Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 V Pétur Sigurðsson: Tilkynningarskylda íslenzkra skipa X Jl&tdduL Smiðajámslampar Borðlampar Hengilampar Vegglampar Olíuofnar Gasluktir Olíuhandluktir Olíulampar 10 ", 15", 20". HANDLUKTIR með rafhlöðum. VASALJÓS Fjölbreytt úrval. SLÖNGUKLEMMUR nota hinir vandlátu. Stærðir frá ’Á"—12". Einnig ryðfríar. MESS. BJÖLLUR SMÁKEÐJUR Mess. og brúnar. BÍLDRÁTTARTÓG SNJÓSKÓFLUR KLAKASKÖFUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR FISKHNÍFAR STÁLBRÝNI MÚRBOLTAR GALV. BOLTAJÁRN GALV. BAKJÁRN KOPARSAUMUR PLÓTUBLÝ LÓÐTIN ÞAKSAUMUR SMURKÖNNUR FEITISSPRAUTUR HESSIANSTRIGI TJÖRUHAMPUR VÉLATVISTUR Sími 28855 PÉTUR Sigurðsson, alþingis- maður, hefur flutt frumvarp til laga um tilkynningar- skyldu islenzkra skipa. Frum- varpið er svohljóðandi: 1 gr. Öll Islensk skip. sem búin eru tal- stö8, önnur en varSskip. skulu til- kynna: a) brottför skipsins úr höfn: b) staðsetningu skipsins a.m.k. einu sinni á sólarhring, fiskiskip sam- kvæmt ákvörðun eftirlitsmiðstöðvar og farþegaskip eftir aðstæðum; c) komu skipsins I höfn. 2 gr. Texti tilkynningarínnar skal vera sem hér segir: Við brottför: Skipsheiti, kallmerki eða skipaskrámúmer, brottfararstað- ur og tími Á sjó: Skipsheiti, kallmerki eða skipaskrárnúmer, reitnúmer, stefna og tlmi. Við kömu I höfn: Skipsheití, kall- merki eða skipaskrárnúmer, komu- staður og tlmi. 3. gr. Öllu hafsvæðinu I kringum landið skal skipt I tilkynningarreiti. Við til- kynningum af reitum þessum taki slðan strandstöðvar, beint eða um aðrar stöðvar ef beint samband næst ekki. Tilkynningarnar skal senda strax til eftirlitsmiðstöðvar, sem fylgist með að engar skyldutilkynn- ingar vanti. Telji eftirlitsmiðstöðin að ástæða sé til eftirgrennslunar. leitar eða björgunar, skal hún þegar gera nauðsynlegar ráðstafanir og hafa um þær samráð við alla þá aðila er aðstoð geta veitt við eftirgrennsl- an, leit eða björgun. 4. gr. Náist ekki beint samband við land- stöðvar, skal tilkynna með aðstoð MATTHÍAS A. Mathiesen, fjár- málaráðherra, mælti f fyrradag fyrir tveimur stjðrnarfrumvörp- um, annars vegar um tfmabundna framlenginu vörugjalds, hins veg- ar um formbreytingu á söluskatti, sem verður áfram 20% SÖLUSKATTURINN. OLlUHUSHITUN. Fjármálaráðherra sagði fraum- varpið um söluskatt fyrst og fremst fela í sér formbreytingu. Á sínum tima hefði einu söluskatt- stigi verið ætlað að mæta svoköll- uðum olíustyrk til þeirra, er hit- uðu hús sín með oliu. Þá hafi verið litið á þessa gjörð sem tíma- bundið viðgangsefni. Ljóst er að svo er ekki. Þar af leiðir að sú formbreyting, sem hér er gerð, á rétt á sér, að viðurkenna olíu- gjaldið sem ríkistekjur, e'n taka beint upp á fjárlögum framlag til að mæta fyrirliggjandi vanda í þessu efni. I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1977 er lagt til að verja 600 m.kr. til beinna styrkja til aðila sem nýta olíu til hitunar íbúða sinna. Þá er einnig gert ráð fyrir að 1000 m.kr. renni til Orkusjóðs til að hraða hataveiturannsóknum og raforkuframkvæmdum vegna hitunar íbúða, en nýting inn- lendra orkugjafa er eina varan- lega aðgerðin til að mæta oliu- verðshækkun á heimsmarkaði að því er varðar húshitun hér á landi, sagði ráðherrann. TtMABUNDIÐ VÖRUGJALD Frumvarp þetta gerir ráð fyrir því að framlengja timabundið 18% vörugjald til 31. desember 1977 (i stað 31. desemb. ’76). eftirlitsskips. sé það á miðunum, annars um önnur skip. 5. gr. Fiskibátar, sem eigi eru búnir tal- stöðvum. skulu tilkynna viðkomandi eftirlitsstöð eða þeim. er hún tilnefn- ir, brottför slna. áformaðar ferðir og komu. 6. gr. Stærð tilkynningarreita þeirra, sem um ræðir I 3. gr.. ákvarðast af eftirlitsmiðstöð I Reykjavik og skal hún sjá um útgáfu og dreifingu reita- korta. Sé reitakort ekki fyrir hendi skal gefa staðarákvörðun I breidd og lengd. 7 gr. Landsslmi íslands skal sjá um að strandstöðvar séu til staðar til mót- töku þessara tilkynninga og áfram- haldandi sendingar þeirra til eftirlits- miðstöðvar. Landssiminn skal einnig sjá um, að skipum á þeim hafsvæðum hér við land, sem búa við mjög slæm móttökuskilyrði. verði bætt aðstað- an með uppsetningu nýrra strand- stöðva. 8. gr. Slysavarnafélag íslands fer með yfirstjórn Tilkynningaskyldunnar og eftirlitsmiðstöðvarinnar I Reykjavik. 9gr. Fyrir þjónustu Tilkynningaskyld- unnar greiða eigendur skipanna til Landsslma jslands ákveðið gjald. Skal það miðast við stærð skips og fara minnkandi eftir þvi sem skipin eru stærri. 10. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum sem fari hækkandi við itrek- uð brot. Sektarfé skal renna til Til- kynningaskyldunnar. 11. gr. Allur kostnaður við Tilkynninga- skylduna, þar með talinn sima og Áætlað er að þetta vörugjald gefi rfkissjóði 4030 m. kr. á þessu ári og 5250 m.kr. á því næsta. Ástæðuna fyrir hækkun vöru- gjalds úr 10% í 18% á sl. vori sagði ráðherra hafa verið fjárþörf landhelgisgæzlunnar, haf- rannsóknarstofnunar og fisk- verndaraðgerða. Þá sé sú þörf ótalin að tryggja hallalausan ríkisbúskap. Nú sé horfur á að það takist, samhliða því að við- skiptahallinn við útlönd lækki úr 11—12% eins og hann var á árinu 1975 í 4% á yfirstandandi ári. Þetta er mikilsverður árangur, sagði fjármálaráðherra, en sam- tímis þvf, sem stefnt er að áfram- haldandi hallalausum rfkisbú- skap og samtímis því, sem stefnt er að áframhaldandi útþurrkun á viðskiptahalla, knýja brýnar þarf- ir á útgjaldadyr. Má þar m.a. nefna landhelgisgæzlu, dómsmál og löggæzlu. Það er þvi óhjá- kvæmilegt að halda vörugjaldinu á næsta ári, ekki sfzt vegna þess að mæta þarf tekjumissi vegna samningsbundinna tollalækkana. Beinar samningsbundnar tolla lækkanir nema 600 m. kr. auk þess sem gera þarf breytingar á tollskrá f þágu einstakra atvinnu- vega. ■H* fllWftCI húsnæðiskostnaður, greiðist úr rikis- sjóði. 12. gr. Sjávarútvegsráðherra ákveður með reglugerð greiðslu útgerðanna til Landssfma íslands svo og um nánari framkvæmd þessara laga. 13. gr. Pétur Sigurðsson. Lög þessi öðlast þegar gildi. Tæknistofnun íslands — stjórnarfrumvarp: Nýting inn- lendra orkugjafa Fyrrverandi og núverandi iðnáð- arráðherra í orðasennu á Alþingi GUNNAR Thoroddsen iðnaðar- ráðherra upplýsti á Alþingi I fyrradag að frumvarp um Tæknistofnun Islands væri nú fuliunnið f iðnaðarráðuneyti og til athugunar hjá rfkisstjórn. Gerði hann ráð fyrir þvl að stjórnarfrumvarp um þetta efni yrði flutt á yfirstandandi þingi. ENDURFLUTNINGUR FRUMVARPS UM ITSl Magnús Kjartansson (Abl) mælti í fyrradag fyrir endur- fluttu frumvarpi um Iðntækni- stofnun fslands, sem áður hef- ur verið greint frá hér á þing- sfðu Morgunblaðsins. Frum- varpið var áður flutt af þing- nefnd árið 1974, fyrir forgöngu þáverandi iðnaðarráðherra, sem nú flytur það sem þing- maður. Hann rakti efnisatriði og aðdraganda frumvarpsins all ítarlega, en deildi í leiðinni á núverandi iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, sem hann sagði hafa lagzt á ýmis mál, er hann tiltók, eftir að hann tók við ráðherradómi. NlÐ TIL UPPLESTRAR I (JTVARPI Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, sagði ræðu Magnúsar hafa verið tvfþætta: annars vegar sjálfshól um eigin störf sem iðnaðarráðherra, hins veg- ar nfð um núverandi ráðherra. Hefði Magnús ástundað að koma þessu nfði um eftirmann sinn sem iðnaðarráðherra á framfæri f leiðurum Þjóðvilj- ans, þar eð leiðarar nytu þeirra forréttinda að vera lesnir upp í útvarpi. Gott væri að Magnús endurtæki leiðarefni sfn hér og nú, á vettvangi, sem hægt væri að koma við svörum. FRUMVARPIÐ OG AHUGINN Gunnar sagði að frumvarp það, sem hér væri til umræðu, hefði verið flutt af þingnefnd á sfnum táma, en ekki sem stjórnarfrumvarp, sem þáver- andi ráðherra hefði þó að lfkum gert, ef honum hefði verið hug- leikið að fá það samþykkt. Það hefði tekið þáverandi ráðherra 2Vi ár að semja þetta frumvarp, sem síðan hefði verið flutt með þessum hætti — og dagað uppi. Þá rakti Gunnar aðdraganda að gerð og efnisatriði frum- varps um Tæknistofnun Is- lands, sem unnið hefði verið I iðnaðarráðuneytinu og nýlega lagt fyrir ríkisstjórn til athug- unar. Yrði það væntanlega flutt sem stjórnarfrumvarp á þessu þingi. NVTING innlendra ORKUGJAFA Þá vék ráðherra að ádeiluefn- um M. Kj. á sig sem ráðherra. Eitt væri það, að hann hefði Magnús KJartansson, Gunnar Thoroddsen, fyrrv. idnaðarráó- núverandi iðnaðar- herra ráðherra lagzt á eðlilega framþróun f nýtingu innlendra orkugjafa. Fyrrverandi ráðherra hefði að vfsu látið verkfræðifyrirtæki semja yfirlitsskýrslu um mögu- leika á þessum vettvangi, sem engan veginn gæti þó talizt áætlun, hvað þá framkvæmda- áætlun. Sjálfur hefði og fyrrv. iðnaðarráðherra setið mánuð- um saman á ráðherrastól eftir að skýrsla þessi lá fyrir, án þess að fylgja henni eftir með sér- stökum hætti. I tíð núverandi rfkisstjórnar hefði hins vegar verið hafin umtalsverð sókn, bæði í jarðhitarannsóknum og jarðhitaleit (borunum), enda keyptir til landsins stórvirkir borar til að sinna því verkefni, Jötunn og Dofri. Samkvæmt yfirlitsskýrslu frá tímum Magnúsar hefði verið gert ráð fyrir sem langtfmamarki, að fullnægja 65% húshitunarþarf- ar í landinu með jarðvarma. Nú væri stefnt að 80% jarðvarma- nýtingu. Stór spor hefðu á þess- um tveimur árum verið stigin i jarðvarmanýtingu i nágrenni Reykjavíkur, Reykjanesi og víða um land og hefði ekki í annan tíma miðað betur f þvf efni en nú, hvað sem áburði Magnúsar Kjartanssonar liði. NEFNDIN, SEM VAR LÖGÐ NIÐUR Annað ádeiluefni væri, að niður hefði verið lögð nefnd, sem vinna átti að iðnþróunar- áætlun. I þvf sambandi væri rétt að hafa f hyggju verksvið Iðnþróunarstofnunar tslands, sem sett var á fót á sínum tfma, mest fyrir forgöngu Jóhanns Hafsteins, þáverandi iðnaðar- ráðherra. Hefði hún unnið margþætt og gott starf. 1 ráð- herratfð Magnúsar Kjartans- sonar hefði hann sett á fót iðn- þróunarnefnd, sem ætlað var vinna sams konar störf og Iðn- þróunarstofnun bar, lögum samkvæmt. Þessi iðnþróunar- nefnd hefði runnið sitt skeið, gert sínar athuganir og skilað skýrslu um þær. Þar með hefði starfi hennar verið lokið. Skýrslan hefði sfðan verið send Iðnþróunarstofnun til fyrir- greiðslu og framkvæmdar, eftir þvf sem möguleikar og tilefni hefðu sagt til um. Þetta væri ' sannleikurinn um nefndina, sem niður hefði verið lögð. Vörugjald— söluskattur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.