Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 62
 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR26 Jólabókaflóðið er að skella á og hverju brakandi og krassandi snilldarverkinu á fætur öðru skolar á fjörur landsmanna. Alltaf má þó á sig blómum bæta og hér eru uppástungur að titlum sem myndu sóma sér vel í hillum verslana og pökkum bókaþjóðarinnar þessi jól. JátningarFjölnis Þorgeirssonar FAÐIR VOR... Vert væri að safna saman og gefa út í einu riti minningargreinar sjálfstæðismanna um Davíð Oddsson, fyrrverandi formann flokksins, sem safnaðist til feðra sinna í Seðlabankanum hinum megin við Hverfisgöt- una á dögunum. Eins og sjálfstæðis- manna er von og vísa er hér um að ræða gagnrýnið en sanngjarnt uppgjör við leiðtogann, enda er óþarfi að útlista mannkosti Davíðs sér- staklega; þá sjá allir sem það vilja. Inngang skrifar Hannes Hafstein ráðherra og segir meðal annars að Davíð sé „geðríkur, karlmannlegur ljúflingur, en jafnframt elskulegur fjörkálfur, fullur af húmor, lífsgleði og leik.“ TITLARNIR SEM VANTAR JÁTNINGAR FJÖLNIS ÞORGEIRSSONAR Eftir að Páll Ásgeir Ásgeirsson réðst í að gera ævisögu Láru miðils eru nokkrir „gleymdir“ einstaklingar sem gætu sprottið aftur fram á sjónarsviðið. Mesta spennan yrði þó fyrir útgáfu Játninga Fjölnis Þorgeirssonar. Þar myndi hann loksins svipta hulunni af sam- bandi sínu við kryddpíuna Mel B og segja frá æðisgengnum kvöldum í London þegar hún var að brjótast fram á sjónarsviðið. Ekki myndu krassandi frásagnir af sam- skiptum hans við fjölmiðla skemma auk þess sem sambandi hans við Lindu Pé yrðu gerð góð skil. Í kjölfarið á öllum Íslandsmetunum og glansmyndunum myndi Fjölnir koma fram með einhverja óvæntustu játningu síðari tíma: „Ég var aldrei frægur.“ Þar myndi hann greina frá því þegar hann gerði sér grein fyrir þessu og flúði upp í sveit þar sem hann býr nú í faðmi fjölskyldunnar og hestanna. Magnað lífskapphlaup mannsins sem allir héldu að væri frægur. Í SJÖUNDA HIMNI: KONAN SEM VARÐ FORSTJÓRI Í þessari einstöku sögu fer Ragn- hildur Geirsdóttir yfir æsispenn- andi atburðarás sem varð til þess að hún varð forstjóri FL Group. Lífið lék við hana og henni var hampað sem einhverjum glæsi- legasta fulltrúa kvenna í við- skiptalífinu. En þegar nær dró Kvennafrídeg- inum þorðu stjórnend- ur fyrirtækisins ekki að taka þá áhættu að framkvæmdastjórinn færi í frí eftir hádegi og sögðu henni uppi. Í þessari bók fer Ragnhildur yfir sögu sína sem forstjóri eins stærsta fyrirtækis á Íslandi og lýsir því hvernig henni tókst á örskömmum tíma að hafa áhrif í karla- veldinu. Þá dregur hún hvergi af þegar samskiptum henn- ar og æðstu yfir- mannanna er lýst. Enn fremur blæs hún á kjaftasög- urnar um himinhá- ar upphæðir sem hún á að hafa fengið greiddar í starfslokasamning og gerir upp við Hannes Smárason. Mögnuð endalok grípa lesandann á lofti þegar hún upplýsir eftir dvöl í útlöndum hvert verður hennar næsta starf. Með bókinni fylgir fjölblöð- ungur með ítarlegri úttekt á konum í valdastöðum á Íslandi. HARMSAGA ÆVI MINNAR: HVERNIG ÉG VARÐ ÓBREYTTUR ÞING- MAÐUR Svokallaðar blogg- bókmenntir hafa átt upp á pallborðið síðastliðin misseri en Össur Skarphéð- insson færir form- ið í áður óþekktar hæðir í þessari ber- söglu frásögn um formannsslaginn við Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur fyrr á árinu. Með ótvíræðri stílfærni sveiflar Össur les- andanum milli gráts og hláturs með mergjuðum lýsingum af því hvernig hann hófst til vegs og virðingar innan Samfylkingarinnar. Fótunum er hins vegar kippt skyndilega undan honum og hann þarf að sjá á eftir formannsstólnum undir rass svil- konu sinnar og láta sér lynda að sitja sem óbreyttur þingmaður. Fjölskyldudrama í hæsta gæða- flokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.