Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 Ljóðmæli Ólínu og Herdísar Andrésdætra Gáfu leiktæki til Öskjuhlíðarskóla KIWANISKLÚBBURINN Elliði gaf f gær Öskjuhlfðarskðla leiktæki fyrir börn og er þegar búið að setja leíktækin upp fyrir utan skólann. Er hér um að ræða rólur, klifurgrindur og fleiri tæki. Myndin sýnir börn I skólanum leika sér f nýju leiktækjunum. Vilja að 25 mjólkurbúð- ir verði reknar áfram Komin eru út ljóðmæli þeirra þjóðkunnu systra. Fyrsta ljóða- bok þeirra kom út 1924 og svo 1930. Nú eftir 46 ár kemur þriðja útgáfa ljóðanna. I þessari bók eru öll ljóð þeirra, sem til var náð. Stykkishólmur: Skelfiskveiðar í fullum gangi HÉR f Stykkishólmi hefir veiði- skapur mest snúist f kringum skelfiskinn. Eins og er þá er ein skelfiskvinnsla starfandi hér á vegum Frystihúss Sig. Agústs- sonar h.f. En Skelfiskvinnsla Stykkishólms hefir verið starf- laus f marga mánuði og hafa fjár- hagsörðugieikar valdið þar um. Hafa vélarnar nú verið á uppboði um nokkurt skeið. Afli á skelfisk- veiðum er nokkuð jafn, enda visst magn sem koma má með að landi. Lionsmenn hafa nú beitt haukalóðir og er ákveðið að leggja um helgina. Þórsnes h.f. hefir ákveðið að lána Lionsklúbbnum m.b. Þórsnes á lúðuveiðarnar og er góð þátttaka í sjóferðinni. Skipstjóri og útgerðarstjóri Þórs- ness h.f. eru félagar í Lionsklúbb Stykkishólms og hefir klúbburinn oft notið þess rfkulega. Fréttaritari. Það er mikil viðbót af áður óprentuðum ljóðum, — andlegum og veraldlegum, sem of langt yrði upp að telja. Herdís og Ólína voru fæddar í Hólsbúð f Flatey á Breiðafirði þann 13. júnf 1858. Foreldrar þeirra voru Andrés Andrésson, sjómaður og kona hans Sesselja Jónsdóttir. Föðuramma þeirra systra var Guðrún Einarsdóttir frá Skáleyjum, en hún var alsyst- ir Þóru móður Matthíasar skálds Jochumssonar. Sesselja móðir þeirra systra og Sigríður f Djúpadal, sem var móð- ir Björns Jónssonar ráðherra, voru systur. Andrés faðir þeirra systra drukknaði frá stórum barnahóp 11. des. 1861, er teinæringurinn Snarfari fórst með allri áhöfn, tólf manns. Um tuttugu börn í Flatey urðu þá föðurlaus við þetta mikla sjó- slys. Frá þessu er sagt I eftirmála bókarinnar. Bókin fæst í Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustfg 2, og Bókabúð Máls og menning- ar, Laugavegi 18. Hún er 320 bls., bundin inn f skrautlegt og gott band. Upplag bókarinnar er lítið, og verður hún ekki prentuð aftur. Jón Thorarensen. STARFSSTÚLKUR f mjólkur- búðum hafa sent þingmönnum bréf þar sem þær fara fram á að hlutazt verði til um að a.m.k. 25 mjólkurbúðir verði reknar áfram þar sem þörfin er mest og þá f fimm ár. Telja þær að með þvf verði leystur brýnasti vandinn, sem lokun mjólkurbúðanna hefur f för með sér, þ.e. hluta elztu kvennanna yrði tryggð örugg at- vinna um nokkurt skeið og þau hverfi, sem annars yrðu illa úti, hefðu áfram fyrri þjónustu. 1 bréfi sfnu benda þær á, að það hafi þegar sýnt sig að mikill hluti eldri kvennanna eigi f erfiðleik- um með að fá vinnu og í mörgum tilfellum hafi kaupmenn ekki að- stöðu til að selja mólkurvörur og jafnvel þar sem slfk aðstaða sé, hafi það sýnt sig að þjónustan við neytendur hafi versnað. Einnig minna þær á undirskriftarlistann gegn lokun mjólkurbúða, sem 17.500 neytendur skrifuðu undir. __________________25_ „Eldraun á úthafínu” Þýdd skáldsaga ÚT ER komin þýdd skáldsaga, „Eldraun á úthafinu", eftir Charles Williams. Um efni sögunnar segir m.a. á kápusfðu: „Harry Goddard var á ferð yfir Kyrrahafið einn sfns liðs á seglbáti, og báturinn rakst á eitthvert rekald og sökk. Goddard komst þó lífs af, bjargaðist um> borð f gamalt flutningaskip, sem var á leið til Filippseyja með vör- ur og fáeina farþega. Þá hélt Goddard að hann væri sloppinn úr beinum lffsháska, en það var nú öðru nær ...“ Gfsli Ólafsson þýddi bókina. Út- gefandi er Suðri. Kiwanisklúbbur- inn Eldey safnar Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópa- vogi. safnar nú fyrir augn- lækningatækjum í heilsugæzlu- stöð Kópavogs. Hafa klúbb- meðlimir meðal annars gengið f hús í bænum og selt jólakerti til ágóða fyrir málefnið við góðar undirtektir bæjarbúa. Til frekari fjáröflunar hafa Kiwanismenn nú ákveðið að gangast fyrir bingói f Kópavogs- bíói fimmtudaginn 2. desember og er sólarlandaferð meðal vinninga. í stuttu máli: Eignarráð á landinu öllu I efri deild var á dagskrá frumvarp Alþýðuflokksins um eignarráð yfir landinu, gögn- um þess og gæðum, og urðu þar miklar umræður, sem ekki lauk. Þingmenn stjórnarflokk- anna töluðu gegn frumvarp- inu. Þingmenn Alþýðubanda- lags voru heldur ekki alls kost- ar sáttir við efni þess, enda hafa þeir flutt annað frum- varp, er gengur skemur I eignaupptöku. Þá vóru einnig á dagskrá deildarinnar stjórnarfrumvörp um almenn hegningarlög og gjaldavið- auka. 1 néðri deild mælti Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráð- herra, fyrir stjórnarfrumvörp- um um ættleiðingu og að barnalögum. Matthfas A. Mathiesen, fjármálaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvörp- um um vörugjald og söluskatt og Magnús Kjartansson' (Abl) fyrir frumvarpi, er hann flyt- ur, um Iðntæknistofnun Is- lands. í því sambandi kom til nokkurra deilna milli fyrrver- andi og núverandi iðnaðarráð- herra. Fmmvarp til laga: Virkjun Hvítár í Borgarfirði Þingmennirnir Jón Arnason (S) og Asgeir Bjarnason (F) hafa flutt frumvarp til laga um varkjun Hvítár í Borgarfirði. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi að rfkisstjórninni sé heimilt að veita Andakílsárvirkjun sf. leyfi til þess að reisa og reka vatnsafls- stöð við Kljáfoss í Hvftá í Borgar- firði með allt að 13.5 MW afli og orkuveitu til tengingar við orku- flutningskerfið í Borgarfirði. Ríkisstjórninni skal heimilt að ábyrgjast fyrir hönd rfkissjóðs allt að 2200 m.kr. lán, er Anda- kílsvirkjun tekur, eða að taka samsvarandi lán til að endurlána henni f þessu skyni. Frumvarpinu fylgir ftarleg greinargerð. ' ........................................ er eitt af þeim nýju glæsilegu hljómtækjum sem við höfum nú á boðstólum í hinni nýju verzlun okkar, að Ármúla 38. Auk hljóm tækjaúrvals, þá bjóðum við heyrnartæki, töskur fyrir kasettur og 8 rása spólur í glæsilegu úrvali að ógleymdu MIKLU ÚRVALI AF HLJÓMPLÖTUM OG KASETTUM. Komið og skoðið & ■B I- ' I daiooær i_r Ármúla 38, sími 31133.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.