Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 19
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL Í Vestmannaeyjum var einu sinni náttúruham- för og fólk fékk bara gos og hraun að borða í marga, marga daga! KRÍLIN Reykjavík 8.52 13.12 17.30 Akureyri 8.44 12.56 17.07 Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 26. október, 299. dagur ársins. Útivist er á leið í jeppaferð í Kerlingarfjöll um helgina. Lagt verður af stað klukkan átta um kvöldið. Ekið verður Kjalveg norður í Kerlingarfjöll og ef vel viðrar verður gengið að Kerlingargjá og Kerlingarfossi. Ferðin er fyrir breytta jeppa og má búast við skörum í ám og jafnvel snjó. Farar- stjóri verður Jón Viðar Guð- munds- son. wKomdu og skoðaðu líkamann er komið á vefsíðu náms- gagnastofnunar. Kennsluefnið samanstendur af nemenda- bók og fjölbreyttu námsefni með kennsluleiðbeiningum, leikjahugmyndum, verkefnum, sögum og fleiru. Í þessari bók sem einkum er ætluð nemend- um í 1. og 2. bekk er fjallað um gerð líkamans, starfsemi og þarfir. Yfirheiti bókarflokksins er Komdu og skoðaðu ... og við gerð efnisins var tekið mið af áherslum í námskrá í nátt- úrufræði og samfélagsgrein- um. Fjölmargar bækur eru í flokknum. Daður og deit er yfirskrift á námskeiði sem haldið er á vegum Mímis. Helga Braga mun á gamansaman hátt fjalla um samskipti kynjanna og mun leggja áherslu á að nemendur læri um allt það sem viðkem- ur því að daðra og fara og á stefnumót. Námskeiðið er haldið annað kvöld frá kl. átta til rúmlega tíu. LIGGUR Í LOFTINU [ Í NÁMI OG FERÐUM ] Friðrik Ingimundarson man eftir sér liggjandi yfir japönskum teiknimynd- um í bernsku. Síðar heillaðist hann af japanskri tónlist og japönskum bók- menntum og nú nemur hann japönsku við Háskóla Íslands. Friðrik er rúmlega tvítugur og er á sínu fyrsta ári í háskóla. Þegar hann er spurður hvers vegna japanskan hafi orðið fyrir val- inu svarar hann: „Ég hef oft verið spurður að því áður og hef komist að þeirri niður- stöðu að þættir í japanskri menningu hafi valdið því, svo sem bókmenntir, tónlist og kvikmyndir. Ég hef til dæmis dálæti á rit- höfundinum Mura Kami og kvikmyndum eftir Takashi Miike. Ég flutti með fjölskyldu minni til Bandaríkjanna og bjó þar í nokkur ár en ein af mínum minningum frá Íslandi er að ég lá yfir japönskum teiknimyndum.“ Nú drekkur Friðrik í sig þetta torræða mál og er beðinn að lýsa því aðeins. „Þetta er reyndar léttara en það virðist við fyrstu sýn. Ég var dálítið efins fyrst um að ég gæti lært þetta en nú er námið farið að ganga ótrúlega vel. Við rennum yfir japönskuna á eins mikl- um hraða og við komumst yfir. Svo lærum við japanska sögu og þriðja námsgreinin er samfélag og menning. Allt í allt tekur þetta eitt ár.“ Friðrik kveðst sjá þetta nám við háskólann fyrir sér sem stökkpall inn í frekari stúdíu og býst við að fara út til Jap- ans sem skiptinemi til að byrja með. Hvað framtíðin svo ber í skauti sér kemur í ljós. „Ég hef unnið svolítið sem stuðningsfulltrúi og þá komst ég að því að ég hef gaman af að kenna. Það gæti verið þörf fyrir eins og einn íslenskukennara í Japan. Annars ætla ég bara að fara þangað út og sjá til,“ segir hann að lokum. gun@frettabladid.is Japanskar teikni- myndir gáfu tóninn Friðrik býst við að fara út til Japans sem skiptinemi þegar náminu við HÍ sleppir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is KAJAKFERÐ Spennandi ævintýri bls. 2 SÁLUSORG Áhugavert námskeið bls. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.