Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 18
 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ein af áhrifamestu klisjum sam- tímans er sú að vegna hnattvæð- ingar atvinnulífs hafi ríki heims ekki lengur val um stjórnarstefnu heldur þurfi þau öll að keppast við að lækka skatta svo fjármagn og fyrirtæki flýi ekki land. Banda- ríski dálkahöfundurinn Thomas Friedman kallar þetta meinta ástand hina gullnu spennitreyju. Ríki heims eru að þessari hugsun í spennitreyju og verða að lækka skatta og skera niður velferðar- kerfi til að halda í fjármagnið. Gullin litur treyjunnar vísar til þess að þarna sé um að ræða hið heppilegasta ástand. Það hlýtur því að hafa komið mörgum á óvart að sjá nýlega frétt þess efnis að þau ríki heims- ins þar sem skattbyrðin er þyngst eru jafnframt þau lönd jarðar þar sem atvinnulífið er samkeppn- ishæfast. Hæstu skattar í heimi eru í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Belgíu. Þrjú þess- ara fimm landa voru í þremur af fjórum efstu sætunum í nýlegri alþjóðlegri könnun á samkeppn- ishæfni atvinnulífsins. Annað hinna, Noregur, fylgdi fast á eftir og það fimmta, Belgía, sem ekki lenti ofarlega er hins vegar í hópi þeirra ríkja sem laða til sín mesta erlenda fjárfestingu á hvern íbúa. Meirihluti fimmtán samkeppnis- hæfustu ríkja heimsins er í þeim litla hópi landa þar sem skatt- byrðin er til muna þyngst og oft miklu þyngri en á Íslandi. Að auki er Singapore á þessum lista. Þar eru skattar ekki háir en ríkið er hins vegar potturinn og pannan í öllu sem gerist í efnahagslífinu, bæði með því að reka sjálft mörg af stærri fyrirtækjum landsins og ekki síður í gegnum fjárfesting- arsjóði og almenn afskipti af upp- byggingu atvinnulífsins. Þetta þýðir auðvitað ekki að háir skattar séu einkar heppilegir fyrir atvinnulífið og laði að erlenda fjárfestingu, eða þá að ríki heims eigi að skipta sér af atvinnulífinu með þeim hætti sem stjórn Sing- apore gerir. Meðal samkeppnis- hæfustu landa eru líka ríki eins og Bandaríkin sem voru í öðru sæti á eftir Finnlandi og Japan þar sem skattbyrði er tiltölulega létt. Þetta þýðir hins vegar að þær einföldu klisjur sem menn endurtaka í sífellu um hina einu mögulegu stjórnarstefnu á tímum hnattvæð- ingar eru ekki upplýsandi. Ríki eiga val um stjórnarstefnu eins og vel sést á þeirri staðreynd að Sví- þjóð og Bandaríkin eru með álíka samkeppnishæft atvinnulíf. Menn geta því kosið sænska módelið ef þeim sýnist svo án þess að það bitni á atvinnulífinu. Hnattvæðingin hefur breytt öllum aðstæðum í atvinnulífi á jörðinni og þar með viðfangsefn- um og möguleikum ríkja heims. Þótt val þeirra sé miklu meira en oft mætti ætla af pólitískum umræðum hafa kostirnir breyst. Hnattvæðingin hefur til að mynda gert ríkjum heims ómögulegt að halda gangandi óskilvirku atvinnulífi án mikilli fórna. Einu mikilvægasta einkenni hennar má lýsa sem svo að aukið frelsi fjármagns hafi styrkt stöðu þess gagnvart staðbundnu vinnuafli. Þetta er vegna hnattvæðingar fjármagnsmarkaða, minni hindr- ana í vegi erlendra fjárfestinga og stórbætts upplýsingaflæðis með nýrri samskiptatækni. Eig- endur fjármagns geta ávaxtað fé sitt í hundrað löndum. Fyrirtæki í sífellt fleiri greinum hafa líka að verulegu leyti losnað undan helsi landafræðinnar og geta nú stað- sett starfsemi sína, eða einstaka hluta hennar, eftir hentugleik- um. Þeir sem selja vinnu sína eru hins vegar yfirleitt öllu bundnari við heimahaga. Rót vandamála í atvinnulífi samtímans er þó enn frekar að flestir eru bundnir við það sem þeir lærðu fyrir löngu. Þess vegna eykst launamunur og störf tapast. Milljónir manna hafa misst vinnu í Vestur-Evrópu á fáum árum vegna flutnings á starfsemi til ann- arra heimshluta. Evrópa hefur hins vegar hagnast stórlega á hnattvæð- ingunni. Vandamálið er því sértækt en ekki almennt. Svarið liggur ekki í almennri efnahagsstefnu heldur í umbótum á menntakerfi og vinnu- markaði. Ástæðurnar fyrir því að háskattalönd Evrópu eru svo sam- keppnishæf eru góð menntakerfi og heilbrigðiskerfi sem tryggja skilvirkt vinnuafl. Leiðin til að draga úr atvinnuleysi er að gera menntakerfin enn betri. Þar er samkeppnisforskot Evrópu og því kallar hnattvæðingin ekki endilega á lága skatta heldur á enn betri menntakerfi. Háir skattar eru auð- vitað ekki heppilegir. Ef valið stend- ur hins vegar á milli lágra skatta og stórum betra menntakerfis gefur reynslan skýrar en kannski að ein- hverju leyti óvæntar vísbendingar. Verðbólguspár Ungur hagfræðingur, Jón Steinsson, skrifar um verðbólguhorfur í vefritið Deigluna: „Allir þeir sem birta verð- bólguspár á Íslandi virðast sammála um að verðbólguhorfur séu slæmar næstu tvö árin. Flestir spá því til dæmis að verðbólga verði á bilinu 3,5-4% á næsta ári“. En er sú mynd sem Seðlabankinn og markaðsaðilar hafa dregið upp kannski of dökk? Jón bendir á að hækkun hús- næðisverðs hafi átt stærstan þátt í því að verðbólga hafi verið jafn há og raun ber vitni síðustu misseri. Hann telur líklegt að verðið „hætti alveg að hækka og taki að lækka hægt og rólega“. Bendir í því sambandi á að síðustu tvo mánuði hafi verulega dregið úr hækkunum. Lækkun húsnæðisverðs Jón skrifar: „Segjum sem svo að húsnæðisverð hætti að hækka núna á haustmánuðum og taki að lækka um svo sem 5% á ársgrundvelli á næsta ári. Þá munu vísitöluáhrif hækkunar húsnæðisverðs fara úr því að vera 3,4% í það að vera mínus 0,8%. Slík umskipti myndu þýða að verðbólga myndi lækka talsvert niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans að öllu öðru óbreyttu. Lækkun á verði húsnæðis myndi því veita Seðlabankanum talsvert mikið svigrúm til þess að leyfa krónunni að lækka án þess að verðbólga verði of há. Mikið meira svigrúm en flestir markaðsaðilar virðast gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hafa.“ Íþyngir heimilum Ekki er víst að almenningur hafi ástæðu til að fagna þessum breytingum þótt þær teljist góðar fyrir hagkerfið. Þær munu koma illa við fjárhag margra heimila. „Jafnvel mjög hæg lækkun á verði húsnæðis myndi hafa verulega neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu margra heimila sem keypt hafa húsnæði að undanförnu með lánum upp í topp. Og á sama tíma væri verð á innflutt- um nauðsynjavörum að hækka þar sem gengi krónunnar væri að lækka. Þessi þróun gæti leitt til samdráttar í einkaneyslu sem myndi draga enn úr nauðsyn vaxtahækkana og ef til vill leiða til þess að Seðlabankinn þurfi að hefjast handa við að lækka vexti mun fyrr en nú er talið líklegt“, skrifar Jón Steinsson. gm@frettabladid.is Hnattvæðing og velferðarkerfi Í DAG HNATTVÆÐING JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Þetta þýðir hins vegar að þær einföldu klisjur sem menn endurtaka í sífellu um hina einu og mögulegu stjórnar- stefnu á tímum hnattvæðingar eru ekki upplýsandi. Tæpast verður sagt að nýafstaðinn ársfundur Alþýðusam-bands Íslands hafi einkennst af miklum lúðrablæstri. Þótt ýmis mikilvæg málefni væru til umfjöllunar fór þing þessara fjölmennustu samtaka landsins ekki hátt í fjölmiðlum eða þjóðfélagsumræðunni. Ýmsum kann að virðast það enn ein vísbendingin um veika stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Sem kunnugt er heyrast iðulega um það raddir að hreyfingin sé ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri daga þegar verkfallsvopninu var beitt ótæpilega og verkalýðsforingjar gerðu sig breiða gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Fréttir af erfiðleikum verka- lýðssamtakanna í viðureign við ýmis ný fyrirbæri á vinnumark- aði, svo sem starfsmannaleigur, hafa verið nefndar sem dæmi um vanmátt hreyfingarinnar og jafnvel hnignun. Þessar umræður eru á misskilningi byggðar. Íslensk verka- lýðshreyfing er enn sterkt og þróttmikið afl í þjóðfélaginu. Frá þjóðarsáttinni í lok níunda áratugarins hefur hún hins vegar tamið sér önnur vinnubrögð, friðsamlegri og fagmannlegri, en forðum daga. Þessi vinnubrögð hafa leitt til þess að hún hefur náð meiri árangri í þágu launafólks en nokkru sinni áður í sögu sinni. Þau hafa ekki gert hana veikari heldur sterkari. Það er enginn áfellisdómur yfir verkalýðshreyfingunni eða merki um veikleika hennar að hún hafi ekki náð að finna ásætt- anlega niðurstöðu í deilunum um starfsmannaleigur sem nú ber mjög hátt hér á landi. Hafa ber í huga að þetta er nýtt fyrir- brigði á íslenskum vinnumarkaði sprottið af löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins og sérstökum tímabundnum aðstæðum í íslensku atvinnulífi. Í þjóðfélagi þar sem menn ljúka deilum og leiða ágreiningsefni til lykta með rökræðum, samkomulagi og málamiðlunum er eðlilegt að það taki nokkurn tíma að finna ásættanlega niðurstöðu þegar áður óþekkt viðfangsefni koma til úrlausnar. Fráleitt er að ræða málefni starfsmannaleiganna eins og um sé að ræða eitthvert aðskotadýr sem flæma verði brott úr líf- ríki landsins með öllum ráðum. Þetta er að ýmsu leyti hentugt og hagkvæmt fyrirkomulag. Framhjá því verður ekki horft að vinnuafl sem þær hafa flutt hingað til lands hefur haft þýðingu í þá átt að skapa meira jafnvægi á vinnumarkaði á tíma stórfram- kvæmda en ella hefði orðið. Og þær hafa með óbeinum hætti haldið aftur af verðhækkunum á ákveðnum sviðum. Hitt er rétt að hvorki innlendum né erlendum starfsmanna- leigum á að líðast að brjóta lög og reglur sem gilda á íslensk- um vinnumarkaði. Viðbrögð íslenskra verkalýðssamtaka þegar grunsemdir hafa vaknað um slíkt, eins og til dæmis á Kára- hnjúkasvæðinu, hafa verið ákveðin og kraftmikil. Þau hafa leitt til þess að nefnd á vegum félagsmálaráðherra kannar nú grund- völl þess að setja sérstök lög um starfsmannaleigur. Það er ekki öfundsvert að standa í fótsporum þeirra atvinnurekenda sem verja verða málstað sinn gagnvart ásökunum um að fara á svig við gildandi kjarasamninga í landinu. Í þeirra augum er verka- lýðshreyfingin ekki veik heldur sterk og samhent - og það er rétt mat. Augu þessara atvinnurekenda munu opnast fyrir því að til lengri tíma litið er farsælla fyrir þá sjálfa að virða leikreglur vinnumarkaðarins og eiga gott samstarf við verkalýðshreyfing- una en að fara á svig við reglurnar og víkja sér undan samstarfi við stéttarfélögin. SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Íslensk verkalýðshreyfing er ekki veik. Sterk hreyfing og þróttmikil AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.