Morgunblaðið - 01.12.1976, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.12.1976, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 Sigmundur Lúðvíks- son — Minningarorð Fáa eða enga hefi ég þekkt, sem mér hefur þótt betra að leita til þegar ég hefi þurft aðstoðar við í sambandi við ýmiss konar járn- smíðar og ráðleggingar í sam- bandi við tilraunir mínar sem að málmsmiðum lúta en Sigmund Lúðvíksson. Þau eru orðin óteljandi mörg handtökin sem ég sé alls staðar i kring um mig sem eru hans hand- verk, enda var ávallt sama svarið sem ég fékk þegar ég leitaði til hans' — „alveg sjálfsagt vinur minn“. Því var það hann, sem ég hafði leitað til, til að aðstoða mig við rafsuðu sunnudaginn 21. nóv- ember s.l., og hringdi i hann í þvi sambandi á eliefta timanum sama dag: Ertu ekki tii í tuskið á eftir? Jú jú — allt i lagi hafði samband upp úr hádegi. — Það var okkar síðasta samtal. Ég frétti lát hans síðdegis sama dag. Ég held ég geti aldrei orðið meira agndofa en ég varð við fregnina. Það var svo óhugsandi, eins og hann var hress og frískur í simanum fáum stund- um áður, að hann hefði kvatt að fullu og öllu. Fyrir nokkrum árum lá leið okkar saman að nýju eftir nokk- urt hlé, með þeim hætti að við fundum sameiginlegri athafnaþrá á sviði hljómlistarinnar farveg með því að stofna tríó með ein- stökum öðlingsmanni Stefáni Kristjánssyni harmonikkuleik- ara. Þau ár verða mér alla tið mjög minnisstæð. Driftin og dugnaðurinn hjá Bóbó á æfingun- um heima var sérstakur og grinið og glensið ómetanlegt. Árangur- inn þakka ég Bóbó vini mínum sem átti heiðurinn af að drífa bandið upp, og við hinir hrifumst af áhuga hans. Við gerðum tillög- ur að jöfnu, unnum úr þeim að jöfnu, — urðum eins konar fóst- bræður, — eignuðumst ævitíma- bil sem mér gleymist aldrei. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hjálpsemi vegna and- láts og jarðarfarar móður minn- ar STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR frð Rauðabakka Fyrir hönd vandamanna Oskar Ketilsson t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför konunnar minnar, móð- ur, okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR JÓNU SIGURÐARDÓTTUR. frá Hamraendum, Sæunnargötu 1, Borgarnesi, Sigurþér Helgason, börn og tengdabörn. Frá því við kynntumst í ung- lingaskóla og Bóbó kenndi mér fyrstu gítargripin í þakher- berginu mínu, hafa okkrar leiðir aldrei fjarlægst til lengdar. Ég hreifst alla tíð af sérkennum hans, eins og rökvísi og fag- mennsku hvort heldur var i hljóð- færaleik eða málmsmíðum. Hann var mjög vandvirkur, enda sást það best i næmi hans fyrir hljóm- um og rythma, sem kom m.a. fram þegar hann var í eina tið kjörinn bezti rythmaleikarinn i skoðana- könnun. í gegnum lífið höfum við átt trúnað hvor annars, metið og veg- ið og verið sammála um að enginn er gallalaus, ekki við frekar en aðrir. Þeir sem bezt þekktu Bóbó hljóta að dást að þeirri ósérhlífni sem einkenndi hann við að vinna upp vinnustundir sem töpuðust á köflum með margföldum vinnuaf- köstum á eftir, oft við óvistleg- BÓKAUTGAFAN Hildur hefur gefið út f jórar þýddar skáldsögur. „Dóttir óðalseigandans** eftir Ib H. Cavling er 17. bók höfundar, sem kemur út á ísienzku. Er þetta ástarsaga þar sem tvær stúlkur keppa að þvf að giftast sama manninum. Eru þar háð mikil átök, þar sem stéttarmunur, afbrýði, dramb og veiklyndi, kiækir og bellibrögð koma við sögu. — Aifhildur Kjartansdóttir þýddi söguna. t Þökkum hlýhug og hluttekningu við fráfall GUÐNÝJAR ARADÓTTUR frá Fagurhólsmýri. Börn, tengdabörn og aðrir vandamenn. ustu skilyrði við málmsmiðar í kulda og hreti eftir næturvökur við hljóðfæraleik. — Ég kveð nú góðan vin, ég get ekki hreyft mig mikið án þess að snerta handbrögð hans, ég þakka honum samfylgdina og hjálpina í lífinu. Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Þórður Hafliðason. „Jónanna" eftir Rosamond Marshall er einnig ástarsaga þar sem mikil barátta er háð, þar sem tilfinningarnar eru annars vegar en aldursmunur og stéttarmunur hins vegar, auk þess sem margir aðrir þættir setja strik í reikning- inn. „Ragnheiður" er skáldsaga eftir Margit Ravn, en 12 sögur munu hafa komið út eftir hana á íslenzku. Ragnheiður er ung Óslóarstúlka, sem hleypur f skarð- ið fyrir systur sína, sem hefur ráðið sig sem heimiliskennara í Austurvogi á vesturströnd Noregs. Þar í sveitinni bfða hennar margs konar ævintýri. — Þýðinguna gerði Helgi Valtýsson. „Bölvun konunganna" eftir Victoria Holt er 10. bók höfundar, sem kemur út á fslenzku. Á kápu- síðu segir m.a.: „Einn vinsælasti höfundur heims blandar hér sam- an af sinni alkunnu leikni róman- tík og spennu og ævintýrum í leit að fornminjum í landi Faróanna. öldum saman hafði hvílt bölvun yfir gröfum faraóanna: hver sá, sem raskaði ró þeirra, hlaut að deyja. En vísindalegur ieiðangur lét vitanlega ekki ævaforna hjátrú hindra sig.“ — Þýðandi bókarinnar er Skúli Jensson. ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða gð berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnuhili. Fjórar þýddar skáld- sögur frá Hildi r Helga Sveinsdóttir sjúkraliði — Minning Fædd 15. 5.1938 Dáin 16.11.1976 Foreldrar Helgu voru Sveinn Júlfusson, hafnarvörður á Húsa- vík, og Magnea Guðlaugsdóttir frá Eyrarbakka. Helga ólst upp hjá foreldrum sfnum á Húsavík, en fluttist sautján ára gömul til Reykjavfkur eftir að hafa lokið gagnfræðanámi á Húsavík. Eftir fárra ára dvöl f Reykjavík giftist hún árið 1958 eftirlifandi manni sfnum, Hans Guðmundi Hilarius- syni, húsasmfðameistara í Reykja- vík. Börn þeirra eru Gunnar, fæddur 1957, Magnea, fædd 1960, Sveinn, fæddur 1961 og Guð- mundur Freyr, fæddur 1962. Helga lauk sjúkraliðanámi á Landakoti 1973 og starfaði á þeim spítala til dauðadags. Helga hafði til að bera óvenju- lega heilsteyptan persónuleika, og við sem þekktum foreldra hennar sáum glöggt hver rök lágu til þess. Hún mótaðist við heimil- islff skapfasts föður og umhyggju- samrar móður. Þegar við hjónin kynntumst Helgu var það einmitt þetta sam- ræmi í skapgerð sem við tókum eftir. Nú þegar við lítum til baka er okkur Ijóst að við stöndum í þakkarskuld við hana fyrir þá innsýn sem hún veitti okkur um gildismat og tilgang aldlegra við- horfa. Með skorinorðum en djúp- hugsuðum spurningum sfnum leitaði hún eftir jafnvægi milli hversdagsferlis og æðsta mark- miðs. Hún var dul í lund, en okk- ur er minnisstæður rólegur fögn- uður hennar þegar hún fann með- fæddri bjartsýni sinni grundvöll í viðhorfum og tilbeiðslu kaþólsku kirkjunnar. Helga var þá um tvf- tugt. Mikilvægi uppeldis- og heimilis- hátta og gagnkvæm virðing og traust heimilismanna var henni auðsær hlutur. Það duldist engum sem kom inn á heimili þeirra hjóna að þar var yfirlætislaus alúð lögð við hlutina, enda voru þau hjónin svo samhent um þetta að fátftt er. Börn þeirra bera vott hamingjusömu heimilislífi og öll- um kunnugum er ljóst að þau hjónin voru hvort annars gæfa. Nú við leiðarlok koma að sjálf- sögðu margar endurminningar upp f hugann. Af mörgu er að taka, en sérlega er tengdamóður henni annt um að fram komi þakkir fyrir ógleymanlegan hlý- hug og vináttu. Farsæld þeirra hjóna sneri ekki öll inn á við, heldur urðu venlsa- menn og vinir þess aðnjótandi f rfkum mæli. Við hjónin erum þeim þakklát fyrir ógleymanlegar samverustundir og hluttekningu bæði f fögnuði og harmi. Til er sú tegund af þakklæti að formleg tjáning kemur því ekki að fullu til skila. Kristfn og Sigurjón, Kópavogi Ljósm. Friðþjófur. Ný verzlun var nýlega opnuð f Austurveri við Háaleitisbraut. Hlaut verzlunin nafnið „Astund" og verða þar á boðstólum bækur og blöð og einnig f jölbreytt úrval af fþróttavörum Ætlunin er að verzlunin sérhæfi sig í framtfðinni. f sölu á reiðtygjum og öðrum reiðvörum. Myndin er tekin f hinni nýju verzlun. Ástkær dóttir okkar t SIGRÚN ÓLÍNA lézt af slysförum hínn 29 þ.m Edda Gústafsdóttir Carl Rasmusson t ELÍN GOTTSVEINSDÓTTIR, frá Hvoli. andaðist að Sjúkrahúsi Selfoss, mánudaginn 28 nóv Utförin fer fram frá SkreiðflatarKirkju, laugardaginn 4 des kl 2 e h Kristín Friðrlksdóttir. Browne 1862 KOMIN er út f fslenzkri þýðingu Helga Magnússonar bók um fslandsferð J. Ross Browne 1862. J. Ross Brown var mjög víð- förull og var kunnur fyrir bækur sínar og greinar um ferðalög sfn. „Hlutu verk hans miklar vinsæld- ir fyrir lifandi og fjörlegar frásagnir og ekki slður fyrir bráð- skemmtilegar myndir, en Browne var prýðilega drátthagur og jafn- AUGI.ÝSINGASÍMINN ER: 22480 jHorðunblabib vígur á að lýsa því sem fyrir hann bar i máli og myndum," segir á kápusfðu. Og ennfremur segir: „Þetta kemur glöggt fram f verki því, sem hér birtist. Hann hrffst af stórbrotinni náttúru landsins og lýsir henni á tilþrifamikinn hátt, en fólkið sem hann hittir fyrir og samskipti hans við það verður honum ekki sfður efni til um- ræðu, og létt og græskulaus kfmni hans nýtur sfn þá vel. Hinar fjöl- mörgu myndir eru ekki veiga- minni hluti bókarinnar en frásögnin..,“ Bókin er 185 bls. að stærð. Ut- gefandi er Bókaútgáfan Hildur. Islandsferd J. Ross

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.