Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 Varast ber hvort tveggja: Ótímabæra svartsýni ótímabæra b jartsýni Næg gufuorka verður ekki tiltæk í Kröflu á ráðgerðum tíma rafmagnsframleiðslu þar, sagði Eyjðlfur Sigurðsson (A), er hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi f gærdag. Hann vitnaði til ummæla Axels Björnssonar jarðeðiisfræðings, þessari staðhæfingu til sönnunar, sem og þeirrar staðhæfingar, að staðsetning sjálfs stöðvarhússins væri „meir en lítið vafasöm“. Taldi hann til lítils að „vinna fleiri holur á þessu svæði“ og væri kominn tími til að staldra við með framkvæmdir. Eyjóifur sagði borkostnað við Kröflu vera kominn f 1300 m.kr. — án umtalsverðs árangurs. Hér hefði verið flausturslega að málum staðið og án nægjanlegra undirbúningsrannso-kna. Vitnaði hann í því sambandi til leiðara í dagblaðinu Vísi, sem hann kallaði málgagn iðnaðarráðherra, þar sem framkvæmd Kröfluvarkjunar er harðlega gagnrýnd. Svar iðnaðarráðherra fer hér á eftir: Hv. fýrirspyrjandi slær því föstu, að rannsóknir hafi ekki verið nægar I upphafi og að það hafi verið staðfest aftur og aftur að staðsetning virkjunar hafi verið í meira lagi vafasöm. Ég tel þvf rétt f örstuttu máli, að rifja upp aðdragandann og þær rann- sóknir, sem fram höfðu farið. í ítarlegri skýrslu, sem Orku- stofnun gaf út I ársbyrjun 1975, AIÞMGI er greint frá niðurstöðum rann- sókna á Kröflu og Náma- fjallsvæðinu. Það er rétt að geta þess hér, hverjir eru höfundar þessarar skýrslu. Nöfn þeirra eru skráð á titilblaðið. Það voru Kristján Sæmundsson, Stefán Arnórsson, Karl Ragnars, Hrefna Kristmannsdóttir, Gestur Gísla- son, en skýrslan er gefin I nafni Orkustofnunar, jarðhitadeildar. 1 þessari skýrslu er frá því sagt, að boranir og rannsóknir hafi farið fram á árunum 1970—1973, og á árinu 1974 voru boraðar rann- sóknar- og tilraunaholur, tvær að tölu. Niðurstaða þessara borana og annarra rannsókna sem þannig höfðu staðið yfir I nokkur ár, var sú, að Kröflusvæðið mundi standa undir 50—60 megawatta gufu- virkjun og hugsanlegri stækkun Gunnar Thoroddsen iðnaóarráðherra — sagdi iðnadarrádherra um Kröfluvirkjun á Alþingi í gær síðar. Var tekið fram, að Kröflu- svæðið sé tífalt stærra að flatar- máli en Námafjallssvæðið, sem einnig hafði komið til orða, og þvf líkur á, að Kröflusvæðið sé örugg- ara í vinnslu og standi undir veru- legri stækkun síóar. Ég get þessa hér vegna þeirra ummæla hv. fyrirspyrjanda, að rannsóknum og undirbúningi hafi verið mjög ábótavant. Margt Endurbygging raflínukerfis: Áætlun vel á vinnslustigi Tillöguflutn- ingur þar um óþarfur FYRIR skemmstu fóru fram umræður f efri deild Alþingis um endurbyggingu raflfnu- kerfis i landinu, f tilefni af þingsályktunartillögu þar um. Áætlun til 4ra til 6 ára Jón Helgason (F) mælti fyrir tiilögu þess efnis, að ríkis- stjórnin láti vinna áætlun til 4—6 ára um endurbyggingu raflínukerfisins í landinu, bæði stofn- og dreifilina, með það fyrir augum. að hægt verði sem fyrst að fullnægja eftirspurn eftir rafmagni, hvarvetna: til iðnaðar, húshitunar og annarra nota. Jón sagði einkum þrenns að gæta við framkvæmd þessa verkefnis: línukerfisi' kerfið verð að Jtningsgeta næg, að a öruggtog að jarðhiti verði ekki nýttur til þeirra hluta. Þorvaldur sagði að nú þegar væri unnið að þess- ari áætlunargerð. Þetta mál hafi þegar verið til meðferðar í Okruráði í eitt og hálft ár. Orkuráð hefur fyrir nokkru fal- ið verkfræðistofu að vinna að þessari áætlanagerð og það verk er hafið fyrir mörgum mánuðum, sagði hann. Fyrir nokkru siðan var fund- ur í orkuráði með verkfræðing- um, er að þessari áætlun vinna. Þar kom m.a. fram að verk þetta er langt komið, nær full- unnið (áætlanagerð) fyrir kjör- dæmi flutningsmanns þessarar þingsályktunartillögu, þ.e.a.s. á svæðinu Hellisheiði austur undir Skeiðarársand, milli fjalls og fjöru. Siðan er gert ráð fyrir að tekinn verði fyrir hver landshlutinn á eftir öðrum og stefnt er að því að heildaráætl- un liggi fyrir á næsta hausti. Kostnaðartölur liggja ekki enn Ijósar fyrir, en ýmislegt bendir til, að kostnaður á hvern bæ gæti numið um 1100 þús. kr. — eða kostnaður fyrir allt landið um 5—6 milljörðum. Þessar töl- ur eru þó nefndar með öllum að völ verð !.-rig ^ja fasa orku. fyrirvara. Rafori Þorvaldur sagði þessa kostn- aðaráætlun fjárfreka. En í fjár- hituna llBilílllS- lagafrumvarpí, sem fram væri lagt, er gert ráð fyrir því að gerð þ Þorvab tekjur af oliugjaldi (af sölu- skatti) í Orkusjóð verði um son (S) 1000 m. kr. Fé þessu á skv. byggingn lín iV.ei fVstns, frumvarpinu að verja til þess fyrst og í- riícO Ulii’i til að flýta því að innlendir orku- þess, aö wrOi : iforka ' gjafar verði nýttir íil húshitun- til húshituna- - r s<*m sý’iit er ar. Því er augljóst að hluti þessa fjármagns á og getur far- ið til þessa verkefnis, þó mestur hluti þess fari efalaust til jarð- hitaleitarlána eða framkvæmda á sviði jarðvarmanýtingar. — Mikilvægi þessara mála verður ekki ofbrýnt fyrir þingmönnum né þjóðinni, og sá er kostur þessarar tillögu, þó hún fjalli um verk, sem þegar er hafið og vel á veg komið. Óviðunandi ástand Jón Helgason (F) þakkaði þær upplýsingar sem fram hefðu komið í máli Þorvalds Garðars (formanns Orkuráðs). Úrbætur í þessu efni þola enga bið og sér i lagi ekki á því svæði, sem hér hefur verið sér- staklega fjallað um, austan Hellisheiðar, þar sem ég þekki bezt til. Rösklega þarf að standa að þessu verki. Og til að ýta undir það hafi tillaga sín verið flutt, segir Jón Helgason. Að skjóta ref fyrir rass Stefán Jónsson (Abl) sagði m.a. að í ljós hefði komið að umrætt verk, sem tillagan fjall- aði.um, væri hafið fyrir mörg- um mánuðum, og formaður Orkuráðs hefði sagt, að stefnt væri að því að heildaráætlun lægi fyrir á haustnóttum. Ég fæ því ekki séð annað en formaður Orkuráðs hafi skotið flutnings- mönnum þessarar tillögu ref fyrir rass með því að stuðla að framkvæmd verksins — löngu áður en tillagan til þingsálykt- unar um það var flutt. Ég dreg í engu úr brýnni nauðsyn þessa verks, endurbyggingu raflinu- kerfis í landinu, en læt í ljós furðu mína á því sambandsleysi sem virðist milli stjórnarflokk- anna i þessu efni. Spurðist þingmaðurinn síðan fyrir um, i Ijósi málavaxta, hvort ekki mætti taka tillöguna af dag- skrá. (Umræðu lauk þar með). æðum í efri deild Alþingis af því, sem síðar hefur komið fram, er rætt og rakið i þessari skýrslu. M.a. er þar gert ráð fyrir því að á um 2000 m. dýpi gæti orðið allt að 340 stiga hiti, eða um það bil sá hiti, sem mestur hefur mælst I borholum I Kröflu. 1 þessari skýrslu er einnig tekið fram, að efnainnihald i vatni og gufu í þessum tveimur rann- sóknarholum, sem boraðar voru á árinu 1974 f Kröflu, sé svipað og i vinnsluholunum í Námafjalli og megi þvf styðjast við reynslu þar, hvað varðar tæringu og aðra eig- inleika vatnsins. Á grundvelli rannsóknanna var lagt til, að stöð- in verði reist á hrauni innst f Hlíðardal, en það er sá staður, þar sem stöðvarhúsið var reist. 1 þessari margumræddu skýrslu Orkustofnunar er einnig rætt um gos þau, sem áður hafa orðið á þessum svæðum, og hættu af hraungosi, og þar segir svo orð- rétt með leyfi hæstv. forseta: „Krafla og hæðardrögin þar um- hverfis standa það hátt, að þar skapast ekki veruleg hætta, þótt hraungos verði einhvers staðar i grenndinni. Jafnframt myndar þetta fjalllendi varnargarð um- hverfis Hlíðardal, (en það er i Hlíðardal sem stöðvarhúsið er byggt.) Innst f honum eru þrjár gossprungur, sú yngsta ca. 2000 ára gömul. Lagt er til“, segir Orkustofnun „að stöðin verði byggð á hrauni, sem hefur runnið frá þeirri gossprungu. „Veruleg hætta skapast varla fyrir stöðvar- bygginguna af völdum hraun- rennslis nema ef gos yrði að nýju innst I Hlíðardal." Alþingi fjallaði um þetta mál vorið 1974 á þann veg, að lagt var fyrir Alþ. stjórnarfrv. um virkjun Kröflu. Það frv. var samþ. ein- róma. Helsta áhyggjuefni þing- manna var það, að of seint kynni að ganga, að ljúka Kröfluvirkjun, vegna langs afgreiðslutfma á vél- um. 1 rauninni var það Alþ., sem ákvað að ráðist skyldi I virkjun Kröflu. Það var vissulega ekki án rannsókna eða undirbúnings, því að rannsóknir höfðu farið fram árum saman. Niðurstaða Orku- stofnunar, sem er samkv. lögum sú stofnun, sem á að vera rann- sóknar og ráðgjafaraðili ríkis- valdsins I þessum efnum, lá. fyrir, það var mælt með Kröfluvirkjun og hvar stöðvarhúsið skyldi byggt. Við boranir hefur sumt reynst á aðra lund en þeir vlsindamenn, sem unnu að málinu, höfðu gert ráð fyrir. Td. hefur gasinnihald gufunnar reynst meira en þeir höfðu gert ráð fyrir, og er talið, að það megi rekja til gosvirkninnar í des. á s.l. ári. Það hefur einnig komið fram tæring á fóðurrörum í sumum holum og eru taldar líkur á því, að það standi einnig í sam- bandi við gosið. Varðandi tæring- una, þá er það mál ekki fullrann- sakað enn, en ekki lfkur til, að þar sé bráð hætta á ferðum. Ef ekki tækist að koma í veg fyrir þessa tæringu, þá gæti hún með sama áframhaldi eyðilagt fóðurrörin eftir 10—15 ár. Hins vegar er það I nánari athugun, hverjar séu or- sakir þessarar tæringar og hvaða ráð kunna að vera til þess að vinna gegn henni. Þá hefur hlutfallið milli gufu og vatns í borholum reynst á ann- an veg heldur en gert hafi verið ráð fyrir, hlutfall gufunnar ér hærra, Þetta bendir til þess, að dómi sérfræðinga, að f dýpri hluta jarðhitasvæðisins sé gufa og vatn saman I holrými bergsins, en þetta geti valdið tregara rennsli vegna tiltölulega mikils rúmmáls gufunnar og kann að vera skýr- ingin á tiltölulega litlu rennsli úr þessum holum. Það er þvf ljóst, að við ýmis vandamál er að etja varðandi gufuöflunina. Sum þeirra má rekja til áhrifa gosvirkninnar fyr- ir ári sfðan. En hins vegar er rétt að hafa f huga, að boranir standa enn yfir og mælingar á þeim bor- holum, sem lokið er við, standa einnig yfir. Ég vil nota hér þau orð, sem yfirmenn Orkustofnunar viðhöfðu f morgun, að á þessu stigi máls er ástæða til að varast bæði ótímabæra svartsýni og ótfmabæra bjartsýni. Það verður unnið áfram að rannsóknum og mælingum á borholunum, eins og aðstæður frekast leyfa og mun Orkustofnun skila skýrslu um þau mál. Hv. fyrirspyrjandi vitnandi f grein Isleifs Jónssonar verkfræð- ings f fréttabréfi Verkfræðingafé- lagsins, þá grein kallar hann: „Hugsanleg orsök lítils gufu- magns f Kröflu". Þar setur hann fram tilgátu til skýringar á því, hvers vegna minna gufurennsli sé úr borholunum heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Það er rétt, að það komi nú fram, að jarðfræð- ingar jarðhitadeildar I Orkustofn- un eru f veigamiklum atriðum ósammála þeirri skoðun, sem Is- leifur setur þar fram. Þetta er ekki nýtt. Við höfum reynt það oft fyrr, hversu ágætum sérfræð- ingum ber ekki saman um margt varðandi Kröflu. En ég vil taka það skýrt fram, eins og ég hef margsinnis gert áður, að varðandi framkvæmdir við Kröfluvirkjun hef ég talið eðlilegt, að byggja fyrst og fremst á þeim skoðunum, sem Orkustofnun sem slfk lætur f ljós um þessi efni. Og þegar ég tala um Orkustofnun, þá á ég við það, sem yfirmenn hennar, er ábyrgð bera á umsögnum frá stofnuninni, láta frá sér fara, en það eru fyrst og fremst orkumála- stjóri, sem er yfirmaður stofnun- arinnar og dr. Guðmundur Pálma- son, sem er yfirmaður jarðhita- deildar. Viðtöl við þingmenn; Aðeins utan fundatíma Alþingis FRAMVEGIS verður ekki bægt að ónáða þingmenn, hvorki með sfmtölum né við- tölum f þinghúsi, á venjuleg- um þingfundatfma, þ.e. frá klukkan tvö til fjögur á þing- fundadögum. Frá þessu er þó sú undantekning, að þing- menn hafi fyrirfram gefið sfmaverði eða þingverði heimild til að ónáða sig vegna brýnna erinda. Viðtalsbeiðnir, sem fram koma á fundatíma verða skrifaðar niður af við- komandi starfsfólki þingsins og afhentar þingmönnum f fundalok. Frá þessu er greint i nýjum reglum um viðtöl við þingmenn, sem fram hafa verið lagðar á Alþingi og undirritaðar eru af forseta sameinaðs þings og þing- deilda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.