Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 26
Björgvin Guðmundsson skrifar „Við vorum heilluð af auglýsing- um eftir Jónsson & Le’macks. Þær eru bæði frumlegar og skemmtilegar eins og sést á auglýsingum 66 gráður norður. Meðal annars af þeim ástæðum ákváðum við að fá þá stofu til að hanna auglýsingar fyrir Reyka- vodka,“ segir Elwyn Gladstone, þróunarstjóri William Grants & Sons sem er alþjóðlegur banda- rískur áfengisframleiðandi. Viggó Örn Jónsson, einn eig- enda Jónsson & Le’macks, segir samninginn við William Grants ganga út á hönnun og gerð kynn- ingarefnis og auglýsinga fyrir Reyka-vodka. Það verði notað til að koma vörunni á framfæri – fyrst og fremst í Bandaríkjun- um en einnig í Evrópu. Til dæm- is verði kynningarefni hannað af þeim notað á alþjóðlegri sölu- sýningu fríhafnarverslana í Cannes 1. nóvember. „Tekjur okkar verða stöðugri með þessum samningi en við rukkum einnig fyrir einstök verkefni. Það er líka skemmti- legt að gera áfengisauglýsingar, sem eru bannaðar á Íslandi. Þetta stækkar því markaðinn fyrir okkur og er um leið spenn- andi verkefni fyrir metnaðar- fullt starfsfólk, sem er undir- staðan í starfsemi allra auglýs- ingastofa,“ segir Viggó aðspurð- ur um þýðingu þessa verkefnis. Elwyn segir William Grant hafa keypt bruggverksmiðju í Skotlandi og flutt hana til Borg- arness. Hreinleiki Íslands skipti miklu máli í markaðssetningu Reyka-vodka. Þetta sé eini áfengi drykkurinn í heimi þar sem jarðhiti er notaður til eim- ingar og hreina vatnið þekki all- ir. Til að koma þessari hugsun á framfæri notfæri fyrirtækið sér þekkingu Íslendinga. Fjalar Sigurðsson hjá Inntaki hafi meðal annars séð um kynning- armál. Viggó segir mjög sjaldgæft að íslenskar auglýsingastofur séu fengnar til að auglýsa fyrir erlend stórfyrirtæki í útlöndum. Þetta sé þróunarvinna sem byggi á því að skapa ímynd Reyka-vodka og koma réttum áherslum til skila. Vörumerkið sé nýtt og því skiptir máli að vita hvað virki og hvað ekki. Vika Frá áramótum Actavis Group -4% 10% Bakkavör Group 0% 80% Flaga Group -6% -41% FL Group -1% 43% Grandi -1% 16% Íslandsbanki -1% 34% Jarðboranir -2% 6% Kaupþing Bank 0% 36% Kögun -1% 16% Landsbankinn 1% 83% Marel 0% 30% SÍF 0% -8% Straumur 0% 38% Össur -1% 23% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Gera auglýsingar fyrir alþjóðamarkað Auglýsingastofan Jónsson & Le’macks var valin til að búa til auglýsingar fyrir erlendan áfengisframleiðanda. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir félagið ekki hafa skoðað hvort það muni leggja fram til- boð í Iceland Express en eigendur Iceland Express hafa nú til- kynnt að þeir munu selja félagið í kjölfar þess að þeir hafa eignast hlut í FL Group. „Við höfum lagt aðaláherslu á að vaxa í Skandinavíu en það hef- ur verið mikill vöxtur í okkar starfsemi bæði þar og hér heima. Iceland Express er eitthvað sem við höfum ekki leitt hugann að,“ segir Andri Már. - hb Fetaostur sem Mjólka framleiðir fór á markað á mánudaginn. Ólafur M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku, segir ost- inn framleiddan undir nafninu Feti og fari fyrst til stóreldhúsa og veitingastaða. Hann vilji fá umsögn fagaðila um vöruna áður en hún fari á neytendamarkað. Aðspurður af hverju Mjólka framleiðir fetaost en ekki aðra mjólkurafurð segir Ólafur fram- leiðsluferlið stutt. Hins vegar hefjist framleiðsla á öðrum vör- um í kjölfarið. Þar skipti sam- starf við Vífilfell miklu, sem keypti 34 prósent í Mjólku nýver- ið. Vífilfell sé eitt stærsta fram- leiðslufyrirtæki landsins og búi yfir mikilli markaðsþekkingu. Hann vill ekki upplýsa hvers konar vörur verði framleiddar. Mjólka nýtur ekki ríkisstuðn- ings eins og stóru mjólkursam- sölurnar. Ólafur segist ætla að keppa í gæðum, fjölbreytni og handhægum umbúðum. Í raun hafi neytendur strax fengið um 50 prósenta afslátt af hans vöru því skattgreiðendur niðurgreiði hana ekki eins og vörur annarra mjólkurframleiðenda. - bg Ekki hugsað til Iceland Express Heimsferðir leggja áherslu á Skandinavíu. Afurð Mjólku á markað Í vikunni var fetaosti dreift til stóreldhúsa. Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum er nú komin í 92 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá grein- ingardeild KB banka. Gefin voru út skuldabréf fyr- ir 6 milljarða króna í síðustu viku en til sam- anburðar má geta þess að útflutn- ingsverðmæti sjáv- arafurða var um 123 milljarðar á síðasta ári. Gengisvísitala íslensku krón- unnar er nú í um 101 stigi en margir búast við því að hún muni fara niður fyrir 100 stig á næstu dögum ekki síst ef skuldabréfa- útgáfan tekur kipp að nýju. - hb Straumur-Burðarás kaupir meirihluta hlutafjár í Festingu samkvæmt heimild- um Markaðarins. Með því leysist langvinn deila milli hluthafa félagsins sem rekin hefur verið á skrifstofu sýslumanns, með lögbannsbeiðnum, og átti að taka fyrir hjá dómstólum. Þessi lausn er síðasta skrefið á aðskilnaði fyrrverandi við- skiptafélaganna í Sundi ehf. og Ólafs Ólafssonar, stjórnarfor- manns Samskipa. Áður hafði Straumur-Burðarás keypt hlut Sunds-manna í Keri, sem er að meirihluta í eigu Ólafs. Festing á og rek- ur eignir Olíufélags- ins Esso og Sam- skipa, sem er stjórn- að af Keri. Í mars síðastliðnum ákvaðu tveir stjórnarmenn að auka hlutafé Festingar, í sam- ræmi við samþykkt aðalfundar en í and- stöðu við fulltrúa Ólafs Ólafssonar, og selja það félagi í eigu framkvæmdastjóra Fest- ingar. Náðu þeir þannig yfir- ráðum í félaginu. Um lögmæti þessa snerist deilan. Hluturinn sem Straumur-Burðarás kaupir var í eigu Sund ehf., Nordic Partners og Angus, félags framkvæmdastjórans. – bg STARFSFÓLK JÓNSSON & LE’MACKS Reyka-vodki er framleiddur af alþjóðlegum áfengisframleiðenda á Íslandi. Starfsfólk Jónsson & Le’macks fékk það verkefni að hanna og búa til auglýsingar fyrir Reyka-vodka sem notaðar verða meðal annars í markaðssetningu í Bandaríkjunum. ANDRI MÁR INGÓLFSSON, FORSTJÓRI HEIMSFERÐA Leggja aðaláherslu á að vaxa í Skandinavíu. GENGISVÍSITALA STEFNIR NIÐUR FYRIR 100 STIG Að- eins hefur hægt á skuldabréfa- útgáfu erlendra aðila í íslenskum krónum en hún stendur nú í 101 stigi. Skuldabréfaútgáfan komin í 92 milljarða Hreinleiki Íslands skipti miklu máli í markaðssetningu Reyka-vodka. ÓLAFUR M. MAGNÚSSON Ekki niður- greiddur með skattfé. Á LEIÐ TIL SÝSLUMANNS Jóhann Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Festingar, og Sig- urður G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður á leið til full- trúa sýslumannsins þar sem stærstu eigendur Kers kröfðust lögbanns á hlutafjáraukningu Festingar. Losnar um í Festingu Leiðir fyrrverandi viðskiptafélaga skilja. 02_03_Markadur lesið 25.10.2005 16:00 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.