Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 14
 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Tryggvi Guðmundsson er sautján ára dýravinur sem ver frístundum sínum í baráttuna gegn dýratilraun- um. Hann á kanínuna Kölu sem gengur laus um heimili hans. „Ætli þetta komi ekki til af ást á dýrum,“ segir Tryggvi þegar hann er spurður hvaðan áhugi hans á réttindum dýra er sprottinn. „Ég er mikill dýraréttindasinni og hef kynnt mér málin vel. Ég veit fyrir víst að það er hægt að gera allar tilraunir án þess að valda milljón- um dýra sársauka og þjáningum þangað til þau deyja.“ Tryggvi stóð nýlega fyrir mót- mælum á Lækjartorgi þar sem dýratilraunum var mótmælt og var spjótum sérstaklega beint að Tilraunastöðinni að Keldum en þangað voru fjögur þúsund til- raunamýs keyptar nýlega. Tryggvi, sem gerðist græn- metisæta fyrir einu ári, skilur illa samborgara sína sem styðja dýra- tilraunir og nota vörur sem fram- leiddar eru að undangengnum tilraunum á dýrum. „Ef þetta ætti við um menn væri búið að banna þetta eða í það minnsta kæra ein- hvern. Það er greinilegt að fólk er ekki jafn umhyggjusamt gagnvart dýrum og mönnum.“ Sjálfur snið- gengur hann vörur sem hafa verið prófaðar á dýrum og á það jafnt við um lyf og snyrtivörur. Verslun með dýr er Tryggva heldur ekki að skapi en engu að síður á hann kanínuna Kölu. „Eig- endurnir gátu ekki átt hana leng- ur og ég vildi frekar taka hana að mér en að láta hana deyja,“ segir Tryggvi. Það má líka nefna til marks um dýraást hans að áður fyrr var hann ötull stangaveiði- maður en hefur látið af þeirri iðju. Tryggvi vinnur við að aðstoða fatlaða hjá Sjálfsbjörgu en frí- stundirnar fara að mestu í lestur tengdan málstaðnum og baráttuna gegn dýratilraunum. Hann er í félaginu Raddir málleysingjanna, sem eins og nafnið gefur til kynna berst fyrir bættum hag dýra. „Ég vil vekja athygli á málinu og þó að aðeins ein manneskja opni augun og finnist rangt að kaupa lyf og vörur sem prófuð hafa verið á dýrum þá hef ég fengið einhverju áorkað,“ segir Tryggvi og heitir því að hann muni láti meira í sér heyra um málið á næstunni. Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Pakistan. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Verður seint alveg orðlaus „Þetta er gjörsamlega stórkostlegt og ég er hálfpartinn orðlaus.“ Edda Björgvinsdóttir, leikkona í Fréttablaðinu, um kvennafrídags- útifundinn á mánudag. Já er það virkilegt? „En ég skal þó segja það með sérstöku leyfi frá þeim [seljendum Maersk Air] að við greiddum fyrir Maersk Air.“ Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, í Morgunblaðinu um kaup- verðið á Maersk Air. „Þetta var stórkostlegt og ég sakna þess að hafa ekki verið á landinu, ann- ars hefði ég mætt á Ingólfstorg,“ segir Ármann Reynisson vinjettuhöfundur um kvennafrídaginn á mánudag. Sjálfur er hann jafnréttissinni eins og komið hefur fram í verkum hans. „Það kemur svo sannarlega fram í vinjetubókunum, þar legg ég áherslu á jafnrétti kynjanna.“ Ármann nefnir líka að í þeim fyrirtækjum sem hann hefur rekið um ævina hafi launajafn- rétti verið í fyrirrúmi. „Ég er alinn upp við jafnrétti og hef aldrei verið í neinu karlrembusamfélagi.“ Ármann fylgdist með kvennafundinum mikla á Lækjartorgi 1975, stóð þá í Bankastræti og horfði niður á torg. „Sá fundur hafði áhrif á mig, mér fannst ég þá í fyrsta sinn átta mig á þessum málum, maður hugleiddi þetta ekki fyrr.“ Hann vonar að fundurinn á mánudag verði til þess að launajafnrétti kynj- anna verði hraðað enda hafi miðað allt of hægt á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá fundinum á Lækjartorgi. SJÓNARHÓLL KVENNAFRÍDAGURINN Stórkostlegt ÁRMANN REYNISSON VINJETTUHÖFUNDUR MÓTMÆLT Nokkur ungmenni komu saman á Lækjartorgi nýverið til að láta í ljós skoð- anir sínar á dýratilraunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TRYGGVI GUÐMUNDSSON OG KALA „Ég vil vekja athygli á málinu og þó að aðeins ein mann- eskja opni augun og finnist rangt að kaupa lyf og vörur sem prófuð hafa verið á dýrum þá hef ég fengið einhverju áorkað.“ Sautján ára grænmetisæta berst gegn dýratilraunum Nýstárleg leið var farin á dögun- um til að uppfræða almenning og eyða fordómum gagnvart minni- hlutahópum. Kallast hún „lifandi bókasafn“ og snýst hugmynda- fræðin um að fólk fái einstaklinga úr ýmsum minnihlutahópum að láni stundarkorn til að fræðast um hugi þeirra og hagi. Viðkom- andi virka því eins og fræðibækur á bókasafni sem fólk fær að láni sér til fróðleiks nema hvað ekki er um bækur að ræða í þessu tilvki heldur lifandi manneskjur. „Lifandi bókasafn“ var á göng- um Smáralindar um helgina og þar var boðið upp á ýmsa titla til útláns. Má þar nefna múslima, Japana, blindan mann, líkskoð- ara og rauðsokku svo eitthvað sé nefnt og vakti uppátækið tals- verða athygli. Ronni Abergel, sem er einn af höfundum verkefnisins, var ánægður með viðtökurnar í Smáralindinni. Sá blindi var vinsælastur en hann var nánast stanslaust í útláni um helgina og má ætla að fjöldi fólks sé því ein- hverju nær um líf blindra. Þegar fengnar eru lifandi bækur að láni er nauðsynlegt að vanda valið vel og vitaskuld að fara vel með þær. - jse LIFANDI BÆKUR Toshiki, Ásta Ósk, Ronni, Barbara og Jón Hjalti voru til útláns á bókasafn- inu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Minnihlutahópar uppfræða aðra með nýstárlegri aðferð: Sá blindi stanslaust í útláni „Það er bara allt gott að frétta,“ segir Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari, sem nú er staddur á árlegu kirkjuþingi. „Það eru allir glaðir eftir kvennafrídag. Það er svo gaman að hitta gott fólk og það er mikill rífandi gangur á kirkjuþingi.“ Þorvaldur segir að meðal þess sem nú sé rætt á kirkjuþingi sé hvort ekki megi fjölga þeim sem eiga seturétt á þinginu. Eins og er eru það 21 sem mæta til kirkjuþings, níu prestar og tólf leikmenn. Lagt er til að fjölga prestum á þinginu í tólf og að leikmenn verði sautján. Engar ákvarðanir um slíkt verða teknar á þessu þingi, en hugmyndir verða sendar um allt land til umræðna. Þetta er ekki eina breytingin sem rætt er um, því einnig eru hugmyndir uppi um að opna aðgang leikmanna að kirkjuþingi. „Nú eru leik- menn úr röðum sóknarnefndarmanna, en við erum að ræða að opna þetta nánast upp á gátt. Þá geta öll sóknarbörn, sextán ára og eldri, gefið kost á sér.“ Af öðrum málum segist Þorvaldur vera upptekinn af góðum málum sem rædd eru, eins og fjölskyldu- stefnu kirkjunnar. „Hún virðist fá góðan hljómgrunn og það er hið besta mál. Fjölskyldustefnan þykir hnit- miðað plagg og vel unnið.“ Þorvaldur segir erfitt að taka eitthvað einstakt mál úr fjölskyldustefnunni, en fyrst og fremst segi hún að heimilið og fjölskyldan skipti verulega miklu máli fyrir vellíðan einstaklings- ins. „Það er ekki alltaf að mönnum líði vel heima hjá sér. Auðvitað vitum við að það er ekki alltaf að það besta og fallegasta gerist innan veggja heimilisins. En markmiðið er að heimilið sé staður fyrir þroska og heilla fyrir einstaklinginn. Með fjölskyldustefnunni er kirkjan að segja að hún vill stuðla að því að þetta megi gerast.“ Ekki er alveg ljóst hvenær kirkjuþingi lýkur. Því gæti lokið á fimmtudag, en Þorvaldur spáir því að því muni ekki ljúka fyrr en á hádegi á föstudag. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞORVALDUR KARL HELGASON BISKUPSRITARI Fjölskyldustefna rædd á kirkjuþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.