekanda og hafa mann- ræningjarnir krafizt lausn- argjalds sem nemur um 75 milljónum fslenzkra króna. Telpan heitir Johanna Berbes. Hún lagði af stað í skólann í morgun, eins og venjulega, en þegar hún kom ekki þangað, gerðu skólayfirvöld viðvart. Skömmu síðar var hringt í föður hennar og lausnar- gjaldsins krafizt. Mann- ræningjarnir hótuðu því :ð telpan yrði fyrir misþyrm- ingum ef lögreglunni yrði gert viðvart. Eigi að síður hafði faðirinn samband við lögregluna þegar í stað, og er telpunnar nú leitað um alla Belgiu. David Owen: Stada okkar alvarleg — ef ekkert verður aðhafst í FYRIRSPURNARTÍMA ■ neðri málstofu brezka þings- ins I gær var eftirfarandi spurning lögð fyrir David Owan, aðstoSarutanrikisráöherra Breta, af hálfu þing- manns að nafni Hurd: „Gerir hæstvirtur þingmaður sér grein fyrir þvi aö við erum vonsvikin vegna þess að ekki hefur reynzt gerlegt að tryggja framlengingu i desembermánuði á því að brezkir togarar stundi veíðar á íslandsmiðum? Mun ráðherraráðið I næsta mánuði kanna umboð hr Gundelachs. vegna þess að ekki er sökin hans að brezka samkomulagið rennur út þann 1. desember en þýzki samningurinn er áfram i gildi. Mun utanrikisráðherrann hafa tækifæri til að gera grein fyrir þeirri staðreynd að þessi staða mun valda úthafsfiskimönnum okkar tjóni. ef hún helzt svo áfram? Þessu varaði aðstoðarutanrikisráðherrann svo: „Ég deili vonbrigðum með hæstvirtum þingmanni með tilliti til islands. enda þótt það sé athyglisvert að Gunde- lach erindreki var vongóður um það þegar formlegar viðræður hófust að báðir aðilar gætu gefið út yfirlýsingu um það fyrirkomulag sem þeir vilja á hafa eftir 1. janúar. Ég vona einnig að þessi trú sé á bjargi byggð. Staða okkar væri alvarleg ef ekkert verður fært að aðhafast I málinu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.