Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 17 S K O Ð U N Búist er við því að dragi úr verð- bólgu í nóvember frá því í októ- ber. „Greiningardeild Kaupþings spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember. Ef að spáin gengur eftir mun heldur draga úr verðbólguhraðanum og 12 mánaða verðbólga mun fara niður í 4,5%. Fasteignaverð og eldsneytisverð eru þeir tveir lið- ir vísitölunnar sem munu hafa mest áhrif á vísitöluna að þessu sinni.“ Fasteignaverð hefur drifið verðbólgu áfram og enn er búist við að fasteignaverð kyndi undir verðbólgu. „Eftir sem áður eru rætur verðbólgunnar enn að leita í hækkandi fasteignaverði. Dreg- ið hefur verulega úr þenslu á fasteignamarkaði og virðist flest benda til þess að sú eftirspurnar- alda sem leystist úr læðingi í kjölfar innkomu bankanna á fast- eignalánamarkaðinn sé að mestu gengin yfir. Hækkunarhraði fast- eigna hefur farið úr um 4% á mánuði síðastliðið vor niður í 1%, en í september síðastliðnum hækkaði fasteignaverð um 0,9%. Hækkun fasteignaverðs mun að þessu sinni leiða til um 0,15% hækkunar á vísitölu neyslu- verðs,“ segir greiningardeild KB banka. „Verð á bensíni og díselolíu hefur lækkað um 4 krónur og 50 aura hjá olíufélögunum það sem af er mánuðinum. Líklegt er að bensínverð lækki jafnvel enn meira, en mjög skörp lækkun hefur verið á heimsmarkaðs- verði á bensíni í mánuðinum. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur ekki verið lægra síðan í júlí og er nú 567 dollarar tonnið.“ „Matvælaverð hefur hækkað látlaust síðan í maí síðastliðnum. Greiningardeild reiknar með að óveruleg hækkun verði á mat- vælaverði nú að undanskyldri hækkun á kjötvörum. Að öllum líkindum munu vera litlar verð- breytingar á öðrum neysluvörum sem mun hafa óvarleg áhrif á vísitöluna.“ Minnkandi verðbólga í nóvember Fjármögnun í takt við þínar þarfir H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip Við viljum að þú náir árangri Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is “Vi› vitum a› me› réttum tækjum og tólum eiga vi›skiptavinir okkar meiri möguleika a› ná árangri í sinni starfsemi. Okkar markmi› er a› a›sto›a flá til gó›ra verka enda vitum vi› a› velgengni okkar byggist á velgengni vi›skiptavinanna.“ Gu›rí›ur Ólafsdóttir Yfirma›ur fyrirtækjasvi›s Rólegur á meltunni Ég hef stundum heyrt menn efast um að Straumur hafi leiðir til þess að losa sig út úr stórum stöðum. Nýlega seldu þeir hlut sinn í Icelandic Group og þar með sannaði Þórður Már enn einu sinn að hann er flinkur að losa sig út úr stórum fjárfesting- um. Ég held að þetta hafi verið frábær viðskipti hjá honum. Nú er Straumur bara með eina stóra stöðu á innlenda markaðn- um sem er í Íslandsbanka. Ég er handviss um að nú er búið að teikna upp lokakaflann í því spili. Straumur mun selja innan skamms og FL Group sem verður með mikla fjárfestingagetu eftir hlutafjárútboð mun koma í meira mæli inn í bankann, ásamt Baugi. Þetta verður örugglega ekki alls staðar vinsælt, en er örugglega fínt fyrir bankann sem virðist í ágætum málum þessa dagana. Ég ætla líka að setja nokkrar kúlur á FL Group, en ég ætla að eiga svolítið í viðbót sem ég hef tilbúið í frekari fjárfestingu í fé- laginu þegar ég sé betur hvert stefnir hjá Sterling. Ég hef samt fulla trú á Almari og Pálma. Þeir eru seigir í því sem þeir eru að gera. Vilhjálmur Bjarnason er afar tortrygginn á þessi kaup. Hann var líka mjög tortrygginn á Eim- skip þegar Kolkrabbinn féll. Þá keypti ég á fullu og hef sennilega keypt bréfin hans Villa í Eimskip. Ég græddi á því, en það getur vel verið að hann hafi grætt meira á einhverjum öðrum fjárfesting- um. Mér er alveg sama um það hvað aðrir græða. Það hefur aldrei haldið vöku fyrir mér. Vilhjálmur selur örugglega bréfin sín í Íslandsbanka ef Hannes og Jón Ásgeir kaupa stóran hlut í bankanum. Þá hugsa ég bara að ég endurtaki leikinn og kaupi bréfin hans. Það er nóg eftir á íslenska markaðnum og rífandi gengis- hagnaður af erlendu skuldunum. Það verður ekkert til sparað um jólin hjá mér og rjúpur í matinn hvað sem það kostar. Mér er al- veg sama þótt einhver veiðikall- inn græði helling á því að selja mér rjúpuna. Ég er vel aflögufær þessa dagana og ligg rólegur á meltunni þótt aðrir græði. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Eftir sem áður eru rætur verðbólgunnar enn að leita í hækkandi fasteignaverði. Dregið hefur verulega úr þenslu á fasteignamarkaði og virðist flest benda til þess að sú eftirspurnaralda sem leystist úr læðingi í kjölfar innkomu bankanna á fasteignalánamarkaðinn sé að mestu gengin yfir. Hækkunarhraði fasteigna hefur farið úr um 4% á mánuði síðastliðið vor niður í 1%, en í september síðastliðnum hækkaði fasteignaverð um 0,9%. 16-17 Markadur lesið 25.10.2005 15:17 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.