Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 37
Julian Graves Iceland Woodward Booker Goldsmiths Hagar Innn Tæknival Iceland Express Sterling skuldbindingar gagnvart þeim þúsundum farþega sem voru búnir að kaupa miða. Okk- ur tekst að snúa þessu við á tiltölulega stutt- um tíma. Það er ástæða að taka það fram að í ár var meðalverðið í júlí, sem er stærsti far- gjaldamánuðurinn, var ellefu krónum lægra í krónum talið en sama mánuð árið áður. Þetta kom fram í hagræðingu en ekki í verðhækk- unum. Við nýttum fjárfestinguna betur. Hagnaður Iceland Express verður um tutt- ugu prósent af veltu á þessu ári sem gerir það að öflugu félagi.“ Pálmi segir nákvæmlega það sama vera að gerast í Sterling. „Við komum inn af miklum krafti. Það voru tvö hundruð skrifstofustarfs- menn í Sterling og fjögurhundruð í Maersk. Þegar búið er að sameina félögin verða 230 í þessum störfum og þessir starfsmenn eru á bak við fimm milljónir farþega í stað þess að vera á bak við tvær milljónir farþega. Það segir sig sjálft að hagræðingin er út um allt. Við erum búnir á þessum stutta tíma að gera samninga við alla helstu aðila og selja frá okkur fraktstarfsemi. Við erum undir forystu Almars Arnar Hilmarssonar, forstjóra Sterling, á undan áætlun með markmið okkar í Sterling sem við lögðum upp með árið 2004, en enginn frétti af því fyrr en á þessu ári.“ VANDRÆÐI MEÐ TÆKNIVAL Pálmi segir rætur þess að hann sæki í fyrir- tæki sem eiga í basli liggja í mastersnámi hans í rekstrarhagfræði. „Þetta er svokölluð járnkarlaáhrif. Maður nær ofboðslega mikilli ávöxtun á peningana ef manni tekst að snúa við svona rekstri. Sama gildir um félög á byrj- unarstigi, ef það tekst sem maður ætlar sér þá er hægt að ná ótrúlegri ávöxtun. Mottó okkar Jóhannesar er að snúa ekki baki við þeim fé- lögum sem við tökum að okkur, jafnvel þótt við lendum í vandræðum.“ Pálmi segir að eina dæmið þar sem það hafi orðið raunin sé Tæknival. „Tæknival var skráð félag þegar við keyptum það og það var ekki hægt að fara í áreiðan- leikakönnun. Það kom í ljós að staðan var verulega slæm og félagið hefði ekki staðist nokkra rannsókn í neinu ríki Evrópu og þótt neðar sé far- ið.“ Pálmi segir að ekki hafi verið hlaupist frá því verk- efni. „Ég er enginn sérstak- ur áhugamaður um tölvur og bíð bara eftir rétta augna- blikinu með að fara út úr Tæknivali.“ SÁRINDI Í GRÆNMETINU Það hefur fylgt Pálma lengi að sjá tækifærin þar sem aðrir sjá tóm vandræði. Hann kom beint úr námi og tók við stjórninni í Sölufé- lagi garðyrkjumanna. „Eigið fé var neikvætt um hundrað milljónir og skuldir hálfur milljarður og ég er að tala um tölur árið 1991. Tapið var hundrað milljónir á ári. Árið eftir er tíu milljóna króna hagnaður og síðan er afkom- an þrjátíu til fimmtíu millj- ónir á ári. Síðan hundrað milljónir eftir að við kaupum Banana og þrjúhundruð milljónir eftir að við kaupum Ágæti.“ Þarna var Pálmi ekki eigandi og vann fyrir bændurna. „Það var sárt þegar Samkeppnisstofnunarmálið kom upp að þá vildi enginn kannast við mann.“ Pálma hefur oft verið nuddað upp úr grænmetissamráðinu. „Mér þykir það mjög óþægilegt. Ég tel að ég hafi aldrei fengið rétt- mæta gagnrýni í því máli. Það er sjálfsagt að gagnrýna samráð en menn þurfa að skoða heildarmyndina. Menn sitja í landbúnaðarráð- neytinu og ákveða verð á mjólk. Þetta var hluti af landbúnaðarkerfinu og það voru sennilega mistök hjá okkur að sækja ekki um undanþágu frá þessu miðað við kringumstæð- urnar.“ GOTT SAMSTARF VIÐ GÖMLU HLUTHAFANA Pálmi og Jóhannes keyptu hlut í Flugleiðum þegar gengið var í kringum tvo. „Við fórum til bankanna og spurðum hvort þeir vildu fjár- magna okkur í hugsanlegri yfirtöku. Við höfð- um hug á að bjóða í bréf Burðaráss burtséð frá því hvort þeir myndu selja eða ekki. Bank- arnir höfðu ekki meiri trú á þessu en svo að þeir voru ekki tilbúnir að lána okkur meira en fimmtíu prósent. Ári seinna var gengið komið í sex. Út á þetta gengur þetta; að sjá tækifær- in á undan öðrum.“ Ráðandi meirihluti í stjórn Flugleiða var á þeim tíma eigendur og for- svarsmenn Eimskipafélagsins, fulltrúar ráð- andi afla í viðskiptalífinu. Pálmi segir sín sjónarmið hafa fengið hljómgrunn. „Ég fékk alveg að njóta mín. Þeir tóku mér vel allir þar og ég átti góð samskipti við stjórnarformann- inn Hörð Sigurgestsson og Sigurð Helgason forstjóra. Þetta var virkilega gaman og ég lærði mikið. Mér fannst stjórnendurnir mjög framarlega í viðskiptahugsun og mjög akademískir. Enda tókst vel upp. Ég var í stjórn Flugfélagsins þar sem okkur tókst að snúa við rekstrinum. Mér þykir mjög vænt um Flugleiðir enda finnst mér ég vera að koma heim núna, þegar ég kem aftur í hlut- hafahópinn.“ GÚRKUKALL ÁN JÓNS Pálmi hóf doktorsnám en hraði viðskiptanna heillaði hann meira en akademían. Breyting- ar á viðskiptaumhverfinu eru miklar frá því að hann kom í grænmetið eftir námið. „Þetta eru gríðarlegar breytingar og þar stendur einn maður upp úr sem er Jón Ásgeir Jóhann- esson. Það er búin að vera hrein unun að fylgjast með honum í útrásinni. Ég hefði aldrei orðið neitt nema gúrkukall á Íslandi ef ég hefði ekki kynnst honum. Ég hef lært meira í viðskiptum af því að vinna með hon- um en í öllu mínu námi, Hann er séní í við- skiptum drengurinn og á við margar við- skiptagráður.“ Pálma finnst sorglegt að Jón Ásgeir hafi ekki notið ávaxtanna af Arcadia. „Philip Green var að greiða sér 130 milljarða í arð úr Arcadia. Hver var það sem hefði eignast þetta félag ef þessi uppá- koma hefði ekki átt sér stað, þegar ýmsir forystumenn í íslensku samfélagi ýttu á op- inber yfirvöld að fara í þessa rannsókn. Jón Ásgeir lét ekki vindinn ýta sér útaf heldur hélt áfram og fór í næstu at- rennu. Það mun enginn beygja hann. Þetta gera bara snillingar.“ Pálma er mikið niðri fyrir. „Þeir eiga að skammast sín, hvort sem þeir heita Kjartan Gunnarsson, Björn Bjarnason eða Styrmir Gunnarsson sem hefur mis- notað íslenska fjölmiðla manna mest.“ Pálmi segir að salan á Sterling hafi verið sér erfið. „Ég hafði undirbúið þetta lengi og sé miklu meiri tæki- færi í þessu. Ég tel að það væri hægt að fá miklu hærra verð fyrir Sterling en ég seldi það á ef viðskiptamód- elið heppnast.“ Hann sækir kort sem sýnir flugleiðir Sterling frá helstu borgum Norðurlanda. Hann bendir á að línurnar milli Norðurlandaborganna vanti. „Þarna eru tækifæri. EasyJet og Ryanair eru að taka mest á þessum stuttu leiðum. Innan við klukkutíma flug. Ég sá fram á að með því að fljúga þarna á milli mætti tvöfalda far- þegafjöldann.“ Hann segir að evrópsk lággjaldafélög eigi mikið eftir til að ná þeim bandarísku í um- fangi. „Norðurlöndin eiga svo ennþá lengra í land. Það eru mikil tækifæri þarna.“ HEJ JEG HEDDER PÁLMI Hann segir það hafa verið stolt eigenda Sterl- ing og Maersk að láta félögin ekki fara á hausinn í sínum höndum. „Bæði félögin voru í eigu mjög fullorðinna manna sem eru við það að fara í stóra ferðalagið. Báðir meðal ríkustu manna Norður-Evrópu.“ Pálmi segir marga fjárfestingasjóði hafa reynt að kaupa, en einhvernveginn hafi þeir ákveðið að láta litla karlinn frá Íslandi fá þetta. En hvernig kemst maður að samningaborðinu til að kaupa eitt stykki flugfélag? „Það er einfalt. Það er bara að hringja í 114 og biðja um síma- númerið hjá Fred Olsen og segja: Hej jeg hedder Pálmi Haraldsson. Svo fer maður í næstu flugvél og hittir manninn.“ Þar með voru hafnar viðræður um kaup á Sterling sem tóku drjúgan tíma, en hafa þegar skilað þeim félögum Pálma og Jóhannesi góðum ávinningi. Pálmi er enn á fleygiferð. „Ég er mjög þakklátur fyrir að vera að fást við það sem ég hef áhuga á. Þau verkefni sem ég er með á borðinu í dag finnst mér vera þau mest spennandi sem ég hef tekið þátt í.“ Viðskipta- lífið er á fleygiferð. „Hér er spilaður sóknar- bolti og sjálfsagt tíu til tuttugu útrásarverk- efni á teikniborðinu í íslensku viðskiptalífi. Mér finnst liggja í loftinu að menn bíði eftir að eitthvað mistakist. Ég finn fyrir þessu í Danmörku og líka á Íslandi. Auðvitað mun eitthvað mistakast en menn eiga ekki að hlakka yfir því. Staðreyndin er sú að ekkert stórt verkefni hefur klikkað hingað til og von- andi verður langt í að það gerist.“ MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 13 Ú T T E K T arlinn F É L Ö G S E M F O N S Á S T Ó R A N H L U T Í fjárfestingarfélögum sínum. raldsson í kjölfar sölu félag- m og mikil tækifæri í Sterling. HVERGI NÆRRI HÆTTUR Pálmi Haraldsson ætlar að fylgja Sterling eftir og koma í hluthafahóp FL Group. Hann segir spennandi verkefni á sínu teikni- borði sem geti orðið að fréttum á árinu 2006. Félagið var gjaldþrota þegar við tókum við því og hefði ekki get- að staðið við skuld- bindingar gagnvart þeim þúsundum far- þega sem voru búnir að kaupa miða. Okkur tekst að snúa þessu við á tiltölulega stutt- um tíma. ... Hagnaður Iceland Express verð- ur um tuttugu prósent af veltu á þessu ári sem gerir það að öfl- ugu félagi. Fr ét ta bl að ið /V ilh el m 12_13_Markadur lesið 25.10.2005 15:16 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.