Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skifar George Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi á mánu- dag eftirmann Alans Greenspan, einhvers far- sælasta seðlabankastjóra Bandaríkjanna fyrr og síðar. Sá sem varð fyrir valinu er Bernard Bern- anke, formaður nefndar efnahagslegra ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi hagfræðiprófess- or við Princeton-háskóla. Bernanke var af flestum talinn hæfastur fram- bjóðenda og líklegasti kosturinn í starfið. Gagnrýn- israddir benda þó á að hann hafi litla reynslu af raunverulegri framkvæmd þrátt fyrir mikla akademíska reynslu. Hann er talinn munu fylgja sömu stefnu og Greenspan að mestu. Hann er þó mikill talsmaður þess að sett verði verðbólgumark- mið eins og algengt er í Evrópu. Því hefur Green- span ávallt verið mótfallinn en hann telur mikil- vægt að markaðurinn geti sér til um hvernig seðla- bankinn bregst við verðbólgu. Bernanke á erfitt verk fyrir höndum þegar hann tekur við embættinu. Eldsneytisverð fer hækkandi, verðbólga eykst og hægst hefur á húsnæðismark- aðnum. Allt þetta er talið að muni minnka einka- neyslu í Bandaríkjunum töluvert á næstu mánuð- um. Þar að auki hafa sérfræðingar af því áhyggjur til lengri tíma að vaxandi viðskiptahalli við útlönd og fjárlagahallinn setji þrýsting á bandaríska doll- arann. Ljóst er að fylgst verður grannt með störfum Bernanke. Greenspan var einn aðalsmiður efna- hagsstefnu Bandaríkjanna og valdamesti seðla- bankastjóri heims. Ekki er laust við að hræðslu gæti við hvað gerist þegar hann fer frá. Ráðning í starf seðlabankastjóra er ein mikilvægasta efna- hagslega ákvörðun sem Bush hefur þurft að taka á sinni stjórnartíð. Bandaríska þingið þarf einnig að staðfesta ráðningu Bernanke og mun líklega gera það fyrir jól. Á þessum degi árið 1916 fædd- ist Francois Maurice Adrien Marie Mitterrand. Í æsku sinni var Mitterand mikill íhaldsmað- ur og heitur kaþólikki. Hann barðist í seinni heimsstyrjöld- inni en var hnepptur í varðhald árið 1940 til ársins 1941. Þegar hann slapp fór hann að vinna með Vichy-stjórninni sem var við völd í Frakklandi árin 1940- 1944 og var hliðholl nasistum. Árið 1943 gekk þó hann til liðs við andspyrnuhreyfinguna. Síð- ar meir reyndi hann að gera lít- ið úr vinnu sinni fyrir stjórnina. Eftir stríðið fór Mitterrand fljótt aftur í pólitík og fór fyrir bandalagi demókrata og sósíal- ista. Hann gegndi alls ellefu ráðherraembættum frá árinu 1946 en sagði af sér árið 1957 vegna andstöðu sinnar við stefnu ríkisins í sjálfstæðisbar- áttu Alsír. Mitterrand var talinn hafa í embætti sínu haldið ýms- um upplýsingum leyndum um ólöglegt athæfi gegn Alsírbúum meðan á kúguninni stóð, meðal annars pyntingum. Mitterand beið lægri hlut fyrir Charles de Gaulle í for- setakosningunum árið 1965, fór fyrir bandalagi sósíalista og frjálslyndra á árunum 1965 til 1968 og varð síðar leiðtogi sósí- alistaflokksins. Hann reyndi aftur fyrir sér í forsetakosning- unum 1974 án árangurs. Árið 1981 náði hann loks kjöri og varð ríkisstjórn hans fyrsta vinstri stjórnin í Frakklandi í 23 ár. Helstu sigrar Mitterrands voru á alþjóðasviðinu og þá sér- staklega í Evrópumálum. Hann var mikill Evrópusinni og vann náið með Helmut Kohl og áttu þeir stóran þátt í að bæta sam- skipti Þýskalands og Frakk- lands. Mitterrand var sérstaklega umhugað um sess sinn í sögunni og þegar hann greindist með krabbamein árið 1996 hóf hann að undirbúa táknræna brottför sína héðan úr heimi. Hann ákvað að síðasta kvöldmáltíð hans skyldi vera kjarrtittlingur sem er lítill fugl sem þykir mesta lostæti og sagt er að beri sál Frakklands. Mitterand neitaði staðfastlega að borða nokkuð annað eftir máltíðina og lést átta dögum síðar, þann 8. janúar 1996. - hhs S Ö G U H O R N I Ð Mitterrand kemur í heiminn -um víða veröld Galdurinn er að láta okkur vinna fyrir þig ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S JO N 22 57 2 1 0/ 20 03 Skipasendingar Flugsendingar Hraðsendingar Vörumiðstöð Tollafgreiðsla Akstursþjónusta Útflutningur Kjalarvogi • Sími 535 8000 jonar@jonar.is • www.jonar.is JÓNAR TRANSPORT bjóða alhliða flutnings þjónustu í samstarfi við bestu flutnings aðila sem völ er á, bæði hérlendis og erlendis. Þéttriðið þjónustu net um allan heim tryggir flýti, öryggi, hagstæð gjöld og góða vörumeð höndlun frá verksmiðju vegg og heim í hlað. Bernanke var af flestum talinn hæfastur frambjóðenda og líklegasti kosturinn í starfið. Gagnrýnisraddir benda þó á að hann hafi litla reynslu af raunverulegri framkvæmd þrátt fyrir mikla akademíska reynslu. GREENSPAN, BERNANKE OG BUSH Bernand Bernanke tekur við starfi seðlabankastjóra þegar Greenspan sest í helgan stein í janúar. Á erfitt verk fyrir höndum Eftirmaður Alans Greenspan tilnefndur á mánudag. Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría 10,11 Lev 37,10 -4,59% Carnegie Svíþjóð 94,50 SEK 7,56 -5,03% Cherryföretag Svíþjóð 28,30 SEK 7,56 -6,48% deCode Bandaríkin 8,64 USD 60,39 4,75% EasyJet Bretland 2,83 Pund 106,74 0,18% Finnair Finnland 10,40 EUR 72,11 -3,58% French Connection Bretland 2,44 Pund 106,74 -3,12% Intrum Justitia Svíþjóð 67,50 SEK 7,76 0,37% Keops Danmörk 18,90 DKR 9,83 -6,44% Low & Bonar Bretland 1,09 Pund 106,74 -0,44% NWF Bretland 5,70 Pund 106,74 -0,63% Sampo Finnland 12,55 EUR 72,11 -2,89% Saunalahti Finnland 2,44 EUR 72,11 0,33% Scribona Svíþjóð 15,60 SEK 7,56 -3,14% Skandia Svíþjóð 39,20 SEK 7,56 -4,22% Miðað við gengi bréfa og gjaldmiðla á mánudag Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 0 5 , 5 4 - 2 , 9 8 % FRANCOIS MAURICE ADRIEN MARIE MITTERRAND Hann var umdeildur stjórn- málamaður og honum var umhugað um að eiga sérstakan sess í sögunni. Spænska flugfélagið Iberia hefur tilkynnt að það hyggist skera niður 2.100 störf á næstu þremur árum. Það jafngildir níu prósentum alls starfsfólks félagsins. Áætlað er að aðgerðirnar spari félaginu 600 milljónir evra sem jafngildir rúmlega 43 milljörðum ís- lenskra króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Bloomberg. Uppsagnirnar eru liðir í sparnað- araðgerðum til að koma til móts við hátt eldsneytisverð sem bitnað hefur á félaginu líkt og öðrum flugfélögum að undanförnu. Hlutabréf í félaginu féllu í verði við fréttirnar. - hhs Uppsagnir hjá Iberia Stærsti stálframleiðandi heims, Mittal Steel, tryggði sér úkraínsku stálsmiðjuna Kryvorizhstal á uppboði í beinni útsendingu á mánudag. Tilboð- ið var slegið á 4,8 milljarða bandaríkjadali sem jafngildir rúmlega 290 milljörðum íslenskra króna. Þetta er stærsta erlenda fjárfesting sem gerð hefur verið í fyrrum Sóvétríkjunum. Með sölu stálsmiðjunnar var Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, að efna kosningaloforð. Hann hefur einsett sér að sanna fyrir erlendum fjárfestum að þar séu vænlegir fjárfestingakostir. Tuttugu prósent af allri málmframleiðslu landsins fer fram í Kryvoizhstal. Ekki voru allir sammála forsetanum um ágæti sölunnar. Mót- mælendur söfnuðust saman meðan á uppboðinu stóð og héldu á skiltum sem á stóð „Fólkið á Kryvorizhstal“. - hhs Stálsmiðja seld í beinni útsendingu 06_07_Markadur lesið 25.10.2005 15:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.