Fréttablaðið - 26.10.2005, Side 22

Fréttablaðið - 26.10.2005, Side 22
[ ] Aukin ökuréttindi Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika! Kennsla á leigu -, vöru -, hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn. Næsta námskeið hefst 2. nóvember Upplýsingar og innritun í síma: 567-0300 Ökuskólinn í Mjódd Þarabakka 3 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is www.bilprof.is „Þetta námskeið hjálpaði mér að rúmlega fjórfalda lestrarhraða minn. Þetta var framar öllum vonum. Ég vissi ekki að ég gæti lesið hratt.“ Kristján Ó., 18 ára nemi í VÍ ...næsta námskeið er í janúar 2006. Skráning á biðlista er hafin á www.h.is og 586-9400 Akureyri – 9. nóvember – skráning stendur yfir ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? Barnaafmæli Bekkjarferðir Keramik fyrir alla, Frábær sk mmtun fyrir allan hópinn. Tilboðspakkar Keramik og pizza frá kr. 990 á mann. gefur gull í mund. Vaknaðu snemma til að læra fyrir skólann. Hugurinn virkar svo vel á morgnana. Morgunstund Metnaðarfullir leikhúsgestir og óperuunnendur geta búið sig rækilega undir Sölku Völku og óperuna Tökin hert. Leikritið Salka Valka var frum- sýnt liðna helgi í Borgarleik- húsinu. Það er eins og kunnugt er unnið upp úr verki Halldórs Laxness. Hrafnhildur Hagalín gerði leikgerðina en Edda Heið- rún Backman leikstýrir. Þær eru báðar á meðal fyrirlesara á nám- skeiði Mímis um leikritið. Nám- skeiðið, sem haldið er í samstarfi við Borgarleikhúsið, hefst 1. nóv- ember og verður haldið á þriðju- dögum. Auk þeirra verða fyrirles- arar Halldórs Guðmundsson og Silja Aðalsteinsdóttir. Endurmenntun Háskóla Ís- lands stendur hins vegar fyrir námskeiði um óperuna Tökin hert eftir Benjamin Britten í samstarfi við vinafélag Íslensku óperunnar. Fjallað verður um óperuna og auk þess sem einstakir hlutar óperunn- ar vera teknir til nánari skoðunar með hjálp tón- og mynddæma. Síðasta kvöldið veðrur farið á sýningu á Tökin her í Óperunni þar sem færi gefst á stuttu spjalli við nokkra af aðstandendum upp- setningarinnar. Námskeiðið hefst 1. nóvember. Leiksýning og ópera brotnar til mergjar Bergur Þór Ingólfsson og Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverkum sínum í Sölku Völku. Ilmur fer með titilhlutverkið. Í kvöld hefst námskeið í Leik- mannskóla kirkjunnar undir yfirskriftinni „Að hugga og hl- usta“. Kennari er séra Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahús- prestur. Á námskeiðinu verður fjallað um veruleikann sem mætir fólki þegar glímt er við dauðsföll, veikindi og annan vanda sem ristir djúpt í lífi þess. Skyggnst verður inn í veruleika sorgarinnar og rætt um hvað hjálpar okkur að nálgast fólk í sorg eða erfiðleikum. Oft getur verið erfitt að tjá sig við aðstand- endur og er námskeiðinu ætlað að hjálpa fólki að gera sorgarferlið að eðlilegum hluta lífsins. Séra Gunnar Rúnar Matthías- son sjúkrahússprestur hefur mikla starfsreynslu á þessu sviði. Gunnar mun halda fyrir- lestra og einnig verða umræður og fyrirspurnir. Námskeiðið er opið öllum. Starfsfólk heilbrigð- isstétta, sem umgengst mikið veikt fólk og ættingja þeirra, hópar sem vilja styðja vin í sorg og aðrir aðstandendur hafa nýtt sér þessi námskeið með góðum árangri. Námskeiðið verður hald- ið í Grensáskirkju og kennt verð- ur í fjögur skipti. Að hugga og hlusta Stjórnunarfélag Íslands stend- ur fyrir námskeiði um skjala- stjórnun á næstunni. Stjórnunarfélag Íslands stendur fyrir námskeiði í skjalastjórnun mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. nóvember. Skjalastjórnun er stjórnun á öllum skráðum upplýsingum sem verða til hjá fyrirtækjum og stofn- unum. Markmið skjalastjórnunar er að skjölin verði aðgengileg og ávallt tiltæk þegar á þarf að halda. Þetta er ekki síður mikilvægt í dag á tímum tölvutækni og þegar pappírsflóðið var sem mest. Bent er á það í fréttatilkynn- ingu að rafrænum skjölum jafnt sem pappírsskjölum þarf að stýra eftir skipulögðu ferli. Á námskeiðinu verður farið í undirstöðuatriði skjalastjórn- unar. Leiðbeinandi þess er Sig- mar Þormar, framkvæmdastjóri Skipulags og skjala ehf. Nám- skeiðsgjald eru 30.000 krónur. Kennt verður frá kl. 13-16 nám- skeiðsdagana í Hamraborg 10, 2. hæð. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið stjornandinn@stjornandinn.is. Skjölin skipulögð Ekki er gott að hafa skjölin öll í óreiðu. Félagsvísindadeild, lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands standa næstkomandi föstu- dag fyrir opinni ráðstefnu um rann- sóknir í félagsvísindum. Á ráðstefn- unni verða alls 33 málstofur með 122 fyrirlestrum um ólík viðfangs- efni. Viðskipta- og hagfræðideild stendur fyrir 11 málstofum með 44 fyrirlestrum á sviði stjórnunar, mannauðsstjórnunar, markaðsfræði, hagfræði, nýsköpunar, fjármála og háskólarannsókna. Allir eru velkomn- ir en dagskrá allrar ráðstefnunnar er að finna á slóðinni: http://www. felags.hi.is/page/radstefnaVI ráðstefna } Rannsóknir í fé- lagsvísindum Opin ráðstefna í Háskóla Íslands. Vísindadagur rannsóknastofu í öldrunarfræðum. Rannsóknastofa í öldrunarfræðum heldur næstkomandi föstudag vís- indadag í Salnum í Kópavogi undir yfirskriftinni minnismóttakan í 10 ár. Minnistruflun er oftast fyrsta einkenni alzheimers og getur lengi vel verið meginvandamálið sem sjúklingurinn glímir við. Á dag- skrá eru nokkur erindi. Meðal annars fjallar Jón Snædal yfirlæknir um sögu og hugmyndafræði minnismót- tökunnar, hlutverk hennar og þjónustu. Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi fjallar um varnar- viðbragðið afneitun hjá sjúkling- um, aðstandendum og ekki síst heilbrigðisyfirvöldum. Guðlaug Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur ræðir um þróun í þjónustu og hvernig hún hefur breyst á undanförnum árum, verkefni og framtíðarsýn. Auk þeirra halda erindi Berg- lind Indriðadóttir iðjuþjálfi, María K. Jónsdóttir yfirsálfræðingur og Björn Einarsson læknir. Minnismóttaka í tíu ár 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 Fræða og menningarritið Hugsandi hefur hafið göngu sína á slóðinni www. hugsandi.is. Titill vefritsins vísar til þess markmiðs ritsins að kynna fyrir umheiminum pælingar fræðimanna og annarra sem niðursokknir eru í pælingar um heiminn. Vefritið mun leggja áherslu á greinar sem tengjast m e n n i n g u í víðasta s k i l n i n g i þess orðs. Fastar birt- ingar verða á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Ritst jórar ritsins eru sagn- fræðingarnir Unnur María Karlsdóttir og Hrafnkell Lárusson. Nýtt vefrit HUGSANDI.IS ER NÝTT VEFRIT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.