Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 16
 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Klukkan átta í kvöld hefst minningardagskrá í íþrótta- hús inu á Flateyri vegna snjó flóðs ins hörmu lega sem fyrir tíu árum síðan kostaði tuttugu manns líf og olli gífurlegri eyði legg ingu á staðnum. Þá verður í Nes kirkju við Haga torg í Reykja vík bæna- stund á sama tíma. Búast má við að dagurinn verði mörgum Ön firð ingum erf iður enda hörm ung ar nar miklar sem flóð ið hafði í för með sér. „Þetta verður einföld bæna stund þar þem Önfirðingar hér á höfuð- borgar svæðinu koma saman til að minnast þeirra sem fórust í snjó flóðinu fyrir tíu árum síðan,“ segir séra Örn Bárður Jóns son, sem leiðir bæna stund ina í Nes- kirkju. Í íþróttahúsinu á Flateyri flytja heimamenn ásamt landsþekktum tónlistarmönnum tónlist, suma hverja frumsamda í tengslum við flóðið. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, flytur ávarp og lesin verða ljóð. Þá fer sóknarpresturinn á Flateyri, séra Stína Gísladóttir, með bæn. Að lokinni skipulagðri dagskrá í kvöld býður Ísafjarðarbær upp á kaffiveitingar. Þakka stuðninginn „Ósk Flateyringa er að sem flest- ir geti verið með þeim á minn ing- ar dag skránni. Þeir vona að hlýjar kveðjur og þakklæti berist þeim fjölmörgu sem veittu þorps búum lið fyrir tíu árum þegar náttúru- ham farir nar riðu yfir. Björgun- ar sveitar mönnum, Rauða krossi Íslands, þeim sem lögðu fé í lands- söfnun ina Sam hugur í verki og öllum öðrum sem studdu þá á erf- iðum stundum og við uppbyggingu eftir snjóflóðið“, segir í tilkynn- ingu frá undir búnings nefnd minn- ingar dagskrár innar, en að henni stendur minningar sjóður Flateyr- ar. Hann var stofnaður haustið 1996 og hefur meðal annars reist í bænum minningarstein um þá sem létust í flóðinu, séð um fram- kvæmdir við Minningar garð inn þar sem áður var byggð efst í þorp- inu og skipulagt kyrrðar- og minn- ingar stundir í Flateyrarkirkju 26. októ ber ár hvert frá 1996. Ljóst má vera að margir eiga um sárt að binda á þessum tíma- mótum, enda skilur mann skætt snjóflóð eftir sig djúp sár. Í við- tölum við fólk sem lenti í flóðinu kom fram að misjafnlega gengur að vinna úr áfallinu. Margir fluttu burt Nálægt því hundrað manns fluttu á brott frá Flateyri fyrstu mánuð- ina og árin eftir flóðið og nær allir þeir sem misstu nánustu fjölskyldu og ástvini. Í þeim hópi eru eðlilega þeir sem enn eiga hvað sárast um að binda enn þann dag í dag. Þeir sem enn búa á Flateyri minnast vitanlega hörmunganna með sorg í hjarta, en þar hefur töluvert uppbyggingarstarf verið unnið síðustu ár og flestir vongóð- ur um bjarta framtíð bæjarfélags- ins. Uppgangur er í fiskvinnslu og útgerð á staðnum og næga vinnu að fá. Þá hefur flust til staðarins mikið af erlendu verkafólki sem smám saman samlagast íslensk- um aðstæðum og tungumáli og er á góðri leið með að verða jafnmiklir Flateyringar og hver annar. Í þeim hópi eru meðal ann- ars einstaklingar sem taka þátt í endurbótum á gamla samkomu- húsi bæjarins við Grundarstíg, en þær tengjast félagslegri uppbygg- ingu sem íbúasamtök Flateyrar hafa staðið fyrir. VIÐ LEIT Í OKTÓBER 1995 Fjöldi björgunarmanna kom til Flateyrar eftir flóðið, en það gerði í kolvitlausu veðri. Eftir að það féll fór að hlána og hefur varla snjóað síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flateyringar minnast látinna FLATEYRI VIÐ ÖNUNDARFJÖRÐ Svona er útsýnið yfir bæinn í dag séð ofan af snjóflóðavarnargarði sem gerður var eftir flóðið 1995, sem fór yfir kirkjugarðinn og eyðilagði og hreif með sér hús þar sem nú getur að líta nýgerða autt svæði og nýgerða göngustíga. Þar verður svonefndur minningargarður og útivistarsvæði á eftir, en framkvæmdum er að mestu lokið utan að eftir er að planta meiri trjágróðri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Barcelona í október. Þú kaupir 2 sæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skrepptu til Barcelona og njóttu þess besta sem Spánn hefur að bjóða. Verð frá kr. 19.990 Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, út 31. okt. og heim 3. nóv. Netverð á mann. 2 fyrir 1 til Barcelona 31. október frá kr. 19.990 FRÉTTASKÝRING ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON olikr@frettabladid.is Þeim karlmönnum sem láta gera á sér ófrjósemisað- gerð hefur fjölgað mikið síðastliðin ár. Um fjörutíu pró- sent karla fara nú í slíka aðgerð en þetta hlutfall var aðeins fimm prósent fyrir tíu til fimmtán árum síðan. Hvernig er frjósemisaðgerð á körlum? Þvagfæraskurðlæknar gera þessar aðgerðir. Þær fara þannig fram að tvö fimm millimetra göt eru gerð á punginn og svo er farvegur sæðisfrumnanna aftengdur í gegnum götin. Aðgerðin tekur yfirleitt aðeins tuttugu mínútur og getur sjúklingur í flestum tilfellum valið á milli þess hvort hann vill svæðisdeyf- ingu eða svæfingu. Þar sem sæðisfrumur eru enn í sæðisfarveginum verða menn yfirleitt ekki ófrjóir fyrr en þremur vikum eftir aðgerð. Hvaða afleiðingar aðrar hefur aðgerðin? Þeir sem seinna á lífsleiðinni sjá eftir því að hafa farið í slíka aðgerð geta farið í aðra aðgerð þar sem þeir eru endurtengdir. Ekki er þó í öllum tilvikum víst að slík aðgerð beri tilætlaðan árangur en oftast verða menn frjóir í hálft ár eða svo ef þeir eru endur- tengdir. Menn sem hafa farið í ófrjósemisaðgerð fá sáðföll eins og aðrir þó sáðfrumurnar sjálfar vanti. Tilfinning- in er í flestum tilfellum eins og fyrir aðgerð. Hverjir fara í slíkar aðgerðir? Að sögn Guðjóns Haraldssonar þvagfæraskurðlæknis fara menn úr flestum öllum stöðum og stéttum þjóðfélagsins í slíkar aðgerðir. Flestir eru 35 ára og eldri og eiga flestir þeirra nokkur börn og hafa tekið ígrundaða ákvörðun í samráði við lífsförunaut sinn um málið. Við eðlilegar kringumstæður geta menn undir 25 ára aldri ekki látið gera þessa aðgerð á sér. FBL GREINING: ÓFRJÓSEMISAÐGERÐ Á KÖRLUM 25 ára aldurstakmark fyrir aðgerðina Félagsmálaráðherra hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna. Hverju myndi gæðavottun skila? Gæðavottun myndi þjóna tvennum tilgangi; sem trygging fyrir því að karlar og konur störfuðu á jafnréttisgrundvelli innan fyrirtækissins og myndi á sama tíma bæta ímynd félagsins út á við sem vinnustaðar þar sem jafnréttissjónarmið væru í hávegum höfð. Myndir þú beita þér fyrir því að fyrirtæki þitt sæktist eftir slíkri gæðavottun? Við hjá Air Atlanta Icelandic stefn- um að því að skara fram úr á öllum sviðum og í jafnréttismálum eins og öðrum. Við sjáum okkur hag í því að hafa jafnréttissjónarmiðin að leiðarljósi í rekstri fyrirtæksins og væri gæðavottun stórt skref í þá átt. Telur þú að kynbundinn launamun- ur sé til staðar í þínu fyrirtæki og hefur verið gerð könnun á því hvort svo sé? Hjá Air Atlanta Icelandic var framkvæmd slík könnun árið 2003 og sýndi hún að munur var á launum kynjanna innan fyrirtækisins. Vegna þess hversu langt er síðan könnunin var framkvæmd höfum við fullan hug á því að láta gera slíka könnun að nýju. SPURT OG SVARAÐ GÆÐAVOTTUN Á JÖFN LAUN Sjáum hag í jafnrétti HAFÞÓR HAFSTEINSSON Forstjóri flugflutningasviðs Avion group SVONA ERUM VIÐ Árshækkun launavísitölu í prósentum, miðað við síðustu tólf mánuði TÖLUR UM SNJÓFLÓÐIÐ • Flóðið féll úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri 26. október 1995. • Tvær lægðir höfðu myndast sunnan við land ið. Öflug hæð var yfir Grænlandi og gert hafði norðanáhlaup með fárviðri, mikilli úr komu og skaf renningi. • Flóðið var þurrt flekaflóð sem átti upptök sín uppi undir fjallsbrún. • Áætlaður massi snjóflóðsins nam um 150 þús und tonnum, en niður hlíðina komu yfir 300 þúsund rúm metrar af vindpökk- uðum snjó. • Fallhraði flóðsins var um fimmtíu metrar á sek úndu, um áttatíu kílómetrar á klukkustund. • Stærsta brotlína flóðsins var níutíu metra breið og fjórir metrar á þykkt. Þá er mesta þykkt flóðs ins áætluð tuttugu metrar, í gil- inu þar sem það kom niður fjallið. Flóðið var 450 metrar þar sem það var breiðast. JAN 6,6% MAR 6,5% MAÍ 6,6% JÚL 6,6% FEB 6,7% APR 6,7% JÚN 6,3% ÁGÚ 6,7% SEP 6,9%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.