Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 66
30 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is VEISLAN ER HAFIN! Að viðstöddum leikstjóranum Per Fly, framleiðandanum Ib Turdini og handritshöfundunum Kim Leona og Dorte Høeg. Síðustu passarnir seldir í kvöld í Háskólabíói og Regnboga. Opnunarsýning í í kvöld: Drabet kl. 21.30 í Háskólabíói. 40 MYNDIR Á 3 VIKUM HVERT FER JÖKULL II? „Ég veit ekki alveg með þetta bláa lúkk.“ - jökull ii ATH! BÆKLINGUR HÁTÍÐARINNAR KOM MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í GÆR. GEYMIÐ BLAÐIÐ. FÓTBOLTI FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson er með samningstilboð í höndunum frá sænska félaginu Halmstad, sem Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur með, og í raun er nokkuð langt síðan hann fékk tilboðið í hendurnar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Davíð Þór ekki ýkja spenntur fyrir því að leika í Skandinavíu og horfir hann frekar til meginlandsins. Þar gæti verið að rofa til enda er Davíð vænt- anlega á leiðinni til reynslu hjá tveim belgískum félögum. Annað þeirra er Excelsior Mouscron sem lék gegn Fylki í Evrópukeppninni fyrir nokkrum árum síðan. - hbg Davíð Þór Viðarsson: Samningstilboð frá Halmstad > Ásgeir kominn heim Ásgeir Elíasson skrifaði seinnipartinn í gær undir þriggja ára samning við 1. deildarlið Fram en hann tekur við starfinu af Ólafi Kristjánssyni. Þetta er í þriðja sinn sem Ásgeir tekur við stjórn- artaumunum hjá Fram en hann þjálfaði liðið á árunum 1985-91 og 1996-99. Ásgeir hefur þrisvar gert félagið að Íslandsmeisturum og jafn oft hefur hann gert Fram að bikarmeistur- um. Hans bíður enn eina ferðina krefjandi verkefni í Safamýrinni og ljóst að stjórn Fram mun ekki sætta sig við neitt annað en sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik. Sigursteinn aðstoðar Teit KR staðfesti loksins í gær að Sigursteinn Gíslason yrði aðstoðarþjálfari Teits Þórð- arsonar. Þegar tilkynnt var um ráðningu Teits fyrir nokkrum vikum var sagt að Sigursteinn yrði aðstoðarmaður hans en þær fréttir komu Sigursteini í opna skj- öldu enda hafði hann ekki skrifað undir neitt á þeim tíma. Málið er loksins leyst. FÓTBOLTI Allt að fjórir leikmenn gætu hætt að leika með Val og framtíð fjögurra annara er óráð- in. Kristinn Lárusson og Sigurður Sæberg Þorsteinsson eru nú þegar hættir en Sigþór Júlíusson og Guð- mundur Benediktsson eru ekki búnir að gera upp hug sinn um hvort þeir ætli að halda áfram. Einnig er óljóst hvort Bjarni Ólafur Eiríksson, Garðar Gunn- laugsson og Grétar Sigurðsson verða áfram í herbúðum Vals en líklegt er að Bjarni Ólafur fari til Noregs og Garðar Gunnlaugsson er nú til reynslu hjá úrvalsdeild- arliðinu Kalmar í Svíþjóð. Grétar Sigurðsson er samningsbundinn Víkingi og að óbreyttu verður hann ekki hluti af leikmannahópi Vals, líkt og hann var í sumar. Þá sagði Baldur Aðalsteinsson á dög- unum upp samningi sínum við Val en hann hyggst reyna fyrir sér erlendis. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þessa stöðu sem komin sé upp nú ekki vera óvænta. „Það er fylgifiskur árangurs hér á landi að leikmenn reyni fyrir sér erlendis. Æfingar eru ekki hafn- ar hjá okkur á ný og því er ekki orðið ljóst hvernig staðan verður á hópnum.“ Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir ekki tímabært að ræða um vanda hjá Val þar sem ekki sé búið að ganga frá leikmannamál- unum og langt sé í mót. „Það er nú ekki orðið víst ennþá hvernig þessi mál munu standa. Sigþór og Guðmundur eru að hugsa málið. Guðmundur er að hvíla sig, sem er eðlilegt þar sem hann spilaði alla leikina í sumar og hefur æft vel undanfarið ár. Svo er óljóst með Grétar og í raun Baldur líka. Hann hefur hug á því að leika með okkur ef hann kemst ekki að hjá félagi erlendis. Síðan eru góðir ungir strákar á mála hjá félaginu sem koma inn í hópinn.“ magnush@frettabladid.is Óljóst með átta leikmenn hjá Val Leikmannahópur bikarmeistara Vals gæti þynnst verulega fyrir næstu leiktíð en staða átta leikmanna úr hópnum er nú óljós. Forystumenn Vals eru ekki farnir að örvænta. GARÐAR GUNNLAUGSSON Garðar er einn þriggja leikmanna sem léku með Val í sumar sem freista þess nú að komast í atvinnumennsku. Sífellt hefur færst í vöxt að íslenskir íþróttamenn á erlendri grundu haldi uppi bloggsíðu þar sem þeir sem vilja geta fylgst með afrekum þeirra, lýst með eigin orðum. Sumir íþróttamennirnir hafa gengið skref- inu lengra og stofnað opinbera heimasíðu þar sem hægt er að finna myndbandsupptökur, tónlist og fleira í þeim dúr. Í fyrradag bættist Hafnfirðing- urinn knái hjá Tottenham, Emil Hallfreðsson, í þann hóp þegar hann opnaði heimasíð- una „emmihall.com“ „Nú er ég hættur þessu bloggveseni og kominn með mína eigin heimasíðu. Mig langaði að taka næsta skref í tölvubransanum,“ segir Emil meðal annars í fyrstu færslunni sinni og bætir við að á bak við síðuna sé þrotlaus tveggja mánaða vinna. Þykir uppbygging síðunnar minna um margt á heimasíðu annars afreksmanns úr Hafnarfirðinum, handboltamannsins Loga Geirssonar, en hann og Emil eru góðir félagar frá tíma sínum hjá FH. Logi seg is t óska Emil alls hins besta með heimasíðuna í framtíðinni en bætir við að það sé að sjálfsögðu sam- keppni í heimasíðugerð eins og hverju öðru. „Samkeppni er af hinu góða en nú má fólk búast við einhverjum nýjungum á mína heimasíðu,“ sagði Logi við Fréttablað- ið og ætlar greinlega að spýta í lófana. „Hann er byrjaður að læra á gítar og er með frumsamið lag á síðunni, rétt eins og ég. En það spilast ekki frumsamið lag þegar farið er inn á síðuna hans. Það er stór galli,“ sagði Logi og hló. „Þetta er nokkuð flott hjá honum, það verður að viðurkennast. En vegna mei- ðsla og annarra ástæðna hefur mín síða verið heldur stöðnuð upp á síðkastið. Á því mun verða breyting nú,“ bætti Logi við. KNATTSPYRNUMAÐURINN EMIL HALLFREÐSSON: OPNAR NÝJA OG GLÆSILEGA HEIMASÍÐU Logi mun bregðast við samkeppninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.