Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 70
 26. október 2005 MIÐVIKUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 krukka 6 bardagi 8 struns 9 æxlunarkorn 11 dreifa 12 ríki í Mið- Afríku 14 kalkkennt híbýli sjávardýra 16 berist til 17 leyfi 18 meðvitundarleysi 20 hreyfing 21 atlaga. LÓÐRÉTT 1 gól 3 guð 4 sérstakur bor 5 skjön 7 landbúnaðartæki 10 hljóðfæri 13 heyskaparamboð 15 svífa 16 augn- hár 19 á fæti. LAUSN LÁRÉTT: 2 krús, 6 at, 8 ark, 9 gró, 11 sá, 12 gabon, 14 kóral, 16 bt, 17 frí, 18 rot, 20 ið, 21 árás. LÓÐRÉTT: 1 gagg, 3 ra, 4 úrsnari, 5 ská, 7 traktor, 10 óbó, 13 orf, 15 líða, 16 brá, 19 tá. Októberbíófest hefst í kvöld. Opn- unarmyndin Drabet verður frum- sýnd en hún hlaut kvikmynda- verðlaun Norðurlandaráðs í ár. Leikstjóri myndarinnar, Per Fly, verður viðstaddur sýninguna en hann mun veita verðlaununum viðtöku í Borgarleikhúsinu áður. „Sala á pössum hefur gengið vel og það eru örfáir eftir. Afgangspassar verða væntanlega fluttir út í kvik- myndahúsin í dag,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, einn aðstandenda hátíðarinnar. Hann segir jafnframt að hátíðin hafi fengið góðar viðtök- ur en þema hátíðarinnar er danskt. Auk opnunarmyndarinnar verður Adam‘s Æbler sýnd en hún fékk frábæra dóma. Aðrar myndir eru Pusher 2 og 3 og Indkasso sem er í takt við Snatch. „Þá verður gaman- myndin Solkongen einnig sýnd en hún fjallar um fertugan lesblindan hreinan svein sem fer að vinna á sólbaðsstofu hjá moldríkri fegurð- ardrottningu,“ segir Ísleifur. Hápunktur hátíðarinnar verður þó án nokkurs vafa koma Quent- in Tarantino en það hefur fengist endanlega staðfest að hann kemur. Verður leikstjórinn viðstaddur heimsfrumsýningu Hostel eftir Eli Roth. „Ég var einu sinni á Cannes-hátíð með honum og það er alveg sama hvað stórstjarna er í nágrenni við hann, Tarantino er alltaf í sviðsljósinu.“ Það má reikna með að leikstjórinn setji sinn svip á Reykjavík um miðjan nóvember. - fgg TARANTINO Leikstjóri Kill Bill-myndanna og Pulp Fiction kemur hingað til lands um miðjan nóvember. Hann þykir með eindæmum litríkur persónleiki. Danskar myndir og Tarantino Var að prjóna skíðapeysuna Já, ég er alveg tilbúin. Ég vil bara fá snjó svo ég geti komist á skíði. Ég var að enda við að prjóna skíðapeysuna. Mér líkar ósköp vel við veturinn og finnst hann renna nokkuð ljúft inn, ósköp fallegt veður. Ég vildi bara óska að ég gæti farið á skíði. ANNA MARGRÉT ELÍAS- DÓTTIR GARÐYRKJU- FRÆÐINGUR. Bjartsýn eftir ræktina Já, það er ég sko. Ég hlakka alltaf mikið til vetrar. Reyndar var ég að koma úr ræktinni og maður er alltaf svo bjartsýnn eftir ræktina. En ég vil helst hafa mikinn snjó og ég er mikið jólabarn. Jólafiðring- urinn sjálfur er þó ekki alveg mættur en hann kemur seinna. ÞÓRUNN LÁRUSDÓTTIR LEIKKONA. Bíður spenntur Já, ég er alveg tilbúinn fyrir hvað sem er. Ég er nú að norðan og bíð þess vegna spenntur eftir vetrinum. Ég er ekkert að bíða eftir að komast á skíði en ég held samt að það verði gott þegar snjórinn kemur því þá birtir svo yfir öllu. ARNAR GRANT LÍKAMS- RÆKTARKAPPI. ÞRÍR SPURÐIR Ertu tilbúin(n) fyrir komu vetrarins? HRÓSIÐ ...fær Kristjón Kormákur Guð- jónsson fyrir nýjustu bók sína, Frægasti maður í heimi. Einar Bárðarson, framkvæmda- stjóri Concert, er um þessar mund- ir staddur í London þar sem hann dvelst um stundarsakir. Tilgangur ferðarinnar er að vinna fyrir nýja skjólstæðinginn, óperusöngkon- una Kiri Te Kanawa, auk þess sem hann er að skoða heppilega lista- menn sem gætu sótt landann heim á næstu misserum. Umboðsmaðurinn vildi ekkert gefa upp hverjir væru líklegir enda geta plön um tónleika breyst án nokkurs fyrirvara. Það er þó ekki það eina sem Einar er að vinna að. Fyrr á þessu ári var greint frá því að stúlkna- sveitin Nylon væri jafnvel á leið- inni í víking og hygðust á frek- ari landvinninga. Einar sagðist ekki vera búinn að landa neinum samningi við stórt plötufyrirtæki en viðurkenndi að hann væri að þreifa fyrir sér í höfuðborg Eng- lands. „Það líst öllum mjög vel á þær. Bæði Pussycat Dolls og Sugababes hafa sannað tilveru- rétt stúlknahljómsveita með því að eiga toppsætið hér undanfarna mánuði,“ útskýrir hann og telur að Nylon eigi vel heima þar á meðal. Veit þó sem er að hann er ekkert að vinna neitt frumkvöðlastarf sem slíkt. „Það hafa komið fram stúlknasveitir síðan Supremes voru og hétu,“ segir hann og hlær. Einar tekur þó fram að engir stór- samningar séu í höfn þó að hann hafi stigið niður fæti í Leifsstöð. Stúlkurnar eru þó ekki einu skjólstæðingar Einars sem erlend útgáfufyrirtæki hafa sýnt áhuga. Að sögn umboðsmannsins hafa prufur Garðars Thór Cortes mælst ótrúlega vel fyrir. Um er ræða klassíska popplötu sem Einar segir þó að halli frekar á klassísku hlið- ina. Hún sé því óvenju þung ef svo má segja. „Það liggur við að menn vilji læsa mig inni á skrifstofu þangað til að þeir hafi náð samn- ingi við mig,“ segir hann og við- urkennir að sambönd hans vegna Kiri hafi hjálpað honum mikið. Einar telur að þetta sé ein metnað- arfyllsta plata sem fyrirtækið hafi lagt út í. „Óskar Einarsson útsetur og Friðrik Karlsson stjórnaði upp- tökum. Hann flaug með upptök- ur til Bratislava í Slóvakíu og lét þarlenda Sinfóníuhljómsveit spila undir,“ segir Einar en platan er væntanleg til landsins 10. nóvem- ber. freyrgigja@frettabladid.is EINAR BÁRÐARSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI CONCERT EHF. EINAR BÁRÐASON: NYLON OG GARÐAR THÓR SKOÐUÐ ERLENDIS Er ekki búinn að landa neinum stórsamningum FÓLK Í FRÉTTUM Það er enginn annar en Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem verður gestur Strákanna á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir að vera einn ríkasti maður landsins fær forstjórinn enga sérmeð- ferð. Hann þarf líkt og aðrir gestir þátt- arins að gangast undir áskorun þar sem gúmmíteygja kemur við sögu auk þess sem farið verður í skrifstofstólakappakst- ur. Þá mun Jón svara hraðaspurningum um það sem kemur fyrst upp í hugann á honum. Þeir Auðunn, Sveppi og Pétur sleppa forstjóranum heldur ekkert við spurningum um Baugsmálið. Kastljósritstjórinn Þórhallur Gunnars-son mun um miðjan næsta mánuð frumsýna nýja heimildarmynd um rann- sóknarferð Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs, um undirheima Reykjavíkur. Verður hún fyrst sýnd sem boðsýning í Háskólabíói þann 11. nóvember en svo í Ríkissjónvarpinu í kringum 15. nóvem- ber. Heimildarmyndin þykir ansi harð- snúin en hún á að bregða upp mjög raunverulegri mynd af því umhverfi sem undirheimar höfuðborgarinnar eru. Þá verður rætt við einstaklinga sem tjá sig um reynslu sína á mjög opinskáan hátt. Hildur Vala Idol-stjarna hefur sungið lag við myndina sem þegar er farið á hljóma á öldum ljós- vakans. Mun þar kveða við nýjan tón í tónlist- arstefnu söng- fuglsins sem hingað til hefur verið þekktari fyrir ballöður um ástina, en lagið er í rokkaðri kantinum. NYLON-FLOKKURINN Kannski munu þær ná að slá í gegn á erlendri grundu og verða jafn frægar og Sugababes. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.