Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 2
2 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� Árni, verða þetta jólalög? „Já, eigum við ekki bara að segja það.“ Árni Magnússon félagsmálaráðherra kveðst stefna á að setja ný lög um starfsmannaleigur fyrir jól. NOREGUR Dómstóll í Ofoten hefur dæmt umsjónarmann vefseturs í fimm mánaða fangelsi fyrir fjár- svik. Maðurinn tók að sér að setja upp vefsíðu fyrir Norsku sjó- mannakirkjunna svonefndu. Á vefinn hlóð hann klámmyndum af ýmsu tagi og tilkynnti síðan umsjónarmönnum safnaðarins að tölvuþrjótar hefðu komið kláminu þar fyrir. Gegn 800.000 króna þóknun kvaðst hann hins vegar fús til að fjarlægja myndirnar. Sjómennirnir guðhræddu voru hins vegar fljótir að komast að því hvernig í pottinn væri búið og kærðu manninn. ■ Óprúttinn vefstjóri: Kúgaði söfnuð með klámi STJÓRNMÁL Í tillögu sem liggur fyrir þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík er þeim tilmælum beint til stjórnvalda á Norður- löndum að þau hafi frumkvæði að rannsóknum sem upplýst geti hverjir standi á bak við mansal þannig að unnt verði að sækja þá til saka. Tillagan kemur frá svonefndri borgara- og neytendanefnd og er samin að frumkvæði flokkahóps vinstri sósíalista og grænna. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi í hópnum, segir að markmiðið sé að fórnarlömb mansals á Norðurlöndum fái einhverja úrlausn. „Þetta snýst um að vísa ekki þessum stúlkum úr landi heldur að gangast við því að það eru norrænir karlar sem hafa búið til markað fyrir þær. Við verðum að veita þeim félagslegan stuðning. Þær þurfa dvalarleyfi, lögfræðiaðstoð og húsaskjól og almennan stuðning til að koma sér út í lífið á ný. Ef Norðurlöndin sýna ekki ábyrgð í þessum efnum - hver gerir það þá?“ spyr Kolbrún. Búist er við að þing Norður- landaráðs samþykki tillöguna og að skýrsla um málið liggi fyrir í ágúst á næsta ári. - jh Vinstri grænir í Norðurlandaráði vilja aðgerðir gegn kynlífsþrælkun: Norrænir karlar bera ábyrgð KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR FULLTRÚI Á NORÐURLANDARÁÐSÞINGI Flokkahópur vinstri sósíalista í Norðurlandaráði vill veita fórnarlömbum mansals vernd og félagslega aðstoð. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær Olíufélagið hf. til að greiða konu á fertugsaldri 4,9 milljónir í bætur vegna slyss sem hún varð fyrir við störf sín á bensínstöð fyrirtækisins við Borgartún. Í apríl 2003 datt konan af stól sem notaður var við afgreiðslu, missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús. Fyrir dómi kom fram að bæði hún og aðrir starfsmenn höfðu kvartað undan stólnum, en fyrirtækið ekkert gert í málinu, enda hefði Vinnueftirlitið ekki gert athugasemdir við hann. - smk Kona í máli við Olíufélagið: Féll af stól og fær milljónir FÍKNIEFNI Efni í umslagi sem sent var hingað frá útlöndum fyrr í mánuðinum reyndist vera kókaín, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Grunur leikur á að allmargar fíkniefnasendingar hafi borist að undnaförnu til landsins með pósti, en rannsókn málsins leiddi til þess að lögreglan í Reykjavík handtók mann og konu 19. október. Þau sitja í gæsluvarðhaldi til 28. október. Konan var starfsmaður á pósthúsi í borginni. Rannsókn lögreglu beinist aðallega að því hvort fíkniefni hafi verið send í pósti til sömu einstaklinga áður, og ef svo reyn- ist, þá hversu oft og hvort margir komi við sögu. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins eru póst- sendingarnar taldar vera allmarg- ar en lögreglan rannsakar þrjár fíkniefnasendingar sem fundust við tollaeftirlit með póstsending- um. Þær komu allar frá sama land- inu. Í gær voru fyrirhugaðar frek- ari yfirheyrslur yfir þeim tveimur sem stóðu að innflutningi umslags- ins ofangreinda, svo og fleirum sem grunur leikur á að geti tengst málinu, jafnvel sem sakborningar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn hinum grunuðu fyrr í þessum mánuði. Lögreglumenn útbjuggu gerviumslag sem var áframsent á pósthúsið þar sem konan vinnur, í stað þess sem sent hafði verið frá útlöndum. Lögreglan hafði eftirlit með umslaginu til að athuga hvort hin grunuðu nálguðust umslagið. Það gerðu þau 19. október en konan hafði þá tekið umslagið og hringt í manninn, sem kom skömmu síðar á pósthúsið og sótti hana. Þau óku á brott með u m sl a g ið en lög- reglan veitti þeim eftirför. Sköm- mu síðar hentu þau því út úr bíln- um og handtók lögreglan þau eftir það. Lögreglan hafði sett litarefni í gerviumslagið og við athugun tæknideildar á fatnaði fólksins reyndist unnt að greina litarefnið á fötum þess. Maðurinn og konan hafa játað að hluta við yfirheyrslur, að því er fram kemur í gæsluvarðhalds- úrskurði Héraðsdóms. Framburði þeirra ber þó ekki saman um ein- stök atriði, auk þess sem hann er ekki álitinn í samræmi við meint umfang brotanna að því er liggur fyrir í rannsóknargögnum lög- reglu. Þá kemur fram að lögregl- an meti það svo að ekki hafi öll fíkniefni náðst sem send hafi verið hingað. Lögregla hefur fylgst með hjúunum um skeið og gerði meðal annars húsleit á heimilum þeirra tveimur dögum áður en þau voru handtekin. jss@frettabladid.is Kókaín í umslaginu Grunur leikur á að fíkniefni hafi verið send til landsins í allmörgun póstsend- ingum að undanförnu. Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lög- regla gerði nýverið upptækt umslag á leið til landsins en í því var kókaín. BANDARÍKIN, AP Rosa Parks, konan sem hleypti lífi í réttindabaráttu blökkumanna með því að neita að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni í Montgomery í Ala- bama, lést í hárri elli í fyrrakvöld. Lengi vel voru lög í gildi í Suðurríkjum Bandaríkjanna sem kváðu á um aðskilnað hvítra og svarta. 1. desember 1955 neit- aði Parks hins vegar að beygja sig undir ólögin með því að neita að standa upp fyrir hvítum farþega í strætisvagni í. Hún var sett í fangelsi og sektuð. Málið vakti mikla reiði og í kjölfar- ið sniðgekk blökkumannasamfélagið í Montgomery, undir forystu Martin Luther King, strætisvagna bæjarins í rúmt ár. Það var hins vegar ekki fyrr en tæpum tíu árum síðar sem samþykkt voru lög sem bönnuðu alla mismunun á grundvelli kynþáttar. Parks kvartaði oft undan þeim sem héldu því fram að hún hefði ekki gert sér grein fyrir þýðingu staðfestu sinnar heldur einungis verið þreytt. Þvert á móti hafði barátta hennar fyrir bættum réttindum staðið lengi og því vissi hún nákvæmlega hvað hún var að gera. - shg ROSA PARKS ÞEKKTASTI STRÆTISVAGNAFARÞEGI SÖGUNNAR Rosa Parks sést hér í einum af strætisvögn- um Montgomery, þó ekki í ferðinni frægu. Samferðamaðurinn er ókunnur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandaríska baráttukonan Rosa Parks lést í Detroit á mánudagskvöldið, 92 ára að aldri: Reis upp með því að sitja sem fastast Vamos sokkin Neyðarsendir banda- rísku skútunnar Vamos fannst skammt undan strönd Grænlands. Menn telja því nokkuð víst að skútan sé sokkin. Í septemberlok bjargaði Landhelgisgæsl- an einum manni þegar skútan lenti í brotsjó en félagi hans fórst. Hann féll útbyrðis áður en þyrla og flugvél Land- helgisgæslunnar komu að. SJÓSLYS BRETLAND Bandarísk þingnefnd hefur sakað breska þingmanninn George Gall- oway um að hafa logið að sér þegar hann stað- hæfði eið- svarinn fyrr á þessu ári að hann hefði engar greiðsl- ur fengið í tengslum við olíusöluáætl- un Sameinuðu þjóðanna í Írak. Norm Col- eman, formaður nefndarinnar, segist hafa gögn sem sýni að Gall- oway og eiginkona hans hafi feng- ið sem nemur 36 milljónum króna í olíuúttektum frá írösku ríkis- stjórninni. Galloway harðneitar hins vegar þessum ásökunum og segir þær ómerkilegan áróður. Bandarísk þingnefnd: Galloway fékk fé frá Írökum GEORGE GALLOWAY Hann er sagður hafa þegið fé frá ríkisstjórn Saddams Hussein. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS SDSAFADASD Yfirmaður fíkniefnadeildar: Óheppilegt Með úrskurði Hæstaréttar fylgdi nákvæm greinargerð á heimasíðu rétt- arins þar sem meðal annars kom fram að lögregla teldi að ekki hefði verið lagt hald á öll þau fíkniefni sem send voru til landsins. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn ávana- og fíknefnadeildar lögreglunnar, telur að greinargerðin nákvæma hafi síst orðið til að greiða fyrir rannsókninni. „Þetta var ekki það sem við óskuðum okkur,“ sagði hann í gærkvöldi. Ásgeir vildi hins vegar ekki fullyrða hvort rannsókninni hefði þar með verið spillt. „Ég get nú kannski ekki lagt mat á það í sjálfu sér, en þetta var ekki heppilegt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.