Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 67
MIÐVIKUDAGUR 26. október 2005 31 Í BOÐI ER: » FERÐ FYRIR 2 Á MANC HESTER UTD - C HELSEA * » PLAY STATIO N TÖLV UR » PRO E VOLUTI ON SOC CER » FOOT BAL MA NAGER 2006 » LJÓS ATÍMAR FRÁ LIN DARSÓ L » FULLT AF TÖL VULEIK JUM » KIPPU R AF CO CA COLA OG MAR GT FLEI RA. SMS LEIKUR GRAS.IS BÝÐUR ÞÉR OG VINI ÞÍNUM TIL AÐ SJÁ MANCHESTER UTD. - CHELSEA 6.NÓV. Á OLD TRAFFORD SENDU SMS SKEYTIÐ JA VAS Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. VIÐ SENDUM ÞÉR 2 SPURNINGAR. ÞÚ SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ JA A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900. Í BOÐI GRAS.IS M ANCHESTER UNIT ED - CHELSEA 9. hver vinnur aukavinning! *FERÐIN Á LEIKINN ER DREGINN ÚR ÖLLUM IN NSENDUM SMS SKEYTUM OG NAFN VINNINGSHAFA VERÐUR BIRT Á WWW.G RAS.IS .2.NÓV 2005. VINNINGAR VERÐA AFHENDIR HJÁ BT SMÁRAL IND. KÓPAVOGI, MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 99 KR/SKEY TIÐ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Miðvikudagur OKTÓBER � � LEIKIR � 19.15 ÍBV og Haukar mætast í DHL-deild kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum. � 19.15 Grindavík og KR eigast við í Iceland Express-deild kvenna í kör- fubolta í Grindavík. � � LEIKIR � 07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til 09.00 og svo aftur klukkan 18.05. � 16.25 Enski deildarbikarinn á Sýn. Leikur Liverpool og Crystal Palace endursýndur. � 18.35 Enski deildarbikarinn á Sýn. Leikur Chelsea og Charlton sýndur beint. � 20.35 Ítalski boltinn á Sýn. � 22.15 Olíssport á Sýn. � 22.20 Handboltakvöld á RÚV. � 22.45 Enski deildarbikarinn á Sýn. FÓTBOLTI „Ísland burstaði Svíþjóð í viðureignum U-21 árs landslið- anna í undankeppni HM. Nú er hálft liðið á leið í sænsku úrvals- deildina.“ Svona hljóðar inngang- urinn á stórri grein sem birtist í sænska blaðinu Aftonbladet og fjallar um innreið íslenskra knatt- spyrnumanna til Svíþjóðar. Blaðið nefnir fimm leikmenn sem væntanlegir eru til reynslu hjá sænskum liðum á næstu dögum og tjáir Rikard Norling, þjálfari AIK í Stokkólmi, sig meðal annars um Keflvíkinginn Hörð Sveinsson. „Ég sá hann spila í U-21 árs leiknum og varð strax áhugasamur um að skoða hann betur,“ segir Norling. Víst er að frábær árangur Gunnars Heiðars Þorvaldsson- ar með Halmstad í vetur hefur kveikt þráðinn í forráðamönnum sænskra félaga og fengið þá til að beina augunum að Íslandi þegar kemur að leitinni að liðsstyrk. Aftonbladed fullyrðir að það margborgi sig að fá leikmenn frá Íslandi - ekki aðeins séu þeir mun ódýrari heldur í flestum tilfellum einfaldlega betri en jafnaldrar sínir í Svíþjóð. Undir þetta tekur sænski umboðsmaðurinn Patrick Mörk, sem hefur milligöngu um komu flestra íslensku leikmann- ana til Svíþjóðar. „Þetta er mjög borðliggjandi dæmi. Íslensku leikmennirnir eru betri fótboltamenn og því marg- borgar sig að fá þá.“ Sænski umboðsmaðurinn Patr- ick Mörk var beðinn um að lýsa íslensku leikmönnunum sem eru á leið til reynslu hjá sænskum úrvalsdeildarfélögum á næstunni. Svona hljóðuðu lýsingar Mörk sem birtust í Aftonbladet: Sigmundur Kristjánsson - Häcken: Duglegur vængmaður með frábæran vinstri fót. Garðar Gunnlaugsson - Kalm- ar: Mikill markaskorari sem gerði sextán mörk fyrir lið sitt í sumar. Davíð Þór Viðarsson - Halm- stad: Mikill leiðtogi, fyrirliði U-21 árs liðsins. Andri Ólafsson - Öster: Stór og líkamlega sterkur miðjumaður. Hörður Sveinsson - AIK: Dæmigerður fremsti sóknarmað- ur. Fljótur og hættulegur. vignir@frettabladid.is Ungir Íslendingar betri en þeir sænsku Sænska dagblaðið Aftonbladet gerði innreið ungra íslenska knattspyrnumanna í sænsku úrvalsdeildina að umfjöllunarefni í gær. HÖRÐUR SVEINSSON “Dæmigerður fremsti sóknarmaður“ að sögn sænska umboðs- mannsins Patrick Mörk. FÓTBOLTI „Ef ég mætti velja þá vil ég frekar spila með Val en Víkingi. Það yrði samt ekkert hrikalegt ef ég þyrfti að spila með Víkingi,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðs- son við Fréttablaðið en hann mætti á leikmannafund hjá Vík- ingi í gær enda fátt sem bendir til annars en að hann verði að spila með liðinu næsta sumar. Víkingar neita að gefa sig og hvorki Grétar né Viktor Bjarki Arnarsson fá að yfirgefa félagið og þeir geta það heldur ekki. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru Grétar og Viktor aðeins með KSÍ-samning við Víking en ekki launasamning. Í sumum tilfellum losna menn undan KSÍ-samningi náist ekki samkomulag um launasamning- inn en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst á það ekki við í tilfelli þeirra félaga. Með öðrum orðum geta þeir ekki yfirgefið Víking nema félagið samþykki að selja þá. „Það er texti samningsins sem ræður því hvort KSÍ-samningur- inn stendur eða ekki ef aðilar ná ekki samkomulagi um launasamn- ing,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ. „KSÍ- samningur er á stöðluðu formi og síðan eru viðaukar í hverjum samningi sem fjalla yfirleitt um greiðslur og annað. Orðalagið í þeim hluta samningsins skiptir ansi miklu.“ - hbg Grétar og Viktor verða væntanlega áfram í Víkingi: Eiga enga útgönguleið GRÉTAR SIGFINNUR SIGURÐSSON Líklega áfram í Víkingi. HANDBOLTI Handknattleiksmaður- inn Logi Geirsson er byrjaður að æfa með aðalliði Lemgo á nýjan leik eftir að hafa verið frá í nokkra mánuði vegna meiðsla í baki. Logi sagði við Fréttablaðið í gær að hann mætti þó ekki byrja að spila fyrr en eftir mánuð svo að fullvíst verði að meiðslin taki sig ekki upp í nánustu framtíð. „Ég fór í myndatöku í gær og þetta lítur bara vel út. Ég get ekki beðið eftir því að stíga aftur inn á völlinn og hlakka mikið til. Þessi tími á hliðarlínunni er búinn að vera skelfilegur og nú vona ég bara að þessari martröð sé lokið,“ sagði Logi, sem sló í gegn á sinni fyrstu leiktíð með Lemgo og leysti þrjár stöður hjá félaginu með glæsibrag. Hann vann í kjölfarið hug og hjörtu stuðningsmanna félagsins, sem hafa beðið lengi eftir því að sjá Loga á fullri ferð með félaginu á nýjan leik. Bið þess ágæta fólks er senn á enda. - vig Logi Geirsson: Byrjaður að æfa á ný FÓTBOLTI Fjölmargir leikir fóru fram í enska deildabikarnum í gærkvöldi en mesta athygli vakti viðureign Evrópumeistara Liver- pool og 1. deildarliðs Crystal Palace. Litla liðið frá Lundúnum gerði sér lítið fyrir og lagði risann frá Bítlaborginni, 2-1, og var sigur liðsins sanngjarn. Heiðar Helguson var í byrjun- arliði Fulham og tryggði liðinu framlengingu gegn WBA með marki á 90. mínútu. Það dugði því miður ekki til þar sem WBA skor- aði eina mark framlengingarinn- ar og vann, 3-2. Ívar Ingimarsson var í liði Reading en Brynjar Björn Gunn- arsson sat á bekknum þegar það sigraði Sheffield United, 2-0, og Gylfi Einarsson var síðan í byrj- unarliði Leeds sem tapaði fyrir Blackburn, 3-0. Gylfi fékk að líta rauða spjaldið á 86. mínútu er hann fékk sitt annað gula spjald. Arsenal vann síðan öruggan sigur á Sunderland, 0-3. Robin van Persie skoraði tvö mörk fyrir Skytturnar en Eboue eitt. - hbg Óvænt úrslit í enska deildabikarnum: Palace lagði Evrópu- meistara Liverpool HETJA Dougie Freedman skoraði fyrra mark Palace og hann fagnar hér markinu með Ben Watson. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.