Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 16
HAFSTEINN Framhald af bls. 14. svo upp á öðrum stað. Þessum leik hélt hún áfram nokkra stund, og pað lá við að ég gleyrndi tímanurn. Ég sleit mig samt frá því að horfa á þenn- an skemmtilega leik og fór að huga að því sem ég átti að gera, en sá þá að vinur minn, gamli nágrannmn úr Grundar- nesinu, var búinn að fara fyr- ir ærnar og stugga þeim í átt- ina til húsarma ég fór því beint yfir nesið og þegar ég kom yf- ir á bakkann að vestanverðu, þá kom hann labbandi með hendur fyrir aftan bak utan bakkana með hundiren sinn á eftir sér. Hann nam staðar hjá mér, horfði til mín hlýjum aug- um, brosandi og ánægður yfir því sem hann hafði gert fyrir mig. Hann yrti ekki á mig í þetta skipti en augnaráð hans sagði meira en rnörg orð. Hann leit yfir urnhverfið og út eftir vatnabökkunum og þá gaf hann mér bendmgu um að nú myndi hann halda heim til sín. Síðan kvaddi hann mig og rölti af stað með héppa sinn með sér. Ég fór aftur á móti í hina átt- ina og þegar ég kom heim und ir fjárhúsin sást til ferðar Sig- urðar utan bakkana, og rak hann á undan sér nokkrar ær. Ég beið eftir honurn, og þeg- ar hann kom heilsaði hann mér hlýlega sem hans var vani, sté af baki kom til mín og bað mig um að hefta hestinn. Þegar því var lokið fórum við að huga að fénu og koma því heim undir húsin. Klukkan að ganga tólf vorum við búnir að koma því inn í húsin, síðan gengum við til náða eins og fyira kvöldið. F. SCOTT Framhald af bls. 13. lifsbyltingarinnar eftir 1960 virðast sögupersónur Fitzger- alds vera vel upp aldar og sak- leysið uppmálað, en atlota- og kossafrelsið, sem hamn lýsti, var hreinasta bylting á þeim tímum. Þegar This Side of Paradise kom út varð Fitzgerald sögu- maður þess tímabils, siem nefnt hefur verið Jazzöldin, eða „The Roaring Twenties". Arið 1937 lítur hann yfir farinn veg og segir: „Óvissunni í kringum 1919 var lokið — lítil’l vafi virtist leika á því hvað verða mundi — Ameríka átti í vændum mestu óhófs- og gleðskapartíma, sem sögur fara af, og það hlaut að verða miikið söguefni". Og enginn sagði eins vel frá og Fitzgerald. The Beautiful and Damned ((1922) er tæknileg framför síð an This Side of Paradise og er það lienigsta skáldsaga Fitzger- alds, en hún er yfirleitt álitin sú sízta. Bókin heitir ekki, eins og stundum er sagt, The Beauti ful and the Damned, vegna þess að Fitzgerald álítur þær lall- egu manneskjur, sem hann lýsir, fordæmdar. Aðalsöguhetj an, Anthony Patch, er ungur maður, sem erft hefur mikla fjármuni og kvænist fallega fiðrildiruu („flapper") frá Kan- sas City, Gloriu Gilbert. Sairnan eru þau sólgin í blekkiinigu æsku og fegurðar til þess eins að uppgötva fánýti þess alls og lenda svo að síðustu í blá- köldum heimi drykkjumenhisk urtnar. í þessiari skáldsögu hugð ist Fitzgerald lýsa peninigaspiTl- ingunmi og fölsku hugsjónun- um, sem sigla í kjölfar óþrjót andi auðs í Ameríku. Galli sög- unnar er sá, að Fitzgerald tekst ekki að aðskilja nógu greini- lega dálæti sitt á Anthony og Gloriu og siðgæðismat sitt á þeim. Ógæfan, sem beið Fitz- geralds-hjónanna, er sambæri- leg þeirri ógæfu, sem Patch- hjónin lentu í. Árið 1922 fann Fitzgerald á sér hvað var í vaendum, en gerði sér ekki nógu ljósa gi-ein fyrir því og sagan um Anthony og Gloríu er ruglingslegt og ósannfær- andi. riðja skáldsaga Fitzger- alds, The Great Gatsby (1926), hefur réttilega verið álitin bezta saga hains og jafnframt ein af beztu amerísku Skáld- sögunum. Hér tókst Fitzgenald loks að sameina sínia meðfæddu hæfileika og agaða listtúlkun. Skáldsagan er mjög vel upp byggð, eragu orði eða atriði ofaukið og söguefnið er algjör- lega á valdi hans. Fitzgerald notar sér það, sem haran hefur lært af rithöfundinum Joseph Conrad og lætur eina persón- una, Nick Carraway, vera vitni og sögumanin atburðanna. Þann- ig tekst Fitzgerald að aðakilja tviþætt eðli sitt. Nick er hin heflaða raunsæishlið Fitzgeralds en söguhetjan Jay Gatsby er hrein kristöllun gegndarlausr- ar rómantíkur hans. Skáldsagan segir frá því hvernig Gatsby (fæddur Gatz), sem upphaflega var fátækur bóndasonur frá North Dakota, verður ástfainginn af hinni aiuð- ugu Daisy Fay, „langeftirsótt- ustu stúlkunini í LouisviMe11, þegar hann er liðsforimgi í stríð irau (hliðstæðan í lífi Fitzger- alds er augljós, að meðtalinm ástinni til eftirsóttustu stúlk- unniar ). Meðan hann er í hern- aði hiraum megin við Atliants- hafið verður Daisy þó þreytt á biðinni og giftist Tom Bucfh- anan, fyrrverandi fótboltahetju frá Yal'e, sem hefur erft millj- ónir dollara. Giftingin hefur engin áhrif á ást Gatsby til Daisy og hann verður eins kon- ar glæpamannaliðþjálfi hjá Mey er Wolfsheim, „manninuim, sem með mútuim tókst að ráða úr- slitum heimsmeistarakeppninn- ar í „basebalfl11 árið 1919“. Gat sby græðir milljónir á wiskí- 1. Óvissan í náttúrunni fer stig vaxandi að mannlegri vitund. Þessi hæfileiki manna til að umbreyta ástandi hluta, þessi óvissa, sem inn í atburðarás get ur gripið, gerir þeim fært að grípa hver fram í fyrir öðr- um; óvissan endurtekur sig, þar sem þeir standa hver frammi fyrir öðrum, og magnast. Við- hald ófyrirsjáanleika í athöfn- um manns, frelsis hans að utan séð, er yfirlýst markmið samfélags. Sam- kenni, sem lesin verða úr at- ferli einstaklinga fyrir tilstilli félagsvísinda hraða venjumynd- un og auka þannig möguleika frjálsræðis þeirra. Hver samfélagsaðili ávinnur sér með tímanum ungengnis- reglur og sérstakt hátternis- munstur, sem lítur að þeim starfa, sem hann iðkar. Sjaldn- ar er það svo, að hann geri upp á milli þess mikilvægis, sem hann ætlar markmiði sínu, og þess öryggisleysis, sem á- gengni á hagsmuni annarra hef ur hins vegar í. för með sér, aðhald í hátternisviðrbögðum og venjum hinna verða honum auk laga að mótvægi, og hann fer meðalveginn. Umskipti í aðstöðu mannsins frá náttúrlegu umhverfi til gerfiumhverfis nútímasamfé- lags eru fyrst og fremst fólgin í tilfærslu áherzlu. Misræmið, sem áður var ítrast í afstöð- unni maður/náttúra, er nú ítrast í félagslegum þáttum. Venjumyndun getur nú orðið með einstaklingnum á sviðum, þar sem hann fyrr varð að hafa vökult auga, í staðinn þrengir nú þéttbýlið honum til íturrar virkni á öðrum sviðum, sem fyrr voru ekki til eða þá séð í goðsögulegum ljóma. Hylling þess, sem á að vera, er nú tal- in það, sem er, og raungerð með ævilangri hlutdeild ein- staklings í félagslegum störf um. Öflugasta tækið til slíkrar raungerðar er venjumyndun. NÚBLÓMIÐ 6. HLUTI NIÐURLAG Hið Absúrda Eftir Þorstein Antonsson Hún gerir manni fært að at- haína sig við aðstæður, sem honum ella væru óviðrá'ðanleg- ur óskapnaður. Venja gerir sjálfvirkar og ómeðvitaðar at- hafnir, sem hann í fyrstu þarf að leggja á sig ærið erfiði til að framkvæma. Nýting þessa hæfileika er þeim mun mikil- vægari sem félagsleg aðstaða er fjölbreyttari, Ekki er að- eins um að ræða venjur við hreyfingar, heldur er það, hvernig maður skynjar, að miklu leyti vani hans. En venja er tvíbeind: óvan- ar geta komist upp milli manns og eðlis hans. Þar sem daglegt líf fjölda einstaklinga er mjög á einn veg, en þó fjölbreytt frá sjónarmiði hvers einstaks. geta athafnir innan ákveðins sviðs orðið sjálfum hópnum dul vitaðar. Innan þessa ramma, sem getur orðið víður, er hátt- erni meira og minna ósjálfrátt. Það, sem skeður innan hans er hópnum ósýnilegt nema gegn- um litlinsur vanans. Þannig getur atferli, sem er sjálfsagt íbúum svæðis, verið frá sjón- armiði utanaðkomandi manns í hróplegu misræmi við yfir- lýst markmið. (Staðblindan, sem er vandamál íslendinga nú verið). 2. Frumþörf manns er þörf hans að lifa. Misræmi er milli þess- arar þarfar hans og aðstöðu hans: hann er þannig byggður, að hann þolir ekki veðurfar án skýlis og fata, hann er of veik- byggður til að geta orðið sér úti um næringu milliliðalaust. Honum ávannst hjálpartæki: hugsun, sem auk þessa fjar- lægði hann annars vegar öðr- um dýrategundum, gerði hon- um hins vegar ljósa samstöðu sína við aðra einstaklinga sinn- ar tegundar. Misræmi út á við, meðan það er upplifað, við- heldur samstöðu hans og hóps- ins. f skjóli þeirrar samstöðu verður til tæki samskipta, mál, og síðan, þegar einstaklingnum verður ljóst, að þörf hans er sameiginlegur þáttur óákveð- ins fjölda manna, alhæfist og verður sértæk í viðhorfum hans: hún liggur úti og uppi yfir hópnum, sameiningartákn, en almennt sem gildi, og öðl- ast hrifnæmi fyrir meðlimi hópsins. Á þessu stigi verða þeim Ijós skilin miBi þess, sem er og þess, sem á að vera. Félagslegt misræmi: félagsleg aðstaða manna, sem er óhjá- kvæmileg, setur viðleitni þeirra þröngar skorður, þjáning og hörmungar virðast óhjákvæmi- lega leiða af fullkomnunarleit samfélaga yfir önnur, þótt slíkt sé andstætt hugsjónum þeirra, verkaskipting næmleiks og hörku er fáránleg. Innra misræmi: vegna sam- eiginlegrar viðleitni einstakl- inga í samfélagi til að halda við óskakringumstæðum er jafn aðarlega misræmi í fari þeirra milli eðlishvata og skipulagðs hátternis þeirra. Þetta misræmi er órofa fylginautur manna allt þeirra líf, hvort sem yfirborðs- mynd þess er iðnvætt þjóðfé- lag, frumstætt akuryrkjusamfé- lag eða fjö'lskyldukjarninn sjálf ur eins og hann var í tíð hinna fyrstu manna. Við lifum við gerfiaðstæður. En það er enginn vegur til baka til náttúrunnar. Jafn vel ekki fyrir barn, sem fætt er við lífsaðstöðu frumstæðingsins, í höndlun þess og lífsferli eru frjómögn menningar knúin fram af höfnun umhverfis á mannveru með að afleiðingu varanlega iðkun hennar á að- lögunarhæfni sinni. Þetta mis- ræmi hefur gert okkur að því, sem við erum. Markmið okkar er samræming á ytri og innri aðstöðu mannsins. 3. Hvort skyldi þróunin heldur hafa orðið í þá átt, að tengslin, sem héldu saman einstakling- um gagnstæðra kynja, hafi með manninum orðið að tengslum hans og umhverfis, eða þróun- in hafi orðið í þá átt, að hann geti valið, hvar hann leggur tengslin? Miðlun og hliðrun árásar- hvatar, sem í skjó'li þess á sér veru ástarþel til til makans hjá ýmsum dýrategundum, afmark- ar bardagafýsn dýrsins og ger- ir hana magnaðri. í mannlegu samfélgi er umbeiningin orð- in allt um lykjandi, í mann- heim hlýtur einstaklingurinn að sækja mEirkhneigðir sínar og lífsviðurværi, ástarþel verður honum því áunnin tækni, sem honum er hentast að beita hverja vökustund. Með ofbeldi og ástarþel að öndverðum, þar sem dregur úr annarri eftir því sem nálgast hina, verður sagt, að hin staðlaða samfélagsmann gerð sé í viðhorfum sínum við ástarþelsöndverðuna, hvað við kemur maka og afkvæmi með kynlíf að undirstöðutengslum, en nálgist ofbeldisöndverðuna þeim mun fjarskyldari sem hann telur sér manngerðir ver.a Þetta er staða hvers manns, sem vegna umhverfisþvingunar hlýtur að finna sínýjum hvöt- um sínum farveg. Leiðin frá frumstæðing til iðnvæðings hefur legið frá ætt- bálkaríg um landvinninga- stefnu og þrælahald, trúar- bragðastyrjaldir, til byltingar öreiganna og til þess að skipta heiminum í tvær andstæðar heildir. Þróunin hefur verið aukin fjölbreytni þess, sem leyft er innan hringsins og ást arþelið er iðkað gagnvart, á hinn bóginn mildun í viðhorf- um til þess, sem utan hringsins er, það eða vaxandi umburða- 'lyndi. A er að vísu andstæðingur B, en honum er það ljósara en fyrr, að B er ekki andstæðing- ur hans vegna eðlismunar, né frumlægs hugsjónaágreinings, heldur að mótandi áhrif um- hverfis hvors þessara aðila á þá hafa gagnkvæmt fært hinn inn í brennipunkt hli'ðraðrar ofbeldishneigðar. Eftir að mönnum skilst, að hið hlutlæga er afleitt skilyrði hneigðar, sem 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. mai 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.