Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 6
6 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR LANDBÚNAÐUR Eyfirskir kúabænd- ur samþykktu í vikunni ályktun til Landssambands kúabænda um að hafist verði þegar handa við undirbúning að kynbótum á íslenska kúastofninum með innfluttu erfðaefni. Í nóvember 2001 höfnuðu bændur hins vegar með afgerandi hætti kynblöndun íslenska kúastofnsins við þann norska. „Nú er svo komið að íslenska kúakynið er, sökum skammrar endingar og mikilla kálfavan- halda, vart sjálfbært lengur. Á sama tíma hefur sala mjólkur- afurða aukist talsvert, en nær engar líkur eru á að gerlegt sé að anna allri eftirspurn markaðar- ins eftir próteini á yfirstandandi verðlagsári,“ segir í ályktuninni. Ásthildur Skjaldardóttir, kúa- bóndi á Bakka á Kjalarnesi og stjórnarmaður í Búkollu, sam- tökum áhugafólks um íslensku mjólkurkúna, telur ekki að að- stæður hafi breyst á þann veg að skoða beri kynbætur stofnsins. Ásthildur segir mikla hagræð- ingu hafa átt sér stað undanfarið á kúabúum landsins og telur hana eiga eftir að skila sér margfalt, þótt tíma geti tekið að auka fram- leiðsluna. - óká ATVINNUMÁL Fram undan er háannatími á hjólbarðaverk- stæðum landsins en nú bregður svo við að erfiðlega gengur að manna verkstæðin. „Áður fyrr hringdu hátt í fjörutíu manns vegna atvinnuaug- lýsinga frá okkur en nú hringir einn eða tveir og eru jafnvel bara að spá í málin,“ segir Sveinlaugur Hannesson á hjólbarðaverkstæð- inu Nýbarða í Garðabæ. „Kuldakastið fyrr í mánuð- inum jafnar þetta hins vegar út svo sennilega bjargast þetta fyrir horn. Hefði þetta komið í einni gusu eins og í fyrra værum við í vanda,“ segir Sveinlaugur. - jse Dekkjaverkstæði í vanda: Kuldakastið bjargaði SVEINLAUGUR Í NÝBARÐA Þarf að setja strangari reglur um starfsemi starfsmannaleiga? Já 93% Nei 7% SPURNING DAGSINS Í DAG Verður búið að útrýma kyn- bundnum launamun innan tíu ára? BAGDAD, AP Íraska stjórnarskráin var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslunni á dögunum, þrátt fyrir ásetning súnnía um að koma í veg fyrir það. Al-Kaída í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á þremur mann- skæðum sprengjutilræðum í land- inu síðastliðna tvo daga. Talsverður dráttur var á að landskjörstjórn tilkynnti úrslitin úr þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem rannsaka þurfti ásakanir um að ekki hefði allt verið með felldu við framkvæmd hennar. Í gær tilkynni kjörstjórn hins vegar að 78,59 prósent þjóðarinnar hefðu greitt atkvæði með plagginu en 21,41 prósent gegn og að allt benti til að kjörfundur hefði farið vel fram. Til að fella stjórnar- skrána hefði annað hvort meirihluti þjóðarinnar eða tveir þriðju hlutar þriggja héraða að greiða atkvæði gegn henni. Í Anbar og Salahudd- in tókst súnníum að fella laga- frumvarpið en í Níníve, þar sem fjölmargir súnníar búa og einna sterkasti grunurinn var um svindl, sögðu aðeins 55 prósent nei. Carina Perelli, yfirmaður kosn- ingaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í landinu, sagði að kjörstjórnin hefði staðið vel að endurskoðun sinni á kosningaúrslitunum. Saleh al-Mutlaq, einn fulltrúa súnnía í stjórnarskrárnefndinni, kallaði atkvæðagreiðsluna „skrípaleik“ og ásakaði stjórnvöld um að hafa stolið kjörkössum í bæjum þar sem súnníar væru fjölmennir. Í gær voru tvær sjálfsmorðs- sprengjárásir gerðar í kúrdísku borginni Sulaimanyiah í norð- urhluta landsins. Enginn fórst í fyrri árásinni, sem var beint að hátt settum embættismanni sem átti leið hjá bíl tilræðismannsins. Tólf biðu hins vegar bana í þeirri síðari, sem var gerð á varðstöð peshmerga-sveitanna svonefndu. Al-Kaída í Írak kveðst hafa staðið á bak við árásirnar tvær, svo og sprengjutilræði fyrir framan hótel blaðamanna á mánudaginn þar sem sautján manns létust. Þá greindi talsmaður Banda- ríkjahers frá því að hermenn hefðu fallið í átökum við uppreisnarmenn í síðustu viku. Þar með hafa 1.999 bandarískir hermenn dáið í bar- dögum í Írak síðan ráðist var inn í landið í mars 2003. sveinng@frettabladid.is Stjórnarskráin hlaut blessun þjóðarinnar Súnníum tókst ekki að koma í veg fyrir samþykkt írösku stjórnarskrárinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni á dögunum. Þeir segja atkvæðagreiðsluna skrípaleik og ásaka stjórnvöld um svik. 1.999. bandaríski hermaðurinn féll í Írak í gær. ATKVÆÐAGREIÐSLA Í SKUGGA ÁSAKANA Farid Ayar, fulltrúi í landskjörstjórn Íraks, tilkynnti úrslit atkvæðagreiðslunnar í gær og sagði ekkert óeðlilegt hafa komið í ljós við athugun nefndarinnar á framkvæmd hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð- herrar Norðurlandanna hittast á næstunni til þess að ræða aðkallandi aðgerðir gegn mögu- legum fuglaflensufaraldri. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessari ákvörðun á blaðamannafundi í Reykjavík í gær. Hann sagði að aðgerðir miðuðust við fyrirbyggjandi aðgerðir og framleiðslu á bólu- efni. Einnig er gert ráð fyrir að sérfræðingar verði fengnir til þess að spá fyrir um útbreiðslu flensunnar. Fundur norrænu heilbrigð- isráðherranna hefur ekki verið endanlega tímasettur. Vinnuhópur á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar hefur þegar safnað upplýsing- um sem gagnast heilbrigðis- yfirvöldum ef faraldur brýst út. Fyrirhugað er að ljúka umræddri skýrslu í næsta mán- uði og í kjölfar þess verður tekin ákvörðun um það hvort haldinn verði sérstakur ráðherrafundur um fuglaflensuvá. - jh Norðurlöndin samræma aðgerðir vegna fuglaflensu: Ráðherrar funda FJÓSIÐ Í ÞRÁNDARHOLTI Eyfirskir kúabænd- ur árétta að innflutningur erfðaefnis, upp- eldi gripa í einangrun og öflun erfðaefnis frá þeim sé langur ferill og hvenær sem er sé hægt að hætta við á meðan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Búnaðarsamband Eyjafjarðar skorar á Landssamband kúabænda: Vilja kynbæta kúastofninn VIÐSKIPTI Pálmi Haraldsson, Jóhannes Kristinsson og Almar Þór Hilmarsson sögðu sig í gær úr stjórn flugfélagsins Iceland Express. Í stjórn félagsins settust í þeirra stað lögmennirnir Einar Þór Sverrisson, Gunnar Jónsson og Hörður Felixson. Jafnframt var tekin ákvörðun um það að fela fyrirtækjasviði KB banka að selja fyrirtækið. Eigendur fyrirtækisins voru jafnframt eigendur Sterling sem FL Group hefur eignast. Eigend- ur Sterling munu ef að líkum lætur bætast í hóp FL Group og því eru þessi skil gerð við Iceland Express. Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Iceland Express og er það að sögn forráðamanna þess rekið með hagnaði. - hh Breytingar hjá Iceland Express: Sterlingmenn úr stjórninni SLYS Bílstjóri vörubíls var hætt kominn í gærmorgun við Lögbergs- brekku á Suðurlandsvegi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi missti hann meðvitund með þeim afleiðingum að vörubíllinn fór út af veginum og valt á hliðina um það bil þrjátíu metr- um utan vegar. Ökumanninn sakaði ekki. Grafa sem var á vinnusvæði skammt hjá var notuð til að toga bíl- inn á rétta hlið aftur. - jse Missti meðvitund undir stýri: Vörubíll út í móa og á hlið DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur sýknaði í gær Björn Tómas Sig- urðsson af ákærum um ærumeið- ingar en hann brigslaði tveimur lögreglumönnum á heimasíðu sinni og í fjölmiðlum um að láta fíkniefna- sala vita af aðgerðum lögreglunnar. Héraðsdómur tók undir með ákæruvaldinu að með ummælunum væri freklega vegið að starfsheiðri lögreglumannanna og lögreglunn- ar í heild sinni. Þar sem ákæran tók hins vegar eingöngu til 234. greinar hegningarlaga, sem fjallar um móðganir, en ekki þá 235., þar sem aðdróttanir eru ræddar, þótti ekki hjá því komist að sýkna Björn Tómas. - shg Ærumeiðingar í garð lögreglu: Ákæran byggð á rangri grein TOGAÐUR Á DEKKIN Grafa var notuð til að koma vörubílnum á dekkin aftur. FARFUGLAR Sýnt hefur verið fram á að fuglaflensa getur borist milli landa og heimsálfa með farfuglum. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.