Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 65
Skila skal 5 eintökum á DVD eða VHS ásamt útfylltum og undirrituðum eyðublöðum á skrifstofu kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Túngötu 14, 101 Reykjavík fyrir kl. 17:00 þann 1. nóvember 2005. s t u t t m y n d a k e p p n i á e d d u n n i Það virðast allir eiga eitthvað inni hjá poppkónginum Michael Jack- son. Antíkbúð í Hollywood hefur nú fallist á að þiggja 178 þúsund pund í skaðabætur frá Jackson í stað þess að fara í mál við hann. Þetta samsvarar um 20 milljónum íslenskra króna. Jackson fór í ansi íburðarmikla innkaupaferð og verslaði fyrir helmingi hærri upphæð en skaða- bæturnar hljóða upp á. Meðal þess sem hvarf ofan í kerruna hjá honum var 19. aldar bollastell og stór spegill ásamt fleiri „smáhlut- um“. Vandamálið var að Jackson borgaði aldrei reikninginn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir versl- unarmanna til að innheimta það sem þeim bar. Lögfræðingar náðu sáttum við verslunareigandann en söngvaranum var gert að skila nokkrum hlutum. Að sögn versl- unareigandans gátu þeir sætt sig við málavexti enda kostar enga smáaura að fara í mál þar vestra. Jackson hefur ekki átt sjö dag- ana sæla síðan hann var sýknað- ur af ákærum um níðingsskap gagnvart börnum. Hann býr nú í Bahrein og segja lögfræðing- ar hans að Jackson vilji búa utan Bandaríkjanna. Fyrr á þessu ári gengu sögur þess efnis að hann hefði keypt sér lóð í Berlín en ekk- ert fékkst staðfest. MICHAEL JACKSON Söngvarinn hefur farið huldu höfði síðan sýknudómurinn féll og býr nú í Barein. Jacko borgar brúsann Daniel Craig, sem verður næsti James Bond, þolir ekki byssur. Í nýjustu Bondmyndinni, Cas- ino Royale, mun Craig handleika hina frægu byssu Walther PPK og virðist Craig ekki vera alveg sátt- ur við hlutskiptið. „Ég þoli ekki skammbyss- ur,“ sagði Craig í viðtali við OK! Skammbyssur eru notaðar til að skjóta fólk og svo lengi sem þær eru til mun fólk skjóta hvert annað. Það er bara staðreynd. Ég hef séð skotsár og það var ekki fallegt. Það var við tökur á mynd og það hræddi mig. Byssukúlur vilja finna sín skotmörk og þess vegna eru þær svona hryllilegar,“ sagði hann. Craig segist heldur ekki drekka hristan martini eins og Bond er þekktur fyrir. „Mér finnst gott að fá mér venjulegan martini. Ég held að enginn drekki hristan eða hrærðan martini lengur.“ Craig, sem er 37 ára, er ekki eini Bondleikarinn sem þolir ekki byssur. Roger Moore, sem lék njósnarann á árunum 1973 til 1985, sagðist hafa hatað stelling- una frægu þar sem Bond heldur á byssunni sinni. Bond þolir ekki byssur DANIEL CRAIG Nýjasti njósnari hennar hátignar er lítið gefinn fyrir byssur. FRÉTTIR AF FÓLKI Breska götublaðið Daily Mail greinir frá því að móðir Kylie Minogue sé flogin til Parísar svo hún geti aðstoðað dóttur sína í baráttunni við brjóstakrabbameinið. Náinn vinur hinnar smávöxnu Kylie segir að hver einasta kona í heiminum myndi vilja hafa móður sína nálægt sér. Minogue hefur verið í meðferð hjá fremstu krabbameinssérfræðingum heims við Gustave-Roussy stofnunina í París. Unnusti Kylie, franski leikarinn Oliver Martinez, hefur verið henni stoð og stytta en Daily Mail segir að söng- konan vilji einnig hafa fjölskylduna sína. Keira Knightley sagði frá því nýlega að hún vildi fá að kyssa alla mótleikara sína. Reyndar sagði leikkonan þetta í gríni þegar hún var innt eftir því hvort ekki væri svekkjandi að fá ekki tækifæri til að kyssa Johnny Depp. Þau leika um þessar mundir saman í framhalds- myndum Pirates of the Caribbean. Keira getur þó huggað sig við að hún fær að kyssa Orlando Bloom. Sharon Osbourne hefur eytt fúlgum fjár í fegrunarað- gerðir. Samkvæmt blaðinu The Mirror á rokkmamman að hafa látið stækka brjóstin sín í 34DD fyrir þremur mán- uðum. Sharon breytti algjörlega um lífstíl í kringum 1999. Hún byrjaði á því að losa sig við skinn eftir að hafa losað sig við nokkur aukakíló og lagaði brjóstin og rassinn. Þar að auki hafa nokkrar aðgerðir verið framkvæmdar í andlitinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.