Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 48
Leiðandi í mannasiðum Icelandic Group virðist stefna að því að verða leiðandi fyrirtæki á íslenska markaðnum. Reyndar á svolítið sérkennilegum sviðum. Félagið hélt hluthafafund síð- astliðinn mánudag. Breytingar hafa orðið í hluthafahópnum og mætti ljósmyndari til að taka mynd á fundinum. Honum var hins vegar meinaður aðgangur sem er nýjung í samskiptum fjöl- miðla og skráðra hlutafélaga. Hitt nýmælið sem Icelandic Group hefur tekið leiðandi stöðu í er aðferðin við að segja upp for- stjórum. Harkaleg framganga við uppsögn Þórólfs Árnasonar hefur ekki fengið góðar undirtektir meðal manna á markaðnum. Spurningin er svo hvort fyrirtæk- ið markar sér leiðandi stöðu á fleiri sviðum og þá hvort það verður í einhverju sem lýtur að rekstri, fremur en mannasiðum. Þorvaldsson & Bergs Nýr forstjóri Singer & Fried- lander, Ármann Þorvaldsson, hefur ásamt Helga Bergs leitt útrás bankans í fyrirtækjaverk- efnum í London með góðum ár- angri. Þeir félagar lönduðu Somerfield á dögunum og var bankinn virkur í þeim kaupum allan tímann, með eða án Baugs í gegnum tengsl sín við Tchengu- is-bræður. Innkoma Ármanns í forstjóra- stólinn þykir skýrt merki þess að Kaupþings-stemning verði látin ráða ríkjum í nýja bankan- um. Þegar bankinn komst fyrst í íslenska umræðu var gantast með að þarna hefði Kaupþing augastað á ríflega 600 teinóttum jakkafötum. Nú verða jakkaföt- in væntanlega látin bretta upp ermarnar og taka ákvarðanir af þeim hraða sem einkennt hefur Kaupþingsmenn. Gárungar vilja ganga lengra og vilja breyta nafni bankans í London í Þor- valdsson & Bergs. Sljór bankagreinandi Forsvarsmenn KB banka hafa verið að kynna bankann fyrir er- lendum fjárfestum, enda stand- ast verðkennitölur bankans al- þjóðlegan samanburð. Meðal gesta á einni kynningu bankans var yfirmaður bankagreiningar- deildar Morgan Stanley í Evrópu sem flutti smá erindi. Hann gantaðist í byrjun erindisins og sagði starfsmann sinn sem fylgist með bönkum á Norður- löndum nýhættan störfum. Sá hefði ekki komið auga á KB banka og nú skildi hann hvers vegna hann hefði hætt. Hefði sennilega verið rekinn annars. 123 15 3,7milljarða aukning á eignum lífeyrissjóðannafrá áramótum. milljarðar sem FL Group greiðir Fons eignarhalds-félagi fyrir Sterling. milljónir á hvert íslenskt mannsbarnværi eignum lífeyrissjóðanna skipt nú. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is B A N K A H Ó L F I Ð 01_24_Markadur 25.10.2005 16:22 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.