Fréttablaðið - 26.10.2005, Side 56

Fréttablaðið - 26.10.2005, Side 56
 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. www.steinsmidjan.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, Kristinn Óskar Magnússon framkvæmdastjóri Fráveitu Hafnarfjarðar, Hjallabraut 43, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sunnudag- inn 23. október. Jarðsett verður frá Víðistaðakirkju 1. nóvember kl. 15.00. Margrét B. Eiríksdóttir Berglind M. Kristinsdóttir Ólafur K. Eyjólfsson Katrín J. Kristinsdóttir Birgir Sólveigarson Sigríður Ólafía Ragnarsdóttir Guðrún Sveinsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Halldóra S. F. Thorlacius frá Bæjarskerjum, lést að Garðvangi laugardaginn 22. október. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnhildur Jónasdóttir Ólafur Jónasson Kristólína Ólafsdóttir Þórarna Jónasdóttir Sigfús Guðbrandsson Einar Jónsson Finnur Thorlacius og Sara Hrund Ari Thorlacius og Bylgja Jón og Bjarni Sigfússynir Elskulegur eiginmaður minn, Gylfi Jónsson vélvirki, Fannafold 116, lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. október. Sigurlaug Einarsdóttir Elín Ása Jónsdóttir frá Baldurs- heimi, Eyjafirði, var búsett í Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 18. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Ólafsdóttir hjúkrunarkona frá Stakkadal á Rauðasandi, Sól- heimum 27, áður Ljósheimum 8a, Reykjavík, lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi föstudaginn 21. október. Steingerður Jóhannsdóttir frá Brekku, Vestmannaeyjum, lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, laug- ardaginn 21. október. Halldóra S.F. Thorlacius frá Bæjarskerjum lést á Garðvangi laugardaginn 22. október. Kristinn Óskar Magnússon, fram- kvæmdastjóri Fráveitu Hafnarfjarð- ar, Hjallabraut 43, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi sunnudaginn 23. október. Árni Hinrik Jónsson, áður Suðurgötu 44, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 22. október. JARÐARFARIR 13.00 Guðrún Fanney Óskars- dóttir kennari, Rauðagerði 65, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Seljakirkju. 15.00 Jón Sigtryggur Zophonías- son, Gullsmára 10, Kópa- vogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Minningarathöfn um Þóru Steinunni Stefánsdóttur frá Keldunesi, Kelduhverfi, síðast til heimilis í Löngu- hlíð 3, Reykjavík, verður í Háteigskirkju. Hillary Rodham Clinton öldunga- deildarþingmaður er 58 ára. Guðmundur Guð- jónsson yfirlögreglu- þjónn er 58 ára. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur er 58 ára. Bob Hoskins leikari er 63 ára. Egill Heiðar Anton Pálsson leikari er 31 árs. MERKISATBURÐIR 1951 Winston Churchill verður for- sætisráðherra Breta í annað sinn þegar Íhaldsflokkurinn sigrar í kosningum. 1958 Pan Am flýgur fyrstu Boeing 707 þotunni frá New York til Parísar á átta klukkutímum og 41 mínútu. 1965 Reykjanesbraut, milli Hafnarfjarðar og Keflavík- ur, er formlega opnuð til umferðar. 1986 Hallgrímskirkja í Reykjavík er vígð. Hún var í smíðum í 41 ár. Við vígsluna gengu um tvö þúsund kirkjugestir til altaris. 1994 Leiðtogar Ísraela og Jórdána skrifa undir friðarsamkomu- lag milli þjóðanna. 1995 Tuttugu manns farast þegar snjóflóð fellur úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð. NIKOS KAZANTZAKIS (1883-1957) LÉST ÞENNAN DAG. „Allt í þessum heimi hefur dulda þýðingu.“ NIKOS KAZANTZAKIS VAR GRÍSKUR HEIMSPEKINGUR OG RITHÖF- UNDUR. BÓK HANS UM GRIKKJ- ANN ZORBA VAR KVIKMYNDUÐ ÁRIÐ 1964. „Bridds var mikið spilað heima hjá mér þegar ég var barn og ég fylgdist vel með því,“ segir Guðmund- ur Baldursson, nýkjörinn formaður Bridgesambands Íslands, sem telur mikið verk fyrir höndum á næstu árum og mánuðum að vekja ungdóm landsins til með- vitundar um bridds sem skemmtun og hugaríþrótt. „Það gengur ekki alveg nógu vel að fá unga fólkið til að spila en stendur þó til bóta,“ segir Guðmund- ur. Stefnan er sett á það að koma bridds meira inn í skólana en það hefur þegar verið gert í litlum mæli. Þó Guðmundur hafi fylgst með foreldrum sínum spila bridds sem ungur drengur fór hann sjálfur ekki að stunda spilamennskuna að neinu gagni fyrr en hann komst á tvítugsaldur. „Þá fór ég á sjó á Reykjaborginni og við vorum á Norðursjó í fjóra mánuði í einu,“ segir Guð- mundur en á löngum kvöld- stundum fjarri heimahöfn var gott að geta gripið í spilastokkinn og leitt hug- ann frá vinnunni. „Við spil- uðum nokkuð oft, fjórum fimm sinnum í viku.“ Guðmundur segir ríka hefð fyrir bridds ríkja á Íslandi. „Það var mikið spilað í heimahúsum hér á árum áður,“ segir hann en telur þó að bridds sé nú meira spilað í sölum hinna þrjátíu aðildar- félaga Bridgesambands- ins um land allt. Á fjórða þúsund manns eru skráðir félagar í sambandinu en Guðmundur telur að um þúsund þeirra séu töluvert virkir. „Ég er bara meðalspil- ari,“ segir Guðmundur um færni sína í briddsi, en hann keppir þó á flest- um mótum sem haldin eru hér á landi. Jón bróðir hans hefur hins vegar gert garðinn frægan erlendis enda var hann einn þeirra sem hlutu hina víðfrægu Bermúdaskál árið 1991 á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan. Bridgesambandið held- ur fjölda móta á hverju ári. Íslandsmót í sveitakeppni, tvímenningi og einmenn- ingi, jólamót og Íslandsmót eldri spilara og yngri. Þá stendur deildarkeppni yfir um þessar mundir. Hátind- ur spilaársins er án efa hin árlega Briddshátíð í febrú- ar. „Þá kemur mikið af erlendum spilurum hingað og spilað er í fjóra daga,“ segir Guðmundur, sem hlakkar þegar til. „Þetta er hugaríþrótt og alltaf eitthvað nýtt að ger- ast,“ segir Guðmundur um það hvað sé heillandi við briddsið. Einnig segir hann mikinn félagsskap að fá út úr spilamennskunni enda hefur hann þannig kynnst mörgum góðum vinum í gegnum tíðina. Þó Guðmundur sé for- fallinn briddsáhugamaður gefur hann sér tíma fyrir önnur áhugamál. „Ég er á kafi í golfinu,“ segir Guð- mundur, sem hefur stund- að íþróttina í sex ár. Það er þó ekki mikið vandamál að sameina áhugamálin tvö. „Golfið er sumaríþrótt og briddsið vetraríþrótt þannig að það kemur vel saman,“ segir Guðmundur, sem telur góðan briddsspil- ara vera agaðan og sjá það sem búi í spilunum. FORSETI Guðmundur fylgdist með foreldrum sínum spila bridds sem ungur drengur. Hann fór þó ekki að stunda spilamennskuna að neinu gagni fyrr en hann fór á sjó um tvítugt. GUÐMUNDUR BALDURSSON: KJÖRINN FORSETI BRIDGESAMBANDS ÍSLANDS Spilaði bridds á Norðursjó BRÚÐHJÓN Anna E. Karlsdóttir og Þór Tjörvi Ein- arsson voru gefin saman á Þingvöllum af séra Sigrúnu Óskarsdóttir hinn 21. júlí. SVIPMYNDIR Á þessum degi árið 1984 var hjarta úr bavíana grætt í fjórtán daga gamalt stúlkubarn. Aðgerðin var framkvæmd af Leonard L. Bailey skurðlækni við Loma Linda háskóla- sjúkrahúsið í Kaliforníu. Þetta var í fyrsta sinn sem reynt var að græða hjarta úr bavíana í manneskju. Stúlkan, sem nefnd var „baby Fae“ fæddist með vanþroskað hjarta, en nær alla vinstri hlið þess vantaði í stúlkuna. Nokkrum dögum eftir fæðingu barnsins sannfærði Bailey móður þess að leyfa honum að skipta hjartanu út fyrir heilbrigt apahjarta enda væru lífslíkur barns- ins að öðrum kosti sáralitlar. Þrisvar áður hafði hjarta úr dýri verið grætt í menn, síðast árið 1977, en enginn lifði lengur en rúma þrjá daga. Bailey hélt því fram að ólíklegra væri að líkami svo ungs barns myndi hafna hjart- anu þar sem ónæmiskerfi þess væri ekki orðið þroskað. Baby Fae lifði aðgerðina af og lífsbarátta hennar næstu daga dró að sér heimsathygli. Hún lifði leng- ur en nokkur önnur mannvera eftir slíka aðgerð en þó fór svo að lík- aminn hafnaði hinu nýja hjarta og Fae dó úr nýrnabilun vegna þeirra ónæmisbælandi lyfja sem henni voru gefin. Fae dó 15. nóvember 1984 eftir tuttugu daga harða bar- áttu. BABY FAE ÞETTA GERÐIST > 26. OKTÓBER 1984 Ungbarn fær hjarta úr apa AFMÆLIANDLÁT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.