Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 23
RIC GRECH GINGER BAKER STEVE WINWOOD Ný hliómsveit, Blind Faith BLIND FAITT-I eða blind trú hefiur verið velið sem nafn á foina nýju hljómsveit sem þeir féligar Eric Clapton og Ginig- er Baker sem áður voru í Cre- am og Steve Winwood, Traffic hafa nú stoínað. Fjórði maður- inn í hljómsveitinni verður basialeikarinn Ric Grech sem var áður í Family. Hljómsveit- in mun fyrst leika í London 7. júní n.k. í Hyde Park en síðan er ráðgert að halda til Skandi- navíu og svo til Bandaríkj- anna 17. júlí. Eins og sjá má er hljómsveitin skipuð frábær- um hljóðfæraleikurum þar sem þeir Clapton, Baker og Win- ERIC CLAPTON wood em en þeir eru taldir beztu hljóðfæraleikarar meðal ynigri kynslóðaiinnar í Englandi í dag. Verður eflaust gaman að fylgjast með bt-ssari hljómsveit en ems og allir muna vom þeir Clapton, Baker og Winwood all ir í fyrsta sæti hver á sánu sviði í kosningum Gluggans í vetur. SKÁKDÆMI M. PLATOW. „Dunazeitung“ 1905. Hvítur leikur og heldur jafn- tefli. NÝJAR HLJÓMPLÖTUR LEIÐRETTINC Hljómplötudeild Fálkans hef- ur nú nýlega sent frá sór hljóm- plötu með hinni góðlkunnu söng konu Sigrúnu Harðardóttur og hljómsveitinni ORION. Sigrún er þegar orðin landsþekkt fyrir söng sinn bæði af fynri hljóm- plötu svo og góðum sjónvarps- þáttum sem hún hefur komið fram í ásamt hljómsveitinni. ORION er hljómsveit sem að á undanförnum árum hefur skap- að algjöra sérstöðu meðal hljóm- sveita hér en þeir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir frá bæra túlkun sína á llögum sem að kennd em vi'ð brezku hljóm sveitina The Shadows. Þeir bræður Snorri og Sigurður Snorrasynir eru tvímælalaust í hópi okkar snjöllustu gitarleik- ara og er samleikur þeirra mjög svo fágaður og áheyrilegur. Auk þeirra skipa hljómsveitina Eysteinn Jónasson bassaleikari og Stefán Jökulsson trymbill. Lögin á plötunni eru fimm og þar af eitt eftir þá Sigurð og Snorra. Ekki er að efa að plötu þessari verðui- vel tekið. En Fálkinn lætur ekki stað- ar numið hér því að væntan- leg er á markaðinn önnur plata frá þeim og í þetta sinn með hljómsveitinni ROOF TOPS. Hljómsveitina er óþarfi að kynna því að hún hefur nú um nokk- urt sikeið verið í hópi vinsæl- ustu pop-hljómisrveita landsins. Þetfca er fyrsta plata þeirra fé- laga en á henni eru fjögur lög, tvö erlend og tvö eftir þá sjálfa Á fyrri hlið plötunnar eru er- lendu lögln „Try A Little Tend- erness“ sem í þessari útgáfu heitir SÖKNUÐUR og lag sém kallað er ÞAÐ FER EKKI EFT IR ÞVÍ og m/un vera eftir Otis Redding. í fyrra laginu er not- uð strengjasveit til að gefa því hinn rétta blæ, en það er eina lag plötunnar þar sem notaðir eru hjálparmenn í undirspilinu Seinni hliðin sem þeir hafa sam ið sjálfir kemur eflaust til að auka á fjölbreytni laganna. Lög in heita FÓLK Á FLÓTTA og SJÚKUR DRAUMUR UM LASIN BLÓM en í því getur að heyra einlhvem furðulegasta texta sem saminn hefur verið fyrir ísl. hljómplötu. Textinn er að sjálfsögðu eftir Þorstein Eggertsson. Þessi plata er vænt anleg nú í lok mánaðarins og koma þeir félagar þá væntan- lega fram í sjónvarpiniu með stuttan þátt. Enn einu smni hefur sext- ett Ólafs Gauks sent frá sér nýja plötu Sextettinn fer nú eflaust að slá öll met í hljóm- plötuútgáfu en engin hljóm- sveit hefur sent frá sér eins margar hljómplötur jafn ört og sextettinn Lagaval á plötunn þeirra hefur yfirleitt verið nokkuð fjölbreytt og því fallið flestum í geð en einnig er hljóm- sveitin ágæt og skilar hlut- verki sír.u oftast vel. Ekki er að eía að þessu hljómplata á eftir að falla í góðan jarðveg eins og hinar fyrri. Fjögur lög eru á plötunni og eru tvö þeirra eftir ÓMf Gauk sjálf- an en eitt eftir Rúnai- Gunnars son sem er bassaleikari hljóm- sveitarinnar. Hafa skal það er sannara reynist.' Lítil athugasemd við grein Guðm. G. Hagalíns: Fornar dyggðir, er birtist í Lesbók Morguinblaðsins 4. maí s. 1. Sú leiða missöign heifur slæðzt inin í girein Hagalíns, að vegna þjóðmálaágreinings, er varð milli Bénedikts Jónssonar bóka varðar frá Auðnum og Guð- mundar Friðjónssonar skálds á Sandi, hafi Benedikt ekki keypt bækur Guðmunidar í bókasafn S-Þingeyiniga í Húsa- vík. Þetta er rangt. Frumút- gáfur af bókum Guðimundar, sem út komu í bókavarðairtíð Benedikts, sem enn eru til í safninu, þó mjög hafi verið lesnar, og görnul bókaskrá eru óræk vitni í því máli. Sé svo sem Hagalín virðist gruna að „sikldnigur hæða“ hafi valið Benedikt bókaverði ó- glæsilegri reiðskjóta en Guð- mundi skáldi er orsökin til þess einhver önnur en sú, að Benedikt hafi úthýst sikáldrit- um Guðmundar úr safni sínu. Þórir Friðgeirsson bókavörður. Lausn: 1. Hg2 fxg2 2. Hh3 Kg4 3. g8D Dxg8 4. Hg3 fxg3 5. Kgl og nú er sama hverju svartur leikur, hvítur verður patt. 2 stuttar skákir frá Ölympíu- skákmótinu. Costa Rica — Ungverjaland. Wyss Barcza Hollenzk vörn. 1. f4 d5 2. e3 Rf6 3. Rf3 Bg4 4. Be2 Rbd7 5. b3 Bxf3 6. Bxf3 e5 7. fxe5 Rxe5 8. 0-0 Bd6 9. Bb2 c6 10. d3 Dc7 lil. h3 h5 li2. Rd2 Reg4! 13. Bxf6 Bh2f 14. Khl Bgl! 15. gefið. Sviss — Hong-Kong. Blau Hardt. Pirc vörn. 1. e4 d'6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be2 B,g7 5. h4 b6 6. Bf3 c6 7. h5 h6 8. hxg6 fxg6 9. Be3 Rbd7 10. e5 dxe5 11. Bxc6 Hb8 12. dxe5 gefið. Jakob Jónasson VORKOMA Vaknar á tungu lítið ljóð leikur um hugans engi himinninn roðar geislaglóð gefðu mér mjúka strengi svo ég geti sungið með sunnanblænum þíða. Vetur kveður, vermir geð vorið sumarblíða. 25. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.