Morgunblaðið - 01.12.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.12.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 5 Bukovsky nær dauða en lífi Parfs 30. nóv. Reuter FYRRVERANDI klefafé- lagi sovézka andófs- mannsins Vladimirs Bukovsky sagði i París í dag, að Bukovsky væri nær dauða en lífi vegna þess sem honum væri boðið upp á í fangelsinu. Josep Meshener sagði á blaðamannafundi, að hann hefði verið klefafé- lagi Bukovskys i Vladimirfangelsinu frá því í apríl og fram í október í fyrra. Meshen- er var látinn laus úr fangelsi í febrúar og fékk skömmu síðar vegabréfs- áritun til ísraels. Hann sagi að Bukovsky þjáð- ist af magasári og liðagigt, auk þess sem hann væri hjartaveill. „Sovézk stjórnvöld geta ekki brotið hann niður andlega, en líkamlega er hann hörmulega á sig kominn," sagði Meshener og lýsti því voðaástandi sem fang- ar í Vladimirfangelsi yrðu að sætta sig við. Hann sagði að Bukovsky hefði ekki fengið nema fáein af þeim bréfum, sem stuðnings- menn hans á Vesturlöndum hefðu skrifað honum. Þá sagði hann að mjög strangar hömlur væru á heimsóknum til Bukovskys og hann fengi sára- sjaldan bækur eða blöð f hend- ur. Náðist sovézki kafbáturinn heill? Washington 30. nóv. Reuter. BANDARISKA leyniþjónustan CIA barg heilum sokknum sovézkum kafbáti og kjarnorku- hleðslu hans, andstætt þvf sem sagt var f skýrslum um málið fyrir tveimur átum, að þvf er heimildir innan rfkisstjórnar- innar f Washington hermdu f dag. Fyrir tveimur árum var sagt að köfunarskipinu Glomar Exlorer hefða aðeins tekizt að hffa upp bóg kafbátsins sem sökk á Kyrra- hafi. Nú er aftur á móti sagt, að CIA, sem stjórnaði þessum að- gerðum, hafi tekizt að ná öllum kjarnorkukafbátnum upp á yfir- borðið, svo og hleðslu hans, þ.e. djúpsprengjum, eldflaugum og kjarnaoddum. Sagt var, að þessu hefði verið haldið leyndu af tillitssemi við Sovétrfkin, en skýrslan um að allt hefði náðst upp var birt f Time i gær. Þar staðhæfðu heimildir, að skýrslan væri sönn og báturinn hefði náðst sem sagt í heilu lagi sumarið 1974. Þá sagði í Time, atf um borð hefðu verið bæði vetnis- sprengjuoddar og eldflaugar sem notaðar eru til árásar. Sagt er þar að björgunaraðgerðin hafi kostað um 550 milljónir dollara. Skip það sem sagt er að hafi náð kaf- bátnum upp var byggt af fyrir- tæki sem var f eigu milljóna- mæringsins Howard heitins Hughes. Mihajlov enn í hungurverkfalli Belgrad 30. nóv. Reuter. Ntb. JUGÓSLAVNESKI rithöfundur- inn Mihajlo Mihajlov sem afplán- ar sjö ára fangelsisdóm fyrir að hafa staðið að dreifingu á and- júgóslavnesku efni, hefur verið f hungurverkfalli sfðan á sunnu- daginn var, að þvf er systir rithöf- undarins sagði f dag. Einnig taka tveir aðrir pólitfsk- ir fangar þátt f þessum aðgerðum. Markmiðið með þeim er að knýja á um betri aðbúnað pólitfskra fanga í Júgóslavfu að systurinnar sögn. Þetta er í þriðja sinn á átta mánuðum sem Mihajlov grfpur til þessa ráðs til að fá fangelsisyfir- völd til að aðskilja pólitfska fangamenn og sakamenn. Fram til þessa hefur ekkert tillit verið tekið til krafna hans. 25.300 tunnur voru saltaðar á Höfn Höfn f Hornafirði, 30. nóvember. SlLDVEIÐUM héðan frá Höfn er nú lokið og alls var landað á Hornafirði 45.610 tunnum sfldar. Skiptaverð var 225.8 millj. króna, en meðalverð á kfló kr. 56.10. Hilmar Jónsson Hunda- bylting 1980? BÓKMENNTAKLUBBUR Suður- nesja hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Hilmar Jónsson og nefnist hún Hundabyltingin. I fyrsta kafla bókarinnar segir frá bréfi til „Starfslaunanefndar listamanna“ þar sem bréfritari kveðst hafa fengið vitran um að hundar muni reyna að kollvarpa mannlegu samfélagi á íslandi árið 1980. Skýrir bókin sfðan frá bar- áttunni milli manna og hunda, sem þá á sér stað. Á bókarkápu segir að her sé um að ræða „sprenghlægilega ádeilu í ætt við Þórberg og Gröndal". Hundabyltingin er 8. bók Hilm- ars Jónssonar. Bókina mynd- skreytti Ragnar Lár. Hjá söltunarstöð fiskmjöls- verksmiðjunnar var saltað f 25.315 tunnur, og mun engin söltunarstöð hafa áður saltað jafn mikið af Suðausturlandssfld. í frystihúsi Kaupfélags A- Skaft- fellinga voru frystar alls 10.125 tunnur, sem bæði verður notað f beitu og til útflutnings. Þá fór 21 tunna af sfld f bræðslu. Samtals lönduðu 28 bátar á Hornafirði, heimabátar voru 11 og sátu þeir fyrir með löndun, en þó kom fyrir að vfsa þurfti þeim frá með löndun, þ.e. þegar veiðin var sem mest. Búið er að afskipa 5360 tunnum og er nú stanzlaus vinna við verk- un síldarinnar. Togarinn Skinney landaði f gær 90 lestum af góðum fiski, þá hefur talsvert verið landað af spærlingi til bræðslu f fiskmjölsverksmiðjunni. Gunnar. Mjög góð loðnuveiði VEÐUR lægði á loðnumiðunum f fyrrakvöld og er leið á nóttina voru 10 skip komin á miðin norð- ur af Vestfjörðum. Skömmu fyrir hádegi f gær lögðu fjögur skip á leið til lands, Eldborg méð 500 lestir til Hafnarfjarðar, Pétur Jónsson með 470 tonn til Siglu- fjarðar, Hrafn með 400 tonn til Grindavfkur og Asberg með 330 tonn til Hafnarfjarðar. Margir hinna bátanna fengu góðan afla f fyrrinótt, þó svo að þeir legðu ekki af stað til lands. Andrés Finnbogason, starfs- maður loðnunefndar, sagði f sam- tali við Mbl. í gær, að bátarnir hefðu verið að veiðum nær landi en áður, eða alveg við land- grunnskantinn. A þvf svæði, sem skipin hefðu mest veitt að undan- förnu, væri sjórinn svo kaldur að mikill krapi hefði verið á honum í fyrrinótt og skipin þvf ekki getað kastað þar. Hins vegar hefði fund- ist þar mikil loðna sem fyrr. Seldi í Danmörku Sveinn Sveinbjörnsson NK seldi 20 lestir af sfld f Danmörku f gærmorgun fyrir 1,6 millj. kr., meðalverð á kfló var kr. 85. Nýjar vörar teknar upp og snið til jóla FOLDUM BUXUR MEÐAN BEÐIÐ ER TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS LAUGAVEGI 20A Stmi frá skiptÉKxði 281S5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.