Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1969, Blaðsíða 5
með lítinn kút sér við hönd. Þeir segja ýátt og ýara sér hœgt niður hrékkuna. Síðan kemur lýsing á kaup- manni þorpsins. Rifjað er upp dálítið atvik, sem átti sér stað í búðinni. Kaupmaðurinn sting- ur kexkökum í lófa drengsins. Augnaráð fóstra hans segir hon um að hann eiigi ekki að þiggja gjafirnar og drengurinn leggur þær frá sér. Ljóðið endar á þessum lín'um: Eýtir svellaðri götu ýara tveir lágvaxnir menn og leiðast upp brattann. Þessir tveir lágvöxnu menn eiga samleið í hörðum heimi. Þeir hafa vaknað til vitundar um stöðu sína í tilverunni. Útmánuðir, hefst á lýsingu á vetrinum í þorpinu: Og manstu hin löngu, mjólkurlausu miðsvetrardœgur, útmánaðatrosið, bútung, sem aývatnast í skjólu, brunnhús og bununnar einýalda söng, báta í nausti og breitt yýir striga, kindur í ýjöru, og kalda ýætur, og kvöldin löng eins og eilíýðin sjálý, oýt var þá með óþreyju beðið eýtir gœýtum og nýju í soðið. Síðan er sagt frá kvöldi þegar sveinninn ungi stendur í fjöru með fóstru sinni í von um aö sjá lítinn bát fóstrans sigla fyrir eyrarodda. Báturinn kem- ur ekki. En á miðri nóttu vakn- ar drengurinn við að á koll hans er lagður vinnuharður lófi. Fóstr inn er kominn. „Og það var enn • kul í sjóvotu yfirskegg- inu.“: Og nœsta morgun var blár steinbítur á héluðum hlaðvarpasteini, og sól sindraði í silýri ýsuhreisturs, — og hamingja í húsi ýátœks manns. Bæffi þessi ljóS bregða upp myndum á hljóð'látan og var- færnislegan hátt. Vetrardag- ur getur minnt á haglega gert innskot í venjulega frásögn um íslenskt þorp. Utmánuðir, er skáldlegri greinargerð, auk þess er hrynjandin líkari ljóði meira að segja stuðlað á köflum: báta í nausti og breitt yýir striga, kindur í ýjöru, og kalda ýætur, og kvöldin löng eins og eilíýöin sjálý, En hugum nánar að aðferð Jóns úr Vör í Þorpinu, þeim ljóðum, sem eru skyldust prósa, því frásagnarkennda í þeim. Fögur er hlíðin, er kannski næst því að vera smásaga eða dæmisaga: Jóhann Sigurjónsson BIKARINN Einn sit ég yfir drykkju aftaninn vetrarlangan. Ilmar af gullnu glasi gamalla blóma angan. Gleði, sem löngu er liðin, lifnar í sálu minni, sorg, sem er gleymd og grafin, grætur í annað sinni. Bak við mig bíður dauðinn. Ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. Alfreð Flóki myndskreytti. 25. maá 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.